Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Qupperneq 50
LAUGARDAGUR 16. JANtJAR 1993. Afmæli Sigurður Jóhannsson Sigurður Jóhannsson, mat- reiðslumaður og bakarameistari, Amarhrauni 4, Hafnarfirði, verður fimmtugur á mánudaginn. Starfsferill Sigurður fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám í Flensborg en lærði svo bakaraiðn hjá Jóni Snorra Guðmundssyni í Snorrabakaríi og lauk sveinsprófi frá Iðnskóla Hafnarfjarðar 1965. Næstu tvo vetur nam Sigurður í Matsveina- og veitingaþjónaskólan- um og lauk þaðan prófi 1967. Sigurður var lengi á sjó, við síld- veiðar, loðnuveiðar o.fl. Arið 1976 flutti hann svo til Blönduóss þar sem hann bjó næstu átta árin. Þar starfaði hann í tvö ár hjá Þorsteini Húnfjörð í brauðgerðinni Krútt og svo í nær sex ár hjá Sölufélagi Aust- ur-Húnavatnssýslu. Fyrst rak hann mötuneyti félagsins og síðan var hann hótelsfjóri Hótel Blönduóss. Árið 1984 flutti Sigurður aftur í Hafnarfjörð og fór til sjós á kaup- skipum, fyrst hjá skipafélaginu Ok og svo hjá Eimskip, síðast á ms. Selfossi. Um síðustu áramót hóf Sigurður svo að starfa við hafnarvörslu hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem hann starfarídag. Fjölskylda Sigurður kvæntist 6.10.1962 Huldu Dóru Jóhannsdóttur, f. 25.11.1943, bókaverði í Bókasafni Hafnarfjarö- ar. Hún er dóttir Jóhanns Ágústs- sonar, rakarameistaraí Kópavogi, og Kristjönu Sveinbjamardóttur. Böm Sigurðar og Huldu em: Steinþóra, f. 1961, hárgreiðslumeist- ari, gift Ásmundi Ingvarssyni, f. 1960, verkfræöingi, þau búa í Reykjavík og eiga Ingvar, f. 1988, og Emmu, f. 1990; Bryndís, f. 1962, hús- móðir, gift Þresti Ingvarssyni, f. 1963, sjómanni, þau búa í Hafnar- firði og eiga Sigurð Þór, f. 1989, og Ingvar, f. 1992. Fyrir átti Bryndís Huldu Dóru Eysteinsdóttur, f. 1981, og Helgu Þóru Eysteinsdóttur, f. 1984; og Jóhann Páll, f. 1972, starfar hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði, býr í heimahúsum. Systkini Sigurðar eru: Halldóra, f. 1944, handavinnuleiðbeinandi eldri borgara í Hafnarfirði, gift Ein- ari Gíslasyni kennara og eiga þau þijár dætur og þrjú barnabörn; El- ínborg, f. 1951, sjúkraliði á Hrafnistu í Hafnarfirði, gift Oddi Helga Odds- syni, trésmíðameistara hjá Álftár- ósi, og eiga þau þrjú böm; og Jóhann Þórir, f. 1954, rafeindavirki hjá Ör- tölvutækni, kvæntur Ragnheiði Kristjánsdóttur, og eiga þauíjögur börn. Foreldrar Sigurðar eru Jóhann Lámsson, f. 1920 í Gröf í Eyrar- sveit, múrarameistari, og Steinþóra Guðlaugsdóttir, f. 1924 í Hafnarfirði, húsmóðir. Þau búa í Hafnarfirði. Ætt Jóhann var sonur Lárusar, út- vegsb. og síöar verkamanns í Gröf, Jónssonar, skipstjóra og b. að Ósi á Skógarströnd, Lárussonar og k.h., Helgu Gróu Sigurðardóttur Hjalta- lín frá Stóru-Ásgeirsá, Þorkels- hólshr., V-Hún. Kona Lámsar var Halldóra ljósmóðir Jóhannsdóttir, b. og smiðs, Pumpu og Kvemá á Skerðingsstöðum, Dagssonar, út- vegsb. í Eyrarsveit, Þórarinssonar. Móöir Halldóm var Halla, ljós- móöir frá Hallbjamareyri, Jónat- ansdóttir, b. Mýrum og síðar Vind- ási, Jónssonar og k.h., Halldóru Daníelsdóttur, b. Haukabrekku, Skógarströnd, Sigurðssonar. Steinþóra er dóttir Guðlaugs frá Haugshúsum á Álftanesi, Gunn- laugssonar af Álftanesi, Jónssonar og k.h., Jakobínu Þorsteinsdóttur frá Haugshúsum. Foreldrar Jakob- ínu vom Þorsteinn Jónsson, Jóns- sonar og Kristín Guðmundsdóttir frá Húsafelh, Jakobssonar og k.h., Álfheiðar Ásgrímsdóttur. Móðir Steinþóm var Jóhanna Sig- Sigurður Jóhannsson. urðardóttir, b. Hvammi í Skorradal, Jóhannessonar b. Beinakeldu, Björnssonar, Þorvaldssonar og k.h. Sigurbjargar Jömndsdóttur, Björnssonar. Kona Siguröar Jó- hannessonar var Guðríður Jóns- dóttir, Þorsteinssonar, Jónssonar og k.h. Guðríðar Jónsdóttur. Sigurður tekur á móti gestum í Haukahúsinu við Flatahraun í dag, laugardag, eftir kl. 20. Sviðsljós Shelley Long og Corbin Bernsen leika bankastjóra í Sæðisbanka. Laugarásbíó - Krakkar í kuldanum: ★★ Græðgi og glasaböm Frozen Assets er nokkuö fyndin gamanmynd um framagjaman framkvæmdastjóra (Corbin Bemsen), sem heldur til smábæjar í Oregon til aö taka við banka- stjórastöðu í því sem hann veit ekki að er sæðis- banki. Víkjandi bankastjóri er hörkuduglegur læknir (Shelley Long) sem hefur meiri áhuga á að gleðja bam- laus hjón en græða peninga. Samband þeirra byriar að sjálfsögðu mjög illa. Handritið er dæmigerð vitleysis-kómedía en það er meira um góðar hugmyndir en slæmar. Þónokkrir brandarar laumast aftan að áhorfandanum en húmor- inn er mestur í kringum tilstandið í sæðisbankanum og keppnina „Foli ársins 1992“ sem bankastjórinn held- ur til þess að auka innlegg í bankann en sá vinniu- sem er með mest af litlu halafrumunum. Bemsen og Long em bæði frambærilegir gamanleik- arar en ástarsaga þeirra er frekar klén. Persónur þeirra vom bestar hvor í sínu lagi. Sviðsgrínistinn Larry Miller stelur senunni sem snarklikkaður gaur sem vingast við bankastjórann og fær vinnu þjá honum. Menn muna kannski eftir Mill- er sem verslunarstjóranum í Pretty Woman sem var sífellt að spyija Richard Gere hvað hann ætlaði sér að eyða miklu. Hann fær miklu stærra hlutverk hérna og nýtir sér það til hins ýtrasta. Því miður heldur myndin ekki uppi dampi til enda- Kvikmyndir Gísli Einarsson loka heldur leiðist út í dæmigerðan ofurgleðilegan amerískan endi. Það breytti þó ekki því að myndin var dágóð skemmtun. Þess má til gamans geta að keppni um „Fola árs- ins“ var haldin í alvöm vestra í haust til að auglýsa upp myndina og vakti upp mikla og almenna hneyksl- an, nokkuð sem kemur sér alltaf vel fyrir bíó. Frozen Assets (Band. 1992) 93 min. Handrit: Don Klein, Tom Kartozian. Leikstjórn: George Miller (Man from Snowy Rlver). Leikarar: Shelley Long (Don’t Tell Her It's Me), Corbin Berns- en (Major League), Larry Miller (Pretty Woman), Doody Good- man, Matt Clark. Merming 90 ára 60ára Steingrímur Sigurðsson, Vigfús Dagnýsson, Skólabrú 2, Höfti í Hornafirði. Lindargötu 60, Reykjavík. 80 ára Sighvatur A. Karlsson, Berjarima 1, Reykjavík. Hilmar Guðbrandsson, — Hraunbæ 132, Reykjavík. Jcns Líndal Bjarnason, Blikahólum 8. Revkiavík. Stefán Þórarinsson, Eyrarvegi 7, Akureyri. — Gunnar Valgeirsson, Rfl ára Hrísateigi 24, Reykjavik. Þorkell Sigurðsson, HuldaElma Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 2, Reykjavík. Mýrargötu 27, Neskaupstað. Jón Guðmundur Jónsson, Kristin Þorsteinsdóttir, Reynimel 74, Reykjavík. Brekkustíg 5, Bakkafirði. 75 ára 40 ára Finnur Egilsson, Magnús Guðmundsson, Víðihlíð 31, Reykjavík. Stóragerði 8, Reykjavik. Strandgötu 40, Neskaupstað. 70ára Haraldur Hermannsson, Háaleitisbraut 47, ReyKjavík. Þórir Steindór Njálsson, Nesbala 100, Seltjarnarnesi. Ingi Lúðvík Þórisson, Elsa Bjarnason, Stóragerði 38, Reykjavik. Jón Pétur Jónsson, Hörgsdal 1, SkaftárhreppL Beykihlíö 31, Reykjavík. Mick Jagger og Jerry Hall fengu sér að borða á Inter-Continental hótelinu í London fyrir skömmu. Eftir því var tekið sérstaklega að þau voru alger- lega til friðs og fúkyrði siðustu mánaða voru gleymd og grafin. Jerry er því greinilega búin að fyrirgefa Jagger heimsóknir hans til ítölsku fyrirsæt- unnar Cörlu Bruni en hversu lengi rokkarinn heldur sig á mottunni er önn- ur saga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.