Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993. 3 Fréttir Byggðastofnun vill hagkvæmnisúttekt á Amesi: Stóð fyrir andóf i á hluthafaf undi - forstjórinn gekk til liðs við Stokkseyringa með hlutabréf ríkisins að vopni „Vitanlega er þaö stjóm Ámess sem stýrir. Spumingin stendur hins vegar um atvinnulffið á Stokkseyri. Þar er tilbúið stórt og mikið hús sem getur tekið viö vinnslunni. Nýting þess gæti verið hagkvæmari og ódýr- ari heldur en nánast að byggja nýtt frystihús á Þorlákshöfn," segir Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar. Guðmundur fór með atkvæði Byggðastofnunar á hluthafafundi sem stjórn Ámess boðaði til í síðustu viku. Á fundinum lagðist Guðmund- ur gegn þeim áformum stjórnar Ár- ness að leggja niður aUa flskvinnslu á Stokkseyri og flytja hana tU Þor- lákshafnar. AtvinnutryggingadeUd Byggða- stofnunar á um 21 prósent hlutafjár í Árbnesi, eða um 92 mUljónir miðað við sölugengi. Þrátt fyrir andstöðu og andóf Byggðastofnunar og Stokks- eyringa samþykkti hluthafafundur- inn ákvörðun stjómar Ámess með tveimur þriðju hiuta atkvæða. Efnt var til fundarins að kröfu stjómar Byggðastofnunar sem telur að það stangist á við hluthafasam- þykkt frá 31. desember 1991 sem allir helstu hluthafar gerðu með sér. í því var kveðiö á um að boffiskvinnsla yrði áfram á Stokkseyri. Stjóm Ár- ness réttlætir hins vegar ákvörðun sína með því að hagkvæmast sé að sameina alla vinnslu í Þorlákshöfn. Hluthafasamkomulag bindi ekki hendur stjómar í þvi sambandi. í kjölfar hluthafafundarins sam- þykkti stjóm Byggðastofnunar í fyrradag að fela endurskoðanda að kanna þau hagkvæmnisrök sem stjóm Ámess hefur réttlætt ákvörð- un sína með. Að sögn Guðmundar Malmquist Uggur ekki fyrir hvemig stjómin muni bregðast við í fram- haldinu. Á hinn bóginn bendir hann á að öU hlutabréf Byggðastofnunar séu nú til sölu, þar með tatin hluta- bréfin í Ámesi. -kaa Loðnan dreifðog óveiðanleg Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Það má segja að það sé búin að vera bræla á miðunum síðan í lok nóvember og þetta tíðarfar er með ólíkindum. Það má segja að það hafi aldrei náð að slétta sjó á milli þess- ara lægða,“ segir Bjami Bjarnason, skipstjóri á loðnubátnum Súlunni EA-300. Segja má að engin loðnuveiði hafi verið það sem af er árinu, aðallega vegna ótíðarinnar og eins vegna hegðunar loðnunnar. „Það er engu líkara en loðnan hafi tekið upp nýtt hegðunarmynstur, hún er dreifð norður með allri austurströndinni og óveiðanleg. Menn telja að þama sé um talsvert magn að ræða, en það er reyndar engin leið að segja til um það,“ segir Bjami. Hann segir að sennUega verði ekki hægt að eiga neitt við loðnuna fyrr en hún kemur alveg upp að landinu, en það gerist oft um mánaðamótin jan- úar/febrúar við suðausturhom lands- ins. „Þá þurfa menn helst að rífa upp hálfa mifijón tonna á 4-6 vikum og það er þá eins gott að það verði einhver tíð til þess. Það er með ótikindum hvað þetta er búið að vera grautfúlt að und- anfomu," sagði Bjami. SigluQöröur: Margiryfir- heyrðirvegna skemmdarverka Gylfi Kristjánssan, DV, Akuxeyri; Lögreglan á Siglufirði hefur und- anfarna daga yfirheyrt um tug manna vegna endurtekinna skemmdarverka á bifreið gamals manns í bænum. Skorin hafa verið í sundur og eyðUögð 8 dekk undir bif- reiðinni og eldur borinn að henni auk þess sem reynt var að kveikja í bensíntanki. Gunnar Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn á Siglufirði, segir að lög- reglan hafi unnið að rannsókn máls- ins undanfarna daga. „Við emm að þrengja hringinn um þá menn sem við höfum fengið vísbendingar um en ennþá em ekki frekari fréttir af mátinu," segir Gunnar. Fyrrum sambýlismaöur: ættingjanna Lögreglan í Reykjavík handtók í fyrradag karlmann fyrir að úða ryð- vamarefni yfir bU sem ættingjar fyrr- um sambýliskonu hans eiga. Maðurinn hefur ítrekað valdiö fyrr- um sambýUskonu sinni ónæði með þrálátum símhringingum og hótunar- bréfum. Konan býr nú hjá foreldrum sínum og varð heimiUsfólk vart við ferðir mannsins í nótt þegar hann óumbeðið ryðvarði bU þess. Lögregl- an náði manninum. -ból Tölvur, tölvubúnaður og m.fl. á hlægilegu verði! HTM 386 tölvur.............. frá kr. 66.995 stgr.m.vsk. Seagate haröir diskar.... frá kr. 11.980 stgr.m.vsk. Seikosha tölvuprentarar frá kr. 17.300 stgr.m.vsk. Genius handskanni................kr. 14.980 stgr.m.vsk Ricoh faxtæki............... frá kr. 33.900 stgr.m.vsk. Ricoh Ijósritunarvélar meö allt aö 40%afslætti CoieFax faxpappír frá kr. 275 Memorex diskettur frá kr. 35 TILBOÐSHORN 200 kr. tilboöshorn ~rr\ 500 kr. tilboðshornj^ í V L\?50 kr. tilboöshornV * \ J Utsalan stendur yfir í aöeins eina viku Ekki sleppa þessu einstaka tækifæri! SKIPHOLT117 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 91 - 62 73 33 • FAX 91 - 62 86 22 Traust og örugg þjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.