Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR9. FEBRÚAR1993 Fólk í fréttum Dagur Sigurðsson Dagur Sigurðsson handknatt- leiksmaður, Efstasundi 82, Reykja- vík, átti frábæran leik með félögum sínum í Val er þeir unnu Selfoss í úrslitaleik á sunnudaginn var og urðu þar með bikarmeistarar 1993. Starfsferill Dagur fæddist í Reykjavík 3.4. 1973. Hann stundar nám við VÍ. Á sumrin hefur Dagur stundað sölu- mennsku, einkum hjá Þýsk-íslenska oghjáSpörtu. Dagur hefur æft handknattleik með Val frá sjö ára aldri. Þá keppti hann með yngri flokkum Vals í knattspyrnu og með drengjalands- liðinu. Hann hefur fimm sinnum orðið íslandsmeistari með yngri flokkum Vals í handknattleik, fimm sinnum Reykjavíkurmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann leik- ur nú þriðja keppnistímabilið með meistaraflokki Vals, varð íslands- meistari með þeim 1991 og nú Reykjavíkurmeistari og bikarmeist- ari. Dagur hefur leikið sex leiki með landsliðinu auk fjölda leikja með drengjalandsliðinu og unglinga- landshðunum. Hann varð Norður- landameistari með landsliði átján ára og yngri, var þá valinn leikmað- ur mótsins, var valinn leikmaður meistaraflokks Vals í fyrra og þá jafnframt valinn efnilegasti leik- maður íslandsmótsins. Fjölskylda Unnusta Dags er Ingibjörg Pálma- dóttir, f. 21.8.1973, nemi. Hún er dóttir Pálma Hlöðverssonar, stýri- manns og kennara í Reykjavík, og Jónu Guðmundu Helgadóttur sjúkraliða. Bræður Dags eru Lárus Sigurðs- son, f. 21.4.1971, nemi og markmað- ur meistarflokks Þórs í knatt- spyrnu, búsettur á Akureyri; Bjarki Sigurðsson, f. 26.9.1980, nemi i for- eldrahúsum. Foreldrar Dags eru Sigurður Hannes Dagsson, f. 27.9.1944, íþróttakennari og fyrrv. landsliðs- markmaður í knattspyrnu, og Ragn- heiður Lárusdóttir, f. 4.4.1949, sölu- maður hjá Þýsk-íslenska og fyrrv. landsliösmaður í handknattleik. Ætt Kjörforeldrar Sigurðar: Dagur Hannesson, jámsmiður í Reykjavík, frá Hólum í Stokkseyrarhreppi, og Sigfríður Sigurðardóttir húsmóðir frá Flatey á Breiðafirði en hún er látin. Ragnheiður er systir Kjartans, forstjóra Ferðaskrifstofu íslands. Hún er dóttir Lárusar Blöndals, bóksala í Reykjavík, bróður Kristj- önu, ömmu Einars Guðmundsson- ar, handknattleiksmanns hjá Sel- foss-liðinu. Önnur systir Lárusar var Kristín, móðir Sigríðar Rögnu Sigurðardóttur dagskrárgerðar- stjóra. Lárus var sonur Guðmund- ar, kaupmanns á Selfossi, Guð- mundssonar, bóksala á Eyrarbakka, Guðmundssonar, bókbindara á Minna-Hofi, Péturssonar. Móðir Lárusar var Ragnheiður Blöndal, systir Jóseflnu, ömmu Matthíasar Johannessen skálds. Bróðir Ragn- heiðar var Haraldur ljósmyndari, afi Benedikts hæstaréttardómara og Halldórs landbúnaðarráðherra. Ragnheiður var dóttir Lárusar Blöndals, sýslumanns á Komsá, Bjömssonar, ættfoður Blöndals- ættarinnar, Auðunssonar. Móðir Ragnheiðar var Kristín Ásgeirsdótt- ir, bókbindara á Lambastöðum, Finnbogasonar, bróður Jakobs, lan- gafa Vigdísar forseta. Móðir Kristín- ar var Sigríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar. Sigríður var dóttir Þorvalds, prests og skálds í Holti, Böðvarssonar. Móðir Ragnheiðar er Þórunn, systir Bimu, móður Júlíusar Haf- Dagur Sigurðsson. stein, formanns Íþróttaráðs Reykja- víkur. Þórunn er dóttir Kjartans, skrifstofumanns í Reykjavík, Kon- ráðssonar. Móðir Kjartans var Elín Zoega, dóttir Jóhönnu Zoega, systur Geirs Zoöga rektors, afa Geirs Hall- grímssonar. Móðir Þórunnar var Áslaug, systir Péturs, foður Njarðar P. Njarðvík rithöfundar og systir Indíönu, langömmu Ingva Hrafns Jónsonar fréttastjóra og Óla Tynes fréttamanns. Áslaug var dóttir Sig- urðar Þórðarsonar, verkamanns á Akureyri. Afmæli Þóra Böðvarsdóttir Þóra Böðvarsdóttir húsmóðir, Leifsgötu 6, Reykjavík, er 75 ára í dag. Starfsferill Þóra fæddist í Bíldudal en ólst upp á Bakka í Amarfirði. Hún hefur búið í Reykjavík frá árinu 1939. Þóra stundaði nám heima við og að Núpi í Dýrafirði veturinn 1934-35. Hún hóf störf í miðasölu Þjóðleikhússins skömmu eftir opn- un þess 1951 og starfaði þar allt þar til hún fór á eftirlaun árið 1985, eða Íein34ár. Fjölskylda Þóra giftist 13.1.1940 Ásgeiri Markúsi Jens Guðmundssyni, f. 28.2.1916, d. 6.5.1950, húsasmíða- meistara í Reykjavík. Hann var son- ur Guðmundar Helgasonar, húsa- smíðameistara í Reykjavík, og Jakó- bínu Ásgeirsdóttur, húsmóður í Reykjavík. Þóra og Ásgeir eignuöust tvö börn, þau eru: Böðvar Páll, f. 11.2.1941, húsasmíðameistari í Garðabæ, kvæntur Grétu Maríu Sigurðardótt- ur, starfsmanni Menningarstofnun- ar Bandaríkjanna á íslandi, og eiga þau Þóra Brynju, líffræðing í Kaup- mannahöfn, Ásgeir Baldur, húsa- smíðameistara í Reykjavík, Þórunni Sif, hárskerameistara í Reykjavík, og Sigurð Arnar, húsasmið í Lille- hammer; Jakóbína Ragnheiður, f. 7.8.1943, húsmóðir í Gig Harbor í Washingtonfylki í Bandaríkjunum, var gift Russel Duren sölustjóra og eignaðist með honum Tinu Lor- raine, nemanda í University of Was- hington. Seinni maður Jakóbínu er Kim Hansen kennari. Þóra átti tvö alsystkini sem nú em látin. þau eru: Páll, f. 6.12.1919, d. 23.8.1921, og Auöur, f. 19.8.1922, d. 9.5.1982, bókavörður í Reykjavík, var gift Héðni Finnbogasyni, f. 10.5. 1923, d. 23.2.1985, lögfræðingi í Reykjavík, frá Hítardal, og eignuð- ust þau Lilju, kennara í Hafnar- firði, Bolla, hagfræðing í Reykjavík, Sverri, f. 1957, d. 1964, Sigríði, kaup- mann í Reykjavík, og Böðvar, við- skiptafræðing í Reykjavík. Foreldrar Þóru voru Böðvar Páls- son, f. 12.2.1889, d. 20.2.1982, b. á Bakka í Arnarfiröi og síðar kaupfé- lagsstjóri í Bíldudal, og Lilja Árna- dóttir, f. 26.5.1895, d. 8.2.1965, hús- móðir frá Tjaldanesi í Auðkúlu- hreppi. Þau bjuggu lengst af á Bakka í Arnarfirði en síðar á Bíldudal og í Reykjavík. Ætt Föðurætt Þóru var viö Djúp og nefnd Vatnsfjarðarættin. Foreldrar Böðvars voru Páll, prófastur á Þóra Böðvarsdóttir. Prestsbakka í Hrútafirði, Ólafsson og Arndís, dóttir Péturs Friðriks- sonar Eggertz, kaupfélagsstjóra og b. í Akureyjum á Breiöafirði, Frið- rikssonar og Jakobínu Pálsdóttur Melsteð amtmanns, Þórðarsonar. Séra Páll var af ættum Síðupresta í beinan karllegg, sonur séra Ölafs Pálssonar, prests og prófasts í Vatnsfírði ogfyrrv. dómkirkju- prests, Pálssonar, prests í Ásum og í Guttormshaga, Ölafssonar. Kona séra Ólafs í Vatnsfirði var Guðrún Ólafsdóttir Stepensen í Viðey Magn- ússonar. Þóra dvelur hjá sonardóttur sinni og alnöfnu í Kaupmannahöfn á af- mælisdaginn. Til hamingju með daginn 9. febrúar 90 ára Sigurfinnur Ketilsson, Dyrhólum 1, Vik í Mýrdal. Lydía Kristóbertsdóttir, Hrafnhólum 2, Reykjavík. Árbjöm Magnússon, Svínaskálahliö 5, Eskifirði. 75 ára 40ára Þóra Böðvarsdóttir, Leifsgötu 6, Reykjavík. Oddrún S. Halfdórsdóttir, Njálsgötu3, Reykjavík. Oddrúntekurá mótigestumí Ármúla 40,11. hæö, á milli kl. 17og201augar- daginn 13. fe- brúar. _______ Marta Pétursdóttir, Fjólugötu 19a,Reykjavík. Einar Astvaldur Jóhan nsson, Sólvallagötu 40h, Keflavík. Guðmundur Benediktsson, Dalsbyggð 15, Garðabæ. Sigurjón Guðmundsson, Brekkutanga 17, Mosfellsbæ. Kristinn Alex Sigurðsson, Sjávargötu 1, Bessastaöahreppi. PáiISólnes, Hjarðarhaga24, Reykjavík. Garðar Geir Sigurgeirsson, Hjarðarholti 2, Akranesi. Benedikt Þórisson, Furulundi 4f, Akureyri. Hafdís Þórðardóttir, Kollslæk, Hálsahreppi. Jón Haukur Björnsson, Svínaskálahlið23, Eskifirði. , Egill Ólafsson, 60 ára Grettisgötu8,Reykjavík. --------------------------------- Stefón Daníel Franklín, Einar Skafti Eyleifsson, Efstasundi 46, Reykjavík. Laugarbraut 25, Akranesi. Simon Már Gissurarson, Brynjólfur Kristinsson, Brúnalandi 26, Reykjavík. Furugerði 9, Reykjavík. Gróa Ingólfsdóttir, Öldugeröi 17, Hvolsvelli. Sigurður H. Sverrisson, Jöklatúni 5, Sauöárkróki. 50ára Guðbjörg Októvía Andersen, Bröttugötu 8, Vestmannaeyjum, Sviðsljós Sjálfsagt myndu fáir karlmenn leggjast gegn svona klæðaburði kvenþjóðarinnar. DV-myndir GVA íslandsmótið í hárgreiðslu og hárskurði: Fimm klukkustundir að undirbúa sig fyrir „ball" - sé farið í klippingu, blástur og líkamsförðun Flíkurnar voru margar efnislitlar og senni- lega henta þær ekki mjög vel í íslenskum vetrarveðrum. „Þetta var mjög skemmtilegt og tókst í alla staði vel en við bættum við tveimur nýjum keppnisgreinum, parakeppni og hug- arflugi. í svona keppni koma alltaf fram ýmsir nýir straumar og svo var einnig nú. Aðsóknin var ágæt en nokkur hundrað manns komu og skoðuðu það sem nálægt fimmtíu keppendur höfðu fram að færa,“ sagði Sigurpáll Grímsson, einn dómaranna á Islandsmótinu í hárgreiðslu og hárskurði sem var haldið á Hóteli íslandi sl. sunnudag. Keppnin var tvískipt en meistarar og sveinar reyndu með sér í kvöldgreiðslu, mótuðu formi, listrænni útfærslu og tískul- ínu. Nemar reyndu einnig með sér í tveimur síðasttöldu greinunum og kvöldgreiðslu ungu konunnar að auki. I parakeppni og hugarflugi, sem minnst var á hér að fram- an, átti förðun, hárgreiðsla og fatnaður aö vera í samræmi. Samband hárgreiðslu- og hárskerameist- ara hélt keppnina j samvinnu við Sveinafé- lagið og Félag íslenskra snyrtifræðinga en meðlimir þess síðamefnda vora allt að fjór- ar klukkustundir að farða sín módel. Til viðbótar gat tekið liðlega klukkustund að klippa og blása sama módel og því ljóst að nærri fimm klukkustundir getur tekið að undirbúa sig þegar „skroppið" er á ball.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.