Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingaslmi: 14906. — Aðsotur: Alþýöuhúsið við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Al]).vðubla3sins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. SVEI ÞÉR, EYSTEINN! í ÞEIRRI LÖNGU RÆÐU, sem Eysteinn Jónsson flutti á flokksþingi framsóknarmanna í vikunni, vék hann lítillega að Alþýðuflokknum. Ekki voru það hlý legar kveðjur, sem hann sendi okkur, frekar en vant er nú á dögum. Meðal annars fullyrti hann, að Alþýðu flokkurinn ræki allt aðra stefnu en jafnaðarmanna- flokkar nágrannalanda og gaf í skyn, að hann væri annars konar flokkur en þeir. Þessari órökstuddu fullyrðingu mótmælir Alþýðu- blaðið. Alþýðuflokkurinn er náskyldur öðrum jafnað armannaflokkum í Vestur-Evrópu, hefur frá upphafi rekið og rekur enn sömu pólitík og þeir. Má bezt sjá sönnun þessa með því að bera saman þau velferðar- ríki, sem hafa til orðið mest fyrir áhrif jafnaðarstefn unnar: jöfn og góð lífskjör, mannréttindi, almanna- tryggingar frá vöggu til grafar, mikil ríkisafskipti, frelsi og framfarir. Samanburður á stefnu og starfi Alþýðuflokksins og jafnaðarmanna á Norðurlöndum, í Þýzkalandi og Eng landi, sannar þessa fullyrðingu og afsannar orð Ey- steins Jónssonar. í öllum þessum löndum hafa jafnaðarmenn beitt svipuðum hagstjórnartækjum, vöxtum, útlánastjórn, bindingu sparifjár og fleiru — í mismunandi mæli eft ir aðstæðum hvers lands. í öllum þessum löndum hef- ur verið farið inn á áætlunarbúskap skref fyrir skref, eins og núverandi ríkisstjórn hefur gert hér með þátt töku jafnaðarmanna. Áhugi jafnaðarmanna á félagsmálum er hvarvetna 'hinn sami, og hér á landi hefur Alþýðuflokkurinn í núverandi stjórn stóraukið tryggingakerfið og staðið vörð um það. Flokkarnir eru alls staðar nátengdir verkalýðshreyfingunni og í þeim anda hafa hér skap azt betri og skynsamlegri tengsl milli ríkisvalds og verkalýðs en áður. Norrænir, þýzkir og brezkir jafnaðarmenn hafa all- ir heimilað — og stundum barizt fyrir — noktun er- lends fjármagns til vissra verkefna í löndum sínum. Þeir hafa tekið afleiðingum af verzlunarfrelsi og við skiptabandalögum og sýna enga minnimáttarkennd eða tortryggni í skiptum við önnur ríki. í þessum efn um hefur orðið sama þróun hér og þar ytra. Þjóðnýting er hvergi á dagskrá jafnaðannanna, nema varðandi stáliðnað í Bretlandi, en ríkisþátttaka í atvinnulífi er líklega meiri hér en í grannlöndum. í félagsmálum hefur Alþýðuflokkurinn gengið lengra en hinir flokkarnir í því að berjast fyrir 18 ára kosn ingaaldri. Þannig mætti lengi telja og hlaða upp sönnunum þess, að stefna og starf Alþýðuflokksmanna hér á landi er hin sama og jafnaðarmanna á Norðurlönd- um, í Englandi og Þýzkalandi. Meira að segja sam- starf við hægriflokk í ríkisstjórn er ekkert einsdæmi hjér — samanber Þýzkaland. ^ 18. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ BlLAKAUP Bílar viff allra hæfi Kjör viff allra hæfi. Opiff tli kl. 9 á hverju kvöldi. BÍLAKAUP Skúlagötu við Rauðará. Sími 15813. RAUÐARÁRSTÍ6 3J ! SÍMl 220 22 L Hverfisg-ötu 103. Sími eftir lokun 31160. feílaseila FmsTOIBIji.v.s=1 Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ, I. og II. UVERFISGÖTU EFRI OG NEÐRI ESKIHLÍÐ LÖNGUHLÍÐ GNOÐARVOG rw, á krossgötum RAUÐARARIÍOLT LAUGAVEG, EFRI LAUGAVEG, NEÐRI LAUFÁSVEG ÁLFIIEIMA KLEPPSHOLT S í m 5 14 9 0 0 ★ KÚLUSUKK í LAUGAR- DAL. ★ ÍÞRÓTTAHÚS Á AKUR- EYRI. íþróttaunnandi, sem við hittum nýlega á förnum vegi, sagði, að það ætlaffi sann- arlega ekki að verða cndasleppt með íþrótta- höllina í Laugardalnum, sem almenningur hefur lengi kallað Kúlusukk, vegna þess hve óheyri- lega dýrt mannvirkið var. Það er nú komið í Ijós, sagði þessi maður, að ekki er hægt að taka kvik- myndir í þessu stórhýsi lýsingarinnar vegna, nema rétt á daginn, þegar dagsbirtu nýtur. Mikil for- sjálni hlýtur slíkt að teljast hjá þeim, sem mannvirkið byggðu. Þá er það, sagði hann, að í- þróttamenn hafa meiðzt vegna þess að þeir hafa dottið í bleytunni á salargólfinu. Hið dýra kúlu- þak, sem óspart hefur verið auglýst og kostaði margar milljónir gegnir nefnilega ekki frum- hlutverki þaks. Það heldur ekki vatni! Liggur því vafalaust fyrir að aflýsa liér eftir samkom- unum í þessari dýrðarinnar höll, þegar væta er, — eða vætu er að vænta. Já, þær eru sann- arlega ekki til einskis, þessar milljónir, sem teknar hafa verið úr vösum okkar borgarbúa og settar í þetta Kúlusukk, sagði íþróttaunnandinn. •Þessi sami maður hafði nýlega verið dagstund norður á Akureyri og þá notað tækifærið og skoðað íþróttahús, sem þar er búið að taka í notkun. Hann sagði, að það væri að vísu engan veginn fullkomið, en þakið á þvl læki þó að minnsta kosti ekki! Þetta hús var ekki ætlað sem íþróttahús, en með tiltölulega litlum tilkostnaði var því breytt í íþróttahús og dugar vel. Hann kvaðst sannfærður um, og hefðu margir raunar bent á það áður, að byggja hefði mátt að minnsta kosti tvö iþróttahús af venjulegri og skynsamlegri gerð fyrir það fé, sem kúluhöllin kostaði, og hann bætti því við, að sennilega hefðu þau verið vatnsheld og nothæf til kvikmyndatöku líka. Hin alvarlegu mistök við kúlu- höllina í Laugardal liafa orðið okkur dýr, sagði liann. Sums staðar erlendis þar sem það tíðkast að hafa eftirlit með framferði og framkvæmd- um opinberra aðila, hefði það sem hér hefur átt sér stað áreiðanlega kostað opinbera rann- sókn. En hér yppa menn bara öxlum, rétt eins og enginn beri ábyrgðina. — K a r 1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.