Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 15
Lcftsteiiminn Framíhald af 3. síðu. ur liann einnig skrifað, Hjóna- band herra Missisippi og Herkúl- us og Ágíasarfjósið, en það var sýnt hjá Leikhúsi æskunnar. Auk þess hefur hann skrifað nokkur útvarpsleikrit. Eins og fyrr seg- ir er Loftsteinninn nýjasta leik- rit Diirrenmatts og er það fyrsta leikritið, sem Þjóðleikhúsið sýnir eftir hann. Loftsteinni er gamanleikur og fjallar um frægt nóbelsskáld Wolfgang Schwitter, sem bíður dauða síns með óþreyju. En það gengur ekki hljóðalaust fyrir frægt nóbelsskáld að deyja og mikið vatnsmagn rennur til sjáv- ar áður en Sclnvitter tekst það. Þessi skrumgjarna auglýsinga- veröld, sem við lifum í, gefur okkur ekki næði til að deyja í friði og eins og nóbelsskáldið kemst að orði í leikslok: „Þið er- uð alltaf að trufla mig við að deyja“. En þótt mikið sé rætt um dauð ann í þessum leik þá fjallar hann ekki um dauðann heldur uppris- una, Wolfgang Schwitter nóbels- skáld, er Lazarus okkar tíma. Á yfirborðinu virðist, að leik- rit Diirrenmatts séu liörð ádeila á samtíðina og þjóðfélagið í heild, þó fjalla þau fyrst og fremst um grundvallaratriði, en eru klædd í samtímabúning. Þau fjalla ekki um velferðarrikið, hvorki um kapítalisma né kjarnorkustyrjöld, heldur um ábyrgð mannsins, svik, sekt, frelsi og réttlæti og þá fyrst og fremst um siðferði í algerri merkingu þess orðs. Gísli Alfreðsson er leikstjóri við þetta leikrit og er þetta ann- að leikritið, sem hann stjórnar hjá Þjóðleikhúsinu. Leikmyndir eru gerðar af Gunnari Bjarnasyni. í Loftsteininum eru 14 hlutverk og leikur Valur Gíslason aðal- hlutverk, nóbelsskáldið, Wolfang Schwitter. Aðrir leikarar eru, Ævar Kvaran, Baldvin Halldórs- son, Bessi Bjarnason, Rúrik Har- aldsson, Helga Valtýsdóttir, Krist- björg Kjeld, Sigríður Þorvalds- dóttir og fleiri. Um þessar mundir eru liðn 40 ár frá því að Valur Gíslason lék sitt fyrsia hlutverk. Fjörutíu ára leikaraafmælis Vals verður minnzt með þessari sýningu á Loftstein- inum, þar sem Valur Jeikur að- alhlutverkið, nóbelsskáldið Wolf- gang Shwitter, eins og fyrr seg- ir., Valur Gíslason, hefur verið einn af aðallefkurum Þjóðleik- hússins, frá því það tók til starfa árið 1950 og hefur leikið þar fleiri aðalhlutverk en nokkur annar. Hann var áður í mörg ár einn af aðalleikurum hjá Leikfé- lagi Reykj avíkur og var um margra ára bil í stjórn L.R. Valur hefur starfað mikið að félagsmálum fyrir stétt sína og hefur hann gegnt formannsstöðu í Félagi íslenzkra leikara í sam- fleytt 10 ár eða lengur en nokkur annar. Jchnson Framhald af 2. síðu. Ih.ið fyrsta, heldur að koma skriði á þá viðleitni að koma á jafnvægi í stjórnmálum, efnahagsmálum og íclagsmálum landsins. Talsmenn Bandaríkjastjórnar bera til baka staðhæfingar um, að ætlunin sé að færa út stríðið á næstunni. Hins vegar er ljóst, að haldið verður jöfnum þrýstingi á Norður-Vietnam í von um að leið- togarnir í Hanoi fáist til að semja um frið. Allir helztu leiðtogar Suðúr- Vietnam munu sitja ráðstefnuna. í fylgd með Johnson forseta verða Dean Rusk utanríkisráðherra og Robert McNamara landvarnaráð- herra. Auk þess sitja ráðstefnuna William Westmoreland hershöfð- ingi, yfirmaður bandaríska her- liðsins í Vietnam, Henry Cabot Lodge, fráfarandi sendiherra í Saigon, og Ellsworth Bunker, sem skipaður hefur verið í hans stað. í norðurhéruðum Suður-Viet- nam hafa 20 bandarískir land- gönguliðar fallið og 62 særzt í viðureign við Vietcong undan- farna tvo sólarhringa. Aiþýðuflokkurinn 'Framhald af 1. síðu steinsson, ráðherra, Sigurður Guðnason, skrifstofustjóri, Sig- Valdi Björgvinsson, stud. oecon og Sigurður Jónsson, skrifstofustjóri. Nefnd ungra mann hefur undir- búið félagsfundinn og sést hún að störfum á meðfylgjandi mynd. Talið frá vinstri: Örlygur Geirs- son, Eyjólfur Sigurðsson, Krist- ján Þorgeirsson, Sigurður Guð- mundsson, Björgvin Guðmunds- son, formaður Alþýðuflokksfélags ins, Sigurður Jónsson, Sigurjón Ari Sigurjónsson, Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra og Guðmundur Magnússon. Laianahækkun Framh. af l síðu. megi endurskoðunar kjarasamn- ings án uppsagnar hans, að orðið hafi „almennar og verulegar kaup breyúngar á samningstíma- J bili.“ Hvorugu þessara skilyrða sé lullnægt og komi því ekki til álita að hækka laun ríkisstarfsmanna. Dómsorð féllu á þá leið, að kröfu sóknaraðila, Kjararáðs f.h. ríkisstarfsmanna, verði sjálfkrafa vísað frá dómi. Grunnlaun ríkisstarfsmanna, sem taka laun samkvæmt 1. til 6. launaflokki, hækki um 3,5 prósent grunnlaun ríkisstarfsmanna, sem taka laun samkvæmt 7. launafl. hækki um 3%, grunnlaun ríkis- starfsmanna, sem taka laun sam- kvæmt 8. launaflokki hækki um 2% og grunnlaun ríkisstarfs- manria, sem taka laun samkvæmt 9. launaflokki hækki um 1%. Launahækkun þessi Igildi frá 1. júlí 1966. Undir hana rita Svein- bjöm Jónsson, Ben. Sigurjónsson, Svavar Pálsson og Eyjólfur Jóns- son með athugasemd, þar sem hann segist vera sammála for- sendum og niðurstöðum meiri- hluta dómsins að öðru leyti en þvi, er varðar kröfu sóknaraðila um gjald úr hendi varnaraðila til orlofsheimilasjóðs. Jóhannes Nordal greiddi sérat- kvæði, þar sem hann segist sam- mála forsendum og niðurstöðum dómsins að því er varðar kröfu sóknaraðila um gjald til orlofs- heimilasjóðs, en ekki að því er varðar kröfu um hækkun grunn- launa. Leiðtogar Framh. af 2. síðu. við Bonnstjórnina. Pólland og Austur-Þýzkaland gerðu nýlega með sér svinaðan vináttusamning og Rússar og Búlg arar. Austur-þýzku kommúnista leiðtogarnir Walter Ulbricht og Willi Stoph héldu í gær til Prag til viðræðna við tékkneska leið toga um samning um gagnkvæma aðstoð. CIA Framhald af 2. síðu. WAY boði hið bráðasta til auka aðalfundar. Jafnframt var skorað á fulltrúa annarra landa i samtök unum að veita þessari kröfu stuðning. Tilgangur okkar með þessu rumkvæði er að endurvekja traust ið á WAY, meðal annars með því að tryggja forustu, sem bæði get ur og vill koma þeirri breidd á fjárhagsgrundvöllinn, að maður þannig á sérhvern hátt tryggi bæði framsækna og sjálfstæða framkomu. í sambandi við þetta var ákveð ið að skora á bandaríska Youth Council og bandaríkjamennina í stjórn WAY að hreinsa sig af þess um framkomnu ásökunum. Með þessu frumkvæði óska norrænu þjóðarnefndirnar í WAY aðeins að leggja áherzlu á traust beirra á þýðinguna fyrir alheims starfi hinna frjálsu, samstæðu lýð ræðisæskulýðssambanda. Æskulýðssamband íslands Dansk ungdoms Fællesrðd Sveriges Ungdomsorganisationers Landsrád Den Norske WAY komitee. Nviung j cvamh«ld af 2. síðu stúdenta á stúdentagörðun- um. í Nanterre gripu stúdent- ar til gagnráðstafana í gær. Einn af trúnaðarmönnum stúdenta bað kvenstúdenta er vildu taka þátt í mót- mælaaðgerðum að skýra sér frá því á hvaða herbergi þær bylggju. Alls gáfu 37 sig fram. Auðvelt reyndist að finna 37 pilta er buðu sig fram sem sjálfboðaliða. „Sleep-in“ mótmælaað- gerðirnar voru hafnar. Klukkan níu í morgun hurfu piltarnir aftur til her- bergja sinna. ’MU'lión '^Vamhald af 1. síðu. söluferðir um ca. 1 milljón íslenzkra króna. en þessum follum verða baer þjóðir að sæta, sem ekki eiga aðlld að Efnaliagsbandalagi Evrópu. Á haustin fá íslenzk skip að vísu að flyt’a nokkurt magn af fiski til Þýzkalands án þess að greiða innflutnings- tolla, en þær ívilnanir eru ekki í igildi á þessum árs- tíma. _ '’ramhald af 1. sfðu. mörk og er það hæsta sala sem nokkurt íslenzkt skip hefur gert á erlendum mark aði og líklega nýtt heims- Ödýr ungmennafargjöld Hinn 1. apríl n.k. býður Flug- félag íslands þeim farþegum sín- um, sem eru á aldrinum 12 til 22 ára upp á sérstök lág fargjöld á flugleiðum félagsins milli landa, svonefnd ungmennafargjöld. Ung- mennafargjöldin eru 25% lægri en venjuleg fargjöld á sömu flug- leiðum. Á fargjaldaráðstefnu Alþjóða- sambands flugfélaga, IATA, í Ho- nolulu sl. haust komu Evrópu- flugfélögin innan samtakanna sér saman um að koma á sérstökum lá'gum ungmennafargjöldum á flugleiðum innan Evrópu. Þetta mál var rætt á fundinum í Hono- lulu, en síðan endanlega samþykkt á fram'haldsfundi, sem haldinn var í Róm í nóvember sl. Samkvæmt hinum nýju regl- um eiga ungmenni sem eru ó aldr- inum frá 12 árum fram að 22ja ára aldri, þegar ferð hefst, kost á 25% afslætti, miðað við venju- legt fargjald á flugleiðinni. Af- sláttur þessi gildir allt árið og gildistími farmiða er eitt ár frá því ferð hefst. Skilyrði er, að keyptur sé tvímiði og hann nýtt- Leiðrétting í uppskrift í Kvennasíðu í gær varð misritun. 200 gr. af sykri og 220 gr af sykri stóð, en var hvort tveggja rangt. Átti að vera 200 gr möndlur og 200 gr sykur. ur báðar leiðir. Þessar nýju reigl- " ur og lækkuðu fargjöld auðvelda . unglingum mjög ferðalög, en fram að þessu hafa þeir ungling- ar, sem náð hafa 12 ára aldri, orðið að greiða fullt fargjald. Tekið skal fram, að þessi nýju , fargjöld gilda hjá öllum flugfé- lögum, sem fljúga áætlunarflug hingað til lands. NÝR BIRTINGUR 1. hefti 13. árgangs af tímarit- inu Birtingur er komið út, en það fjallar um bókmenntir og listir. Ritið er 48 síður að stærð og prentað hjá Setberg. *l Meðal efnis að þessu sinni er grein eftir Einar Braga, er nefn- ist Óttinn við samtíðina, Jón Stefánsson skrifar um myndlist, .. Thor Vilhjálmsson spjallar um j finnskar nútímabókmenntir og ritar auk þess Syrpu, Þá er önnur grein um finnskar nútímabók- , menntir eftir Kai Laitinen, sem , Bryndís Schram hefur þýtt. Einn- i ig eru þýdd ljóð eftir Majakovskí, Miroslav Holub og Garcia Lorca. j met í aflasölu. Umreiknað í íslenzkar krónur er söluverð- ið 3.936.400 kr., eða 13,28 kr. á kg- að meðaltali, og er það nokkru hærra meðaltal en var í síðustu sölufelfð Maí, en þá var talið að tog- arinn hefði sett nýtt sölu- met, jafnvel heimsmet. Með þessari sölu hefur togarinn sem sagt bætt sitt eigið heimsmet frá síðustu sölu- ferð. Bær brennur. Framhald af 3. síðu. brann bærinn til grunna á tæpum hálftíma, eins og fyrr segir. Einn ig brann gömul baðstofa, sem var áföst við íbúðarhúsið og notuð var sem gripahús, en tveim hest um sem þar voru inni tókst naum lega að bjarga. Hinsvegar tókst «ð bjarga svínahúsi, er stóð 4 metra frá íbúðarhúsinu. Þar voru inni 40 svín, mörg nýgotin og sak aði ekkert þeirra. Á Stíflu búa hjónin Emil Guð mundsson og kona hans Kristbjörg Tngvarsdóttir ásamt börnum sín um og sakaði ekkert þeirra. Voru þau hjónin byrjuð á byggingu nýs íbúðarhúss og er það nú fok helt. í gær var unnið að þvi að koma hita fyrir í því og Ieiða þangað vatn svo að fjölskyldan geti flutt þangað inn til bráða birgða. í kjallara íbúðarhússins sem brann var vatnsdæla og mótor og 1 eyðilagðist hvort tveggja og hefur bóndinn átt í talsverðum erfið leikum með vatn handa búpen ingi, en þar eru um 40 kýr í fjósi og varð að bera allt vatn til þeirra í vatnsfötum. Talið er að eldsupptök hafi átt sér stað i risi hússins, en að öðru i leyti er ókunnugt um upptök hans. Hafa hjónin á Stíflu orðið fyr ir mjög tilfinnanlegu tjóni, því ' innbú var lágt vátryggt. 1 Nýttblai í Framhald af 3. síðu í lausuasölu. Áskriftarsími er t 20433. Myndamót eru gerð í | Prentmyndagerð Hafnarf jarðar, ! en prentun og setningu hefur I Prentsmiðja Jóns Helgasonar ann i azt. Arsþing j Framhald af 3. siðu. Ársþing iðnrekenda 1967 bein- j ir þeim tilmælum til stjórnar Fé- ; lags íslenzkra iðnrekenda að j komið verði á fót hagræðingar- fyrirtæki með sjálfstæðan fjárhag er veiti tæknilega aðstoð viS skipulagningu og hagræðingu á vegum fyrirtækja samtakanna. Lokafundur ársþingsins hefst i dag kl. 12:00 í Þjóðleikhúskjall- aranum og verða þá tekin fyrir álit annarra nefnda ársþingsins, sem eru fjármálanefnd, tolla- og skattamálanfend, markaðsmála nefnd og allslierjarnefnd. 18. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.