Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993.
Spumingin
Hvað er það leiðinlegasta
sem þú gerir?
Ingibjörg Ólafsdóttir skrifstofu-
stúlka: Skafa snjóinn af bílnum.
Ásgeir Ásgeirsson nemi: Vcikna
snemma á morgnana.
Lára Jónsdóttir nemi: Taka til.
Linda Dís Guðbergsdóttir húsmóðir:
Festa bílinn.
Helgi Gunnarsson skrifstofumaður:
Að vakna á morgnana.
Jóhann öm Ólafsson danskennari:
Að sjá launin fara í reikninga.
Lesendur__________________
Svoskal böl bæta...
„Því urðu mér og fleirum vonbrigði að heyra svar ráðherrans," segir bréf-
ritari. - Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.
Gunnlaugur Júlíusson skrifar.
Á síðustu vikum og mánuðum hef-
ur það verið að gerast í íslensku þjóð-
félagi sem hefur verið afar íjarlægt
til þessa. Atvinnuleysið smýgur inn
og er nú orðið meira en nokkru sinni
hefur þekkst hér á lýðveldistíman-
um. Til þessa hefur flestum þótt nóg
um þegar staöbundið atvinnuleysi
helhst yfir einstaka byggðir landsins.
En nú er engu eirt. Hin kalda hönd
atvinnuleysisvofunnar tekur hvert
hundrað launafólks á fætur öðru í
faðm sinn og þaðan sleppur enginn
ósnortinn.
Hinn 18. des. sl. áttu sér stað á Al-
þingi utandagskrárumræður um at-
vinnuástandið í landinu. Fyrirspum
var beint til félagsmálaráðherra um
viðbrögð ríkisstjómarinnar við sí-
vaxandi atvinnuleysi í þjóðfélaginu.
Svör ráðherrans komu mörgum á
óvart. Meginatriði svarsins var á þá
leið að atvinnuleysi væri víða meira
en hérlendis. Samningurinn um
EES-svæðið myndi draga úr atvinnu-
leysi og í þriðja lagi las ráöherrann
upp flaum af hlutfallstölum sem erf-
itt var að henda reiður á og er dæmi-
gert fyrir teknokratisk viðbrögð.
Hvað bætir það stöðu íslenskra at-
vinnuleysingja að fá að heyra um að
atvinnuleysi sé meira annars staðar?
Sú staðreynd er býsna létt í vasann
og er ekki tekin gfid sem greiðsla af
húsnæðisláni, að því ég best veit. Það
hefur lengi verið iökaö af talsmönn-
um hægri aflanna hérlendis að draga
athvglina frá stöðu mála hér með því
að fjölyrða um hve ástandið sé rosa-
legt annars staðar. - Megas færði
þessa aðferðafræði snilldarlega í
bundið mál hér um árið í texta sem
heitir „Svo skal böl bæta...“.
í texta þessum eru eftirfarandi lín-
ur (með leyfl höfundar): „Fiögur ár
höa / & loks er allt endanlega í steik
/ & loforðin fínu / þau reyndust öll
djöfulsins feik / þá fréttirðu það
hungraöur / með húsfylh af konu og
krökkum / að horfur fari versnandi
/hjá þrælunum á volgubökkum / þú
flettir mogganum & ég sé að það er
sannað / að svo skal böl bæta að
benda á eitthvaö annað.“ - Ég hef
alltaf borið heldur meiri virðingu
fyrir félagsmálaráðherra en öðrum
núverandi ráðherrum Alþýðuflokks-
ins, þó að það þurfi ekki að vera nein
lofgjörð í sjálfu sér. - Því urðu mér
og fleirum vonbrigði aö heyra svar
ráðherrans að þessu leyti.
Hávaxin þjóð þyngist og hrörnar
Gíslína skrifar:
Það er ekki glæsilegt framundan
hjá þjóð okkar sem verður hávaxnari
með hverri kynslóð en þyngist á
sama tíma og hrömar að sama skapi.
Ef marka má ummæh sem þekktur
íþróttafrömuður lét frá sér fara í
Morgunblaðinu nýlega erum við að
dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað
Ukamlegt atgervi varðar og um leið
að missa hæfileikann til að komast
af eins létt og hingað til. En það hlýt-
ur að fylgjast að, Ukamlegt ástand
og líkumar á því að geta séð sér far-
borða, a.m.k. hefur ekki þótt verra
að vera vel hraustur tíl að framfleyta
sér og sínum.
Auðvitað hefur lífsháttabreytingin
veriö mikil hjá okkur frá því sem
gerðist fyrir svo sem 30-40 árum. En
hverjum skyldi hafa dottið í hug að
eftir því sem aðbúnaður og velmegun
yxi yrðum við jafnframt vanhæfari
til að takast á við lífsbaráttuna?
Verður þá kannski keppikefli okkar
að draga úr velmeguninni og hóglíf-
inu til þess að ná fyrra atgervi? Lík-
legast er komið að einhverjum vendi-
punkti hjá þjóðinni í þessum efnum.
Og kannski sér náttúran um þetta
fyrir okkur með því að láta skeUa
yfir nokkur mögur ár svo að við tök-
umst á við sjálf okkur.
Ég varð satt að segja fyrir nokkram
vonbrigðum eftir að hafa lesið grein-
ina um hraustu memiina í Morgun-
blaðinu og ekki laust við að hún
verkaði sem eins konar sjokk. En hér
er um aðvömn að ræða fyrir okkur
öll. Við skyldum ekki gera Utið úr
þeirri staðreynd að vera búin að gera
börnin okkar að dúkkulísum sem
koðna niður af of mikilU umhyggju,
innivem og skólagöngu sem stvrnd-
um byijar strax við tveggja ára ald-
urinn. Getur þetta gengið lengur?
Merkingar á kindakjöti fyrir neytendur:
Á hverju stendur?
Samkvæmt lögum á að tryggja dagsetningar á neysluvöru, þ.m.t. sláturdag
að reglumar nái ekki yfir kindakjöt-
Einar Kristjánsson skrifar:
Nokkuð hefur borið á því að fólk
sé farið að taka við sér varðandi þann
hægagang sem á sér stað í því að
gera kindakjötið að söluhæfari
neysluvöm. Þar á ég t.d. við óunnið
kindakjöt í pokum þar sem heilir eða
hálfir skrokkar em sagaðir niður.
Þessi matvælapakkning er vægast
sagt óásjáleg. Kjötið er eins og það
kemur af skepnunni, fitugt og stund-
um eins og frostþurrkað, og bitamir
þannig sneiddir að þeir era varla
matreiðsluæfir sumir hveijir.
Það sem verst er þó (og ég hef t.d.
aldrei séð annað) er aö oftast geta
neytendur ekki séð neinar upplýs-
ingar um sláturdag, né heldur aðrar
upplýsingar sem víðast hvar annars
staðar þykir sjálfsagt að láta neyt-
endum í té. Þessar upplýsingar eru
m.a. um hvaðan kjötið kemur (slát-
urhús eða framleiðanda, þ.e. sauö-
Hiingið í sima
632700
milli kl. 14 og 16
- eða skrifið
á kindakjötl.
fjárræktanda) og dagsetning um hve-
nær kjötiö kom á markaðinn í við-
komandi verslun.
Fram hefur komið, t.d. á Neytend-
asíðu DV að það sé sjálfsagður réttur
neytandans að vita hvaða vöra hann
er að kaupa. Þar er þetta staðfest af
skrifstofustjóra landbúnaðarráðu-
neytisins. Hann getur þess einnig að
almennar reglur eigi að tryggja dag-
setningar á neysluvöm. Vera kunni
ið. Það er afar slöpp reglugerð af
þessu tagi ef hún nær ekki yfir helstu
kjöttegundina sem hér hefur verið á
boðstólum svo lengi sem menn
muna. - Þess vegna spyija margir
einmitt núna þegar þessi mál em á
dagskrá: Á hveiju stendur? Þurfa
Neytendasamtökin ekki að kvarta til
ráðuneytisins um þetta sjálfsagða
réttlætismál?
Flugkjörínfyrst
ogliremst
Hannes skrifar:
í heilsíðuauglýsingu frá einni
ferðaskrifstofunni ásamt stærstu
launþegafélögunum í landinu
kemur fram að nú eru það flug-
kjörin sem gilda fyrst og fremst,
ekki launakjörin. „Þar var samið
með hagsmuni íslensks launa-
fólks aö leiöarljósi!"
Mikið er þetta nú gott og raunar
blessað lika. Nú fáum við laun-
þegar (sætin eru þó ekki nema
5000) tækifæri til að skreppa út
fyrir polUnn I sumar ef við eigum
einhveija peninga afgangs. - Nú
bíð ég bara yfirlýsinga forsvars-
manna launþegasamtakanna um
að verkfóllum verði ekki beitt í
komandi kjarabaráttu svo að ég
geti notfært mér þessi hlunnindi.
Missi ég launatekjur vegna verk-
faUa get ég ekki notfært mér flug-
kjörin.
Sýknanirí
fíkniefnamálum
Óskar Sigurðsson hringdi:
Manni ofbýður hvemig staðið
er að lúkningu sumra fíkniefna-
mála hér. í DV þriðjudaginn 19.
janúar var sagt frá tveimur mál-
um sem hefur nú loks verið dæmt
í eftir áralanga bið í dómskerfinu.
Jafiivel aUt að þtjú ár. í öðm
málinu er enn verið að basla við
að fá mann, sem tengist innflutn-
ingi tlkniefna, framseldan er-
lendis frá. Líklega er ástæðan þar
einnig seinagangur kerfisins.
Er ekki ástæða til að gera alls-
heijarúttekt á því hvers vegna
sakamál hér á landi þurfa að
velkjast svona lengi í kerfinu og
draga þá aðila til ábyrgöar sem
standa fyrir svona vinnubrögð-
um?
Hálaunastéttir
þurfaaðsláaf
R.P. skrifar:
Hvernig ætíum við landsmenn
að íara að því að koma efhahags-
Ufinu í eölilegan farveg? Maður
heyrir ráðamenn og hagfr æðinga
setja upp dæmi þar sem útíistað
er hvemig bregðast eigi við vand-
anum en ekkert bólar á lausnum.
Til þessa höfum við sífellt veitt
meira magn af fiski en það er eins
og aUt brenni upp í höndunum á
okkur. Síldin er veidd mest-
megnis í bræðslu þótt mikiö
skorti á að við getum staðiö við
saltsíldarsamninga. Hvernig
væri nú að hálaunastéttir sem
eru þekktar fyrir að moka inn
tekjum, slái nú af kröfum sínum
og taki þau laun sem við, almenn-
ir launþegar, verðum að búa við?
Þettameð
Ragnhildur hringdi:
Jón Bjömssyni skrifar í DV19.
janúar um „dýra íslenska sjó-
menn“. - Vita menn eins og Jón
Bjömsson hvaö Uggur að baki
háum launum sjómanna? Fara
laun ekki eftir aflaverðmæti? Ef
búið er að ofveiða í íslenskri fisk-
veiðilögsögu geta sjómenn varla
verið að mergsjúga einn eða
neinn! Veit Jón Björnsson hvem-
ig Ufi sjómannaijölskyldu er hátt-
aö? Nóg er búið að agnúast út af
þessum 18 þúsund króna sjó-
annaafslætti sem ég Ut á sem
tekjur eiginkonu og þykir mér lág
laun. Ég legg til að J.B. fari til
sjós á frystitogara til Murmansk
og fái sömu laun og eiginmaður
minn hefur í 300 daga á ári.
Hefndarráðstöfun?
Sigurbjörn hringdi:
Þingmaður einn, sem er upp á
kant viö ílokkinn sinn, kallar það
hefndarráðstöfun að hann skuU
ekki settur í nefhdir á vegum
flokksins. - Heldur þingmaður-
inn að hann sé kosinn til að ganga
þvert á raálefni flokks síns?