Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 11
Ánægjuleg Íþróttahátíð stúdenta: Stúdentar sigruðu í öllum greinum Á fimvitudagskvöld hélt íþrótta félag Stúdenta íþróttahátíð mikla í íþróttahöllinni í Laugardal, í tilefni að því, að um þessar mund- ir eru liðin 40 ár frá stofnun fé- lagsins. Hátíðin hófst á því, að allir keppendur kvöldsins gengu fylktu liði í salinn undir stjórn Bene- í dag, kl. 2, hefst Reykjavíkur- meistaramót í Badminton í í- þróttahúsi Vals. Þátttakendur eru úr Tennis- og Badmintonfélagi Reykjavíkur, Badmintondeild KR, Knattspyrnufélaginu Val og Skandinavisk Boldklub. Er þátt- taka mjög góð, og mun óhætt að fullyrða, að þessi skemmtilega og holla íþrótt eigi sívaxandi vin- sældum að fagna hér á landi. Að þessu sinni er keppnistil- högun með nokkuð öðrum hætti en á undanförnum árum, þar sem 1. flokkur og meistaraflokkur karla hafa keppt í einum flokki. Nú er' hins vegar keppt til úr- slita í hvorum flokki. fyrir sig. Eykur þetta spennuna um úrslit í dikts Jakobssonar, við undirleik Lúðrasveitarinnar Svanur. Að fána kveðju lokinni tók Ármann Snæ- varr, rektor Háskólans, til máls. Hann rakti nokkuð sögu félags- ins og sagði m.a. að megintilgang- urinn með stofnun þess hefði ver- ið, að fá sem flesta stúdenta til að taka þátt í einhvers konar 1. fl., sem að þessu sinni eru mjög tvísýn, en með hinu eldra fyrirkomulagi voru 1. fl. kepp- endurnir allajafna ofurliði born- ir af meistaraflokksmönnum. í meistarafl. kvenna verður keppt í tvíliða- og einliðaleik, og má búast við jafnri og harðri keppni, því ekki lætur kvenfólk- ið sinn hlut fyrr en í fulla hnef- ana. í tvenndarkeppni eru skráð til þátttöku þrjú lið. í meistarafl. karla, tvíliðaleik, má telja líklegasta sigurvegara þá Jón Árnason og Viðar Guð- jónsson, báða úr TBR. í einliðaleik karla í meistara- flokki hafa þeir Jón Árnason og Framhald á 14. síðu. líkamsrækt, en hitt hefði ekki verið eins þungt á metunum, hver sigurinn hlyti. Þá minntist liann þess, að um þessar mundir á Benedikt Jakobson, hinn kunni íþróttafrömuður, tvöfalt starfsaf- mæli, en 35 ár eru síðan hann hóf leikfimikennslu, og 25 ár hefur hann verið íþróttakennari Háskólans. Að lokum mælti rekt- or nokkur hvatningarorð til stú- denta og bað viðstadda að hrópa ferfalt húrra fyrir afmælisbarn- inu og sagði að því loknu mótið sett. Þetta varð sannkölluð sigurhá- tíð fyrir íþróttafélag Stúdenta, því stúdentar færðu félagi sínu sigur í öllum greinum keppninn- ar, en þess ber að geta, að innan vébanda ÍS eru margir af frækn- ustu íþróttagörpum landsins. Fyrst fór fram knattspyrnukapp- leikur, þar sem stúdentar léku gegn liði Vals og sigruðu með tveggja marka mun, 7 mörkum gegn 5. Þá kepptu þeir í boð- hlaupi gegn nokkrum þekktustu hlaupagörpum höfuðstaðarins og báru frækilegan sigur af hólmi í skemmtilegri keppni. Því næst léku slúdentar handknattleik gegn KR og sigruðu sem fyrr, með 17 mörkum gegn 12. Að lokum var keppni í körfuknattleik og sigruðu stúdentar þar úrvalslið landsliðsnefndar með 68 stigum gegn 57 í ágætum leik. Rey kja víku rmót í i dminton I clstg 1 •'"■gj Hulda Guðmundsdóttir, Lovísa Sigurðardóttir, Jón.na Nieljóníusardóttir og Rannveig Magnúsðóttir, aliar úr T. B. E. Frá Íþróttahátíð stúdenta. Landsflokkaglíman íer fram á morgun Ein sú fjölmennasta sem háð hefur verið. Meðal þátttakenda eru flestir beztu glímumenn lands- ins. Landsflokkaglímán 1967 verður háð að Hálogalandi á sunnudag- inn og hefst kl. 5. Keppt verður í þremur þyngdarflokkum full- orðinna og þremur aldursflokk- um drengja. í fyrsta flokki keppa meðal annarra Ármann J. Lárusson, glímukappi íslands, Sigtryggur Sigurðsson, skjaldarhafi Ár- manns, Sveinn Guðmundsson, glímukappi Vestfirðingafjórð- ungs og Ingvi Guðmundsson úr KR-ÍR LEIKA ÁMORGUN Á morgun sunnudag, 19. marz verða leiknir tveir leikir í 1. deild íslandsmeistaramótsins í körfu- knattleik. Leikirnlr eru þessir: 1. Á-KFR og 2. ÍR—KR. Ástæða er til að vekja athygli á þessum leikjum, þar sem þarna eigast við gamlir keppinautar í körfuknattleiknum. Sérstaklega má búast við skemmtilegri keppni í leik KR og ÍR þar sem margir i Framhald á 14. síðu. Víkverja, en alls eru 8 þátttak- endur í 1. þyngdarflokki. Framhald á 14. síðu. Heimsfrægir '* stangarstökkv- arar í Reykjavík i Meistaramót íslands i frjálsum íþróttum innanr húss fer fram í fyrsta sinn í íþróttahöllinni í Reykja- vík nú um mánaðarmótin. Keppt verður 31. marz og 1. apríl. Frjálsíþróttadeild KR, sem sér um framkvæmd mótsins hefur boðið tveim heimsþekktum stangar- stökkvurum að keppa á mót- inu sem gestum. EvrópvU meistaranum Igor Feld, iSovétríkjunum, sem stökk 5 metra á mótihu í Prag og bandaríska meistararv- um Bob Seagren, en hann stökk 5,18 m. Hvort sem þeir koma eða einhverjir aðrir erkeitt vist, að keppn- in verður mjög skmmetileg og þá fáum við sennilega að sjá 5 metra 'stökk í fyrsta sinn hér á landi, 18. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ £ » j* *%!+***+ ****!%<% +

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.