Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Side 17
16 ÞRIÐ JUDAGUR 9. FEBRÚAR1993 ÞRIÐ JUDAGUR 9. FEBRÚAR1993 17 íþróttir ÍBV stef nir í úrslitin ÍBV er sama og öruggt með sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í handknattleik eftir sig- ur á KR í Eyjum á íöstudags- kvöldið, 19-18. Staðan í deildinni er þannig: Víkingur.,.16 15 1 0 337-244 31 Stjarnan....lö 12 0 4 317-235 24 Fram.......16 11 0 5 284-258 22 Valur......16 10 1 5 353-316 21 Selfoss....16 9 1 6 304-297 19 ÍBV........14 8 1 5 281-273 17 Grótta.....16 7 3 6 289-293 17 KR.........16 5 2 9 276-287 12 FH.........15 5 0 10 258-307 10 Ármann....l6 4 1 11 311-330 9 Haukar.....15 1 1 13 230-307 3 Fylkír.....16 1 1 14 259-352 3 -VS Dregið í mjólkurbikar Dregið hefur verið til 1. umferðar mjólkurbikarkeppninnar í knatt- spymu í meistaraflokki karla og kvenna. Þessi lið leika saman í karlaflokki: Skallagrímur-ÍR, Reynir S-Grótta, Víðir-Ármann, Leiknir R-Haukar, Árvakur-BÍ, Hvatberar-UBK, HB-Þróttur R, Fjölnir-Grindavík, Njarðvík- Ægir, Víkingur Ó-Afturelding, Snæfell-HK, Selfoss-Stjarnan, Dalvík-Tindastóll, Hvöt-Magni, Völsungur-Þrymur, Höttur-Þrótt- ur N, KBS-Austri, Einherji- Sindri. KA, Leiftur, KS, Huginn S, Neisti H og Austri R sitja hjá. í kvennaflokki leika: KS-Dalvík, ÍBA-Selfoss, Reynir S-Stjaman, Þróttur N-UBK, Höttur-Sindri, ÍBV-FH, KR-Valur, Haukar-ÍA. -GH Góð byrjun hjá Reynolds Butch Reynolds, bandaríski heimsmethafinn í 400 metra hlaupi karla, sigraði á tveimur fyrstu mótum sínum í rúm tvö ár um helgina en hann er nýkom- inn úr tveggja ára banni vegna meintrar lyfjanotkunar. Reyn- olds sigraði á móti í New York á fóstudaginn og í Fairfax í Virgin- íu á sunnudaginn. Þar náöí hann mjög góðum tíma, 45,89 sekúnd- um. Reynolds hefur haldiö fram; sakleysi sínu í lyöamálinu og heftir átt í miklu stríði við Al- þjóöa frjálsíþróttasambandið. Hann hefur kært sambandið sem á móti hefur hótað honum frekari refsingum hætti hann ekki við. Barnesaftur íenskahópinn John Bames frá Liverpool, Tre- vor Steven frá Rangers og Alan Smith frá Arsenal eru að nýju í enska landsliðshópnum í knatt- spyrnu en Graham Taylor valdi þá í gær fyrir HM-leikinn gegn San Marino sem fram fer í næstu viku. Þeir Alan Shearer, John Salako og David Hirst detta út úr hópnum vegna meiðsla og tvísýnt er með fyrirliðann Stuart Pearce. Aðrir í hópnum eru Chris Wo- ods, David Seaman, Lee Dixon, David Bardsley, Des Walker, Tony Adams, Gary Pallister, David Batty, Carlton Palmer, Paul Ince, Paul Gascoigne, Paul Merson, Andy Sinton, Nigel Clough, Ian WrightogLesFerdinand. -VS Ovæntur sigur hjá austurrísku stúlkunni en stórsvigi karla frestað á HM í Japan 1 morgun Karin Buder frá Austurríki vann óvæntan sigur í svigi kvenna á heimsmeistaramótinu í Morioka í Japan í morgun. Juhe Parisien frá Bandaríkjunum varð önnur og Elfi Eder frá Austurríki þriðja. Annelise Coberger frá Nýja-Sjá- landi leiddi eftir fyrri ferðina og virt- ist síðan ömgg með bronsið þegar henni hlekktist á rétt áður en hún kom í markið. Þær Vreni Schneider frá Sviss, Deborah Compagnoni frá Ítalíu og Anita Wachter frá Austur- ríki féllu aUar úr keppni, en búist var við þeim í baráttu um verðlauna- sætin. Keppni í stórsvigi karla var frestað í morgun að lokinni fyrri ferð, vegna roks, og verður reynt að ljúka henni í fyrramálið. Kjetil Andre Ámodt frá Noregi er með góða forystu eftir fyrri ferðina. Rainer Salzgeber frá Austur- ríki er annar og Johan Wallner frá Svíþjóð þriðji. Tomba veikur Alberto Tomba, ítalski skíðakóngur- inn, hefur legið rúmfastur frá þvi hann kom til Japans, og hann gat ekki keppt í stórsviginu í morgun. Tvísýnt er um þátttöku hans í öðmm greinum á mótinu og eins víst að hann fljúgi heim á leið áður en vikan er úti. Hann haíði ætlað sér stóra hluti á mótinu og stefndi á sín fyrstu gullverðlaun á HM. Slæmar aðstæður Veðrið hefur leikið heimsmeistara- mótið grátt en fyrst var keppni frest- að vegna roks og síðan um helgina vegna mikillar rigningar. Margir hafa lýst yfir óánægju með val á keppnisstað, til dæmis Marc Girar- delli frá Lúxemborg sem segir að aðstæður þar séu slakar og hæfi ekki heimsmeistaramóti. Langþráð gull Noregs Sigur Lasse Kjus í alpatvíkeppninni í gær var svo sannarlega langþráður fyrir Norðmenn. Þeir höíðu ekki fengið gullverðlaun á heimsmeist- aramóti í 39 ár, eða síðan Sten Eriks- en sigraði í svigi og stórsvigi árið 1954. Norska „draumaliðið" Lasse Kjus og Kjetil-Andre Ámodt, norsku gullverðlaunahafamir í alpa- tvíkeppninni, ganga undir nafninu „draumaliðið". Ekki þó endilega vegna árangursins heldur vegna þess að þeir þykja iðulega úti á þekju og gleyma oft skónum sínum, hótellykl- unum og ýmsu öðru. Þeir segjast hins vegar muna eftir því sem skipt- ir máli og gleymi aldrei skíðunum, stöfunum eða skíðaskónum! -VS Markalaust Leeds og Man. Utd. gerðu 0-0 jafn- tefli í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á blautum og þungum vellin- um á Elland Road í Leeds í gær. Le- eds var betri aðiiinn í leiknum og minnstu munaði að Lee Chapman tryggði Leeds sigur á lokamínútunni en Peter Schmeichel markvörður United sýndi stórskostleg tilþrif þeg- ar hann varði skalla Chapmans. -GH Lasse Kjus frá Noregi sigraði í alpatvíkeppni í gær, eins og þá kom fram í DV. Það voru fyrstu gullverðlaun Noregs á HM í 39 ár. Símamynd/Reuter Gllma: Ingibergur bikarhafi Ingibergm Sigurösson, Ár- manni, sigraði í bikarglímu Reykjavíkur sem fram fór í síð- ustu viku. Annar í gUmunni varð Jón B. Valsson, KR, og í þriðja sæti lenti Orri Björnsson, KR. Vegna góörar þátttöku í fútlorð- insfiokki varð að skipta þátttak- endum í tvo riðla. GUmustjóri var Ólafur Haukur Ölafsson og Kjart- an Bergmann afhenti verðlaun í mótslok. -JKS íþróttaskóli barna Síðasta námskeið hefst 13. febrúar. Kennt er í Réttar- holtsskóla. Aldur þátttakenda 3-6 ár. Verð kr. 2.800 námskeiðið. Nánari upplýsingar í símum 33688, 813245 og 673830. VÍKINGUR HANDKNATTLEIKSDEILD Björnhættur með ÍR-inga Bjöm Leósson er hættur störf- um sem þjálfari 1. deildar liðs ÍR í körfuknattleik eftir ágreining við stjórn deildarinnar. Nýr þjálfari hefur ekki verið ráðinn en samkvæmt heimildum DV munu ÍR-ingar meðal annars hafa rætt við Birgi Guðbjömsson, sem lék lengi með KR og þjálfaði liðið um tíma. ÍR berst við ÍS um annað sætið í B-riðh 1. deildar sem gefur sæti í úrslitakeppninni. -VS Metjöfnun Á innanfélagsmóti Ármanns í frjálsum íþróttum jafnaði Hauk- ur Sigurðsson, Ármanni, íslands- metið í 50 m hlaupi í flokki 17-18 ára. Tíminn var 5,8 sekúndur og greinilegt að þar er á ferðinni mikið efni og á Haukur eflaust eftir að láta rrúkið að sér kveða í framtíðinni. Á sama móti náði Jón Oddsson að stökkva 7,14 metra í langstökki. -JKS Iþróttir Ewing með40 stigínótt Lakers slapp naumlega gegn Dallas Patrick Ewing var í miklum ham í nótt þegar New York Knicks sigraði Philadelphia 76’ers í framlengdum leik í NBA- deildinni í körfuknattleik. Ewing skoraöi 40 stig, hans mesta skor í vetur, og þar af komu tíu stig þegar mest lá við í framlenging- unni. Þetta var fimmti sigur New York í röð og liöið styrkti enn stöðu sína á toppi Atlantshafsrið- ilsins. Greg Anthony skoraði 17 stig fyrir New York og átti 11 stoð- sendingar og Anthony Mason skoraði 15 og tók 18 fráköst, sem er hans besta á ferlinum. Hersey Hawkins skoraði 26 stig fyrir Six- ers. Úrslitin í nótt urðu þessi: Philadelphia - New York ....115-120 (eftir framlengingu) Houston - Washington....100-106 Utah - Orlando..........108-96 LA Lakers - Dallas......108-100 (eftir framlengingu) Karl Malone skoraði 23 stig og tók 14 fráköst fyrir Utah í góðum sigri á hinu vaxandi hði Orlando. Jeff Malone gerði 22 stig og Tyr- one Corbin 21. Scott Skiles gerði 25 stig fyrir Orlando og Shaquille O’Neal skoraði 22, tók 11 fráköst og blokkaði 4 skot. Washington vann sinn fyrsta sigur í Houston í fjögur ár og þar munaði mest um Larry Stewart sem skoraði 21 stig, öll í síðari hálfleik. Harvey Grant skoraði 20. Hjá Houston var Kenny Smith með 30 stig, Pervis Ellison með 19 stig og 14 fráköst, og Hakeem Olajuwon skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Dallas var rétt búið að vinna sinn fyrsta útisigur en tapaði í framlengingu gegn LA Lakers. A.C. Green tryggði Lakers sigur með 6 stigum í framlengingunni en Byron Scott skoraði mest, 26 stig, James Worthy 20, Green 16 og Sam Perkins skoraði 16 og tók 14 fráköst en hann jafnaði úr víta- skotum rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Derek Harper skoraði 23 stig fyrir Dallas sem var tíu stigum yfir í hálfleik. -VS Ólympíudagar æskunnar í skíðaíþróttum: Berglind varð í 48. sæti Berglind Bragadóttir, Reykjavík, varð í 48. sæti í stórsvigi stúlkna í gær á ólympíu- dögum æskunnar í skíðaíþróttum á Ítalíu. Keppendur í sviginu voru 60. Kolfinna Ingólfsdóttir, ísafirði, keppti einnig en féll úr keppni. Þeir Gísli Már Helga- son, Ólafsfirði, og Bjarmi Skarphéðinsson, Ólafsfirði, kepptu í gær i svigi pilta og féllu báðir úr keppni. Auk áðurnefnda skiðafólksins keppa göngumennirnir Arnar Pálsson og Hlynur Guðmundsson frá ísafirði á mótinu. Á myndinni hér að ofan eru keppendurnir ásamt farar- og flokksstjórum. SK/VS - DV-mynd S Ásgeir í Fylki? Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ásgeir Már Ásgeirsson, knattspyrnumaður í Fram, skrifi undir samning viö Fylki í kvöld. Samkvæmt öruggum heimildum DV er búið að ganga frá skiptunum og ekkert annað eftir en að skrifa undir. Er ekki að efa að Ásgeir mun styrkja lið Fylkis sem mætir mikið breytt til leiks í 1. deildina í sumar frá 2. deildinni í fyrra. Ásgeir lék 16 leiki af 18 með liði Fram í 1. deildinni í fyrra og skoraði í þeim eitt mark. Hann á að baki fjóra landsleiki með landshðinu sem skipað er leikmönnum 21 árs og yngri. Alls hefur Ásgeir Már leikið 31 leik í 1. deild. Annar Framari gæti verið á leiðinni til Fylkis en Ómar Sigtryggsson, sem lék sex leiki með Fram í fyrra, hefur verið orðaður við Árbæjarliðið. -SK „Vonandi losna ég af önglinum“ - litlar líkur á að Alfreð Gíslason verði með á HM Gylfi Kristjánsscm, DV, Akuieyri: „Það er ýmislegt sem mæhr á móti þvi að ég verði með á HM í Svíþjóð. Ég get ekki farið suður núna til æfinga með landsliðinu og verið frá KA-liðinu fram yfir HM þegar deildarkeppnin byijar hér aft- ur,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, um hugsanlega þátttöku sína á HM í Svíþjóð í næsta mánuði. Alfreð kom sem kunnugt er inn í landsliðið að nýju á Lottó-mótinu í Noregi á dögunum, og það fór ekki á milli mála að hann styrkir liðið veru- Bolvíkingar standa illa að vígi á botni l. deildar karla í körfu- knattleik eftir skell á heimavelli, 51-80, í failslag gegn UFA frá Akureyri um helgina. Banda- ríKiamaðurinn Richard Clark er hættur að leika með Bolvíkingum og er það skarð fyrir skíldi. Þeir eru aðeins með 2 stig en UFA er nú með 6 og Höttur 8. -VS lega enda hefur hann verið í geysi- góðu formi að undanfórnu. En hon- um finnst ekki forsvaranlegt að hann fari að taka sæti í HM-liðinu. „Ég sé ekki annað en það séu nógir menn í mína stöðu í hópnum, Júlíus Jónasson, Einar Gunnar og Patrek- irn. Það er vonandi að þetta fari að smella saman hjá þeim svo ég geti farið að losna af önglinum." Þrýstingur á Alfreð að leika með á HM Alfreð segir að nokkur þrýstingur sé á sig að vera með á HM. „En þegar maður getur ekki tekið þátt í undir- búningnum þá er fáránlegt að vera að hugsa um þetta, og það er heldur ekki sann- gjarnt gagn- vart hinum strákunum að ég fari að taka sæti í liðinu. Það er líka þannig að vegna meiðsl- anna, sem ég á við að stríða, þoli ég ekki að leika dag eftir dag eins og var í Lottó- keppninni, ég var í heila viku að jafna mig eför þau átök,“ segir Al- freð. Landsliö Dana í handknattleik: Ole Andersen hættur störfum „Eins og hlutirnir hafa gengið fyrir sig undanfarið á mifii leikmanna landsliðsins og þjálfarans var ekki um annað að gera en að skipta um þjálfara," sagði Gunnar Knudsen, formaður danska handknattleikssam- bandsins í gær. Ole Andersen, landsliðsþjálfari Dana, sagði starfi sínu lausu í gær. Brotthvarf Andersens kemur á versta tíma þegar aðeins um mánuöur er þar til HM byrjar í Svíþjóð. Keld Nielsen, aðstoðarmaður Andersens, tekurviðliðinu. -SK Handknattleikur: -íhópiÞorbergs Þorbergur Aðalsteinsson, landshðsþjáifari í handknattleik, valdi í gær 19 manna hóp til loka- undh-búningsins fyiái' heims- meistarakeppnina sem hefst i Svíþjóð 9. mars. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Bergsveinn Bergsveínsson, FH Guðmundur Hrafnkelsson, Val Signiar Þröstur Óskarsson, ÍBV Hornamenn: Gunnar Beinteinsson, FH Konráð Olavsson. Dortmund Valdimar Grimsson, Val Bjarki Sigurðsson, Víkingi Línumenn: Geir Sveinsson, Val Gústaf Bjarnason, Seifossi Leikstjórnendur: Gunnar Gunnarsson, Víkingí Sigurður Bjartuison, Grosswall- stadt . Guðjón Árnason, FH Dagur Sigurðsson, Val Skyttur: Héðinn Gilsson, Dusseldorf Júlíus Jónasson, Paris SG Einar Gunnar Sigurftsson, Selfossi Patrekur Jóhannesson, Stjörn- unni Sigurður V. Sveinsson, Selfossi Magnús Sigurösson, Stjörnunni Frskkíandsferó Landsiiðið fer til Frakklands í næstu viku og tekur þar þátt í flögurra liða móti, ásamt Tékk- um/Slóvökum, Svisslendingum og Frökkum. Síðan verður leikið við Pólveija hér á lairdi 22. og 23. febrúar og við Dani þrjá leiki dagana 26.-28. febrúar. Fariö veröur til Svíþjóðar sunnudaginn 7. mars, tvehnur dögum fyrir opnunarleik HM, gegn sænsku heimsmeisturunum 9. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.