Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Side 38
46 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1993. Skák DV Allt getur gerst í einvígi Timmans við Short Nokkurs taugatitrings hefur gætt i fyrstu skákum áskorendaeinvígis Shorts við Timman enda til mikils að vinna. Sigurvegarinn öðlast rétt til að skora á heimsmeistarann Garrí Kasparov. Taugaspenna á báða bóga hefur einkennt fyrstu skákir áskorenda- einvígis Nigels Shorts við Jan Tim- man í smábænum San Lorenzo de Escorial, nálægt Madrid. Eftir þijár skákir af fjórtán var staöan jöfn en fjórðu skákina átti að tefla í gær og þá fimmtu í dag, laugardag. Tíðindum þykir sæta að tveir stórmeistarar frá Vestin'-Evrópu skuli bítast um réttinn til að skora á heimsmeistarann, eftir áratuga einokun skákmanna úr austurvegi. Þetta er tvímælalaust mikilvæg- asta keppni þeirra til þessa. Verð- launafé er hærra en þeir hafá fram að þessu getað látið sig dreyma um, eða tæplega 13 milljónir ísl. króna. Þar við bætist aö fyrir fimm árum hét þýska Mephisto-fyrirtækið fyrsta skákmanninum frá Vestur- Evrópu, sem tefldi um heimsmeist- aratitilinn, mifljón svissneskum frönkum (um 43 millj. ísl. króna). Þar á bæ hafa menn dregiö í land „vegna endaloka kalda stríðsins" en samningar hafa tekist í staðinn við kappana tvo um myndarlegan íjárstyrk næstu tvö árin sem nem- ur a.m.k. fimm millj. ísl. kr. á mann hvort árið. Takist Timman að sigra verður hann fyrstur Hollendinga til þess að tefla um heimsmeistaratitiflnn síðan Max Euwe mætti Aljekín ár- in 1935 og 1937. Englendingur hefur hins vegar aldrei teflt um heims- meistaratitiflnn í skák. Yfirdómari einvígisins á Spáni er Guðmundur Amlaugsson og er þetta ekki í fyrsta sinn sem honum hlotnast slíkur heiður. Guömundur er með- al virtustu skákdómara heims. Fyrsta einvígisskákin er athygl- isverðust þeirra skáka sem tefldar hafa verið fram að þessu en þar gekk á ýmsu þar til taflið leystist að endingu upp í jafntefli. Framan af tafli hafði Timman undirtökin, síðan afar vænlega stöðu en þá snerust vopnin í höndum hans. Short náði yfirhöndinni um tíma en missti af bestu leiðinni. í 2. og 3. skák skiptust kapparnir á að leika af sér á einfaldasta hátt. Short var sleginn skákbflndu í 2. skákinni og missti mann fyrir borð og í 3. skákinni féll Timman í ein- falda gildru eins og við sáum í DV í gær. Lítum á 1. og 3. skákina en þar varð sama byijunarafbrigði uppi á teningnum. Fyrsta einvígisskákin: Hvitt: Jan Timman Svart: Nigel Short Drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 RfB 4. Bg5 Be7 5. e3 0-0 6. Rf3 h6 7. Bh4 b6 8. Be2 Bb7 9. BxfB Bxf6 10. cxd5 exd5 ll.b4 c612.0-0 He813. Db3 a514. b5 Þessa stöðu gat Timman auðveld- lega séð fyrir er hann lék sinn fyrsta leik - eftirlætisafbrigði Shorts er á borðinu. Síðasti leikur Timnians er tilraun til þess aö endurbæta tafl- mennsku hvíts. Karpov lék 14. a3 Rd7 15. b5 gegn Short í Amsterdam 1991 en eftir 15. - c5! 16. Rxd5 Bxd4! hélt Short sínu. Annar möguleiki er 14. bxa5 Hxa5, eins og tefldist í skák Hulak við Short á EM lands- liða 1 Debrecen í vetur. 14. - c5 15. dxcð bxc5 Hangandi peð á miðborðinu en staöan er óvenjuleg að því leyti að b-peð hvíts hefiir laumast framhjá víglínunni. Sterkt tromp í endatafli en í miötaflinu ætti virk staöa svarts og tök á miðborðsreitunum að gefa honum ákjósanleg færi. 16. Hacl Bxc3! Svartur verður að hafa reitinn fyrir framan frelsingjann (b6) á sínu valdi og má ekki leyfa Ra4. 17. Dxc3 Rd7 18. Hc2 Db6 19. Hdl He7 20. h3 Hae8 21. Db2 a4!? Tvíbentur leikur en Short ætlar sér bersýnilega stóran hlut í þess- ari skák. 22. Kfl Da5 23. Da3 d4?! Djörf framrás, sem á ekki fylfl- lega rétt á sér, eins og Timman tekst að sýna fram á. 24. exd4 Be4 25. Dc3! E.t.v. hefur Short aðeins reiknað með 25. Hcd2 sem svarað er sterk- lega með 25. - c4! er hvítur á í vanda. Ef 26. Bxc4? Bxf3 og nú 27. Dxf3 Dxd2!, eða 27. gxf3 Dc7 og næst 28. - Dh2. Þessi miflileikur Timmans setur strik í útreikning- ana. 25. - Da8 26. Hcd2 cxd4 27. Hxd4 RfB 28. Da3? Kemur drottningunni undan hugsanlegu riddaraáhlaupi en þama er drottningin dálítið utan- gátta - betra er að geta svarað 28. - Rd5 með 29. Dd2 og valda f4- reitinn. Auk þess að hóta a-peðinu virðist megjntilgangur leiksins að hóta brellunni 29. Dxe7! Hxe7 30. Hd8+ og skipta í unnið endatafl. í Mbl stingur Margeir upp á 28. Kgl!? og vikja kóngnum frá hættu- svæði. Svartur hefur ekki tök á að nýta sér óvaldaðan biskupinn á e2 og þótt hann eigi vissa festu á mið- borðinu er ólíklegt að staðan sé peðsins virði. 28. - Db7 29. Hd8 Þótt uppskipti séu hvítum í hag er hrókurinn á d4 sterkur auk þess sem hvítur tapar dýrmætum tíma. Mögulegt var aö hirða a-peðið með 29. Dxa4 (ekki 29. Hxa4? Bc2) en 29. - Bd5! (29. - Rd5 er svarað með 30. Db3 Rf4 31. Bc4) 30. H4d2 Re4! 31. Hc2 Rc3 32. Hxc3 Hxe2 gefur svörtum virk gagnfæri. 29. - Rd5 30. Hxe8+ Hxe8 Svartur undirbýr Rd5-f4 og færin eftir hvítu hornalínunni gefa hon- um öflugt mótvægi fyrir peðið. Hvítur á úr vöndu að ráöa en Timman er ekki af baki dottinn. Umsjón Jón L. Árnason Hann tekur ákvörðun sem að mörgu leyti er dæmigerð fyrir „óheflaðan" skákstíl hans og hleypir tafflnu upp. 31. Bc4! Sókn er besta vömin! Þess ber að geta aö við 31. g3? er 31. - Rb4! afar óþægilegt svar. 31. - Hc8? Betra er 31. - Rf4 sem Timman svarar trúlega best með 32. Hd4. 32. Re5! Bxg2+ 33. Kgl Ekki 33. Kxg2? Re3+, hrókur fell- ur og staðan hrynur. 33. -Be4 Og nú gengur ekki 33. - He8, eins og stungið er upp á í Mbl, vegna 34. Dd6! með vinningsstöðu. 34. Hd4! Rf6 Ef 34. - Rf4 35. De3 og 35. - Bhl 36. f3 kemur engu til leiðar. 35. Bxf7+ Kh8 36. Kh2? Eftir þvingaða atburðarás stend- ur Timman með pálmann í hönd- unum en leikur þá skákinni niður á einfaldan hátt. Nú fellur peðið á b5 bótalaust og opin kóngsstaða hvíts segir til sín. Á hinn bóginn hefði 36. Bc4 gefið hvítum vænlega stöðu. 36. - Dxb5 37. Dg3 Dbl Hvítur gat svarað 37. - Dfl með 38. Dgl en nú yrði 38. - Hcl bráð- drepandi. Timman grípur til örþrif- aráða. 38. Hxe4 Dxe4? Svartur á góð vinningsfæri eftir 38. - Rxe4! en nú nægir óvænt mót- spil hvíts til að halda í horfinu. 39. Bg6 Dd4 40. Rf7 + Kg8 41. Rxh6+! Kf8 42. Rf5 Dc5 43. Rxg7! Kxg7 44. Bf5+ Kf8 45. Bxc8 Dxc8 46. Da3+ Kg7 - Og jafntefli samið því að síöasta peð svarts fellur í næsta leik. Þriðja einvígisskákin: Hvitt: Jan Timman Svart: Nigel Short Drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Be7 5. e3 0-0 6. Rf3 h6 7. Bh4 b6 8. Be2 Bb7 9. Bxf6 Bxf6 10. cxd5 exd5 11. 0-0 He8 12. b4 c6 13. Db3 a5 14. b5 c5 15. dxc5 bxc5 16. Hacl Bxc3 17. Dxc3 Rd7 18. Hfdl Tartakower-afbrigði drottningar- bragðs aftur á dagskrá og enn snýst umræðan um þessa stöðu. Timman hagræðir taflmennsku sinni lítil- lega með þessum leik en það er eins og hann hafi ekki unniö heima- vinnuna nægilega vel. 18. - Db6 19. Bfl Hac8 20. h3 Rf6 21. Rd2c4! Þessi leikur væri ekki inni í myndinni ef hvítur væri tilbúinn að stökkva með riddara sinn á d4. 22. a4 He6! 23. Hc2 Svarið við 23. Rf3 yrði 23. - Re4 ásamt 24. - Hf6 sem festir riddar- ann a.m.k. tímabundið. Þetta kom þó til greina og eins 23. g3 Hce8 24. Kh2 (ekki 24. Bg2? vegna 24. - Hxe3!). 23. - Hce8 24. Rf3 Re4 25. Dal HfB 26. Hd4?? Afleikur af einföldustu gerð. 8 1 & 7 111 i 1 á 6 m I k 5 á A 1 4 A 3 ÍÍIIÍ i I 4 A A 2 S A A ABCDE FGH 26. - Hxf3! 27. gxf3 Dg6+ 28. Bg2 Ef 28. Khl Rg3+ 29. fxg3 Dxc2 með vinningsstöðu og 28. Kh2 er svarað á sama hátt og í skákinni. 28. - Rg5 29. Hcl Rxf3 + 30. Kfl Rh2+ 31. Kgl Rf3+ 32. Kfl Rxd4 33. Dxd4 Df5 Svartur á yfirburðastöðu en Tim- man flýtir fyrir ósigrinum með því að halda áfram að tefla veikt. 34. Kgl(?) He5 35. Da7(?) Dc8 36. Kfl Hg5 37. Dd4 Df5 38. f4 Hg6 39. KÍ2 Kh7 40. Hdl Dc2+ 41. Hd2 Dxa4 42. b6 Db4 43. Hb2 De7 44. Ha2 Dh4 + - Og Timman gafst upp. Að tafli hjá Hemma Gunn Á morgun, sunnudag, verður sjónvarpað beint frá úrslitaeinvigi Landsbanka - Visa mótsins, at- skákmóts íslands, og hefst útsend- ing kl. 14. Hermann Gunnarsson mun stýra dagskránni og verður þar vafalítið bryddað upp á ýmsu spaugilegu eins og honum einum er lagiö. í úrslitakeppninni tóku 16 skák- menn þátt en fyrsta umferð hennar var tefld í gærkvöldi. Tefldar eru tvær 30 minútna skákir en standi leikar þá jafnir eru tefldar 10 mín- útna skákir þar til annar liggur í valnum. Keppendalistinn lítur þannig út: 1. Jóhann Hjartarson 2. Margeir Pétursson 3. Jón L. Árnason 4. Helgi Ólafsson 5. Hannes Hflfar Stefánsson 6. Friðrik Ólafsson 7. Karl Þorsteins 8. Héðinn Steingrímsson 9. Helgi Áss Grétarsson 10. Gylfi Þórhallsson 11. Ágúst Sindri Karlsson 12. Arnar Þorsteinsson 13. Áskell Öm Kárason 14. Bragi Halldórsson 15. Siguijón Sigurbjömsson 16. Hrannar Baldursson Teflt er eftir svonefndu Wimble- don-kerfi, sem skákmenn hafa fengið að láni frá samnefndu tenn- ismóti. í fyrstu umferð teflir rás- númer 1 við 16, 2 við 15 o.s.frv. og sami háttur er hafður á til loka. í 2. umferð teflir númer 1 því við númer 8,2 við 7 o.s.frv. Verði óvænt úrslit og keppandi sem aftar er í röðinni vinnur þann sem framar er, tekur hann númer hans. Mótinu verður fram haldið í Faxa- feni 12 í dag kl. 14 og tefldar tvær umferðir. Þá kemur í ljós hveijir munu heyja einvigið í sjónvarpssal á mprgun. Núverandi atskákmeist- ari íslands er Karl Þorsteins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.