Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1993, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993
Spumingin
Borðar þú páskaegg?
Sævar Vídalín Kristjánsson: Já, að
minnsta kosti tvö.
Þórdís Helga Grétarsdóttir: Já, tvö
númer 6.
Gunnar Mikael Elmarsson: Já, en
ekki stórt.
Andri Valur Jónsson: Oftast en ekki
þegar ég er megrun.
Steinunn Toresdóttir: Já, ég borða
Nóa-páskaegg af því að þau eru best.
Eva Georgsdóttir: Já, auövitað.
Lesendur_________________
Löglegir og „ólög-
Ijóskastarar
Þessi Ijós eru lifsnauðsynleg fyrir okkur atvinnubílstjóra, segir m.a. í bréfinu.
legir"
Guðlaugur örn Hjaltason skrifar:
Ég er einn þeirra þrælóheppnu
flutningabílstjóra sem búa í Húna-
þingi. Ekki vegna þess að slæmt sé
að búa í Húnavatnssýslum, heldur
felst óheppnin í því að lögunum sem
gilda um ljósabúnað bíla virðist ein-
ungis framfylgt í Húnaþingi. - Löng
hefð er fyrir því aö hafa öfluga ljós-
kastara fyrir neðan framrúðu flutn-
ingabíla eða uppi á toppi. Þessi ljós
eru lífsnauðsynleg fyrir okkur at-
vinnubílstjóra og aðra vegfarendur.
Hvers vegna? Jú, alhr þeir sem ferð-
ast úti á landi að vetri til þekkja fyrir-
bærið skafrenning sem stendur ekki
nema svo sem 60-100 sm frá jörðu.
Þetta segir okkur einfaldlega að hin
hefðbundnu aðaUjós eru í miðju kóf-
inu. Þá koma hin „ólöglegu" ljós til
sögunnar og koma sér vel því þau
lýsa beint niður á vegstikurnar. Þessi
ljós hjálpa okkur til að sjá hvað við
erum að fara. - Það er kannski ekki
löglegt en bráðnauðsynlegt! Hvergi
er meira um hross á vegum en í
Húnavatnssýslum, nema ef vera
kynni í Skagafirði. Og þá komum við
aftur að ljósunum. Með aðstoð þeirra
sjáum við skepnurnar fyrr og þannig
má koma 1 veg fyrir slys og skemmd-
ir á bílum. - Og það er kannski ekki
löglegt, en bránauðsynlegt! Þetta veit
lögregla landsins (nema í Húnaþingi)
og horfir því fram hjá þessari fárán-
legu reglugerð.
Jepparnir, stórir, dýrir og vel ljós-
um búnir eru kallaðir „torfæru-
tæki“ og um þá gilda allt aörar regl-
ur. Jeppamir mega vera með ljósin
hvar sem er. Sem sé; menn sem eru
að leika sér mega nota hvaða ljósa-
búnað sem er en menn sem eru að
vinna eiga helst að nota kertaljós -
eða því sem næst. Hinn ofvirki þjónn
laganna, sem ég gat um fyrr í bréf-
inu, á einmitt svona stórt, dýrt og
vel ljósum búið „torfærutæki".
Spurningin er nú hvort ég geti skráð
bílinn minn t.d. sem „vöruflutninga-
torfærutæki" og þannig orðið lögleg-
ur með ljósin.
Enn er til ein reglugerð og fjallar
hún um vinnu- og leitarljós. Ekki er
minnst á hvar þessi ljós eiga að vera
á bílum. Því get ég sagt að „ólög-
legu“ ljósin á mínum bíl séu vinnu-
ljós og þar með lögleg. Já, ég er að
leita að hrossum. Þannig að hótanir
„friðargæsluliðanna" í Húnaþingi
um að khppa númer af bílnum mín-
um læt ég sem vind um eyru þjóta.
- Og með þessum orðum bið ég lög-
regluna í Húnaþingi að snúa sér að
þarfari verkefnum og sendi þeim
bestu kveðjur með von um gott sam-
starf í framtíðinni.
Kurteisi Keflvíkinga
Kristín Halldórsdóttir skrifar:
Sunnudaginn 21. mars fór fram í
Keflavík körfuboltaleikur milli ÍBK
og Skallagríms í Borgamesi. Honum
lauk með sigri heimamanna og voru
þeir eflaust vel að honum komnir.
En eftir á fréttist upp í Borgarnes að
ortar voru til þeirra Skallgríms-
manna vísur, ef vísur skyldi kalla.
Hluta þeirra var sleppt, þegar þær
birtust á íþróttasíðu DV 24. mars sl.,
enda er sá dónaskapur ekki prent-
hæfur. - Þessu þótti samt við hæfi
að dreifa til áhorfenda í íþróttahús-
inu í Keflavík fyrir þennan leik.
Manni verður á að hugsa: Er þetta
hinn sanni íþróttaandi? Hann er alla-
vega ekki svona í Borgarnesi. Annan
leik háöu ÍBK og Skallagrímur dag-
inn eftir í Borgarnesi. Gestirnir vora
boðnir velkomnir, þeim færðar rósir
í leikbyrjun og ortur til þeirra vinar-
bragur sem reyndar birtist hka
ásamt þeim keflvíska í DV.
Ég mætti á þennan leik eins og fjöl-
margir aðrir Borgnesingar en svo
„skemmtilega" vildi til að sæti voru
ekki laun nema í návígi við stuðn-
ingsmenn ÍBK, sem þeim höfðu fylgt
að heiman. Úr þessum hópi heyrðist
sá andstygghegi munnsöfnuður með-
an á leik stóð að ég hef sjaldan heyrt
annan eins og aldrei á leik í Borgar-
nesi áður þótt mönnum hitni vel í
hamsi á þeim stundum. Þessum leik
lauk reyndar með verðskulduðum
sigri Skallagríms og það þótti stuðn-
ingsmönnum ÍBK greinilega ekki
eins gaman.
Þegar þetta er ritað er lokið þriðja
leik liðanna með sigri Keflvíkinga.
Ég óska þeim til hamingju - en stuðn-
ingsmönnum þeirra óska ég þess að
þeir hætti að verða sér til skammar
og leggi af dónaskap við andstæðinga
sína. Þeir geta t.d. ýmislegt lært af
áhorfendum í Borgamesi og stuðn-
ingsmönnum Skallagríms.
Burt með ofbeldi og klám í myndefni
Páll skrifar:
í Bandaríkjunum eru starfandi
samtök er nefnast „American Family
Association" og hafa þau að undan-
fórau eytt himinháum fjárhæðum til
auglýsinga, m.a. heilsíðu í hinu
þekkta blaði New York Times, til aö
mótmæla því ofbeldi sem sýnt er í
kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
þar vestra. Árangurinn er nú að
koma í ljós. Kvikmyndaframleiðend-
ur hafa ákveðið að breyta til og draga
stórlega úr öhu ofbeldi og klámi í
myndum sínum. Skýrslur þar vestra
sýndu að u.þ.b. 1,1 milljón stúlkna á
aldrinum 15-19 ára verða ófrískar á
hveiju ári og 2/3 af öllum börnum
þessara stúlkna eru óskflgetin.
Vegna ýmissa voðaatburða hér á
landi að undanfömu er einmitt tími
nú tU að snúa við blaðinu og krefjast
þess að einnig á íslandi verði horfið
frá að sýna allan þann aragrúa af
lélegu myndefni sem flæðir yfir land-
ið, bæði í kvikmyndahúsum og sjón-
varpi. Með því mætti hugsanlega
koma í veg fyrir fleiri stórslys á okk-
ar annars efnUegu æsku.
DV áskilur sér rétt
til að stytta aðsend
lesendabréf
Það tala allir um að eitthvað verði
að gera en enginn eða a.m.k. fáir
gera nokkuð sem umtalsvert er.
Hvað með Rauða krossinn eða Hjálp-
arstofnun kirkjunnar? Hér er verk-
efni fyrir þessar stofnanir og ekkert
síður en að hafa forgöngu um fata-
sendingar t.d. tíl Júgóslavíu, þar sem
sendingar komast í hendur óþokk-
anna sem valdir eru aö hörmungun-
um þar. Það þarf þjóðarvakningu hér
á landi um að útrýma ofbeldi og
klámi í myndefni sem sýnt er opin-
berlega og í sumum tilvikum (eins
og í sjónvarpi) þröngvaö inn á fólk
sem vUl horfa á allt annað og
skemmtUegra eða fræðandi efni.
THM HKW TOKK TIMM3. SUNDAY. MAHCH t. mt
Shame on movies,
records and TV!
We Are
A GRASSROOTS PETITION
TO THE BOARDS OF DIRECTORS
OF ENTERTAINMENTINDUSTRY
Tell a friend
about this ad!
Outraged!
Help us get
one miUion
petitions!
( We now have 'l
I 803,616
And We’re Not Going To Put Up With It Any Longer!
Wc’re • group of motbcr*, f.thcr*, grandpuent* aad othcr dtizcm wbo uc outraged at how today’s movies, TV programa,
music videos and records are hurting our children, o«r familie* and our oountry.
For example:
Wc’re DISMAYED that today 1.1 million girU bntween thc agcs of 15 and 19 get pregnant each year.
We’re SHOCKED when we learn that two thirdacfall birtha to 15 and 19-year-old girls are out of wedlock.
We’re FRIGHTENED at the way violence and crime are apnading everywhere and threatening our children, our families and our
homes.
We say it’s time to put the blame wbere we think it belongs:
SHAME on the Boards of Directors of music companiea for lctting singen wbo are the idols of our children put out RECORDS and
MUSIC VIDEOS which blatantíy encourage acx and ••ay, to our children that aex is proper at any age ... that everyone U 'doing it’
.. . and abstinence is old fashioned. _______
Hér má sjá auglýsinguna úr New York Times sem bréfritari vitnar til. - Við
erum ævareiö! segir m.a. I fyrirsögn auglýsingarinnar.
Ekkh'verkahring
forseta
Tómas hringdi:
í hádegisfréttum útvarps sl.
mánudag var \dtnað í viðtal einn-
ar Vigdísar við aðra, þ.e. rithöf-
undarins Vigdísar Grímsdóttur
við frú Vigdísi Flnnbogadóttur,
forseta íslands. Þar komu fram
ummæli hennar og ósk um meira
aðhald og aga ásamt ósk um að
hreinlega yrði kennd kurteisi í
skólum landsins. Um þetta atriði
er ég innilega sammála. Um hitt
atriðiö, að laun kennara séu til
vansa, er ég ósamraála og tel ekki
í verkahringforseta að tjá sig um
slík hitamál sem launamálin í
landinu eru. ~ Eða heldur einhver
að hærri laun kennara myndu
stuðla að betri aga í skólum eða
kurteisi almennt?
SÍS-topparnirskili
Samvinnumaður skrifar:
Éger sár og reiður yfir endalok-
um Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga. Mér finnst hér hafa
verið staðið ilia að verki. Það er
eins og ekkert og enginn hafi
spyrnt við fótum þegar halla tók
undan fæti i þessum umsvifa-
mikla rekstri. Var kannski mein-
ingin að láta allt fara yflr um til
þess eins aö stjórnendur í topp-
stöðunum gætu hremmt síöasta
og stærsta bitann í eftirlauna-
gi-eiðslur? Tryggt sér og sínum
íarborða til æviloka? Þetta virðist
einnig stundað í nokkrum öðrum
stórfyrirtækjum með góðum ár-
angri. Ég tel ekki annaö koma til
greina en aö SÍS-topparnir skili
herfangi því sem þeir eignuðu sér
áður en allt fór á verri veg.
EESýtirálífeyris-
H.Ó. skrifar:
Ekki var það fyrr en EES-
samningurinn er á lokastigi að
þinpienn hér fóru að hreyfa líf-
eyrissjóðsmálunum. Nú era ekki
færri en tvö frumvörp í gangi á
þingi til breytinga á sjóðunum. i
hvorugu er þó gengið nægilega
langt og ekki er þar að fmna
ákvæði til lækkunar aldurs-
marka til lífeyristöku né algjört
frelsi í ávöxtun iifeyrisgreiðslna.
Hvort tveggja er nauðsynleg
breyting.
Limbóþátturinn
erhneisa
Guðríður Jónsdóttir hringdi:
Afskaplega var leiðinlegur
Limbóþátturinn sem átti að vera
skemmtilegur. Þar var ekki sögð
ein setning sem hægt var að brosa
að, hvað þá meir. Hvað eru líka
þessir þáttagerðarmenn sífellt að
klifa á sjálfum sér og starfi sínu?
Halda þeir að starf þeirra í sjón-
varpi sé eitthvað til að lita upp
til? Þetta er nauðaómerkilegt
starf og ekki þess virði að gera
um það þátt, hvað þá skemmti-
þátt. Limbóþátturinn er hneisa
sem ekki má eyða peningum í.
Sýnið frekar gamlar og góðar bíó-
myndir, það er ódýrast fyrir Sjón-
varpiö.
G.Þ. skrifar:
Ég hélt satt að segja að við hér
í vesturbænum hetðum losnað að
fullu og öllu við bannsetta ólykt-
ina sem áöur var árviss vegna
vinnslu viö bræðslu úti í Örflris-
ey. Það var líka búið að setja upp
nýja verksmiðju með meiri hátt-
ar vöraum gegn slíkri ólykt. - En
hvað gerist? Núna í dag, og
reyndar áður, gýs þessi fýla upp
aftur og nú er ólyktin yfir okkur
alveg kæfandi. Þetta veröur um-
hvcrfisráðunDytið eða aðrir
ábyrgir aðilar að kanna til hlítar
á nýjan leik. Lyktln veröur að
hverfa fýrir fullt og fast.