Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1993 Fréttir Eignir lifeyrissjóða um aldamót duga fyrir öllum íbúðum landsmamia: Ekki hægt að bjóða öllum í veisluna segir Hrafn Magnússon um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna Talið er að lífeyrissjóðirnir í landinu muni eiga ríflega 200 milljarða i árslok. Um aldamótin verða eignir sjóðanna um 400 milljarðar. Til samanburðar má geta að allt íbúðarhúsnæði landsmanna var metið á 342 milljarða í árs- lok 1991, eða um þriðjungur þjóðarauðs. DV-mynd GVA „Lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna lofar of miklu. Engin þjóð fær staðið undir slíku kerfi til frambúðar. Það er klárt mál að það er ekki hægt að bjóða öllum lands- mönnum upp á þessa veislu. Það væri skynsamlegt af opinberum starfsmönnum að semja sig frá kerf- inu, til dæmis gegn hærri launum. Þeir hafa hins vegar verið fastir fyr- ir. Það er eins og þeir átti sig ekki á að þessi blaðra geti sprungið," segir Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða. í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins skortir á áttunda tug milljarða til að hann geti staðið undir skuldbinding- um sínum gagnvart sjóðfélögum. í aöra lifeyrissjóði, sem ríkissjóður stendur í ábyrgð fyrir, skortir einnig milljarða. Lætur nærri að á komandi árum muni hátt í 100 milljarðar falla á ríkissjóð vegna skuldbindinga sem sjóðirnir hafa tekið á sig. Að sögn Hrafns hefur staða al- mennu lífeyrissjóöanna batnað á undanfomum árum með bættri ávöxtun. Þróunin hafi verið í þá átt að minni sjóðimir sameinuðust þeim stærri. Fyrir vikið séu sjóðimir nú stærri og öflugri. Á hinn bóginn seg- ir Hrafn það áhyggjuefni hversu lítið þjóðin fjölgi sér því það muni leiða tá þess að færri greiði til sjóðanna en fleiri fá greitt úr þeim. „Sérfræðingar segja að ef við nú- virðum eignir sjóðanna þá sé fortíð- arvandinn ekki lengur til staðar. Þó til séu undantekningar þá er ekki lengur um það að ræða aö sjóðimir eigi ekki fyrir þeim skuldbindingum sem sjóðfélagar hafa áunnið sér.“ Fyrirhyggja krefst forræðis Talið er að lífeyrissjóðimir í land- inu muni eiga ríflega 200 miUjarða í árslok. Um aldamótin verða eignir sjóðapna um 400 milljarðar. Til sam- anburðar má geta að allt íbúðarhús- næði landsmanna var metið á 342 miUjarða í árslok 1991, eða um þriðj- ungur þjóðarauðs. Hrafn kveðst alfarið andvígur því að núverandi lífeyrissjóðskerfi verði stokkað upp og sameinaö í einn sjóð. Þess í staö sjái hann fyrir sér 10 tíl 15 öUuga sjóöi með skylduaðUd, sum- part svæðisbundna. TU að tryggja fyrirhyggju þurfi ákveðið forraeði. „Ég vona að þeir tímar komi aldrei upp að það verði einn lífeyrissjóður fyrir aUa landsmenn. Það held ég að sé mjög röng hugmynd. Sú stjórn, sem tæki við slíkum sjóði, stæði uppi með 400 mUljarða króna um næstu aldamót. Það segir sig sjálft að þeir menn, sem þar stjórnuðu, hefðu gíf- urlega mikið vald í sínum höndum og það væri mjög auðvelt fyrir stjóm- völd að hafa þar íhlutun. Ég hef hins vegar aUtaf séð fyrir mér rými fyrir séreignasjóði tíl hliðar við hina.“ Bremsa á erlendar fjárfestingar Meö gUdistöku EES-samningsins opnast auknir möguieikar fyrir ís- lenska lífeyrissjóði tU að fjárfesta í hlutabréfum erlendis. Hrafn segist vera þeirrar skoðunar að sjóðimir verði að fara mjög varlega í slíkar fjárfestingar enda væri þaö óábyrgt af einstökum sjóðum að leggja mikla fjármuni í mikla áhættu. TU aö byrja með segist hann sjá fyrir sér að sjóð- irnir leggi 1 ti 2 prósent af ráðstöfun- arfé sínu í slíkar fjárfestingar. „Sjóðunum er þröngur stakkur sniðinn við lánafyrirgreiðslu og fjár- festingar. TU dæmis hefur Bankaeft- irhtið nokkum íhlutunarrétt í slík- um málum. Ég hef verið mjög mikið á bremsunni varðandi erlendar fjár- festingar, ekki síst vegna atvinnu- ástandsins. Ég held að það væri mjög slæmt fyrir sjóðina að fara út með verulega mikið íjármagn. Helst vUdi ég sjá útlendinga fjárfesta hérna inn- anlands en á því em hins vegar vem- legar takmarkanir." -kaa Aíkoma sjávarútvegsfyrirtækja: Nokkrir risar standa upp úr Ljóst er að það mikla verðfaU á sjávarafurðum, sem átt hefur sér staö að undanföm, veldur því að stærsti hluti íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja riðar til faUs. í spá Þjóð- hagsstofnunar um aUcomu frysting- ar og söltunar á þessu ári var gert ráð fyrir 8,5 prósenta tapi á rekstrin- um. Þá var gert ráð fyrir aUasam- drætti vegna minnkandi kvóta en sama afurðaverði og í fyrra. Nú hefur það lækkað 10-12 prósent og spáð er ailt aö 15 prósenta lækkun á árinu. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá því í september segir að í fyrra hafi tapið að meðaltali verið 1,9 prósent. Þar kemur fram að nokkrir risar í sjávar- útvegi standa upp úr hér á landi. Þjóðhagsstofnun geröi könnun á afkomu 168 fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá kom í Ijós að 19 fyrirtæki í sjávar- útvegi, sem vom með 12 prósent velt- unnar, vom rekin með hagnaði sem nam meira en 5 prósentum af veltu. Þarna kom hka fram að 43 fyrir- tæki, sem vom með 15,8 prósent velt- unnar, vom með meira tap en 10 prósent af tekjum. Þetta sýnir glöggt hvernig fjöldi Ula rekinna eða staddra fyrirtækja dregur meðaltals- afkomu fyrirtækjanna niður. Nokkur sjávarútvegsfyrirtæki hafa um nokkuö langan tíma staðið fremst hvað afkomu varðar. Þar má nefna Útgerðarfélag Akureyringa, sem er stærsta útgeröarfélag lands- ins. Þá má nefna Granda hf., Fiskiðju Sauðárkróks, Skagstrending hf„ Samherja hf. á Akureyri, Harald Böðvarsson & Co hf. á Akranesi, Síld- arvinnsluna í Neskaupstað, Miðnes hf. í Sandgerði, Þorbjöm hf. í Grinda- vík, Norðurtanga hf. ísafirði, ísfélag Vestmannaeyja hf„ Vinnslustöðina hf. í Vestmannaeyjum, Hraöfrysti- hús Fáskrúðsfjarðar, Hraðfrystíhús Eskifjarðar og Fiskiðjusamlag Húsa- víkur. -S.dór Risarnir standa upp úr - Könnun þjóðhags- stofnunar á afkomu 168 fyrirtækja í sjávarútvegi 43 fyrirtæki meö 15,8% af heildarveltu sýna tap sem nam meira en 10%. 19 fyrirtaeki með 12% af heildarveltu. sýna hagnað sem nam meira en 5%. +5% -10% enn gott á alþjóðlegum kvik- myndahátíöum og bættust við ein verðlaun í Japan í síðustu viku en þá fékk myndin aðalverðlaun á næststærstu kvikmyndahátíð í Japan, Yubari-kvikmyndahátíð- inni, sem haldin er árlega og voru verðlaunin l mitljón jen sem jafn- gildir 550 þúsundum íslenskra króna. „Þetta var virkilega gaman og kemur sér vel fyrir dreifingarað- ilana í Japan en stutt er þangað til Börn náttúmnnar verður tek- in tíl almennra sýninga þar í Iandi,“ sagði Friörik Þór Friö- riksson, leikstjóri Barna náttúr- unnar, en hann var staddur á hátíðínni þegar tilkynnt var um verðlaunin. Aðspurður sagði Friðrik að það væru fimm eintök af Börnum náttúrannar í gangi á ensku og væru þau öh upptekin í sambandi viö kvikmyndahátíöir. Þá hefði myndin gengið mjög vei á al- mennum sýningum í Þýskalandi og komist i 34. sæti yfir mest sóttu kvikroyndir þar i landi og væm nú um 100 þúsund manns búnir að sjá myndina í Þýskalandi. Eins og kunnugt er fékk Friðrik Þór Friöriksson úthlutað hæsta styrknum úr Kvikmyndasjóði viö síöustu úthlutun til að gera Bíó- daga. Sagöi Fríðrik að tökur hæf- ust í júli og yröi kvikmyndað í Skagafirði og Reykjavík. -HK lokaðíjúní Framkvæmdastjóm SÁÁ hefur ákveðiö aö loka meðferöarheimil- inu aö Staðarfelli í Dölum frá 1. júní ótímabundiö meðan leitað verði leiða til að tryggja rekstrar- gmndvöfi meðferðarheimilisins. Þetta var ákveðið í ljósi áætlana mn rekstur 1993 og fjárhagsstöðu SÁÁ á fuudi framkvæmdastjóm- aríbyrjunmars. -GHS Regina Thorarensen, DV, Selfoesi: Hahdór Blöndal, Iandbúnaðar- og samgöngumálaráðherra, var aðalræðumaður á fundi um feröa- og samgöngumái sem haldinn var 22. mars að Hótel Selfossi og kom viöa viö. Svaraði hann spuming- um nokkuð greinilega nema einni. Tveir vei metnir sjálfstæðis- menn spurðu af hverju mætti ekki hækka skatta á „breiðu bök- in“ og hvomm flokknum það væri að kenna. Ráðherra svaraöi því ekki, fór út í aðra sálma. Þá reiddust fyrirspyrjendur og heimtuðu ákveöin svör. Amdís Jónsdóttir fundarstjóri baröi ftmdarhamrinum þá svo fast í boröið aö ég ályktaði með Sjálfri mér að nú væri loksins byijað aö innrétta bíósalinn á Hótel Selfossi en þaö hefur staðiö til í 20 ár. Arndís áminnti fundar- menn um að haga sér kurteislega og slapp ráöherra við að svara spumingunni. Fundurinn fór mjög vel fram. 35-40 manns vom á honum og margir gerðu fyrir- spumir. Fundarboð vora send í hvert hús á Suöurlandi og varð ég fyrir vonbrigðum með hve fá- mennt var. Þorsteinn Pálsson sjóvarút- vegsráðherra talaði í lokin um sjávarútvegsraál af sinni sniíld og hafði áhyggjur af þjóöarbúinu og afkomu þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.