Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Tímabært frumvarp Þingmenn Alþýöubandalagsins hafa lagt fram frum- varp um réttindi þeirra sem ekki hafa vinnu. Frumvarp- iö felur þaö einkum í sér aö aliir eigi rétt á atvinnuleysis- bótum sem á annað borö hafa verið atvinnulausir í Qór- ar vikur. Er þar með gert ráð fyrir að einyrkjar, atvinnu- rekendur, námsmenn eöa aðrir slíkir geti fengið atvinnu- leysisbætur þótt þeir tilheyri ekki viðurkenndum stéttar- félögum. Þetta frumvarp er löngu tímabært. Eins og segir í greinargerðinni með frumvarpinu eru lögin um atvinnu- leysistryggingar bam þess tíma er hér var full atvinna. Lögin gera ekki ráð fyrir langvarandi atvinnuleysi. Þau gera ekki ráð fyrir að aðrir fái bætur en félagar í stéttar- félögum. Flutningsmenn frumvarpsins segja hins vegar: „Atvinnuleysisbætur eiga auðvitað að vera almennur réttur, mannréttindi sem fólk á að fá óháð því hvort við- komandi er aðili að stéttarfélagi eða ekki.“ Á sínum tíma var það fyrir frumkvæði verkalýðshreyf- ingarinnar sem atvinnuleysisbótasjóður var settur á stofn. Það var afar eðlilegt að verkalýðshreyfingin hugs- aði fyrst og fremst um hagsmuni sinna skjólstæðinga við setningu laga um atvinnuleysistryggingar. Atvinnuleysi bitnaði nánast eingöngu á hinum almenna launþega. Lögin um atvinnuleysistryggingar hafa ýmsa aðra agnúa sem eru líka afsprengi síns tíma. Þar er til að mynda gert ráð fyrir svokölluðum 16 vikna biðtíma án bóta, sem sjálfsagt hefúr verið sett í lögin vegna þess að langvar- andi atvinnuleysi hefur nánast verið óþekkt hér á landi. í frumvarpinu er sömuleiðis gert ráð fyrir margvísleg- um lagfæringum á því kerfi sem heldur utan um bætum- ar. Gert er ráð fýrir að Atvinnuleysistryggingasjóður verði sjálfstæð stofnun og hún flutt frá tryggingaráðu- neyti yfir til félagsmálaráðuneytis. Lagt er til að bætur fyrir hvert bam, sem bótaþegi hefur á framfæri, hækki úr 4% í 12% af kauptaxta og aðrar ágætar og nauðsynleg- ar hugmyndir em settar fram sem auðvelda fólki aðgang að bótum, án þess þó að slakað sé á eftirliti og aðhaldi varðandi réttinn til bóta. Mestu máli skiptir þó í þessu frumvarpi að þar er lagt til að einstaklingar, sem nú standa réttlausir og án bóta þegar þeir missa vinnu sína, standi jafnt að vígi og aðr- ir. Það er ekkert réttlæti í því að atvinnulausir atvinnu- rekendur, einyrkjar eða námsfólk njóti ekki þeirra al- mennu mannréttinda að þjóðfélagið hlaupi undir bagga með þeim sem öðrum þegar þeir missa vinnu sína og tekjur. Slík réttindi eiga ekki að vera háð aðild að stéttar- félagi. Þjóðfélagið hefur skyldum að gegna gagnvart því fólki og menn em jafn atvinnulausir og jafn illa staddir, hvort heldur þeir em launþegar eða atvinnurekendur og hvort heldur þeir koma úr skóla eða hafa stundað vinnu áður en atvinnuleysið blasir við. Því miður stefnir allt í það að atvinnuleysi verði varan- legt böl. Það em engar líkur á að íslendingar losni við þann draug á næstunni, frekar en aðrar þjóðir. Þess heldur er nauðsyn á að laga löggjöfina og tryggingakerf- ið að þeim aðstæðum sem nú em orðnar að bitrum vem- leika. íslendingar hafa stært sig af þvi að vera stéttlaus þjóð og gera fólki jafn hátt undir höfði. Þegar atvinnu- leysi kveður dyra er ekki farið í manngreinarálit. Við eigum heldur ekki að standa svo að samhjálpinni á þessu sviði að flokka fólk í réttláta og rangláta. Sá greinarmun- ur er ekki til í þessu sambandi. Frumvarp þeirra alþýðubandalagsmanna á að fá hraða afgreiðslu á þingi. Ellert B. Schram Greinarhöf. segir að stór hópur nemenda, sem sækir í menntaskóla að loknu grunnskólanámi, væri betur settur í öðrum skólum eins og iðnskólum og verkmenntaskólum. Aukin verkmenntun grundvöllur hagsældar Undanfarna áratugi hefur al- menn menntun aukist til mikilla muna hér á landi en þrátt fyrir það hefur verkmenntun átt í vök að verjast. Skólakerfið, aðstandendur og samfélagið í heild þrýsta frekar á nemendur að fara í menntaskóla að loknu grunnskólanámi þrátt fyrir að stór hópur nemenda, sem þangað sækir, væri án efa betur settur í öðrum skólum eins og iðn- skólum eða verkmenntaskólum. Virðing fyrir verknámi Vel menntað fólk á verklegum sviðum er grundvöllur þess að at- vinnuvegir þjóðarinnar blómstri. Því ber okkur að efla iðnnám og allt nám er tengist verklegri þjálf- un. Jafnframt er nauðsynlegt að auka virðingu meðal þjóðarinnar fyrir verklegu námi. Verkmenntun þarf að skipan háan sess 1 mennta- stefnu þjóðarinnar. Hvetja þarf ungt fólk til að leita sér annarra menntunarmöguleika en að fara nánast sjálfkrafa í hið hefðbundna menntaskólanám. Fjöldi fólks fer í gegnum mennta- skóla og síðan upp í háskóla með hangandi hendi, eingöngu vegna þess að það þykir fínt að vera há- skólagenginn. Fjölmargir nemend- ur, sem byija í háskóla, hætta þar námi eftir tvö ár þegar þeir hafa, oft á tíðum, skipt um deildir í tví- eða þrígang. í flestum tilfellum er þaö ekki vegna námsörðugleika nemenda, heldur vegna áhugaleysis þeirra á þvi námi sem þar er í boði. Stuðla að nýsköpun Eins og hvert mannsbarn veit, sem býr í þessu landi, er undir- stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar mjög einhæfur. Um 80% af útflutn- ingsverðmætum koma úr sjó og þegar aflabrestur verður eða verð- fall á fiskafurðum hriktir í stoðum þjóðarbúsins. í þeim efnahags- þrengingum sem við íslendingar Kjallarinn Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnmálafræðingur erum nú að ganga í gegnum skiij- um við enn betur nauðsyn þess að efla verður iðnað og stuðla að ný- sköpun í landinu til að renna styrk- ari stoðum undir efnahagslífið. Með aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu mun losna um viðskiptahindranir innan Evrópu- bandalagsins. Um leið opnast möguleikar á að stórauka útflutn- ing á iðnvamingi okkar til þessara landa. Ef við ætlum að vera sam- keppnisfær við aðrar þjóðir í iðnað- arframleiðslu þurfum við á vel menntuðu fólki að halda. í nútíma- þjóðfélagi þarf mikla sérþekkingu svo að famfarir geti orðið í fram- leiöslu fyrirtækja. Nýta betur starfskraftana Við íslendingar höfum til margra ára átt því láni að fagna að vera laus við atvinnuleysið. En í kjölfar efnahagslægðarinnar og krepp- unnar hefur atvinnuleysið aukist jafnt og þétt. í stað þess að sjá full- frískt og dugmikið fólk ganga um atvinnulaust og þiggja bætur væri rétt að gefa fyrirtækjum kost á að nota þennan starfskraft meðan illa árar í að vinna að uppbyggj- andi verkefnum innan fyrirtækj- anna. Einnig væri rétt að gefa fólki, sem er atvinnulaust, kost á að fara í stutt og hagnýtt verknám á meðan það fær greiddar atvinnuleysisbæt- ur. En þó yrði að stýra því inn á ákveðnar námsbrautir þar sem námið miðaðist að því að mennta fólk í þeim starfsgreinum þar sem vinnuafl skortir. Með þessu væri þá hægt að þjálfa fólk í að taka við nýjum störfum sem nýsköpun í iðnaöi hefði í fór með sér. Við íslendingar þurfum á að halda vel menntuðu iðnlærðu fólki. Ef atvinnuvegir þjóðarinnar hafa ekki á að skipa fólki sem kann til verka er hætt á að allt tal um stór- aukinn iðnað hér á landi verði að- eins orðin tóm. Snúa þarf vöm í sókn og efla iön- og verknám til mikilla muna því þaö er grundvöfl- ur blómlegs iðnaðar. Sigurrós Þorgrimsdóttir „Ef við ætlum að vera samkeppnisfær við aðrar þjóðir í iðnaðarframleiðslu þurfurn við á vel menntuðu fólki að halda. I nútímaþjóðfélagi þarf mikla sérþekkingu svo að framfarir geti orðið í framleiðslu fyrirtækja.“ Skoðanir aimarra Vanskilamál héimilanna „Raunvextir eiga án efa mikla sök á vaxandi skuldabyrði fjölskyldna. Þeim hefur ekki tekist að standa undir greiðslubyröinni, og hafa þvi neyðst til að fjármagna greiðslur með enn frekari lántökum. ... Að sönnu er ekki til nægilegt yflrlit yfir vanskila- mál heimilanna, enda marktæk könnun ekki gerð á umfangi greiðsluerfiðleika heimilanna í landinu. Það er hins vegar nauðsynlegt að stjómvöld beiti sér fyrir slíkri athugun og kanni jafnframt hverjar em mikilvægustu orsakir þess að heimilin lenda í gjald- þroti.“ Úr forystugrein Alþbl. 25. mars Fjölmiðlaveldið „Fjölmiðlaveldið á íslandi er nú með þeim hætti að hver sem er getur komiö hvaða trúnaðarskjölum sem vera skal í hendur þess fjölmiðils sem hann treystir best til að misnota slíkar upplýsingar. Hver einasti þegn þjóðfélagsins verður að búa við að illa fengin trúnaðarskjöl um hann kunni að verða gerð að verslunarvöru." Sigurður Markússon, stjórnarformaður Sambands ísl. samvinnufélaga, í Mbl. 25. mars fslensk hönnun aflvaki framleiðslu „Ennþá virðist skorta á að mikilvægi hönnunar- þáttarins sé metið að veröleikum. Gróskumikil hönn- un er nauðsynleg fyrir iðnaöinn því hún er upp- spretta og aflvaki nýrra framleiðsluvara. í raun má segja að iðnaðurinn þarfnist lifandi og sívirkrar hönnunar til að verjast stöðnun og samdrætti. Er- lendar kannanir staðfesta að kostnaður við hönnun sé lltiH í samanburði vð ýmsa aðra framleiðsluþætti en eigi að síður sá þáttur sem skilar einna bestri arðsemi." Þórleifur Jónsson; Iðnaðurinn 2. tbl. 1993

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.