Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 3
Húsmæbur! Berið saman verðlagið! i Til þess að almenningur eigi auðveldara með að fylgj- ast með vöruverði hefur Skrif stofa verðlagsstjóra birt eftir- farandi skrá yfir útsöluverð nokkurra vörutegunda í Reykja vík eins og það reyndist vera 1. þ.m. Verðmunurinn sem fram kemur á nokkrum teg- undanna stafar af mismunandi MATVÖRUR OG NÝLENDU- innkaupsverði og/eða mismun- andi tegundum. Nánari upp- lýsingar um vöruverð eru gefnar á skrifstofunni eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjast fyrir, er því þykir ástæða til. Upplýs- ingasími skrifstofunnar er 18336. \ VÖRUR í MARZ 1967. Kr. Lægst Hæst i Hveiti í lausri vigt pr. kg. .. — 10,60 11,00 ^ Hrísgrjón pr. kg — 14,35 17,70 1 Kartöflumjöl pr. kg — 10,70 11,65 Mjólkurkex pr. kg — 43,00 48,30 i Kremkex pr. kg — 65,00 76,00 (* Strásykur pr. kg — 5,80 7,20 (( Molasykur pr. kg — - 8,25 10,25 i Egg pr. l?g — 85,00 100,00 j1 Hveiti í 5 lbs. pokum — 25,50 29,50 Ota-Sólgrjón 500 gr. pk — 8,10 8,20 Hrísgrjón 450 gr. pk — 8,65 9,40 Sagogrjón 400 gr. pk — 8,05 10,25 Cerebossalt 1,5 Ibs. dós. .... — 12,85 14,00 v Royalgerduft 0,5 lbs. dós — 21,00 21,05 5 Tómatsósa Libbys 12 oz. flaska — 29,90 31,50 (• Kjarnasaft V2 flaska — 26,00 28,10 (* Kakó V2 lbs. dós — 19,95 22,50 Melroses-te 100 gr. pk — 20,60 22,25 i Súputeningar pr. stk — 1,00 1,50 ^ Suðusúkkulaði pr. kg — 185,00 200,00 ,1 Súr hvalur pr. kg — 35,00 40,00 ÁVEXTIR NÝIR i OG ÞURRKAÐIR: i Sítrónur pr. kg. — 40,00 42,00 f Epli ný pr. kg — 28,00 39,00 \ Epli þurrkuð pr. kg — 80,00 173,00 i Appelsínur pr. kg — 29,00 30,00 <• Sveskjur pr. kg — 40,00 59,40 ' '■ Rúsínur pr. kg — 40,00 49,50 i Gular baunir 1 lbs. pakki .... — 9,80 10,70 Grænar baunir V2 dós Ora .. — 14,90 15,60 f Niðursoðnar perur 1 dós ....; J | Niðursoðnar perur 1 dós .... 49,00 63,20 t } HREINLÆTISV ORUR: Rinso þvottaduft pk — 16,35 17,95 Gilette rakblöð 10 stk. pk. .. — 25,50 39,25 i Niveakrem millistærð — 18,90 22,00 Skóáburður Kiwi 1 dós — 13,00 13,25 ( Sunlight.sápa pr. stk — 9,15 9,40 ,i Lux handsápa pr. stk — 10,40 10,60 <• W. C. pappír Kodka 1 rúlla .. — 9,45 9,60 (' Vim ræstiduft 1 dós. — 12,75 14,05 \ Colgate-rakkrem stór túba .. — 29,00 33,50 Colgate-tannkrem, almenn st. — 24,25 27,25 . w I Keflavíkur- kirkja vígð Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson endurvígir Kefla- víkurkirkjuna sunnudaginn 19. þ. m. Athöfnin hefst kl. 2 e.h. Vígslu vottar verða sr. Garðar Þorsteins- son Hafnarfirði, sr. Guðmundur Guðmundsson, Útskálum, sr. Jón Árni Sigurðsson, Grindavík og sr. Ólafur Skúlason, Reykjavík. Sókn arpresturinn sr. Björn Jónsson, prédikar. Að athöfninni lokinni býður sóknarprestur Keflavíkurkirkju biskupi og gestum til sameigin legrar kaffidrykkju í félagsheim- ilinu Stapa. Nýtt blað um húsbúnað Út er komið nýtt blað, er ber nafnið Hús & Búnaður og á það að vera upplýsingablað um bygg- ingar, húsbúnað og heimilis- og ferðatæki, sem til eru á markaðn- um eða nýjungar á því sviði. En það á einnig að veita almenningi fræðslu um liíbýlaprýði og gerð þess búnaðar sem a markaðnum er hverju sinni. í i Blaðið er 8 síður^að stærð og meðal efnis í 1. hefti er Leicht eldhús, skipulagningj íbúða o.fl. auk fjölmargra mynila. - Útgefandi og ábyrðgarmaður er Ragnar Ágústsson, en híbýlafræð- ingur blaðsins er Snorri Hauks- son. Blaðinu er ætlað að koma út 11 sinnum á ári og er áskrift- arverð kr. 300 á ári, en kr. 35 Framhald á 15. síðu. Ársþingi iðti- rekenda lýknr Bær brennur Hvolsvelli ÞS — Hdan. Stórbruni varð í Vestur-Landeýj um í fyrrakvöld, er bærinn Stífla brann til kaldra kola á hálfri klukkustund, án þess að nokkru væri bjargað af innanstokksmun um, nema sjónvarpstæki sem þó er hálfónýtt. Það var á níunda tímanum að Annar fundur ársþings iðnrek- enda 1967 var haldinn í Þjóðleik- húskjallaranum í gær. Voru þá tekin fyrir álit nefnda þingsins. Á fundinum voru mættir for- stöðumenn Iðnaðarmálastofnunar íslands, Rannsóknastofnunar iðn- aðarins og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Gerðu þeir grein fyrir starfsemi stofnanna á sl. ári og framtíðarverkefn- um. Pétur Sigurjónsson forstöðu- maður Rannsóknarstofnunar iðn- aðarins gat þess, að meðal verk- efna, er stofnunin hefði tekið fyr- ir á sl. ári hefði verið rannsókn á sútun, framleiðsla á fóðurvör- um úr undanrennu og tólg og fleiru, undirstöðurannsóknir á vinnslugæðum íslenzkrar ullar og rannsóknir á frostþurrkun mat- væla. Haraldur Ásgeirsson forstöðu- maður Rannsóknastofnunar bygg- ingaiðnaðarins sagði m.a. að stofnunin framkvæmdi margvís- lega þjónustu á sviði byggingar- efnarannsókna í þágu íslenzkra fyrirtækja. Framkvæmdi stofnun- in m.a. rannsóknir á hvers kyns byggingarsteini til hleðslu á veggjum, einangrunargildi efna, tilraunir með nýjar aðfcrðir í ein- angrun og rakavörn í húsbygg- ingum o.s.frv. Sveinn Björnsson forstöðumað- ur Iðnaðarmálastofnunar íslands sagði að stofnunin hefði nú starf- að í 13 ár. Hefði sívaxandi þáttur í starfsemi stofnunarinnar verið útbreiðsla hagræðingar á íslandi. Á árinu 1966 hefðu verið haldin námskeið í vinnurannsóknum fyr- ir sérstaka trúnaðarmenn í þeim málum fyrir atvinnurekendur og launþega. Efnt hefði verið til tveggja námskeiða um framleiðni aukandi launakerfi í samvinnu við Industrikonsulent A/S og hefði það verið ætlað forstöðumönnum fyrirtækja og nánustu starfs- mönnum þeirra. Ágúst Oddsson hagræðingarráðu nautur Félags íslenzkra iðnrek- enda gerði grein fyrir ráðunauta- starfsemi félagsins á sl. ári. Sveinn K. Sveinsson verkfræð- ingur, gerði grein fyrir störfum tækni- og rannsóknamálanefndar ársþingsins og bar jafnframt franx eftirfarandi tillögur, sem sam- þykktar voru. Ársþingið lýsir ánægju sinni yfir viðleitni hinna þriggja rann- sóknastofnana til að auka þjón- ustu og rannsóknir fyrir iðnað- inn og hvetur jafnframt iðnrek- endur til að kynna sér betur starf semi þessara stofnana og nýta betur þá aðstoð, sem þær geta veitt. Ársþingið lítur svo á, að andi hinna nýju laga um rannsóknir í þágu atvinunveganna sé sá, að auka í’annsóknarstarfsemi þeirra og verði því fjárframlag ríkisins að gcra það kleift að stofnanirnar þjóni tilgangi sínum og auki sam- keppnisaðstöðu innlends iðnáðar. Framhald á 15. síðu. | Hafnarfjörður | Kvenfélag Alþýðuflokksins heldur aðalfund- næstkom- andi mánudagskvöld í Al- þýðuhúsinu kl. 8.30 síðdegis. ^ Venjuleg aðalfuridarstörf. Stjórnin. Loftsteinninn frumsýndur 31. marz slökkviliðinu á HvolsvelU barst tilkynning um brunann og fór það þegar á vettvang, en um 10 mín. akstur er þangað. Stóð þá eldur upp úr þekjunni á bænum sem var forskalað timburhús með risi á steyptum kjallara. Varð ekkert við eldinn ráðið og Framhald á 15. síðu. Þann 31. þ.m. frumsýnir Þjóð- leikhúsið nýjasta leikrit Fried- rich Durrenmatt, Loftsteininn, í þýðingu Jónasar Kristjánssonar, skjalavarðar. Loftsteinninn var fyrst frumsýndur 20. janúar 1966 í Ziirich og vakti strax 'gífurlega athygli eins og öll leikrit cftir þennan merka og sérkennilega höfund. Fyrir skömmu var leik- urinn frumsýndur á Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og hefur verið sýndur þar við met- aðsókn undanfarnar vikur. Friedrich Diirrenmatt, er fædd- ur 5. janúar árið 1921 í Konolfing smáþorpi í grennd við Bern. Faðir hans var prestur, mótmæl- endatrúar. Diirrenmatt lagði stund á heimspeki og guðfræði við helztu Jiáskóla í Sviss og er nú búsettur í Ziirich, þar starfar hann sem rithöfundur og gagn- rýnandi. Tvímælalaust er Dúrrenmatt einn áhrifamesti og merkasti rit- höfundur, sem nú ritar á þýzka tungu. Ilann hefur skapað sér sterkan og sérkennilegan stíl og á marga aðdáendur um víða ver- öld, en hefur einnig verið um- dcildur af öðrum. Helztu leikrit hans eru: Rómúlus mikli, flutt hér í útvarpinu fyrir nokkru. Sú gamla kemur í heimsókn, og Eðl- isfræðingarnir, en bæði þessi leikrit voru sýnd lijá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir nokkru, þá hef- Framhald á 15. síðu. Diirrenmatt Valur Gíslason. 18. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ‘3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.