Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1993, Side 26
34 FIMMTJJDAGUR 21: JANÚAR 19í Afmæli d\ Arnar Jónsson Arnar Jónsson leikari, Óöinsgötu 9, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Arnar fæddist á Akureyri. Hann stundaði nám við MA og útskrifað- ist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins 1963. Arnar lék með Grímu 1962-66, var leikari við Þjóðleikhúsið og LR 1964-65, fastráðinn við LR1965-68, stofnandi og síðan leikari í Leik- smiðjunni 1968-69, leikari við LA 1969-1973, fastráðinn þar 1973-75, stofnandi og síðan leikari við Al- þýðuleikhúsið á Akureyri 1975-78 og síðan við sunnandeild þess og hefur verið fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá 1978 auk þess sem hann hefur leikið með fjölda leik- hópa. Hlutverk hans á sviði eru orðin á annað hundrað talsins. Þá hefur hann leikið svipaðan íjölda hlut- verka í útvarp auk kvikmynda- og sjónvarpshlutverka. Fyrsta stóra hlutverk Arnar var titilhlutverkiö í Gísl í Þjóðleikhús- inu 1963 og á hann því þrjátíu ára leikafmæli á þessu ári. Arnar fékk leiklistarverðlaun DV1987. Hann hefur stundað leiklistarkennslu og leikstýrt bæði á sviði og í útvarpi og er kunnur og mikilvirkur ljóöa- lesari. Fjölskylda Arnar kvæntist 8.10.1965 Þórhildi Þorleifsdóttur, f. 25.3.1945, leik- stjóra. Hún er dóttir Þorleifs Guð- mundssonar, f. 28.11.1911, d. 18.9. 1992, og Guðrúnar Bergsdóttur, f. 4.12.1915, d. 9.6.1992. Börn Amars og Þórhildar eru Guðrún Helga, f. 15.7.1964, flug- freyja í Reykjavík, gift Geir Sveins- syni, handknattleiksmanni og versl- unarmanni; Sólveig, f. 26.1.1973, nemi; Þorleifur Örn, f. 15.7.1978, nemi; Oddný, f. 1.5.1980, nemi; Jón Magnús, f. 10.8.1982, nemi. Systir Arnars er Helga Elínborg Jónsdóttir, f. 28.12.1945, leikkona í Reykjavík, gift Örnólfi Ámasyni rit- höfundi og eiga þau íjögur börn. Fóstursystir Arnars er Arnþrúður Jónsdóttir, f. 6.12.1955, fóstra. Foreldrar Arnars eru Jón Krist- insson, f. 2.7.1916, fyrrv. fostööu- maður á Akureyri, og Arnþrúður Ingimarsdóttir, f. 12.7.1918, hús- móðir. Ætt Faðir Jóns var Kristinn, b. á Kambfelli, Stefánsson. Móðir Krist- ins var Jóhanna Magnúsdóttir, vinnumanns í Heiðarhúsum á Flat- eyjardal, Jónatanssonar. Móðir Jó- hönnu var Kristín Jónsdóttir, b. á Heiðarhúsum, Jónssonar og konu hans, Guðfinnu Arngrímsdóttur. Móðir Guðfinnu var Hugrún Björnsdóttir, lögréttumanns á Stóru-Laugum, Arngrímssonar, af ætt Hrólfunga, bróður Páls, langafa Ólafar, langömmu Bjarna Bene- diktssonarforsætisráðherra. Páll var einnig langafi ísaks, langafa rit- höfundanna Stefáns Jónssonar og Thors Vilhjálmssonar. Móðir Jóns var Elínborg Jónsdóttir, skipstjóra á Kálfsá í Ólafsfirði, Magnússonar. Móðurbróðir Arnars er séra Ingi- mar, faðir Ingimars fréttamanns. Arnþrúður er dóttir Ingimars, út- gerðarmanns á Þórshöfn, Baldvins- son, b. á Fagranesi á Langanesi, Metúsalemssonar. Móðir Ingimars var Hólmfríður, systir Ingunnar, ömmu Gylfa Þ. Gíslasonar og Gunn- laugs Schevings listmálara. Hólm- friður var dóttir Stefáns, umboðs- manns á Snartarstöðum, Jónssonar. Móðir Arnþrúðar var Oddný Ámadóttir, pósts á Vopnafirði, Sig- bjarnarsonar, prests á Kálfafells- stað, Sigfússonar. Móðir Sigbjamar var Ingveldur Jónsdóttir, prests í Þingmúla, Hallgrímssonar, bróður Þorsteins, afa Jónasar Hallgríms- sonar skálds. Móðir Árna var Oddný Pálsdóttir Thorarensen, prófasts í Sandfelli, Magnússon, á Munkaþverá, Þórarinssonar, ætt- fóður Thorarensenættarinnar, Jónssonar. Móðir Oddnýjar Páls- dóttur var Anna, systir Sveins, afa Arnar Jonsson. Einars Benediktssonar skálds. Móð- ir Oddnýjar Ámadóttur var Þórdís, systir Stefáns, afa Stefáns Bene- diktssonar, þjóðgarðsvarðar á Skaftafelli. Þórdís var einnig systir Guðnýjar, ömmu Einars Braga rit- höfundar. Þórdís var dóttir Bene- dikts, b. á Brunnum í Suðursveit, bróður Guðnýjar, ömmu Þórbergs Þórðarsonar. Arnar og Þórhildur taka á móti gestum í sal Tannlæknafélagsins, Síðumúla35, laugardaginn23.1. kl 20.00. Erlendur Guðmundsson Erlendur Guömundsson vélvirki, Hofgerði 3, Vogum, er fimmtugur í dag. Starfsferill Erlendur fæddist á Brekku í Vog- um á Vatnsleysuströnd, ólst upp í Vogunum og hefur búiö þar alla tíö. Hann lærði vélvirkjun á ámnum 1958-64 hjá Vélsmiðju Björns Magn- ússonar og í kvöldskóla Iðnskólans íKeflavík. Erlendur starfaöi í vélsmiöjunni til ársins 1966 og var síðan í eitt ár hjá Vélsmiðju Njarðvíkur. Hann starfaði við byggingu álversins í Straumsvík frá 1967-70 og hjá Vél- smiðjunni Óðni í Keflavík frá 1970-84. Árið 1984 réð Erlendur sig svo til starfa hjá Hitaveitu Suðumesja þar sem hann starfar í dag. Fjölskylda Erlendur er kvæntur Sveindísi E. Pétursdóttur, f. 7.12.1943, bréfbera. Hún er dóttir Péturs Sveinssonar bifreiðastjóra og Guðlaugar S. Sveinsdóttur húsmóður sem bæði erulátin. Böm Erlendar og Sveindísar em: Björgvin Pétur, f. 13.4.1964, sjómað- ur búsettur á Eskifirði, kvæntur Elísabetu Lám Eiríksdóttur og eiga þau Vilborgu Kannýju og Sveindísi Björgu. Fósturdóttir Björgvins er Oddný Erla Björgvinsdóttir; Lovísa Ósk, f. 14.9.1965, aðstoðarm. á leik- skóla, búsett í Keflavík, gift Hall- varði Þresti Jónssyni verkstjóra HS, og á hún Erlendsínu Ýri; Vilhjálmur Agnar, f. 15.4.1967, vélamaður bú- settur í Vogum, í sambúð með Svövu Sigmundsdóttur; og Sigurður Þór, f. 4.3.1974, vérkamaður, unnusta hans er Berglind Guðmundsdóttir. Erlendur átti tíu systkini, elsta systirin er nú látin. Systkinin em: Magnea Guðríður, f. 30.8.1941, nú látin, dagmóðir, bjó í Danmörku, var gift Bent Frandsen og eignuðust þau þrjú böm; Haukur, f. 7.6.1944, rennismiður, búsettur í Innri- Njarðvík, kvæntur Vigdísi Gunn- laugu Sigurjónsdóttur og eiga þau þrjú börn; Hreiðar, f. 15.6.1945, neta- maður búsettur í Vogunum, kvænt- ur Önnu Halldóm Snorradóttur sem nú er látin og eignuðust þau þrjú börn; Sesselja, f. 30.11.1947, stöðvarstjóri Vogalax, búsett í Vog- unum, fráskflin og á hún tvö böm; Jón Grétar, f. 8.7.1949, verkamaður, búsettur í Sandgerði, kvæntur Hrönn Bergsdóttur og eiga þau tvö böm; Helgi Ragnar, f. 18.8.1950, húsasmiður, búsettur í Vogunum, kvæntur Júlíu Halldóm Gunnars- dóttur og eiga þau fimm böm; Halla Jóna, f. 4.8.1953, kennari, búsett í Vogunum, gift Ólafi Jóni Guð- mundssyni og eiga þau tvö börn; Svandís, f. 28.5.1952, sjúkraliði, bú- sett í Svíþjóð, fráskihn og á hún Erlendur Guðmundsson. þrjú börn; Guðlaugur Rúnar, f. 15.1. 1955, húsasmiður, búsettur í Pól- landi, kvæntur Sigrúnu Skærings- dóttur og eiga þau tvö börn; Björg- vin Hreinn, f. 23.1.1957, verkamað- ur, búsettur í Vogunum, kvæntur Ingunni Hafsteinsdóttur og eiga þau þrjú börn; og Viktor, f. 1.5.1960, verkamaöur, búsettur í Vogunum, kvæntm- Jóhönnu Guðmundsdóttur og eiga þau eitt barn. Foreldrar Erlends eru Guðmund- ur Björgvin Jónsson, f. 1.10.1913, verkstjóri og Guörún Lovísa Magn- úsdóttir, f. 18.12.1922, húsmóðir. ÞaubúaíVogunum. Erlendur tekur á móti gestum á heimfli sínu fóstudaginn 22. janúar frá kl. 18. Til hamingju með daginn 21. janúar Fannafnlrl 9M Rnylrjavfk QC óyn GuðmundurHalldórsson, &%} d I d Hjallastræti 12, Bolungarvík. Magnús Sigurjónsson, Ægisgötu 1, Akureyri. Sigríður Kristjánsdóttir, 50 9T3 Sigmar Björnsson, Lækjarseli 10, Reykjavík. QQ QfQ Sléttahrauni20,Hafnarfirði. Kristján Jónsson, Sundabúð2, Vopnafirði. 40 ál*cl on óra Hábrekku 10,Ólafsvík. OUðlCt Páll Gestsson. Hildur Þorsteinsdóttir, «^braUt Hafnarfirói- Drápuhlið 32, Reykjavík. FurubJgg^qMosfellsbæ. Hreinn Vilhjálmsson, , starfsmaöurMarels, 70 3f3 Sogavegi 120, Reykjavík. " HjorturSigurðsson, Jónína Ágústsdóttir, Núpasíöu 6e, Akureyri. Dalbraut 18, Reykjavík, Kristinn Jónsson, Suðurgötu 27, Akranesi. 60 ára Skjólbraut4,Kópavogi. Guðrún Þorg Vilhjálmsdóttir, Gunnar Stefánsson Gunnar Stefánsson lögfræðingur, Fagrabæ 11, Reykjavík, er fertugur ídag. Starfsferill Gunnar fáeddist á Seltjamamesi en ólst upp á Skarðsströnd í Dalasýslu, Hann varð stúdent frá MR1974 og lauk prófi í lögfræði frá HÍ1980. Samhliða námi starfaði Gunnar sem umboðsmaður hjá STEF, Sam- bandi tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar, og hóf þar svo alfarið störf aðnámiloknul980. Þremur árum síðar réð Gunnar sig tfl ríkissaksóknara þar sem hann var næstu níu árin, eða tfl ársins 1992, en starfaði þó áfram að ýmsum verk- efrium fyrir STEF á því tímabfli. í dag er Gunnar aftur kominn í fullt starfhjá STEF þar sem hann gegnir stöðu innheimtustjóra. Fjölskylda Gunnar kvæntist 19.3.1982 Önnu Þorgilsdóttur, f. 29.10.1956, húsmóð- ur. Hún er dóttir Þorgils Jónssonar sem nú er látinn og Sigríðar Jóns- dóttur, húsmóður í Reykjavík. Gunnar og Anna eiga þijú böm, þau eru: Haraldur Már, f. 26.7.1976, nemi; Ólafur Þór, f. 15.12.1982, nemi; og María Björk, f. 6.3.1992. Gunnar á fjögur alsystkini, þau em: Dagný, b. á Seljanesi í Reyk- hólasveit, gift Magnúsi Jónssyni, b. þar og eiga þau fimm syni; Guð- mundurUnnþór, aMnnurekandi búsettur í Reykjavík, kvæntur Margréti Guðlaugsdóttur atvinnu- rekanda og eiga þau þijá syni; Stef- án, verkamaður búsettur í Reykja- vík, ókvæntur og barnlaus; Ása Björg, b. í Árbæ í Reykhólasveit, gift Þórði Jónssyni b. þar og eiga þautvöböm. Hálfsystir Gunnars, sammæðra, er Jóhanna Ósk Breiðdal, húsmóðir búsett í Reykjavík, gift Jóhanni Sævari Kjartanssyni sölumanni og Gunnar Stefánsson. eiga þau einn son. Gunnar á einnig fjórar hálfsystur, samfeðra. Foreldrar Gunnars eru Stefán Guðmundsson, f. 16.6.1922, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Framsókn- arflokknum, og Ólöf Guðmunds- dóttir, f. 31.8.1926, húsmóðir. Þau skildu og býr Ólöf nú í Reykjavík og er gift Ágústi Breiðdal verkstjóra en Stefán býr í Kópavoginum og er kvæntur Mattheu Jónsdóttur list- málara. Sviðsljós Sungið á Sauðárkróki Bassasöngvarinn Ásgeir Eiríksson var einn þeirra sem kom fram á söng- skemmtun Rökkurkórsins sem var haldin á Sauðárkróki. Einnig sungu Svana Berglind Karlsdóttir, Margrét Stefánsdóttir og Sigurjón Jóhannesson á sömu skemmtun, en allir þessir söngvarar stunda söng og tónlistarnám í höfuð- borginni í vetur. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson Sauðárkróki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.