Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 26. MARS 1993 15 Tilkynningarskylda ferðamanna „Nú þegar greiðir almenningur að verulegu leyti fyrir þessa þjónustu með stuðningi sínum við björgunarsveitirnar," segir greinarhöfundur. Ekki þarf að spyrja að, varla eru fyrstu leitir (að ferðamönnum) hafnar á árinu en umræðan um ferðareglur og bætur er hafin. Ég hef lengi talað fyrir sameiningu björgunarsveita, eflingu Almanna- varna, björgunarmiðstöðvum í landshlutum (með 3 þyrlum sam- tals!) og ákveðnum skyldum ferða- manna. Mér hefur hins vegar aldrei fallið við hugmyndir um tryggingar- gjöld, geymslufé, lokun ferðaslóða o.fl. vegna þess að slíkt mismunar fólki eftir efnum þess eða afhleður ferðirnar allri spennu. Áhættutrygging vegna nokkurra daga skíðagöngu inn á Kjöl kostar mikla peninga og er t.d. ekki á færi venjulegra launamanna eða ungs fólks. Bann við ferðum á Öræfajök- ul í febrúar kippir grunni undan „Innan þjóðgarða gætu ferðir um ein- hverja hluta þeirra verið tilkynningar- skyldar, t.d. ferðir á Öræfajökul frá Skaftafelli. Viðurlög við vanrækslu þyrftu að vera einhver og verði af leit vegna vanrækslu gæti þátttakal kostn- aði komið til.“ KjáUaiinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur allri framþróun í fjallamennsku, svo að dæmi um einhver atriði séu nefnd. Hvað þá? í stað skyldutryggingar ferða- manns vegna leitar og björgunar á að koma ókeypis þjónusta, eins og nú er, en greidd beint að miklu stærri hluta af hinu opinbera. Nú þegar greiðir almenningur að veru- . legu leyti fyrir þessa þjónustu með stuðningi sínum við björgunar- sveitirnar. Með frekari sameiningu sveita, hagræðingu og svæðis- bundnum miðstöðvum sparast fé og mannafli. I stað banna á að koma fræðsla og enn betri fjarskipta- og veður- þjónusta. T.d. eru til fjarskiptatæki (frá jörðu til flugvéla, nú óheimil) sem eru handhæg og á hvers manns færi og væða þarf skála neyðartalstöðvum. Einföld og ódýr Mikilvægast af öllu væri þó sú nýbreytni að fyrirskipa ákveðna tilkynningarskyldu ferðamanna. Hún felst í því að skilgreina sér- stakar tegundir ferða og sérstakar ferðaslóðir (m.a. eftir árstíðum) og heimta að menn láti vita um brott- för, áætlaða leið og komu, til björg- unarstöðva eða lögreglu. þá þyrfti ekki að skrá gönguferð á Esjuna í janúar og ísklifur undir Eyjafjöll- um, heldur 3 daga jeppaieiðangur á Langjökul (að vetri) og 5 daga skíðagönguferð á Vatnajökul (um sumar). Um leið gætu menn látið yfirfara búnað og ferðaáætlun ef þörf er á. Innan þjóðgarða gætu ferðir um einhverja hluta þeirra verið tllkynningarskyldar, t.d. ferðir á Öræfajökul frá Skaftafelli. Viðurlög við vanrækslu þyrftu að vera einhver og verði af leit vegna vanrækslu gæti þátttaka í kostnaði komið til. Auðvitað kæmi þetta ekki í veg fyrir leit að manni sem skreppur á vélsleða upp í Bláfjöll og vfllist. Slíkum tilvikum fækkum viö með fræðslu og betri stuðningi allra handa félaga og klúbba við sitt fólk; skotveiðimenn, jeppa- menn, vélsleðamenn, skíðamenn, fjallaklifrara o.s.frv. Tilkynningarskyldan er einföld, ódýr og lítt skrifræðiskennd aðgerð til þess að koma tfl móts við eðli- lega gagnrýni á óskynsamlega ferðamennsku. Ásamt öðru, sem ég hef nefnt, gæti hún leitt til bæri- legra úrbóta. Ari Trausti Guðmundsson Hólpnar eru Hornstrandir I gróðurfarslegu tilliti eru engin svæði betur stödd en eyðibyggðir. Þetta sést best á Hornströndum, samanber kvikmyndina „Börn náttúrunnar". En þetta svæði hef- ur fengið frið fyrir nagbítum í nær fimmtíu ár. Það er því reginmis- skilningur að gróðurfarslega þurfi landið á bændum að halda og síst af öllu þó hrossa- og rollubændum. Land byrjar ekki að fjúka fyrr en gróður hefur verið nagaður í rót. Þetta skilja allir nema gamlir fram- sóknarmenn og dalakofasósíalistar sem lifa í fjólubláum draumum eins og Færeyingar. Bændur þurfa aftur á móti á landinu að halda og stundum líka Landgræðslunni. Minnisvarði um mistök Nú er loks búið að friða Hólsfjöll. KjaUariim Baldvin Atlason garðyrkjufræðingur astir í eyðimerkurhemaðinum á þessu svæði sem mestar áhyggjur hafa af kísilgúmáminu, vegna ástar sinnar á náttúmvemd. Þessir eyði- merkurriddarar em sumir talsvert háværir og stoltir en samt vorkenn- ir maður þeim þegar maður sér þá. Það verður erfitt lífið hjá þeim þeg- ar Hólsfjöllin fara að grænka en þar standa nýleg, risastór fjárhús nú galtóm eins og minnisvarði um hrikaleg mistök í landbúnaði en Mývatnsöræfin halda áfram að fjúka í átt til sjávar. Formaður gróðurvemdarnefnd- ar Þingeyjarsýslu, sem jafnframt er landbúnaðarráðunautur, sagði sl. vor í viðtali að á þessu svæði væri gróður í góðu ástandi og næg- ur raki í jarðvegi. Næsta dag var þetta „gróöursæla votlendi" orðið að rjúkandi moldarmekki. Það er nú meira hvað menn geta verið óheppnir með veður. Það er um- hugsunarefni að í gróðurvemdar- nefndum em kindavinir og varð- hundar kerfisins vanalega í örugg- um meirihluta. Sorglega lítill ár- angur ér af öllu landgræðslustarf- inu vegna stöðugrar rányrkju og flestir bændur gera ekkert í land- græðslumálum. Skólafólk í vinnu Samt er margt að færast í rétta átt. Á Húsavík starfa samtökin „Húsgufl" að uppgræðslu og eru að gera kraftaverk á bæjarlandinu með tijárækt og sáðningu á gras- og lúpínufræi. Lúpínan er vafa- laust kraftmesta landgræðslujurt- in en á ekki alls staðar við, t.d. ekki í þjóögörðum þar sem gróður- far og fuglalíf á að vera eins og var áður en óheyrilegur fjöldi af gras- bítum og mink kom tfl sögunnar. í sumarbústaðalöndum þýtur trjá- gróðurinn upp aflt um kring en samt er enn víða hægt að keyra sveit úr sveit án þess að sjá votta fyrir skjólbeltarækt. Nú er von til að stjómvöld gefi bændum á viðkvæmum svæðum kost á aö snúa sér alfarið að land- græðslu. Þeim bændum fækkar líka sem líta á Landgræðsluna sem óvin sinn. Þá ætti að setja skólafólk í þessa vinnu á sumrin. Fátt væri því hollara. Rætt er um að styrkja bændur á afskekktum og erfiðum stöðum tfl að bregða búi. Þau svæði munu flggja betur við samgöngum en Hornstrandir. Þá geta alflr fylgst með framfórum gróðursins þegar hann losnar úr ánauðinni. Þá mun landið gróa sára sinna. Baldvin Atlason „Nú er von til að stjórnvöld gefi bænd- um á viðkvæmum svæðum kost á að snúa sér alfarið að landgræðslu. Þeim bændum fækkar líka sem líta á Land- græðsluna sem óvln sinn.“ Þar var búskap raunar sjálíhætt á Mývatnsöræfúm en þótt kindar- vegna uppblásturs. Eins er að verða legt kunni að viröast eru þeir harð- Tilvísanakerfi fáaðvelja styð nýttkerfimeð tilvísunum hehnilis- lækna til sér- fræðinga en ekki að tilvís- anaskyldu verði komið KaWn á. Þarna er heirniHstetailr á mikfll munur Heilsugæslunni á. Ég tel aö Alflamýri- fólk eigi að hafa val um hvort þaö leitar til heimflislækna eða sér- fræðinga en ekki á kostnað sam- eiginlegra sjóða landsmanna. Al- þingi ákvað að heilbrigðisráð- herra ætti að ganga frá þessum málum en ekki er Ijóst hvernig hann ætlar að gera það. Heimilis- læknar hafa 6-7 ára háskólanám að baki og flestir þeirra hai'a einn- ig sérfræðinám í heimilislækn- ingum. Með tilvísanakeríi stuöla heimflislæknar að því að sjúkl- ingar komist tfl réttra sérfræð- inga ef heimilislæknarnir geta ekki annast þá sjálfir. Þetta kerfi hefur reynst prýðilega í öðrum löndum og ætti að gera það líka hér. Þjónusta heimilislækna hef- ur verið ódýrari en þjónusta sér- træðinga í öðrum löndum af mörgum ástæðum. Samanburð- artölur um kostnað við þjónustu heimflislækna á heflsugæslu- stöðvum og sérfræðinga utan sj úkrahúsa liggja hvergi fyrir hér á landi og ég dreg í efa að þjón- usta sérfræömga kosti jafiunikið eða sé ódýrari en þjónusta heim- ilislækna. Tilvísanakerfið virkár faglega og fjárhagsiega í öðrum löndum og engin ástæða tfl aö æíla annað en að þaö virki hér. Dýrt og óvin- „Tflvisana- kerfi vegna sérfræðiþjón- ustu lækna utan sjúkra- húsa var lagt niður fyrir átta árum. Það þótii þungt í vöfum og olli fjölda ------ manns óþarfa lr,nl dppsólum. óþægindum. Það var óvinsælt meðal alménhings : og margra heimflislækna. Læknisþjónusta þjá heilsugæsliflæknum á heflsu- gæslustöðvum í opinberum rekstri er talin kosta álíka mikið og þjónusta sérfræðilækna utan sjúkrahúsa miðað við hverí við- tal eða uro 3000 krónur. Kostnað- urinn er um helmingi roimfl hiá ; sjálfstætt starfandi heimflisiækn- um. Þeir sem leita tfl sérfræðings þurfa að greiða um 60 próscnt af kostnaði vegna viðtals. Sjúkra- tryggingar greiða þaö sem á vant- ar. Gjaldtaka vegna viðtals á heilsugæslustöð er 600 krónur eða 20 prósent raunkostnaöar, en börn og flfeyrisþegar borga lægra gjald. Þannig er Ijóst að greiðslu- þátttaka sjúkratrygginga er mun meiri vegna læknisþjónustu á heilsugæslustöðvum en hjá sér- fræðingum. Því er í gangi ákveðin verðstýring til frumheilsugæsl- unnar. Tilvísanakerfið leiðir til aukinna útgjalda fyrir sjúkra- tryggingar. Stuölað er að auknu skriífæði, óhagræði fyrir sjúkl- inga og auknu vinnutapi þeirra, án þess að nokkurt fé sparist Ég er á móti kerfi sem skerðir sjálfsákvörðunarrétt fólks þó að það aifld tekjur heimilislækna." -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.