Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Blaðsíða 24
32 '33íf r&'ií'i M FÖSTUDAGUR 26. MARS 1993 NÝKOMIÐ Jakkaföt frá kr. 16.900,- Stakir jakkar frá kr. 11.900,- Mikið úrval af buxum. Verið velkomin. ZUtíma Laugavegi 63, s. 22208 ERTU I LEIT AÐ FÉLAGSSKAP? Svarið er í símanum. Með því að fara á SÍMASTEFNUMÓT verður leitin auðveld. Hringdu strax í hinn fullkomna svorunarbúnað okkar og kynntu þér nýja aðferð til að kynnast góðum félaga. Fyllstu nafnleyndar er gætt. Þetta er spennandi, þetta er rómantískt, þetta er öruggt. Mínútan kostar 39,90 kr. SÍMASTEFNUMÓT 99/18/95 Teleworld Eignarhaldsfélagib Alþýöubankinn hf. Aðalfundur Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. verður haldinn í Átthagasal, Hótel Sögu, Reykjavík, laugardaginn 27. mars 1993 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði greinar 4.06 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins. A) Tillaga um lækkun hlutafjár. B) Tillaga um heimild til stjórnar að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. C) Tillaga um fækkun endurskoðenda. 3. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um eða umboðsmönnum þeirra hjá hluthafaskrá fé- lagsins í Islandsbanka hf„ Ármúla 7, 3. hæð, Reykja- vík, dagana 24., 25. og 26. mars nk. og á fundarstað. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1992, ásamt tillög- um þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá 19. mars nk. Reykjavík, 26. febrúar 1993 Stjórn Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. Merming Norræna kvikmyndahátíðin - Sárar ástir: ★★★ y2 Rós í hnappa- gat Malmros Sárar ástir. Gripur áhorfandann strax á fyrstu mínútum. Hreint frábær mynd frá Danan- um Nils Malmros. Kærlighedens Smerte er besta persónuskoðun Kvikmyndir Gísli Einarsson sem sést hefur hér í bíó síðan Cron- enbergs-myndin Dead Ringers var sýnd og ein mest sannfærandi mynd um mannleg samskipti (eða samskiptaleysi) sem ég hef nokkru sinni séð. Myndin gerist í Danmörku seint á sjöunda áratugnum og fylgist með ungri miðstéttardömu, Kirst- en. Hún er á átjánda ári með ein- dæmum hress og hrókur alls fagnaðar á mannamót- um. Hún er augasteinn foreldra sinna, vefur öllum um fingur sér, daðrar og nýtur lífsins áhyggjulaus. Eftir því sem hún eldist, leggst líflð með meiri þunga á hana uns hún ræður ekki við það og bugast. Margar kvikmyndir hafa farið halloka vegna fálm- kenndra sálfræðikannana og einhveijar patentlausnir hafa oft gert lítið úr þeim tilfmningalegu flækjum sem hijá venjulegt fólk. Malmros kýs að sleppa sál- fræðipælingum. Ég efast um að margar konur muni geta horft á þessa mynd án þess að hneykslast á Kirst- en fyrir að vera svona ósjálfbjarga, afbrýðisöm, óróieg og vansæl. Ástæðumar fyrir hegðun hennar eru nefni- lega aldrei sýndar, ekki einu sinni gefnar í skyn. Eins og leikstjórinn setur upp söguna er heldur engin ástæða til að Kirsten ætti ekki að hegða sér svona. Hvorki foreldrar hennar né ástvinir hafa hugmynd um hvernig taka ber á vandamálum hennar. Allir reyna að vera góðir við hana en það er henni engin stoð. Eftir að hafa orðið vitni að þessari frammistöðu Nifs Malmros skipa ég honum hiklaust á bekk með fremstu starfandi kvikmyndagerðarmönnum. Ekki nóg með að hann hafi skrifað frábært handrit í samvinnu við Jon Mogensen heldur kvikmyndar hann það með stó- ískri ró og miklum skammti af húmor. Leikstjóm hans er geysilega ömgg og fagmannleg. Myndin er farin að grípa áhorfandann strax á fyrstu mínútunum, að vísu á annan hátt en það sem koma skal, en Malm- ros færir myndina varfæmislega, jafnvel lymskulega, frá rósrauðri fortíðarrómantík yfir í tragíska sögu sem er átakanlegri fyrir hvað hún er raunveruleg. Mesta afrek hans af mörgum er hvemig hann forð- ast að vekja samúð áhorfandans með Kirsten. Það em til margar ódýrar leiðir til að ná fram samúð áhorfand- ans á nánast hveiju sem er í bíómyndum. Malmros leyflr vasaklútnum að vera í friði. Héma fær áhorfand- inn samúð með Kirsten af því að hún er manneskja. Aðalleikkonan hans, Anne Louise Hassing, er punkt- urinn yfir i-ið í myndinni. Hún er ótrúlega góð í erfiðu hlutverki og trónir yfir annars afbragðs leikhópi. SÁRAR ÁSTIR (KÆRLIGHEDENS SMERTE) (dönsk-1992) 120 min. Handrit: Jon Mogensen, Nils Malmros. Leikstjórn: Nils Malmros (Skilningstréö). Leikarar: Anna Louise Hassing, Sören Östergaard, Birthe Neumann, Waage Sandö. Norræna kvikmyndahátíðin - Vofa Jaspers: ★★ í kennslustund hjá vofu Barnamyndir eru fáséöar á kvikmyndahátíðum, hvort sem er á íslandi eða annars staðar. Það er því gleðilegt að norræna hátíðin skuh hampa einni slíkri, svona rétt tO að sýna börnunum aö það er til meira en Simpson fjölskyldan eða hvað sem hann heitir, all- ur þessi ameríski hasar. Vofa Jaspers eftir dönsku leikstýruna Britu Wielop- olska er hugljúf saga um ellefu ára dreng sem á nokkr- um vordögum lærir nokkrar grundvallarstaðreyndir um lífið og dauðann og sjálfan sig, með tilheyrandi yfirnáttúrulegum atburðum. Jasper á dálítið erfitt með að sætta sig við að vinur Jasper og kötturinn Prust bíða eftir vofunni. hans, Aron gamli fiskimaður, er látinn. Hann reynir þó að gera það með aðstoð kattarins Prusts sem hann fékk í arf eftir Aron. Mikilvægu hlutverki í þeirri viðleitni gegnir lika stór og mikill og skrítinn skápur sem Aron átti, svo og sköllótta vofan Sakleysi sem verður á vegi Jaspers. Sú kennir honum m.a. að hefndin leiði aðeins illt eitt af sér og að nota eigi hið góða til að reka út hið illa. En Jasper þarf ekki bara að læra að sætta sig við Kvikmyndir \ Guðlaugur Bergmundsson dauðann heldur á hann líka í höggi við prestssoninn í plássinu, leiðinlegan og hrekkjóttan puntudreng. Og í þeirri baráttu nýtir hann sér lexíumar sem vofan kenndi honum. Hann uppsker líka ríkulega á Jóns- messunni en á þeim degi kveikja menn bál tfi að hrekja á brott illa anda og aðrar óvættir. Myndin liður hægt áfram, líkt og bátur vofunnar á ánni, uppfull af léttum húmor, „hyggehg“-heitiun og sumarsól. Og ekki spillir að hún flytur geðslegan boð- skap, bæði bömum og fuhorðnum. Benjamin Rothenborg-Vibe, sá sem leikur Jasper, á einna stærstan þátt í að gera myndina það sem hún er. Leikur hans er ávaht skemmthegur og líflegur. / Hið sama má reyndar segja um flesta aðra, þótt minna mæði á þeim. Vofa Jaspers er mynd sem hiklaust er hægt að mæla með fyrir bömin. Vofa Jaspers (Det skallede spegelse). Leikstjóri: Brlta Wlelopolska. Handrit: Bent Rasmussen. Kvikmyndataka: Jeppe Jeppesen. Lelkendur: Benjamin Rothenborg-Vibe, Jannle Faurchov, Seren östergaard, Ove Sprogee, Peter Larsen, Patrick Yttlng.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.