Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SiMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Forstjórahappdrættið Þegar spádeildarstjóri Veðurstofunnar var skipaður fyrir allmörgum árum, var ráðherra stofunnar úr Fram- sóknarflokknum. Hann hafði ekki úr vöndu að ráða og tók helzta framsóknarmann stofunnar fram yfir helzta alþýðubandalagsmann hennar, að hefðbundnum hætti. Sömu menn voru síðan í framboði til Veðurstofu- stjóra nokkrum árum síðar. Þá hafði taflið snúizt við. Alþýðubandalagsmaður var ráðherra stofunnar. Hann valdi þann, sem tapað hafði í fyrra skiptið, auðvitað alþýðubandalagsmanninn, að hefðbundnum hætti. Nú hefur enn verið skipað í þessa stöðu. Enn var í framboði framsóknarmaðurinn, sem var heppinn í fyrsta skiptið og óheppinn í annað. Nú er alþýðuflokks- maður ráðherra stofunnar. Hann skipaði þekktan al- þýðuflokksmann í embættið, að hefðbundnum hætti. Þessi saga er spegilmynd íslenzkra stjórnmála. Flokk- arnir eru fyrst og fremst eiginhagsmunabandalög, sem eru notuð til að komast í aðstöðu, úármagn, stöður og spilhngu. Þetta fer ekki leynt, enda virðast kjósendur sáttir að kalla við þessa skipan íslenzkra þjóðmála. Ekki er tekið út með sældinni að vera með í þessum leik, eins og framsóknarmaðurinn títtnefndi hefur kom- izt að raun um. Gæfuhjólið snýst án afláts. Einn daginn er minn maður ráðherra á réttu andartaki, í tvö önnur skipti er ráðherrann maður hinna á röngu andartaki. Það er ekki nóg að vera í pólitík til að hreppa stöð- ur. Það eru svo margir í póhtík, að ekki komast ahir lysthafendur að jötunni. Þeir taka þátt í happdrætti, þar sem gæfan er fahvölt. En ahir eiga þeir þó möguleika, af því að þeir eru stimpluð flokkseign og eiga miða. Grundvaharatriði þátttökunnar í þessu happdrætti um stöður er að vera í einhverjum stjórnmálaflokki, sem líklegur er th að hafa oftar en ekki ráðherra á því sviði, sem maður starfar við. Bezt er að vera sem fremst í flokknum til að úthoka innanflokkssamkeppni. Með því að rekast ekki í neinum flokki, fá menn eng- an happdrættismiða th að spha með. Sá, sem ekki er stimplaður flokki, á engan möguleika. Þetta hefur kom- ið í ljós í hundruð eða þúsund skipta, þegar flokkspóh- tík hefur verið tekin fram yfir málefnaleg sjónarmið. Þetta gerist við ahar aðstæður, jafnvel þótt verið sé að skipa prófessora, þar sem nokkuð traustir mæh- kvarðar eiga að vera á málefnalegum grundvehi. Þann- ig eru beztu menn hraktir th útlanda, en flokksbræður gerðir að smákóngum í þriðja flokks Háskóla íslands. íslendingar eru ekki nema kvartmihjónar þjóð og eiga því erfitt með að manna aha mikhvæga pósta sæmi- lega hæfu fólki. Með happdrættisaðferð flokkakerfisins er ástandið gert hálfu verra, því að það gengur hiklaust framhjá hæfu fólki í þágu mishæfra flokkskvíghda. Stundum gengur þetta dæmi upp. Hæft fólk getur fengizt með happdrættisaðferðinni og oft vex fólk í starfi, sem það hefur fengið út á póltík. Samt er aðferðin þjóð- hagslega röng, því að hún spihir beztu kröftum þjóðar- innar með því að neita þjóðinni um að hagnýta þá. Verið getur, að nýi veðurstofustjórinn reynist hinn nýtasti maður í starfi. En hann var ekki ráðinn th þess, heldur vegna þess að hann hefur verið áberandi í stjóm- málaflokki Eiðs Guðnasonar umhverfisráðherra, sem er álíka spihtur og íslenzkir póhtíkusar era almennt. Ráðningarsaga embætta Veðurstofunnar er einfalt dæmi um, að íslenzk stjómmál og stjómmálamenn hafa ekkert skánað, þótt þjóðfélagið í hehd hafi opnazt. Jónas Kristjánsson Tækniþekkinguna út í atvinnulífið Erlend fyrirtæki verja stórfé, jafnvel 10% af veltu, til öflunar tækniþekkingar. Þjóöir leggja kapp á að mennta tæknimenn fyrir at- vinnuvegina. Menntun íslenskra verkfræðinga er með því besta sem þekkist. Það ætti að nýtast atvinnu- lífinu. Fjölbreytt menntun en lítið notuð í grónum iðnríkjum bera menn virðingu fyrir verðmætasköpun og framleiðslu. Hugkvæmni og hag- sýni eru mikils metin og fyrirtæki kosta kapps um að auka þekkingu sína. Framleiðsla og þjónusta krefj- ast tækniþekkingar. Hugvit og uppfinningar duga skammt ef þekkingu á framleiðslu skortir. Framleiðsluþekking í fyrirtækjum er mikilvægur þáttur í þjóðarauði. Tækninni er víða beitt tíl að auka framleiðni. Fyrirtæki leggja stórfé í rann- sóknir og vöruþróun til að standast samkeppni, oft cillt að 10% af veltu. Þjóðir mæta þörfum atvinnuveg- anna með þvi að mennta tækni- menn í háskólum og sérskólum. Menntun verkfræðinga og tækni- fræðinga miðast við þarfir atvinnu- lífsins. Hér á landi gætir öfugrar þróunar. Á landinu eru á annað þúsund verkfræðingar. Menntun þeirra er með því besta og fjölbreyttasta sem þekkist, sótt til Norðurlanda, Mið- Evrópu, Englands, Bandaríkjanna og víðar. Óviða hafa verkfræðingar svo íjölbreytta menntun því í iðn- ríkjum er óalgengt að verkfræðing- ar menntist erlendis. íslenskt atvinnulíf gæti notið góðs af þessari íjölbreytni og at- vinnulífinu borist ný og fjölbreytt þekking. Fáir verkfræðingar hér á landi vinna þó við framleiðslu- greinar, líklega ekki fleiri en 10%-15%. Þrír af hverjum flórum vinna að opinberum verkefnum. KjáUarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur Annar hver verkfræðingur er opin- ber starfsmaður, tíundi hver vinn- ur á rannsóknarstofnunum og allt að 70% ráðgefandi verkfræðinga vinna að opinberum verkefnum. Þegar allt er talið má reikna með að 70%-80% íslenskra verkfræð- inga taki með beinum eða óbeinum hætti laun úr ríkissjóði. Tækniþekking mikilvæg Mikil þörf er á nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi. í hefðbundinni framleiðslu er hönnun vöru og tækniþekking nátengd framleiðsl- unni sjálfri. Vöruþróun gerist í tækni- og þróunardeildum fram- leiðslufyrirtækja þar sem háskóla- menntaðir tæknimenn gegna veigamiklu hlutverki. Afrakstur tækniþróunar og framleiðslutækni má sjá víða. Verð á rafeindavörum hefur til dæmis lækkað í áratugi um nokkur pró- sent á ári. Hér á landi gætir annarr- ar þróunar. Framleiðslufyrirtæki leggja niður tæknideildir og sækja í auknum mæli hönnun og tækni- þjónustu til ráðgjafarfyrirtækja. í byggingariðnaði skortir til dæmis bein tengsl á milli hönnunar og framleiðslu. Arkitektar og verk- fræðingar á ráðgjafarstofum hanna helstu þætti mannvirkjanna en byggingarfyrirtækin hafa lítil áhrif. Til þess að lækka byggingar- kostnað þarf að samstilla hönnun, tækni og smíði. Framleiðsluþekk- ing í mikilvægum atvinnugreinum er minni en gerist í sömu greinum erlendis. Mikilvægi tækni- og fram- leiðsluþekkingar er vanmetíð og margir eru haldnir oftrú á getu fjármagnsins. Þekkingarskortur getur, eftir inngöngu okkar í EES, staðið nýsköpun í atvinnulifi fyrir þrifum. Því er haldið fram að ís- lensk fyrirtæki skorti þekkingu á markaðssetningu og sölumennsku. Alvarlegra er þó að okkur skortír samkeppnishæfa vöru og þjónustu til að selja. Stefán Ingólfsson „Óvíða hafa verkfræðingar svo fjöl- breytta menntun því í iðnríkjum er óalgengt að verkfræðingar menntist erlendis. íslenskt atvinnulíf gæti notið góðs af þessari fjölbreytni og atvinnu- lífinu borist ný og fjölbreytt þekking.“ Skoðanir annarra Pólitísk mótun Evrópu „Það er óraunsæi að halda, að 250 þúsund manna þjóð hér á hjara veraldar geti haft áhrif á pólitíska mótun Evrópu en ef orð utanríkisráðherra eru rétt skilin virðist hann telja, að EB-aðild okkar sé for- senda fyrir því, að við höfum slík áhrif. Auðvitað er ljóst, að smáþjóð á borð við okkur mundi engin áhrif hafa á pólitíska mótun Evrópu, jafnvel þótt við værum aðilar að EB. Þar takast á svo mikhr hags- munir, að við mundum engu máli skipta í þeim leik.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 7. febr. Verðbólgan og verðlagið „í fyrsta sinn hefur íslensk verðbólga komist nið- ur á það stíg sem ríkir í flestum OECD-löndum... Ef til vill má segja að áður hafi verðbólgan ráðist af kapphlaupi manna við að ná inn fyrir kostnaði (eför- spumin var alltaf fyrir hendi) en nú hafi eftírspum meiri áhrif á verð og því sé ekki alltaf svigrúm til að velta kostnaðarauka beint út í verðlagið." Dr. Helgi Tómasson lektor, í Vísbendingu 5.febr. Glannafenginn lífsstíll „Hömlulaus umferðarlagabrot vekja gmn um að sú kynslóð sem bömin taka sér til fyrirmyndar, sé í raun og sann stórhættuleg lífi og limum barna sinna. íþróttir einkennast því miður allt of mikið af yfirgangi og fantaskap og ekki síst eiturefnaneyslu þeirra kappa, sem sífellt er verið að segja bömum og unglingum aö taka sér til fyrirmyndar. Áfram mætti telja dæmi um þann glannafengna lífsstíl sem uppalendur temja sér, og ef fólk horfir með opnum augum á allt sem fyrir bömunum er haft, ætti ekki að koma á óvart þótt slysatíðni bama og unglinga á íslandi sé hærri en annars staðar." Úr forystugrein Tímans 6. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.