Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 26. MARS1993
Utlönd
AkiKaurismaki
kvikmyndaverð-
Finnski kvikmyndaleikstjórinn
Aki Kaurismiiki hefur verið
sæmdur itölsku Nastro Europeo
verðlaununum sem ítalska blaða-
mannasambandið veitir vel
metnum evrópskum leikstjórum.
Kaurismaki sem veitti verð-
laununum viötöku í Róm fékk
þau fyrir heildarverk sitt en
myndin Bóhemalíf sem sýnd er á
norrænu kvikmyndahátíðinni í
Reykjavík um þessar mundir var
sérstaklega nefnd til sögunnar.
Kaurismaki fékk einnig verð-
laun fyrir Bóhemalif heima í
Finnlandí f fyrra qv aöalielkiii-
inn, Matti Pellonpáa, var sæmdur
Felixverðlaunum cvrópsku kvik-
myndaakademíunnar fyrir leík
sinn.
Lögreglaní
flökkukengúru
Belgíska lögreglan skýrði frá
þvi á miðvikudag að hún hefði
handsamað ílökkukengúru.
Fyrst sást til skepnunnar sið-
asthðinn laugardag en þaö var
ekki fyrr en á mánudagskvöld að
mönnum tókst með erfiðismun-
um að hafa hendur í hári hennar
í þorpinu Langemark í norðvest-
urhluta landsins. Enginn veit
hvaðan skepnan kemur.
„Fyrst notuðum við net en
kengúran hoppaði bara beinustu
leið í gegnum það,“ sagði yfir-
maður í lögreglunni.
Það voru hins vegar þorpsbúar
sem klófestu dýriö eftir að einn
þeirra kastaði sér yflr það. Tíu
manns tóku þátt í aðgerðunum.
Lögreglan í Langemark kann
aðeins að fanga hunda.
Mexíkóskur
verkamaðurlíf-
látinníTexas
Mexikóskur verkamaður, sem
dæmdur var fyrir að drepa lög-
regluþjón í Dalias, var tekinn af
lífi með eítursprautu snemma í
gærmorgun þrátt fyrir tilmæli frá
ríkisstjórn Mexíkó um að lifi
hans yrði þyrmt.
Hinn 38 ára gamli Carlos
Montoya var úrskurðaður látinn
funrn minútum eftir að eiturefn-
unum var sprautað í hann í fang-
elsinu í bænum Huntsville.
Hæstiréttur synjaði beiðni um
frestun aftökunnar aðeins þrem-
ur klukkustundum áður.
Mannréttindahópar í Mexíkó
drógu í efa að Montoya hefði
fengið réttláta dómsmeðferð og
sökuðu réttarkerfið i Bandaríkj-
unum um kynþáttahatur í garö
Mexíkómanna og annarra minni-
hlutahópa viö beitingu dauða-
refsingar.
Tveimur dögum áður var mað-
ur frá Dóminíska lýðveldinu tek-
inn af lífi í Huntsville.
Erfitt fyrir ítali
aðkyngjaosta-
banni Frakka
Framleiðendur parmesanosts,
vinsælasta osts Ítalíu, kvörtuöu
sáran undan þvi í vikunni að vara
þeirra væri strand við landamær-
in að Frakklandi vegna gin- og
klaufaveikifaraldurs í ítölskum
kúm. Ostaframleiðendur segja
viöbrögðin bera keim af ofsa-
hræðslu.
„Þetta er della. Allur parmes-
anostur, sem verið er að flytja út
núna, var gerður áöur en sjúk-
dómurinn braust út af þvi að
hann þarf að þroskast í eitt ár
hiö núnnsta,“ sagði talsmaður
framleiðenda. FNBogReuter
Rússneska þingið á rökstólum um framtíð Borís Jeltsin og stjómar hans:
Átökum við þingið
lýkur með jaf ntef li
spáir forsetinn, sem mætir enn harðri andstöðu frá höfuðóvinmum Kasbúlatov
„Þaö sigrar enginn. Það verður
jafntefli." sagðí Rnrís JeltSÍ" RÚS8-
iandsforseti þegar hann kom til
vinnu í Moskvu í morgun. Mikilvæg-
ur fundur er í þinginu þar sem tekist
er á um hvort svipta skuli forsetann
núverandi völdum og gera ríkis-
stjóm landsins ábyrga fyrir þingi en
ekki forseta.
Valeríj Zorkin, forseti stjórnlaga-
dómsins, sagði á þingi í morgun að
alger upplaus fylgdi í kjölfar þess að
svipta Jeltsín völdum. Yfirlýsing
Zorkins skiptir Jeltsín miklu því
Zorkin hefur verið honum heldur
uiiuonumn tu pgsss..
Rúslan Kasbúlatov þingforseti hóf
fund á hörðum ásökunum í garð
Jeltsíns og sakaði hann um að vilja
taka sér einræðisvald. Hann mælti
með því forsetinn yrði gerður valda-
laus þrátt fyrir yfirlýsingar í gær um
að hann vildi friðmælast við erki-
óvininn Jeltsín.
Kasbúlatov ítrekaði fyrri orð um
að hann vildi aðeins verja lýðræðið
í landinu og sagði að það væri best
gert með því að gera ríkisstjórnina
ábyrga fyrir þinginu. Það þýðir að
Ruslan Kasbúlatov á þingi í morgun.
Símamynd Reuter
Barbie-dúkkan endurfædd
Framleiðendur Barbie-dúkkunnar, sem lifað hefur lengur en flest önnur leikföng, ætla að láta hana endurfæðast
áður en langt um líður. Sú nýja á að vera hressari en sú gamla eins og stúlkurnar sem hér kynna nýja ímynd.
Símamynd Reuter
íslamar og Króatar 1 Bosníu undlrrita friðarsamkomulag:
Milosevic Serbíuforseti
vill taf arlaust vopnahlé
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hvatti Serba í Bosníu seint í gær-
kvöldi til að undirrita tafarlaust frið-
arsamninga fyrir lýðveldið og láta
af öllum ofbeldisaðgerðum, hemaði,
þjóðahreinsunum og töfum á aðstoð
til bágstaddra íbúa.
Fyrr um daginn höíðu þeir Ahja
Izetbegovic Bosníuforseti og Mate
Boban, leiðtogi bosnískra Króata,
undirritað endurskoðað kort af
Bosníu þar sem landinu er skipt upp
í tíu sjálfstjórnarsvæði, svo og plagg
þar sem lagðar eru hnúrnar þar til
kosningar geta farið fram. Serbar í
Bosníu hafa hingað til hafnað því að
Slobodan Milosevic Serbíuforseti.
Teikning Lurie
undirritað samkomulagið.
Sáttasemjarinn Owen lávarður
sagðist vona að umheimurinn mundi
nú ekki láta sitja við orðin tóm og
leggjast á Serba um að fá þá til að
undirrita.
Slobodan Milosevic, forseti Serbíu,
hvatti deiluaðila í Bosníu til að semja
tafarlaust um vopnahlé og fór fram
á að yfirmenn sveita SÞ og herfor-
ingjar Bosníu-Serba kæmu sér sam-
an um skilmálana.
Milosevic lét þessi orð falla eftir
fund með Morillon, hershöfðingja
SÞ, í Belgrad í gær.
Reuter
JeltSÍn V'érður aöeins valdalaus þjóð-
höfðingi.
Jeltsín sagði í morgun að ekkert
fengi haggað þeirri fyrirætlun sinni
að efna til þjóðaratkvæðis um skipt-
ingu valda í landinu. „Ég ætla aö
leggja framtíð mína í hendur fólkinu
í landinu," sagði Jeltsín.
Mikið vafamál er hvort harölínu-
menn undir forystu Kasbúlatovs
hafa nægan þingstyrk til að víkja
forsetanum frá. Til þess þurfa þeir
tvo þriðju atkvæða en hafa ekki not-
ið shks fylgis á þingi í fyrri atkvæða-
greiðslum. Reuter
Sprunguríþing-
húshvelfingu
eftirjarðskjálfta
Jarðskjálfti sem mældist 5,4 stig
á Richter skók vesturhluta Oreg-
onfylkis í Bandaríkjunum í gær.
Veggir hrundu, brýr á vegum
svignuöu og sprungur komu í
hvolfþakið á þinghúsi fylkisins.
Ekki urðu nein stórfelld meiðsl á
fólki.
Loka þurfti nokkrum skrifstof-
um fylkisstjórnarinnar og þing-
menn fengu ekki að fara í sah
hússins á meðan skemmdirnar
voru rannsakaðar.
Engin hryðju-
verkaalda yflr-
vofandi vestra
William
Sessions, for-
stjóri banda-
rísku alríkis-
lögreglunnar
FBI, sagði við
yfirheyrslur í
þinginu í gær
að ekki væru
líkur á að hryðjuverkaalda gengi
yfir Bandaríkin í kjölfar sprengj-
utilræðisins í World Trade Cen-
tre.
Fjórði maðurinn, sem grunaður
er um aðild að tilræðinu, var
ákærður í gær. Hinir þrír menn-
irnir, sem hafa verið ákærðir,
komu fyrir rétt í gær og lýstu
yfir sakleysi sínu.
Maðurinn sem talinn er vera
höfuðpaurinn, hinn 33 ára gamh
Mahmud Abohalima, kom í rétt-
inn í fyrsta sinn í gær, fólur og
fár. Hann var fluttur til Banda-
ríkjanna frá Egyptalandi á mið-
vikudag.
Tólfáradrengur
látinnaf völdum
sprengjunnar
Tólf ára drengur, Tim Parry að
nafni, lést í gær af völdum
sprengjunnar sem írski lýöveld-
isherinn, IRA, kom fyrir í Warr-
ington um helgina.
Mestur hluti andlits drengsins
rifnaði af við sprenginguna og
hann hefði því veriö hræðilega
afskræmdur hefði hann lifað.
Tim Parry var að kaupa sér stutt-
buxur þegar þetta gerðist.
Auk Parrys lést þriggja ára
gamall drengur í tilræöinu. Hann
verður jarðsunginn í dag.
Reuter