Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Síða 24
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR1993
Jt
Sviðsljós
Rokkóperan Tommy
Nemendur í Verzlunarskóla ís-
lands settu upp rokkóperuna Tommy
á nemendamóti sínu þetta árið.
Tommy var sýndur á Hótel íslandi
sl. fimmtudag og um kvöldið
skemmtu nemendurnir sér á dans-
leik á sama stað.
Hrannar Pétursson lék Tommy,
Ástrós Gunnarsdóttir sá um dans-
stjóm en kórstjórn og útsetningar
vora í höndum Þorvalds B. Þorvalds-
sonar.
porvarður Elíasson skólastjóri var
að sjálfsögðu á sýningunni en nem-
endur færðu honum innrammað
plakat með Tommy.
Talaðu við okkurum
BÍLASPRAUTUN
BÍLARÉTTINGAR
Varmi
Auðbrekku 14, sími 64-21 -41
Vinningstölur laugardaginn (g)(7) 6. febr. 1993
(íö)8§^
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 - 2 1.242.208
2.4 Tá F4 107.963
3. 4af5 115 6.477
4. 3af5 4.439 391
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.396.772 kr.
BIRGIR
UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 91-681511 lukkul!na991 002
SKEIFUNN111 • SÍMI 67 97 97
Hrannar Pétursson lék Tommy en um 100 nemendur unnu markvisst að því
í allan vetur að gera rokkóperuna sem glæsilegasta.
Guðmundur Aðalsteinsson var einn þeirra sem þöndu raddböndin í Tommy.
DV-myndir Brynjar Gauti
Merming
Upplýsingabanki á 2. haeð
Nú stendur yfir og fram til 27. febrúar í Sýn-
ingarsalnum 2. hæð að Laugavegi 37 sýning á
verkum þriggja Austurríkismanna, þeirra
Franz Graf, Fritz Grosz og Elke Krystufek. Með
þessari sýningu eru forráðamenn sýningarsal-
arins, Pétur Arason og Ingólfur Amarson, trúir
þeirri stefnu að sýna fýrst og fremst hst eftir
útlendinga. Framtak þetta er því jákvæðara fyr-
ir myndlistarlífið hér því minna sem fer fyrir
flestum öðrum sýningarsölum í bænum og því
þreyttari sem sýningarstarfsemi opinberra
safna virðist vera. Vandvirkni í allri framsetn-
ingu sýninga hefur fram að þessu verið ein-
kenni sýningarsalarins.
Útlendingurinn er vafalaust vandasamasta og
margslungnasta viöfangsefni í íslenskri myndl-
ist í dag enda stendur hann varla undir nafni
ef hann er minna en heimsfrægur. Það er því
augljóst að hlutverk Sýningarsalarins 2. hæð
er afar mikilvægt og sýnir sýningargestunum
hvort sem þeir era safnstjórar og embættismenn
á vegum ríkis og borgar, Ustamenn eða Ustnem-
Myndlist
Hannes Lárusson
ar, á víxl í spéspegil sveitamannsins og heims-
borgarans.
Vetrarferð
Hönnuður sýningarinnar á 2. hæð er ísland-
svinurinn Franz Graf sem nú sýnir hér á landi
í þriðja sinn. Að þessu sinni hefur hann vaUð
þann kostinn að mála veggi sýningarsalarins til
hálfs svarta og sneiðir þar hjá slökkvurum og
gluggum.sem undirstrikar um leið ýmis form-
ræn einkenni rýmisins. Einnig hefur hann Umt
grátt plast á flest gler í gluggunum til að draga,
Málun veggja sýningarsalarins er hluti af sýn-
ingu Austurrikismannanna þriggja.
að því er virðist, úr truflandi umhverfisáhrifum.
Á þeim helmingi veggjanna sem era hvítir eru
myndraðir í Utlum einingum eftir hann sjálfan
og Elke, og textaverk eftir Fritz. í sýningarblöð-
ungi hefur HaUdór Bjöm Runólfsson Ustfræð-
ingur það eftir listamönnunum að þeir hafi fyr-
ir sýninguna verið meðvitaðir um Utleysi ís-
lenskrar vetrarbirtu og taki yfirbragð sýningar-
innar mið af því. Einnig kemur fram að það
hafi komið þeim á óvart að snjórinn gerir
Reykjavík bjartari yfirlitum á þessum árstíma
heldur en Vín þaðan sem þau komu. Það er
engan veginn ljóst hvað í upphaflegri hugmynd
Franz Gráf að sýningunni á verkum þeirra Fritz
og Elke er ætlað að bæta upp þó að í rauninni
sé ekkert athugavert við að nota verk eftir nafn-
greinda kunningja í eigin sýningu. Kannski vildi
til að þeim virðist öUum tamt að gera svarthvít
verk þó vafasamur málatilbúnaður sé aö yfir-
færa þá áráttu á íslenska vetrarbitu. Hvað svo
sem birtunni Uður þá er vafalaust tilbreyting,
jafnvel innblástur, fýrir erlenda Ustamenn að
fara í vetrarferð til íslands, hitta litríkt fólk og
fara í Bláa lónið, jafnvel þó að farmiðinn sé
borgaður með Utlausri sýningu.
Upplifun upplýsinga
En þegar sýningar með mikilvægum Usta-
mönnum era skoðaðar er það grunnhyggni af
hálfu áhorfandans að halda að nóg sé að skoða
verkin sjálf. Sýningin er oft ekki nema einskon-
ar umgjörð eða átylla fyrir því að leggja fram
ósigrandi magn af upplýsingum. Þannig felst
megin þungi sýningarinnar á 2. hæð í miklu
magni upplýsinga um Ustamennina, verk þeirra
og bakgrunn auk bóka og myndbanda eftir þá
sjálfa. Og á endanum spyr áhorfandinn sig, hver
svo sem hann kann að vera, óumflýjanlega
þeirrar spurningar: hvað veit ég svo sem um
austuríska myndUst og ef út í það er farið mynd-
Ustina í heiminum almennt? Listunnandinn
skreppur saman, en veldi upplýsinganna blæs
upp. En á sama tíma er það einkennilega göfugt
hlutverk að upplýsa þá sem sýnt hefur verið
fram á að þurfa upplýsinga við. „Heimsfrægir"
Ustamenn í dag era þeir einir sem ekki sést í
fyrir ókleifu upplýsingafjalli. Draumur aUra ís-
lenskra Ustamanna er að verða vísað til sætis
inn í hinu helga upplýsingafjalli. Franski heim-
spekingurinn Jean-Francois Lyotard hefur sagt
að völd í dag snúist fyrst og fremst um að „eiga“
upplýsingar eða hafa að þeim forgangsrétt. Sá
sem hefur „réttu“ upplýsingamar í fórum sín-
um hefur töglin og hagldirnar í sérhverju máU.
Þess vegna er það að þegar mikilvægar sýningar
eru opnaðar er í rauninni verið að opna upplýs-
ingabanka. En eins og við vitum vinnur bankinn
aUtaf mn síðir í öllum spilavítum. Upplifun upp-
lýsinganna vegur því þyngra en upplifun verk-
anna þegar mikiö Uggur við í Ustaheiminum; -
en ef sérstaklega mikið stendur til er trúlega
öraggast að sleppa verkunum líka úr sýning-
unni.
Iif í tuskimiim hjá eldri borgurum
Risið við Hverfisgötu hýsir eins og kunnugt
er margvíslega félagsstarfsemi eldri borgara,
m.a. er búið að koma þar upp þokkalegustu
aðstöðu til að sýna leikrit. Að vísu þarf með
einhverjum hætti að bæta loftræstinguna, sem
er alveg í lágmarki, en að öðra leyti hentar
húsnæðið vel fyrir áhugasýningu á borð við
Sólsetur sem hópurinn hefur vaUð til flutnings
eftir vel heppnaðar sýningar á FugU í búri í
fyrra.
Sólsetur dregur nafn af dvalarheimiU aldraðra
sem á að fara að taka í notkun einhvers staðar
úti á landi. Sólveig Traustadóttk-, höfundur leik-
ritsins, tekur efnið léttum tökum, textinn er
hressilega skrifaður og margar mannlýsingam-
ar kímilegar.
En þó að Sólveig kryddi verkið með ýmiss
konar gríni og glensi kemur hún engu að síður
líka til skila ýmsum skilaboðum og umhugsun-
arefnum um stöðu aldraðra og þau þáttaskil sem
verða þegar fólk flyst inn á stofnanir, hversu
góðar og aðlaðandi sem þær era.
Og það er sannarlega líf í tuskunum á Sól-
setri. Sýslumaðurinn, sem á að halda vígsluræð-
una, er karlrembusvín af verstu tegund og
grannvitur með afbrigðum. Þó að hann hafl
aldrei viðurkennt það er það sýslumannsfrúin
sem ótal sinnum hefur bjargað honum fyrir
hom í gegnum tíðina en nú er hún loksins búin
að fá alveg nóg af honum. Til að bæta gráu ofan
Leiklist
Auður Eydal
á svart er hann í tygjum við starfsstúlku á Sól-
setri með tilheyrandi stolnum kossum og leyni-
fundum.
Vistmennimir á Sólsetri koma úr ýmsum átt-
um og forstöðukonunnar bíður það verkefni að
koma skikki á hópinn sem ekki lætur alltof vel
að stjóm. Karlmennimir fá töluvert skýrari
persónueinkenni frá hendi höfundar og það
kemur leikuranum til góða. Ársæll Pálsson er
léttur og skemmtilegur leikari og fer á kostum
í hlutverki Kristins, fyrrverandi sjómanns.
Sveinn Sæmundsson gerði skemmtilega týpu
úr Jóni bónda, sem sífellt hugsar um rollumar
sínar, og Þorsteinn Ólafsson nýtir vel þá mögu-
leika til gamanleiks sem felast í farsakenndu
hlutverki sýslumannsins.
Brynhildur Olgeirsdóttir gaf sýslumannsfr-
únni ákveðið fas og þær Anna Tryggvadóttir,
Iðunn Geirdal og Sigurbjörg Sveinsdóttir unnu
vel úr sínum hlutverkum. Alda Arnardóttir lék
Díönu í forfóUum einnar leikkonunnar á þeirri
sýningu sem ég sá og það kom mjög skemmti-
lega út að hafa þessa ungu leikkonu með.
Sólsetur er leikrit sem fjallar á léttan hátt rnn
efni sem mörgum er nærtækt, bæði þeim sem
komnir era á efri ár og eins þeim sem eiga eldri
að. Þó að viss alvara sé undir niðri hefur Bjarni
Ingvarsson leikstjóri lagt meira upp úr því að
koma gamanseminni í verkinu til skila og er
það vel því að augljóst er að bæði leikendur og
áhorfendur kunna vel að meta það.
Leikfélag eldri borgara, Snúður og Snælda, sýnir:
Sólsetur
Höfundur: Sólveig Traustadóttir
Leikstjórn og leikmynd: Bjarni Ingvarsson
Búningar: Hópurinn
Lýsing: Kári Gíslason