Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 26. MARS 1993
Spumingin
Ætlarðu á Norrænu kvik-
myndahátíðina?
Guðfinna Ýr Jónsdóttir: Það getur
vel verið.
Elísa Henný Siguijónsdóttir:
Kannski.
Óli Sigurjónsson: Nei, ég æfia ekki
en það gæti verið. ,
Aron Jóhannsson: Nei, ég held ekki.
Þaö er ekkert sem freistar.
Auður Arndal: Ef ég hef tíma.
Ester Ósk Traustadóttir: Nei, mér
hafa alitaf þótt norrænar myndir
leiðinlegar.
Lesendur
Veglegt sjó-
minjasafn
Sjóminjasafn á heima við Reykjavíkurhöfn þar sem það má tengja við störf
og verklega kennslu sjómannsefna, að mati bréfritara.
Einar Vilhjálmsson skrifar:
Fiskveiði- og sighngaþjóðin íslend-
ingar eiga ekki sjóminjasafn sem
stendur undir nafni. Vakning er um
þessar mundir meðal áhugamanna
um þjóðminjar. En hugsun þeirra
snýst um húsbyggingu en ekki um
safnið sjálft. Nóg er af húsum í opin-
berri eigu, aðeins spuming um að
nýta þau á skynsamiegan hátt. Hinn
óhentugi eldspýtustokka-arkitektúr
safnahússins er búinn að kosta of
fjár. Allir þessir misháu stokkar,
hver með sitt sjálfstæða þak, með
skeytingu við lóðrétta steinveggi,
valda húsleka og steypuskemmdum.
Ráð væri að hækka útveggi hliðar-
stokkanna og setja meginhúsiö undir
eitt þak.
Eðlileg lausn á húsnæöisþörf Þjóð-
mipjasafnsins fyrir sjó- og tækni-
minjar hefði fengist með húsi Slátur-
félagsins og efri hæð Faxaskála, auk
útisvæðis fyrir hluta safnmunanna.
Iistaskólaruglið, sem lyft var á há-
skólastig, á heima á Háskólalóðinni,
og mætti hýsa það með litlum til-
kostnaði í Safnahúsinu. Þarna þarf
að hrókera. Sjóminjadeildin á svo
hins vegar heima við Reykjavíkur-
höfn þar sem tengja má safnið við
sportbátahöfn, verklega kennslu sjó-
mannaefna og verðandi yfirmenn við
nám í Stýrimanna- og Vélskólanum.
Þeir sem ljúka grunnskólanámi
ættu að þekkja á áttavita og kunna
að nota sjó- og landakort til leiðsagn-
ar, svo og að stjórna báti. Viöhald
og rekstur skólabáts gæti verið hluti
námsins. Siðferðileg skylda hvílir á
útgerðum, sjómönnum og samtökum
þeirra að leggja þessu máh lið. Ekki
má gleyma Reykjavíkurhöfn sem er
sjálfkjörin fóstra þessa verðandi
óskabarns þjóðarinnar. Ekki þarf að
efa rausnarleg framlög farskipafé-
laganna þar sem fræðsla og verk-
mennt, sem safnið og tengd starfsemi
veitti, myndi skila sér margfalt í
hæfari starfsmönnum til sjós og
lands.
Lífeyrissjóðsdæmi Guðna Sörensen
Sigurður Gunnarsson skrifar:
Eg var á heimleið í bílnum og hlust-
aði á Þjóðarsálina. Þar var verið að
ræða mál sem brennur á launþegum
þessa lands, nefnilega lífeyrissjóðina.
Lífeyrissj óðsmálin eru svo viðamik-
fil þáttur í ömurlegum kjörum eldra
fólks og þeirra sem hætta á vinnu-
markaðinum að ekki verður lengur
við unað.
Þar sem ég ók og hlustaði á Þjóðar-
sál og þá sem hringdu til að ræða
lífeyrismálin og fleira kom skyndi-
lega hlustandi sem hafði fréttir að
færa. Ég lagði við hlustir. Sá sem
hringdi var maður aö nafni Guöni
Sörensen, ef ég man rétt. Hann gaf
hlustendum dæmi sem hann hafði
látið reikna fyrir sig af ábyrgum að-
ila. Fullyrti Guðni að ef launþegar
hefðu um 45 ára skeið lagt inn á
einkareikning í banka með 5% vöxt-
um, þar sem bankinn hefði forgöngu
um innheimtu þessara 10% sem tfi-
skihn eru í lífeyrissjóðagreiðslu,
fengju menn, sem hefðu t.d. haft um
70 þúsund meðallaun á tímanum, nú
75 þúsund krónur í mánaðarleg eftir-
laun næstu 30 árin.
Fleira kom fram í máh manns
þessa sem of langt væri að tíunda
hér. Hins vegar fullyrti þessi sami
maður að fyrirstöðu gegn því að
breytingar næðu fram aö ganga væri
einungis að finna hjá forsvarsmönn-
um launþegafélaga og lífeyrissjóð-
anna. En ef þetta dæmi Guðna bygg-
ist á réttum forsendum er hér komið
mál sem ekki má láta kyrrt hggja.
Ég skora á Guðna að láta birta þessa
útreikninga sína og á ábyrga aðila
að skoða þetta dæmi aö fullu og birta
niðurstöðuna ef það mætti verða til
þess að koma hfeyrissjóðsmálunum
úr þeim ógöngum sem þau sannar-
lega eru í.
„Örlaganótt yf ir Eystrasaltslöndum"
Hólmfríður Jónsdóttir skrifar:
Það hefur gerst í hrinum að fjöl-
miðlar hafa dottið í gjömingapott
þeirra Wiesenthals-manna þar sem
gamli, reiði guðinn, sá sami sem
krossfesti Frelsarann okkar, eldar
haturssúpuna gegn gömlum eist-
lenskum hemámsandstæðingi, Eð-
vald Hinrikssyni.
íslenskir íjölmiðlar virðast nú ekki
hafa vfijað fjalla tun mál Eðvaids
þannig að hann yrði dæmdur sekur
um eitt eða annað, beinlínis fyrir
þeirra tfiverknað. Síður en svo. En
þeir gæta bara ekki að því að orða-
leppamir, sem þeir þrástagast á úr
Wiesenthals-skýrslunum, fela í sér -
ekki bara sakfelhngu hvar sem þeir
birtast - heldur það sem verra er,
þeir dæma hvar sem þeir standa sem
spuming. Og það skiptir ekki mál
hver spyr.
Hringiðísíma
63 27 00
milli kl. 14 og 16-eðaskriíið
Nafn og slmanr. verður aófylgjabréfum
Orðalepparnir dæma hvar sem þeir standa sem spurning, segir m.a. í bréf-
inu.
„Örlaganótt yfir Eystrasaltslönd-
um“ heitir bók gefm út af AB 1955 í
íslenskri þýðingu séra Sigurðar Ein-
arssonar í Holti. Höfundur bókarinn-
ar er Ants Oras, sem var prófessor
við háskóla í Dorpat í Eistlandi frá
1934 þar tfi hann flúði til Svíþjóðar á
vordögum 1943. (Bókin heitir á ensku
„Baltic Echpse" og á sænsku „Slag-
skugga över Balticum.)
í inngangsorðum um höfund og
bók segir þýöandi m.a.: „Þessi bók
er engin skemmtisaga. Hún er þvert
á móti átakanleg harmsaga. Hún seg-
ir frá því hvemig hámenntuð. at-
hafnasöm og farsæl smáþjóð verður
ofbeldi, svikum og ótrúlegu
grimmdaræði að bráö.
Vinkona mín sendi mér þessa bók
tfi lestrar. Að hennar mati er bókin
sýknurit í máh Eðvalds Hinrikssonar
í Wiesenthals-máiinu. Að mínu mati
ógildir hún ahan málabúnað byggðan
ávitnum og skjölum frá þessum tíma,
einfaldlega vegna þess að sekt og sak-
leysi em ónýt hugtök yfir þann vem-
leika sem þama gerðist fyrir 50 árum.
- Ég skora á aha þá sem hafa fylgst
með umfjöliun um máhð að verða sér
úti um bókina oe lesa hana.
DV
4000ummiðjandag
Einar skrifar:
Ég var aö lesa frétt um að sl.
þriðjudag hefðu um 4 þúsund
manns farið í Bláfjöll til skíðaiðk-
ana eða verið á leið upp i flöllin.
Ég spyr sjálfan núg hvaðan þetta
fólk komi. Hvar starfai- fólkið?
Eða er hér um að ræða helming
þeirra 8000 sem sagöir era at-
vinnulausir? Ég trúi þvi ekki að
skólarnir Iiafi gefiö nemendum
frí hefian dag til skíðaiðkana. -
Og í aðra sálma. Það virðist ekki
vera mikil kreppa í landinu um
þessar mundir þegar 4 þúsund
manns geta henst á skíði á venju-
legum vinnudegi og þúsmidir
jeppalinga aka um öræfln þver
og endfiöng. Eitthvað kostar nú
eldsneytið. Eru nokkur sam-
dráttareinkenni sjáanleg?
Óvinirlaunþega
K.S. skrifar:
Er hægt að kalla menn, sem
koma fram í fjölmiölum og leggja
til við stjórnvöld að gengið verði
fellt stóriega, sem þýddi kjara-
skerðingu, nokkuð annað en
óvini launþega í landinu? Það
gerðu nýlega formaður LÍÚ og
formaður Vinnuveitendasam-
bandsins. Þessir höfðingjar, sem
eru sagðir hafa í laun nokkur
hundruð þúsund á mánuði, vilja
aö fólk með 50 til 70 þús. kr. verði
enn lækkað í launum þótt ríkis-
stjórnin haft nýlega lækkaö laun
ahverulega með gengisfelhngu og
hærri sköttum.
Furðulegt er að þessir menn
skuli komast upp með að mála
skrattann á vegginn þótt fiskverð
lækki um stund. En þetta allt á
e.t.v. bara að hræöa almenning
tfi hlýðni.
Stórsnjöllvið-
brögð
Kristinn Einarsson skrifar:
Það veröur ekki skafið af nú-
verandi forsætisráðherra að
hann er íljótur að átta sig á að-
stæðum, opinskár og talsvert
hreinskiptari en margir fyrir-
rennarar hans hér. Fyrirspum á
Alþingi um með hvaða hætti rík-
isstjórnin hygðist svara tillögum
aðila vinnumarkaðarins svaraði
forsætisráðherra á þann veg að
VSÍ teldi að nú þyrfti að skoða
allar efnahagsforsendur á nýjan
leik áður en það gengi síðasta
skrefið í sínum málum. Sagði
Davíð að það væru því ekki efni
til þess að ríkisstjómin fyrir sitt
leyti spfiaði út sínum hugmynd-
umfyrr en gmndvallarforsendur
væra Ijósari en nú er. - Auðvitað
er þetta rétt mat forsætisráð-
herra en það er ekki víst að allir
sjái að hér eru lika á ferð stór-
snjöll. viðbrögö stjómmála-
manns.
Þingmeitniritir
kiknuðu
Stjórnarsinni hringdi:
Mikið sárnar manni að lesa um
að tveir stjórnarþingmenn skuli
hafa kiknað undan ábyrgðinni af
aö kj ósa í lagasetningu á Heriólfs-
deiluna. Ef þetta reynist rétt að
þeir Guömundur og Össur hafi
látiö sig hverfa úr þingsölum áð-
ur en atkvæðagreiösla hófst eru
þeir ekki menn tfi að treysta á.
Alveg sama hversu defian kann
að snerta þá persónulega. - Svona
framkoma er einfaldlega óþol-
andi. Þar er ég sammála Páli á
Höhustöðum.
Helga Sigurðardóttir hringdi:
Það er furðulegt að happdrætt-
isútdrætti, eins og hjá Lottóinu,
skuli ætíaöur staður í dagskrá
ríkissjónvarps rétt eins og hveriu
öðru dagskrárefni. - Auglýsingar
um þetta lottó hafa veriö yfir-
genpega heimskulegar. Ekki
bætir svo Víkingalottóið, svo
heimskulega sem það er auglýst.