Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Side 23
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1993.
31
Sviðsljós
Michael Jackson og Pepsi:
Hvítur stráklingur
leikur poppgoðið
Michael Jackson drekkur ennþá
pepsí.
Michael Jackson er enn á mála hjá
gosdrykkjafyrirtækinu Pepsi en eins
og flestir vita brenndist söngvarinn
illa viö leik í auglýsingu fyrir gos-
drykkjarisann á sínum tima. Nú ætl-
ar Pepsi aftur að gera auglýsingu
með Jackson en að þessu sinni á hún
að sýna hann á unga aldri.
Söngvarinn var fenginn til að velja
strák í hlutverkið og hann kom öllum
gersamlega á óvart og valdi hvítan
strákling til að fara með hlutverkið.
Til að allt líti nú sem raunverulegast
út verður sett hárkolla á stráksa og
hann makaður svörtum ht í framan.
Mertning
Þarft rit
Þetta gamla tímarit heldur enn í horfinu þótt fyrri
útgefandi hafi verið lagður niður en það var Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Nú stendur
síðastnefnt félag aftur eitt að útgáfunni, svo sem það
gerði í upphafi, 1874. Ritstjóri, Gunnar Stefánsson,
íjallar nokkuð um þessar breytingar í formála og hgg-
ur ekki á skoðunum sínum en heföi mátt vera ítar-
legri í stefnumótun um hvað eigi að taka við.
Efni Andvara er að vanda mestmegnis greinar um
íslensk menningarmál. Lengstum hefur hvert bindi
hafist á langri grein um nýlátinn mann þjóðkunnan,
en nú um Sigurð Guðmundsson, skólameistara á Ak-
ureyri, sem uppi var 1878-1949. Þetta er vel skrifuð
grein, mótast af aðdáun, en ekki hetjudýrkun, víkur
að takmörkunum Sigurðar og örðugleikum sem hann
átti við að glíma enda sjást þá kostir hans skýrar en
ella. Höfundur er Guðmundur Arnlaugsson, fyrrum
rektor Hamrahlíðarskóla, og greinin ber starfsreynslu
hans glöggt vitni, afar fróðleg, einkum um skólamál á
fyrri hluta þessarar aldar.
Hér eru þrjár greinar um Hahdór Laxness sem varð
níræður á árinu. Yfirhtsgrein er eftir ritstjórann og
rekur hann þar m.a. umfjöllun um bækur Hahdórs.
Mjög finnst honum íslendingar hafa verið seinir th,
helst að eitthvað hafi komið th síðustu fimm árin. Því
hefði mátt vera ítarlegri umfjöllun um þau rit.
Guðbjörg Þórisdóttir fjallar um afstööu th kvenna í
Vefaranum mikla eftir Halldór. Hún lítur svo á að
Diljá sé fulltrúi höfundar í sögunni en ekki aðalpersón-
an Steinn Elhði svo sem margir hafa tahð. Vissulega
er ótvíræð samúð með Diljá - og Jófríði - í sögunni
og meiri en með Steini Elhða. En mér viröist fjarstæða
að sagan haldi meö einni persónu. Af þeirri túlkun
leiðir m.a. að Guðbjörg er ansi ranglát gegn karlkyns
fræðimönnum sem hún vitnar hl og hafnar. Sjálf virð-
ist hún þó hafa mjög svipaða túlkun og Hahdór Guð-
mundsson; að Dhjá myndi mótvægi við Stein með því
bara að vera eðhlegt náttúrubarn. Og þegar Guðbjörg
túlkar Ástráð Eysteinsson afsannar hún eigin túlkun
með því sem hún hefur eftir honum (á bls. 74-5). Hann
hélt því ekki fram að Steinn væri framúrskarandi
hetja sem bæri af t.d. Dhjá, heldur þvert á móti að
samsph hinna ýmsu persóna myndaði „hið mann-
lega“ en ekki nein fyrirmyndarpersóna. Reyndar er
Matthías V. Sæmundsson líka á þessari fjölröddun en
ekki karlmennskudýrkun eins og ætla mætti af grein-
inni. Endurtekningar eru þreytandi miklar í henni,
eins og ritstjóri hefði átt að benda höfundi á.
Sr. Gunnar Kristjánsson rekur af miklum lærdómi
ýmislegt kristilegt í Kristnihaldi undir Jökli, einkum
í fari sr. Jóns prímuss sem reynist stórum kristhegri
en ófróðum virtist. Því th mótvægis er hér frumleg
túlkun á Aðventu Gunnars Gunnarssonar eftir Gunn-
Bókmenntir
Örn Ólafsson
ar J. Árnason og ghd rök færð fyrir því að hún ráðist
fremur af mannhyggju en af kristinni trú.
Þorsteinn Gylfason og Sigurður Steinþórsson eiga
hér markviss bréfaskipti um vísindi og hstir. Þorsteinn
telur þau eiga mikið sameiginlegt en Sigurður áhtur
eöhsmun vera þar á. Þetta eru einkar glögg og vekj-
andi skoðanaskipti þótt ekki fáist sameiginleg niður-
staða. Mér sýnist ágreiningurinn einkum stafa af því
að Þorsteinn hugi mest að sköpunarferhnu en Sigurð-
ur hti meira á hlutverk afurðarinnar.
Eyjólfur Kolbeins ijallar um fomgrísk leikrit í þýð-
ingu Helga Hálfdanarsonar sem birtust í bók árið 1990.
Eyjólfur segir hér deih á höfundum og samtíð þeirra,
auk þess að bera þýðingu Helga saman við fyrri þýð-
ingar sumra þessara rita á íslensku. Helgi Sk. Kjart-
ansson á hér prýðisvel skrifaða og glögga samantekt
um Sturlungaöld, það er gagnrýnin yfirferð helstu rita
um hana og ályktun Helga.
Amheiður Sigurðardóttir skrifar stutta en fróðlega
grein um dvöl Jóns Trausta í Kaupmannahöfn í upp-
hafi rithöfundarferhs hans. Loks eru þrjú ljóð eftir
hvorn: Baldur Óskarsson og Boha Gústavsson, en hér
er nú ekki rúm fyrir fleira. En af þessu má vonandi
sjá að Andvari er þarft rit og þarf að dafna áfram.
Andvari. Timarit Hins islenska þjóövinafélags
1992, 180 bls.
Donald Trump og nýjasta vinkonan hans, fyrirsætan Vicky.
Fræga fólkið í Aspen
I Aspen í Colorado er ekki hægt
að þverfóta fyrir fræga fólkinu
þessa dagana. Áspen hefur löngum
verið uppáhaldsskíðastaður stjarn-
anna og þrátt fyrir mótmæh Bör-
bru Streisand og fleiri góðra manna
um að sniðganga staðinn hefur
traffíkin aldrei verið meiri. Mót-
mæhn eru th komin vegna vegna
framkomu ráðamanna í Colorado
í garð homma og lesbía en um þau
var íjallað í DV fyrir skömmu.
Cher og Rob Camilletti gátu ekki
litið hvort af öðru.
Hjónin Dudley Moore og Brogan
Lane.
Tölvuteikning
Dagblaðið-Vísir óskar að ráða tölvuteiknara til korta-
og grafagerðar á ritstjórn. Nauðsynleg er kunnátta í
meðferð teikniforrita á borð við FreeHand, MacDraw,
lllustrator og DeltaGraph.
Umsóknir berist ritstjórum fyrir
1. febrúar 1993.
Bíóborgin - Paradís: ★★ lA
Sumar í sveit
Paradís er afskaplega róleg og indæl kvikmynd þrátt
fyrir htið frumlega eða spennandi sögu. Myndin renn-
ur þétt í gegn og með aðstoð góös leikhóps og spars-
amri dramatík byggir hún upp tregafuha sumar- og
sveitastemningu og nær nokkrum áhrifum í lokin.
Komungur og efnhegur leikari, Ehjah Wood, leikur
aivörugefinn og vinafáan pht, Whlard, sem sendur er
í sveit meðan mamma hans fer á spítala. Hann dvelur
hjá hjónum, sem leikin eru af alvöru parinu Melanie
Grifhth og Don Johnson. Samband þeirra hefur súm-
að í kjölfar harmieiks og óvíst hvort nærvera stráks-
ins hefur bætandi áhrif þar á. Willard hst ekkert á
dæmið þar th hann kynnist hressri telpu á líku reki.
Paradís thheyrir þeim flokki dramatískra mynda
sem börn fara með aðalhlutverkið í og hún inniheldur
mikið af senum sem koma ahtaf fyrir í slíkum mynd-
um. Sagan mun ekki koma neinum á óvart en það
gerir gæfumuninn að Elijah Wood og Thora Birch, sem
leikur telpuna, em fantagóðir barnaleikarar, sérstak-
lega Birch. Atriðin með þeim verða aldrei vandræða-
leg eða væmin.
Hin fjallmyndarlegu Griflith-bjón leika vepjulegt
sveitafólk eða öhu heldur það sem Hohywood óskar
sér að sveitafólk sé. Þeim tekst það vel og em mjög
áhorfanleg en persónumar verða ekki athyghsverðari
fyrir vikið. Griflith eyðir miklum tíma við heimhis-
störfin og Don veiðir skelfisk. Hún er dofin innra með
sér og hann er að gefast upp á henni. Þau em góðir
leikarar en samband þeirra býður ekki upp á mikh
thþrif. Paradís er endurgerð fimm ára gamahar fran-
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
skrar myndar og í henni voru hjónin víst mun líflegri.
Hohywood endurgerir yfirleitt eina th tvær franskar
myndir á ári og það hefur oftast tekist verr en hér.
Paradise (Band. 1991) 110 min.
Handrit: Mary Agnes Donoghue, byggt á frönsku kvikmynd-
inni „Le Grand Chemin" eftir Jean-Loup Hubert.
Leikstjórn: Donoghue.
Lelkarar: Melanie Griffith, Don Johnson, Elijah Wood (Avalon,'
Radio Flyer), Thora Birch, Sheila McCarthy.
fTOLLSTJÓRINN
REYKJAVÍK
Greiðsluáskorun:
Tollstjórinn í Reykjavík skorar hér með á gjaldendur,
sem ekki hafa staðið skil á virðisaukaskatti fyrir 40.
tímabil 1992, með eindaga 5. desember 1992, gjald-
föllnum og ógreiddum virðisaukaskattshækkunum,
svo og ógreiddum og gjaldföllnum virðisaukaskatti
í tolli, ógreiddum og gjaldföllnum bifreiðagjöldum
og þungaskatti, gjaldföllnu vörugjaldi af innlendri
framleiðslu, ógreiddu og gjaldföllnu skipulagsgjaldi,
ásamt ógreiddum og gjaldföllnum launaskattshækk-
unum, söluskattshækkunum og tryggingagjalds-
hækkunum, að greiða nú þegar og ekki síðar en inn-
an 15 daga frá birtingu áskorunar þessarar.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van-
goldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxt-
um og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinn-
ar kann að leiða, að liðnum 15 dögum frá birtingu
áskorunar þessarar.
Reykjavík, 20.1. ’93
Tollstjórinn í Reykjavík