Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1993, Side 51
LAUGARDAGUR 16. JANOAR 1993. 59 Afmæli Ásgeir Guðmundsson Ásgeir Guömundsson, forstjóri Námsgagnastofnunar, Einarsnesi 30, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Ásgeir fæddist að Hvanneyri í Borgarfirði. Hann lauk kennara- prófi frá Kennaraskóla íslands 1952 og frá íþróttakennaraskóla íslands 1953, stundaði nám í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskól- ann í Kaupmannahöfn 1955-56 og við Kennaraháskólann í Stokk- hólmi 1964-65. Auk þess hefur hann setið fjölda námskeiða og fariö námsferðir m.a. til Bretlands, Bandaríkjanna, Danmerkur, Nor- egs, Svíþjóðar og Skotlands. Ásgeir var kennari vö Laugarnes- skólann í Reykjavík 1953-60, yfir- kennari Hlíðaskóla í Reykjavik 1961-69 og skólastjóri þar 1969-80, forstöðumaður Kennslufræðideild- ar Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 1972-74 og forstjóri Námsgagna- stofnunarfrál980. Ásgeir sat í barnaheimila- og leik- vallanefnd Reykjavíkur 1956-70, var formaður stjórnar Bamavinafélags- ins Sumargjafar 1962-74, einn af stofnendum félagsins Kennslutækni 1968 og formaður þess fyrstu árin, formaður Fimleikasambands ís- lands 1970-77, formaður Félags skólastjóra og yfirkennara á grunn- skólastigi 1976-81 og sat um tíma í stjórn Félags forstöðumanna í ríkis- stofnunum. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 19.9.1953 Sigríði Jónsdóttur, f. 20.8.1933, kennara og námsstjóra í menntamálaráðuneyt- inu. Foreldrar hennar voru Jón Loftsson stórkaupmaöur, sem lést 1958, og Brynhildur Þórarinsdóttir. Börn Ásgeirs og Sigríðar eru Brynhildur, f. 5.12.1954, kennari, gift Þorsteini Guðnasyni hagfræð- ingi og eiga þau þrjú börn, Sigríði Söru, Guðna Þór og Hildi; Ingibjörg, f. 25.4.1958, kennari, gift Guðmundi Ásgeiri Geirssyni kaupmanni og eru böm þeirra Ásta og Ásgeir; Mar- grét, f. 15.11.1966, námsmaður, gift Agnari Birgi Óskarssyni fulltrúa og er sonur þeirra Gunnar Smári. Systkini Ásgeirs: Jón Ólafur, f. 10.11.1927, nú látinn, deildarstjóri bútæknideildar við Hvanneyri, var kvæntur Sigurborgu Ágústu Jóns- dóttur; Sigurður R. Guðmundsson, f. 6.7.1930, fyrrv. skólastjóri Heiðar- skóla, kvæntur Katrínu Árnadótt- ur; Sólveig Gyða, f. 17.7.1946, hús- móöir, gift Gunnari Ólafssyni. Foreldrar Ásgeirs voru Guðmund- ur Jónsson, f. 2.3.1902, fyrrv. skóla- stjóri á Hvanneyri, og kona hans, Ragnhildur María Ólafsdóttir, f. 16.2.1896, d. 1980, húsmóður. Ætt Meðal foðurbræðra Ásgeirs eru Jónas, fyrrv. fræðslustjóri, faðir Ögmundar, formanns BSRB og Björn, veðurfræðingur og læknir, faöir Guðmundar verkfræðings. Guðmundur er sonur Jóns, b. á Torfalæk á Ásum, hálfbróður Páls Kolka læknis. Jón var sonur Guð- mundar, b. á Torfalæk, bróður Sig- fúsar, langafa Ingimundar Sigfús- sonar í Heklu. Guðmundur var son- ur Guðmundar, b. í Nípukoti, Jóns- sonar, bróður Sveins, langafa Guö- mundar Bjömssonar, læknapró- fessors. Móðir Jóns var Sigurlaug Jónsdóttir, b. á Sauðanesi, Sveins- sonar. Móðir Guðmundar skólastjóra var Ingibjörg, systir Guðmundar land- læknis. Ingibjörg var dóttir Bjöms, b. á Marðarnúpi í Vatnsdal, Guð- mundssonar. Móðir Bjöms var Guð- rún Sigfúsdóttir Bergmanns, b. á Þorkelshóli, ættfoður Bergmanns- ættarinnar. Móðir Ingibjargar var Þorbjörg Helgadóttir, systir Sigurð- ar, afa Sigurðar Nordal. Meðal móðursystkina Ásgeirs: Jón, hrl. og forstjóri Andvöku, Sig- urrós og Elínborg, húsmæður í Reykjavík. Ragnhildur var dóttir Ólafs, b. í Brimnesgerði í Fáskrúðs- firði, Finnbogasonar, b.jjar Jóns- sonar. Móðir Ólafs var Olöf Ás- mundsdóttir, b. á Borg, Indriðason- Ásgeir Guðmundsson. ar, bróður Ólafs, prófasts og skálds á Kolfreyjustað, föður Jóns ritstjóra og Páls skálds. Móðir Ólafar var Sigríöur Finnbogadóttir. Móðir Ragnhildar Maríu var Ingi- björg Sigríður Bjamadóttir, bók- bindara á Eskifiröi, Ásmundssonar, og Sigríðar Ásmundsdóttur, systur Indriöa, afa Gísla í Skógargerði, fóð- ur Indriða cand. mag., fóður Emu fréttamanns. Systir Sigríðar var Ól- öfíBrimnesgerði. Ásgeir og Sigríður taka á móti gestum í Félagsheimilinu á Seltjarn- amesi kl. 19.00 í dag, laugardag. Friðrik Ingólfur Helgason Friðrik Ingólfur Helgason, fyrrv. verslunarmaður, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður áttræður á morgun, sunnudag. Starfsferill Ingólfur fæddist að Kverngrjóti í Saurbæ, Dalasýslu, en ólst upp í Gautsdal í A-Baröastrandarsýslu. Ingólfur stundaði nám í héraðs- skólanum að Núpi í Dýrafirði í tvo vetur, gerðist svo bóndi í Gautsdal og stundaði þar búskap næstu tutt- ugu árin. Áriö 1959 fluttist hann síðan til Akraness og gerðist verslunarmað- ur, fyrst hjá HB & Co og síðan hjá Málningarþjónustunni þar sem hann starfaöi þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 17.6.1939 Ólafíu Elísabetu Guðjónsdóttur, f. 28.10. 1911, húsmóður. Hún er dóttir Guð- jóns M. Ólafssonar, f. 4.6.1888, d. 1970, og Margrétar Gísladóttur, f. 7.10.1879, d. 1966, húsmóður. Þau bjuggu að Þórustöðum í Bitrufirði. Synir Ingólfs eru: Helgi, f. 30.10. 1941, rafvirki á Akranesi, kvæntur Sigríði Gróu Kristjánsdóttur, f. 4.10. 1943, sjúkraliða, og eiga þau Krist- ján, f. 20.6.1962, Ólafíu Margréti, f. 27.2.1965, Og Ingólf, f. 4.10.1967; Og Maggi Guðjón, f. 30.5.1949, trésmið- ur á Akranesi, kvæntur Sigrúnu Valgarðsdóttur, f. 9.5.1949, hjúkrun- arfræðingi, og eiga þau Björn Val, f. 18.8.1976, og Amþór Snæ, f. 19.1. 1980. Fóstursonur Ingólfs og Ólafíu er Hiörtur Ágúst Magnússon, f. 4.8. 1939, trésmiður í Reykjavík, kvænt- ur Sigurlín Jónu Sigurðardóttur, f. 11.5.1943, umsjónarmanni, og eiga þau Ingu Kolbrúnu, f. 18.7.1966, og Sigurð Ágúst, f. 21.7.1969. Bama- barnaböm Ingólfs em fjögur talsins. Ingólfur átti fimm alsýstkini. Tveir bræður em á lífi í dag. Systk- inin era: Sigrún, f. 1898, nú látin; Ólafur, f. 1903, búsettur í Hafnar- firði; Karl, f. 1904, nú látinn; Björn, f. 1910, nú látinn; og Helgi, f. 1914, búsettur á Blönduósi. Hálfsystir Friðrik Ingólfur Helgason. Ingólfs, samfeðra, er Margrét, f. 1915, búsett á Selfossi. Foreldarar Ingólfs voru Helgi Helgason, f. 21.11.1871, d. 1945, b. í Gautsdal, og Ingibjörg Friðriksdótt- ir, f. 30.6.1874, d. 1967, húsmóðir. Ingólfur tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur, Brekkubraut 7 á Akranesi, á milli kl. 14 og 18 á afmælisdaginn. Sviðsljós Margrét að útskýra verk sin fyrir Ásdisi, t.v., og Harpa Rut og Karólína Thor að grandskoða eitt verk- Helgu, t.h., en dóttir listamannsins, Berglind, hafði anna. DV-myndirÞÖK öllu meiri áhuga á Ijósmyndaranum. GalleríÚmbra: Blönduð tækni Margrét Birgisdóttir sýnir blandaðri tækni. er fyrsta einkasýning hennar en myndverk í Gallerí Úmbm um Margrét stundaði nám í Mynd- Margrét hefur áður tekið þátt í þessar mimdir. Verkin vann lista- lista- og handíðaskóla íslands og samsýningum heima og erlendis. konan á síðustu tveimur árum með lauk námi úr graíikdeild 1985. Þetta 90 ára Anna Hansen, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Ragnhildur EinarsdóHir, Lönguhlið 3, Reykjavík. . januar Árelíus EngilbergHarðarson, Vesturbergi 124, Reykjayík. EiginkonaÁr- elíusarer SteinunnJóns- dóttir. Þau taka ámótigestumí Félagsheimili múrara, Síðu- múla Reykjavík, á milli kl. 17 og 19 á af- mælisdaginn. 70 ára Guðbrandur Loftsson, Hveravík, Kaldrananeshreppi. Valdknar Hjartarson, Njálsbúö, V-Landeyjahreppi. 60 ára Friðrik Björn Guðmundsson, Hólmagrund 10, Sauöárkróki. Jón Vilberg Karisson, Hala, Djúpárhreppi. 50 ára Birgir B. Aspar, Fálkagötu 15, Reykjavík. Sigriður Friðþjófsdóttir, Glæsibæ 14. Reykjavík. Friðrik G. Friðriksson, Ásvallagötu 19, Reykjavík. 40 ára Elísabet Andrésdóttir, Hvolsvegill, Hvolsvelli. Jón Ingi Theódórsson, Jöldugróf20, Reykjavik. Auður I>órey Marinósdóttir, Hlíðarhjalia 9, KópavogL EUasGunnarsson, Sólvallagötu 5, Reykjavík. Þorsteinn J. Þorsteinsson, framkvæmda- stj. ogforni. knattspyrnu- doildar FyJkis í Reykjavík, Hraunbæ88, Reykjavlk. EiginkonaÞor- steins er Sigríður Hafdís Þórðardóttir for- stöðumaöur. Þau taka á móti gest- um í dag, laugardag, í FRAM- heimilinu á milli kl. 17 og20. Heiga K. Vilhjálmsdóttir, GmndargarðiS, Husavlk. Baldur Guðni Jónsson, Hraunási 5, Hellissandi. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum skorar hér með á gjald- endur, sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti til og með 40. tímabili með eindaga 5. desember 1992, og stað- greiðslu til og með 11. tímabili, með eindaga 15. desemb- er 1992, ásamt gjaldföllnum og ógreiddum staðgreiðslu- og virðisaukaskattshækkunum, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorðun- ar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá dagsetn- ingu áskorunar þessarar. Vestmannaeyjum, 14. janúar 1993. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.