Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. 41 Bill Wyman, rúm 29 ár með The Rolling Stones áður en þolin- mæðina brast. Rolling Stones: Tekur nokkur vlð afBill Wyman? Bill Wyman haíði ekki fyrr tíl- kynnt að hann væri endanlega hættur að leika á bassagítar með The Rolling Stones en leit hófst að eftirmanni hans. Sannast aö segja hafa fáir enn verið til nefnd- ir. Og ailnokkrir eru þeirrar skoðunar að enginn verði ráðinn i stað hans. Upptökur næstu plötu Stones eiga að byrja í mars ef allt fer samkvæmt áætlun. Sömu áæti- anir gera ráö fyrir aö hljómsveit- in fari í hljómleikaferö til að fylgja plötunni eftir seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Pyrr verður vart þörf á manni til að fylla í skarð Wymans. Rolling Stones hefur nefnilega aldrei veriö á flæðiskeri stödd hvað bassaleikara varðar. Keith Richards hefur nokkrum sinnum annast bassaleikinn í lögum hijómsveitarinnar. Sömuleiðis Ron Wood eitir aö hann bættist í hópinn. Ron er fyrrverandi bassaleikari hljómsveitarinnar Faces og því síður en svo ókunn- ugur hfjóðfærinu. Bill Wyman vantaði tæpt ár upp á að hafa leikið íþrjá áratugi með The Rolhng Stones. Hann spilaöi iyrst opinberlega með fdjóm- sveitinni í Putney Church Hall í London 2. desember 1963. Hinsið- ari ár var hann talsvert upp á kant við aðra liðsmenn hljóm- sveitarinnar. Þeir kunnu honum til að mynda litlar þakkir fyrir að hafa ritað bókina Stone Aione. í plötugagnrýni var því meira að segja haldið fram að bassaleikur Wymans heföi verið hijóöbland- aður mun oftar en góðu hófi gegndi á hljómleikaplötunni Flashpoint þvi að Mick Jaggerog Keith Riciiards vildu ná sér niðri á honum vegna bókarinnar. Sé sú raunin hefur verið meira en Iitið að í hljómsveitinni og senni- lega fátt annað til ráða hjá Bill Wyman en að þakka fyrir sam- starfið og láta sig hverfa. Kolrassa krókríðandi, sígurvegarar Músíktilrauna í fyrra. Músíktilraunir '93 komnar á koppinn Skráning hljómsveita í Músíkth- raunir 1993 er hafin. Keppnin fer fram í félagsmiðstöðinni Tónabæ í Reykjavík sem endranær. Undanrás- ir verða háðar fimmtudagskvöldin 18. og 25. mars og 1. apríl. Hljómsveit- irnar, sem fá nægilega mörg stig til að keppa til úrslita, koma síðan sam- an og reyna með sér fóstudagskvöld- ið annan apríl. Músíktilraunir eru opnar öllum upprennandi hljómsveitum alls stað- ar af landinu. Aðstandendur keppn- innar ætla að reyna að létta hljóm- listarmönnum af landsbyggðinni ferðakostnaðinn með því að reyna að útvega þeim afslátt á flugfari. Búast má við að fleiri hljómsveitir skrái sig en komast að. Sú var að minnsta kosti raunin í fyrra. Þá varð að neita tíu sveitum um þátttöku en 24 fengu að vera með. Því er vissast að skrá hljómsveitirnar tímanlega til leiks. Það verður gert í Tónabæ alla virka daga til 5. mars. Elleftu tilraunimar Músíktilraunir voru fyrst haldnar í Tónabæ vorið 1982. Síðan hafa þær verið haldnar árlega nema hvað árið 1984 féll út. í fyrra sigraði kvenna- hljómsveitin Kolrassa krókríðandi. Hún sendi einmitt frá sér plötu fyrir síðustu jól. Kolrassa kemur frá Keflavík. Eftir- tektarvert er þegar hstinn yfir sigur- hljómsveitimar er skoðaður að sig- urvegaramir em yfirleitt af lands- byggðinni, hvaöa ályktun sem má draga af þeirri staðreynd. Margir þekktir tónhstarmenn létu fyrst til sín taka í Músíktilraunum. Máni Svavarsson, lagahöfundur og hljómborösleikari í Pís of keik, var til að mynda innanborðs í Dans- hljómsveit Reykjavíkur og nágrennis sem sigraði í fyrstu tilraununum. Jóhannes Eiðsson, söngvari Loðinn- ar rottu, var söngvari Gipsy sem sigraði 1985, Karl Örvarsson var söngvari sigursveitarinnar 1987, Stuðkompanísins. Guðmundur Pét- ursson komst aö vísu ekki í loka- keppnina með Bláa bílskúrsbandinu 1987 en vakti fyrst athygh í keppn- inni það ár fyrir mikla fingrafimi og góða tækni miðað við aldur og reynslu. Og þannig mætti lengi telja upp þá sem hafa fyrst vakiö athygli á Músíktilraunum. Á Músíktilraunum í fyrra var dauðarokkið svonefnda mest áber- andi stefnan. Um það bil helmingur hljómsveitanna sem tóku þátt í til- raununum hélt sig við þá stefnu. Dauðarokkið fór ekki hátt á síðasta ári þannig að spennandi verður að heyra á Músíkthraimum í ár hvaða tónhst höfðar fyrst og fremst til ungra tónhstarmanna um þessar mundir. Og að sjálfsögöu til áheyr- endanna sem væntanlega munu flykkjast á keppnina sem endranær. Helgarpopp Clinton pfniy Ý'll rokk- hljóm- leika Senn h'ður að forsetaskiptum í Bandaríkjunum. Biti Clinton ætl- ar að halda upp á forsetavigsluna með pomp og prakt. Meðal ann- ars efnir hann til hljómleika þar sem mörg stórstjarnan lætur í sér heyra. Aðalhljómsveit hljómleik- anna verður Fleetwood Mac. Clinton fékk nefhilega slagorðið sitt fyrir kosningamar aö láni úr Umsjon Ásgeir Tómasson texta af plötunni Rumours. Það er að segja úr laginu Don’t Stop þar sem segir: Don’t stop thinking about tomorrow eða Hættu ekki aö hugsa um morgundaginn. Meðal annarra sem skemmta á hljómleikum Chntons verða Bob Dylan, Elton John, Aretha Franklin, Barbra Streisand, Los Lobos og reggaehljómsveítin Steel Pulse. Þá er stefht að því að smala saman þekktum djass- leikurum sem spila af fingrum fram. Og hver veit nema forset- inn sjálfur mæti með saxófóninn og fái að blása nokkrar nótur með. Bill Cosby veröur kynnir á hljómleikunum. Los Lobos verður meöal hljóm- sveita á tónleikum Clintons. R.E.M. leggur til lagið Drive á nýju Grænfriðungaplötuna. Ný plata til styrktar Grænfriðungum: Öll lögin hljóð- rituð með sólarorku Ný Grænfriöungaplata er í smíð- um. Þegar hefur verið leitað til ah- margra hstamanna og hljómsveita um tónhst á plötuna. Fjórmenning- amir í R.E.M. hafa þegar brugðist jákvætt viö og ætla að leggja til hljómleikaútgáfu lagsins Drive. Það var tekiö upp á óauglýstum hijóm- leikum R.E.M. í heimabæ hljómsveit- arinnar, Aþenu í Georgíuríki í Bandaríkjunum, í nóvember síðast- Uðnum. Drive uppfylhr væntanlega grund- vallarskilyrðiö sem sett er fyrir þeim lögum sem fara eiga á plötu Græn- friðunga. Rafinagnið, sem knýr upp- tökutækin, verður að koma frá sólar- orku! Síðast var gefin út plata til styrktar Grænfriðungum árið 1989. Hún kom út á merki sovésku ríkishijómplötu- útgáfunnar Melodia. Mikið tilstand var við útkomu plötunnar. Til dæmis var efnt til blaðamannafundar vegna hennar í Moskvu. Meðal þeirra sem áttu lög á þeirri plötu voru Eurythm- ics, Thompson Twins, Peter Gabriel og hljómsveitin U2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.