Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Side 9
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 9 Udönd Einn maður grunaður um hrottalegt morð á konu 1 Kaupmannahöfh: Sá lík konunnar en neitar öllum sökum - Kaupmannahafnarlögreglan gllmir við 7 óupplýst morð eftir kynferðisglæpi Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekiö einn mann grunaðan um að hafa nauðgað og myrt Ingu Nor- gaad Jensen, 36 ára gamla einstæða móður, í borginni um síðustu helgi. Lík konunnar fannst þá illa útleikið í skemmtigarði. Lögreglan segir að ekki fari milh mála að sjúkur kynferðisglæpamað- ur hafi verið að verki. Hinn hand- tekni verður átta daga í gæsluvarð- haldi en hann neitar öllum sakargift- um. Hann sást á morðstaðnum en sannanir skortir fyrir sekt hans. Þrátt fyrir handtöku mannsins lít- ur lögreglan svo á að enn sé. málið óupplýst sem og morð á sex öðrum konum í borginni á síðustu árum. í flestum tilvikum hafa kynferðisaf- brot tengst morðunum og lögregluna grunar að trúmál komi einnig við sögu. 011 eru morðin óupplýst en margt bendir til að sami maður hafi veriö að verki í öll skiptin og hann geti enn látið til sín taka nema hinn seki hafi náðst nú. É1. Marcela Mieres Hún var 17 ára, fædd i Chile en bjó í Ishsj. Hún var kyrkt eftir nauðgun í Mávagarðinum nóttina fyrir 10. *7*r tSS Hún var 23 ára gömul vændiskona. ir * „fli Skorin á háls með eldhúshníf í íbúð sinni á Norrebro á nýársdag 3. Stine Geisler Átján ára gömul menntaskólastúlka sem var pínd með hnífi og síðan kyrkt í búri veitingastaðar í gömlu miðborginni þann 21. ágúst 1990. 4. Anette Just Olesen Hún var 28 ára gömul, ritari að at- vinnu. Stungin til bana á leiðinni inn í íbúð sína á Amager þann 21. ágúst 1990. Miðborgin Christianshavn Brondbyern Amager Kastrup 5. Lene Buchardt Rasmussen Kennari, fertug að aidri. Hún var kyrkt með eigin fatnaði á göngu um Fas- anaskóginn á Amager 29. ágúst 1990. 6. Rikke Hansen Hún var 19 ára nemi. Stungin til bana með oddhvössu verkfæri þann 9. júní 1991. Morðinginn sparkaði upp hurð á íbúð hennar. 7. Inga Norgaard Jensen Einstæð móðir, 36 ára að aldri. Henni var misþyrmt kynferðislega í kjarri við Strandesplanaden 25. mars 1993. DV Færeyjar: Landstjórninfær fresttil hádegis Jens Dalsgaaxd, DV, Færeyjum; Færeysku verkalýðsfélögin hafa gefið landstjórnlnxú frest til hádegis í dag að ákveða hvort fallið verður frá hugmyndum um lækkun atvinnuleysisbóta og hækkun iögjalda. Hugmyndin er að lækka greiðslur úr sjóðnum úr 70% af launum í 60% til að foröa sjóðn- um frá gjaldþroti. Þetta geta verkalýðsfélögin ekki sætt sig við og hóta allsherjarverkfalli ef ekki verður fallið frá þessum hug- mynúum. Verkfalliö hefst nú á miðnætti ef ekki veröur breyting á afstöðu landstjórnar í dag. Ingeborg Vinther, formaöur Alþýðusambandsins, segir að ástæðulaust sé að verkalýðsfélög- in skipi menn í stjóm atvinnu- leysitrygginga því landstjórnin ætli sér að ráða öllu um reglur fyrir sjóðinn. Noregur: Morðinginní Tistedal iík- lega sænskur Flest bendir nú til að morðinginn, sem hefur líf fjögurra gamalmenna í Tistedal í Noregi á samviskunni, sé sænskur. Upplýst er aö Volvo lang- bakur, skráður í Svíþjóð, sást við heimili Pers Röd skömmu áður en hann hvarf. Per Röd var síðasta fórnarlamb morðingjans. Lík Pers var grafið upp úr garðinum við hús hans nú í vik- unni. Hans hafði þá verið saknað í sjö mánuði. Sama haglabyssan var notuð við að myrða Per og tvo fullorðna karl- menn og eina konu í Tistedal á síð- asta ári. Tahð er að sami maöur hafi verið að verki í öll skiptin enda var gengið frá öllum líkunum með sama hætti. Morðvopnið er sænsk Husquarna haglabyssa. Lögreglan er að öðm leyti engu nær um hver hinn seki er. NTB Benidorm - Benidorm - Aukaferð - Páskaferd til Benidorm 7. apríl, 16 dagar. Aóeins 9 vinnudagar. I/erd frá kr. 50 220 á m ann í tvibýli og kr. 45.220 á maiw, mióaó vió 2 fiillordna or/ 2 born. 2ja til 15 ára. Gisting á Los Jazmines á besta staó vió strondiiia. stinho eóa ibtidir. Adeins 4 sæti lans Benidorm 5 vikna vorferð til Benidorm Aukaferð 22. apríl Frábært verð frá kr. 59.300, 2 í íbúð, eða kr. 56.400 ef ferðin er staðgreidd. Njóttu vorsins á Spáni Góðir gististaðir - beint leigufiug - íslensk fararstjórn - skemmtilegt mannlíf - góðir veitingastaðir - skoðunarferðir - Benidorm er fyrir atla Hafðu samband strax - örfá sæti laus Föst gjöld: kr. 3.450 f. fullorðna, kr. 2.225 f. börn, 2ja—11 ára FERÐASKRIFSTOFA REYKJA VÍKUR Aðalstræti 16, sími 621490 rdam Flug og gisting. Mögulelki á lengri dvöl um páskana. Flug og gisting. Möguleiki á lengrl dvöl um páskana. Flug og gisting. Möguleiki á lengri dvöl um páskana. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða f síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) * Verð á manninn m.v. 2 fullorðna i herbergi. Flugvallarskattar á íslandi og I því landi sem flogið er til eru innifaldir í verðinu. Forfallagjald . FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi frá 25.450 l<r.* 2 nætur á Sheraton Aerogolf frá 9.4-11.4 frá 32.380 kr 4 nætur á Hotel Pulítzer. frá 9.4-13.4 frá 28.720 kr. 2 nætur á Hotel 71 Nyhavn. , frá 9.4-11.4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.