Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Side 35
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993.
43
Panta rei
(allt flýtur)
Grískur heimspekingur að nafni
Herakleitos átti heima í borginni
Efesus fyrir um 2500 árum. Hann
sagði alla náttúruna vera á hreyf-
ingu. Ekkert er með kyrrum kjör-
um. „AHtflýtur," „pantarei," sagði
Herakleitos til að leggja áherslu á
rótið í tilverunni. Enginn dagur er
öðrum líkur, ekkert er eins og það
var fyrir sekúndubroti. Allt mann-
legt líf er eins og ólgandi fljótið sem
streymir áfram og breytist í sífellu.
„Það er ekki hægt að stinga sér tvi-
svar til sunds í sömu sundlaugina,"
sagðiHerakleitos.
Eitthvað gerist sífellt
Sumir menn trúa ekki á kenning-
ar Herakleitosar um sífelldar breyt-
ingar tilverunnar. Þeir leita stöðugt
að kyrrð og ró. Lífið á að vera eins
og skemmtileg framhaldssaga og
mótastaf hamingju, stöðugleika,
velsæld, heilbrigði og velfamaði.
Þar gengur allt sinn vanagang án
áfalla eða erfiðleika. Þeir krefjast
eilífrar æsku, öruggrar vinnu, ham-
ingjusams hjónabands og stöðugra
sigra. En heimurinn er á sífelldri
hreyfmgu eins og Herakleitos gamli
sagði og á degi hverjum gerist eitt-
hvað nýtt. Vandamálið er að atburð-
um líðandi stundar má skipta í fjóra
flokka.
1. Það sem við búumst við,
2. það sem búumst ekki við,
3. eitthvað skemmtilegt,
4. og eitthvað leiðinlegt og óþægi-
legt.
Mörgum finnst lífið einungis
skemmtilegt meðan eitthvað unaðs-
legt gerist og fólk býst við. Ást, sigr-
ar, gott kynlíf og hrós gefa lífinu
gildi. En á hveijum degi gerist þó
eitthvað sem enginn býst við og
stundum sitthvað leiðinlegt og
óþægilegt. Þeir sem þola það ekki
lenda í stöðugum árekstrum við
ósveigjanleika tilverunnar. Slíku
fólki finnst það hafa gert samning
við almættið um blásandi meðbyr
og gjöfula fiskigengd á ölium úthöf-
um og vötnum mannlegrar tilveru.
Brotsjóir og sker eigi aö falla öðrum
í skaut. Þeir bregðast vonsviknir við
hverri einustu ágjöf með reiði og
dapurleika enda um gróft samnings-
rof að ræða frá hendi forsj ónarinn-
ar. Örlaganornirnar eiga að slá á
Á læknavaktinm
vefstólana gleðibragi og skemmti-
söngva og vefa þeim dúka úr ham-
ingjugarni. Þegar snurða hleypur á
þráðinn er allt ómögulegt og glatað.
Daglýsing
Maður nokkur lýsti ósköpvenju-
legum degi á þennan hátt: „Ég
vakna á morgnana í ágætu skapi
fullur af krafti og vinnugleði, fæ
mér kaffi og held til starfa. Flestir
dagar gætu haldið áfram að vera
ágætir en leiöinlegt og vitlaust fólk
er stöðugt að gera vitleysur, pirra
mig og áreita á aUan mögulegan
hátt. Ef mér á að líða vel verður
fólk að hætta slíku." Hann taldi alla
sína vanlíðan stafa af þessu fólki
sem ekki gæti hagað sér sómasam-
lega. Ef ekkert óþægilegt og óvænt
gerðist væri allt í besta lagi. Margir
eru þeir sem þjást af „bara ef'' veik-
inni. Þeir telja hamingju sinni ágæt-
lega borgið, „bara ef ‘ hlutimir væru
dulítið öðruvísi, þeir hefðu aðra
vinnu, ættu annan maka, duglegri
böm, meiri peninga og öðruvísi nef.
Fuiiir tortryggni taka þeir öllu sem
að höndum ber. Alls konar fólk og
margvíslegir atburðir stjóma líðan
þeirraíhvívetna.
Ljós í myrkrinu
En sumir halda ró sinni og lífs-
gleði ágætlega í umróti daglegs lífs.
Áðurnefndur maður taldi að það
ætti sér einfalda skýringu. „Þeir
hafa verið heppnir með maka og
vinnu. Bara ef ég hefði verið svona
heppinn líka væri ég ömgglega líka
hamingjusamur og glaður. Lykill-
inn að eilífri hamingju hlýtur að
vera góður maki og ágæt vinna án
einhverra vitleysinga." Með öðrum
orðum; líðaninni er stjómað af öðr-
um. Sjálfur trúi ég því reyndar hka
að þetta fólk eigi sér leyndarmál.
En það er ekki einhver óvenjuleg
heppniheldurervítttilveggjaog v
hátt til lofts í bústöðum sálariimar.
Þar er nægilegt rými fyrir allt sem
þægilegt er og búast má við en þar
er líka rúm fyrir margt óþægilegt,
dapurlegt og óskemmtilegt sem að
höndum ber. Þeir steyta á skeijum
eins og allir aðrir en sálarstyrkur
þeirra er slíkur að alltaf tekst að
komast á flot á nýjan leik. Lífið mun
halda áfram að bjóða upp á mótlæti
og erfiðleika. Enginn semur upp á
eilífa æsku, ævarandi heilbrigði,
hamingju og óendanlegan léttleika
tilverunnar. Ef sálarrýmið er nægi-
legt má taka við öllu sem gerist,
bæði því sem maður býst við og eins
því óvænta. Sumir telja sig einungis
hafa pláss fyrir yndisleikann í til-
verunni. Þegar lífið sýnir þeim
skuggahliðar sínar lenda þeir í
miklum vandræðum og verða þá
skuggalegir ásýndum bæði að utan
og innan. Risaeðlan dó út fyrir
mörgum árum. Henni tókst ekki að
aðlagast síbreytilegum heimi. Þær
manneskjur sem ekki geta lagað sig
að lífinu sjálfu, meðbyr og mótlæti,
lenda á sömu villigötum og risaeðl-
an. Þær deyja út tilfinningalega og
enda ævina með útbrunna sál þar
sem beiskjan situr í öndvegi með
öfundina sér á vinstri hönd en reið-
inaáþáhægri.
LYSTIGARÐUR
ATLANTSHAFSINS - MADEIRA
Ein vika firá 350 enskum pundum fyrir tvo.
Hafið samband við Hörpu Hauksdóttur, sími 91 -24595 eða faxnr. 91 -17175.
BORÐMÚSIK - DANSMÚSIK
NÆTURGALAR
HLJÓMSVEIT FYRIR
FLESTA ALDURSHÓPA
UPPLÝSINGAR I SÍMA 641715 (SKÚLI)
Aukablað um
tölvur
Miðvikudaginn 27. janúar nk. mun aukabiað um tölvur
fylgja DV. Blaðið verður flölbreytt og efhismikið en í því
verður Qallað um flest það er viðkemur tölvum og tölvu-
notkun.
í blaðinu verða upplýsingar um bæði hugbúnað og vél-
búnað, þróun og markaðsmál. Má hér nefha verðkönnun
á einkatölvum, greinar um viðskiptahugbúnað, notkun
tölva við auglýsingagerð, tölvunotkun um borð i fiskiskip-
um, nýja og einfaldari gerð forritunarmála ásamt smáfrétt-
unum vinsælu.
Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blað-
ið er bent á að senda upplýsingar til ritstjómar DV, isaks
Sigurðssonar, fyrir 19. janúar nk.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa i þessu
aukabiaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnús-
dóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 22.
Vinsamlegast athugið að siðasti skiladagur auglýsinga er
fimmtudagurinn 21. janúar.
ATH.i Bréfasimi okkar er 63 27 27.
Almennir flokkar (frístundanám)
í Miðbæjarskóla og Gerðubergi
Verklegar greinar: Fatasaumur, bútasaumur, skrautskrift,
postulínsmálun, bókband, teikning, málun, módelteikning,
mónóþrykk, teikning og litameðferð fyrir unglinga 13 ára
og eldri, vélritun, trimm (skokk fyrir alla).
Bóklegar greinar: íslenska (stafsetning og málfræði), ís-
lenska fyrir útlendinga I, II, III (í I. stig er raðað eftir þjóð-
erni nemenda), danska, norska, sænska, enska, þýska,
hollenska, franska, ítalska, ítalskar bókmenntir, spænska,
spænskar bókmenntir, latína, gríska, pólska, portúgalska,
hebreska, tékkneska, búlgarska, rússneska, japanska, (byrj-
enda- og framhaldsnámskeið).
Danska, norska, sænska fyrir börn 7-10 ára - til að við-
halda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthváð fyrir í
málunum.
Aðstoð við skólafólk: Stærðfræði á grunnskóla- og fram-
haldsskólastigi. Stafsetning fyrir framhaldsskólanema sem
bæta þurfa kunnáttu í íslenskri stafsetningu.
í almennum flokkum er kennt einu sinni eða tvisvar í viku.
Ýmist 2, 3 eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur.
Kennslugjald fer eftir stundafjölda og greiðist við innritun.
Kennsla fer fram í Miðþæjarskóla og Gerðuþergi.
Kennsla hefst 27. janúar.
Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Frikirkjuvegi 1, dagana
20. og 21. janúar kl. 16.30-19.30.