Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1993.
3
Fréttir
Einokun Bifreiðaskoðunar fest í sessi með nýrri reglugerð:
Strangar reglur sem f áir
eða engir geta uppfyllt
- segir Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins
„Við álítum að hér virðist verið að
setja mjög strangar reglur sem fáir
eða engir geti uppfyllt og staðlar þeir
sem vitnað er tíl, eiga varla við um
þessa starfsemi og ekki í samræmi
við aðstæður hér á landi. Okkur sýn-
ist sem verið sé að gera enn strang-
ari kröfur en almennt gerist í Evr-
ópulöndum, hvernig sem á því stend-
ur,“ sagði Jónas Þór Steinarsson,
framkvæmdastjóri Bílgreinasam-
bandsins, í samtali við DV.
„Eins og þetta mál snýr í dag virð-
ist mjög ólíklegt að samkeppni verði
um almenna skoðun ökutækja og
ekki er ljóst hvert framhald verður
á endurskoðun þeirri sem verið hef-
ur á verkstæðum nú í mörg ár. Þó
að reglugerð um starfshætti þeirra
er annast lögboðna skoðun ökutækja
hafi verið gefin út 27. apríl á síðasta
ári er ekki til staðar nánari útfærsla.
Það er ekki búið að stilla þessu
raunveruiega upp fyrir þá sem eiga
að vinna eftir þessu. Það sem ég hef
séð af þeim reglum sem verið er að
sníða í nágrannalöndunum eins og
Danmörku, Svíþjóð og Hollandi er
ekki eins strangt og stefnt er að hér
á landi. Mér finnst skrítíð ef við erum
að setja okkur strangari staðla en
milljónaþjóðir.
Orðalag í reglunum, sem gefnar
voru út í apríl síðastíiðnum, er mjög
loðið. Það stendur meðal annars í
þeim að endurskoðun eigi að mestu
leyti aö fara eftir þessum stöðlum.
Hvernig í ósköpunum á maður að
vita hvað „að mestu leyti“ þýðir. Mér
sýnist stefna í það að með þessum
nýju reglum muni skoðunarstöðum
Bifreiðaskoðunar fækka mjög og það
er náttúrlega minni þjónusta.
Þaö er orðin full þörf á því að nán-
ari skilgreining fari að liggja fyrir
því reglugerðin gengur í gildi um
næstu áramót og nú er komið fram
í febrúar. Skemmri getur aðlögunar-
tíminn varla verið enda er ekki hægt
að hefja aðlögun því ekki er hægt
framkvæma það sem engin vitneskja
er um hvernig á að framkvæma,"
sagði Jónas Þór.
-ÍS
Nánari skilgreining liggur ekki fyrir
„Bílgreinasambandið gefur það í
skyn að þessi staðall, sem settur hef-
ur verið fram hér á landi, eigi ekki
við og sé mun strangari en almennt
gerist í Evrópu. Ég veit ekki til þess
að svo sé en það er þó erfitt fyrir
mig að segja um það nákvæmlega þar
sem nánari skilgreining á reglunum
hggur enn ekki fyrir,“ sagði Guðni
Karlsson, fuhtrúi í tæknideild dóms-
segir Guðni Karlsson hjá dómsmálaráðuneytinu
málaráðuneytisins í samtah við DV.
„Miðað við það sem hggur fyrir
held ég að það sé enginn vafi að sann-
gjarnar og eðlhegar reglur rúmast
innan þessa staðals. Lögghdingar-
stofan hefur verið aö afla upplýsinga
um þessi mál og hún tekur mið af
því sem viðgengst annars staðar þar
sem svipað kerfi hefur verið sett á
fót. LöggUdingarstofan mun þó eðh-
lega taka mið af þeim séraðstæðum
sem gUda á íslandi. Það hefur mestur
tími farið í að afla upplýsinga en
væntanlega verður farið að vinna úr
þessu mjög fljótlega."
- Er sá tími sem nú er eftír þar th
reglurnar öðlast gildi ekki of skamm-
ur fyrir aðra aðha en Bifreiðaskoðun
til undirbúnings?
„Ég get hvorki sagt já né nei við
þeirri spumingu. Auðvitað er gott
að hafa góðan fyrirvara en þeir aöUar
vita best um það hvaða tíma þeir
þurfa til undirbúnings ef þeir ætla
sér aö byrja strax í upphafi næsta
árs. Heildarramminn hefur verið
gefinn og menn geta tekið mið af
honum og gert ýmislegt til undirbún-
ings. Þó ekki sé hægt að gera mikið
ætti að vera hægt að fara af stað með
ýmislegt. Ég væntí þess að Löggild-
ingarstofan hraði verkum sínum en
ég veit til þess að mikið annríki hefur
ríkt hjá þeim undanfarið.“
- Getur ráðuneytið ekki þrýst á
LöggUdingarstofuna til að hún hraöi
afgreiðslu málsins?
„Það gæti vel komið til en við höf-
um ekki gert mikið að því enn sem
komið er,“ sagði Guðni. -ÍS