Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 7
Yfirlýsing frá stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna: í ÞJÓÐVILJANUM 1. marz sl. og Frjálsri Þjóð 2. marz sl. er látið mjög að því liggja, að Sambandi ungra jafnaðarmanna hafi borizt fé frá Leyniþjónustu Bandaríkj- anna (CIA) seinni árin til starf- Bemi sinnar. Er þetta rökstutt með því annars vegar, að sannað sé að Alþjóðasamband ungra jafn aðarmanna (IUSY) hafi þegið fjárstyrki frá CIA og því hins veg- ar, að með ólíkindum megi telja hversu ,,rúm fjárráð SUJ hafa verið. Hafa þeir m.a. gefið út mjög vandað tímarit, — „ÁFANGA“, sem ekkert hefur verið til sparað, en varla sést nokkurs staðar til sölu“, svo að orð Frj'álsrar Þjóð- ar séu tilfærð. En Þjóðviljinn seg- ir m.a. að „raunar 'hafi Samband ungra jafnaðarmanna virzt hafa býsna góð fjárráð í samanburði við önnur æskulýðssamtök hér á landi, eins og m.a. má marka af tímariti sambandsins, sem hefur borið þess merki, að ekki hefur þurft að spara við það peninga." — Stjórn SUJ unir vel því áliti andstæðinganna, að starfsemi sam bandsins hafi verið blómleg og öflug seinni árin. Hins végar hef- ur hún vissulega ekki grundvallað á gjafafé frá Leyniþjónustu Banda ríkjanna eða Alþjóðasambandi ungra jafnaðarmanna. Fé það, sem SUJ hefur áskotnazt seinni árin til starfsemi sinnar og framkvæmda er allt innlent og vel fengið. Skal það nú skýrt nokkru nánar: I. Daglegur rekstur SUJ byggist á mjög mikilli sjálfboðavinnu stjórnarmanna ag annarra félaga. Fé fæst með tvennum hætti ein- vörðungu: með sköttum FUJ-fé- laganna og sérstakri blaðaútgáfu vor og haust. Með sparsemi og fórn fýsi félaganna dugar þetta tvennt til að halda uppi þeirri miklu starfsemi, sem blöðin tvö skilja ekki hvernig takast má, án þess að CIA-fé komi til. II. Tímaritið ÁFANGI hefur nú komið út í 6 ár og átt vaxandi við- gangi að fagna, þrátt fyrir alla þá eríiðleika, sem flest íslenzk tíma- rit eiga við að etja. Ofangreind blöð Alþýðubandalagsins halda því fram, að ekki 'hefði verið unnt að halda því úti ef ekki hefði til komið fé frá erlendum aðilum til að standa undir hallarekstri. Slíkt er fjarri öllu sanni. Útgáfa Á- FANGA hefur heppnazt vegna þess að nánustu aðstandendur hans í röðum samtakanna hafa unnað honum og unnið án greiðslu, hann hefur átt tryggan fjölda áskrif- enda og áskriftarverðið raunar verið í hærra lagi. Nú standa mál að vísu svo, að ritið hefur safnað skuld frá fyrri árum, sem nemur um 120 þúsund krónum. Fyrirsj'áanlegt er þó, að hún verð- ur ritinu ekki að aldurtila, því að bæði hækkaði áskriftargjaldið verulega á miðju síðasta ári og eins hefur nýleg áskrifendasöfn- un fært því stórt hundrað áskrif- enda. Er því ástæða til að ætla, að ÁFANGI muni koma áfram út, ef íslenzkir vinstrimenn vilja kaupa hann og án þess að svo mikið sem ein erlend gjafakróna verði til hans lögð, fremur en til þessa. III. Á síðastliðnu sumri rættist nær fertugur draumur Sambands ungra jafnaðarmanna um eigin húsakynni til starfseminnar. Keypt var 80—90 fermetra skrifstofuhús- næði, þar sem miðstöð hreyfingar- innar verður á komandi timum. Ekki er ósennilegt að þessi kaup eigi sinn þátt í því, að ofangreind alþýðubandalagsblöð telja sér stætt á dylgjum um erlent gjafa- fé til SUJ. Þó er skemmst frá því að segja. að ungt alþýðuflokks- fólk hefur eitt saman lagt til fé til kaupa á húsnæði þessu. Eign- in var keypt á tæpa milljón kr., útborgun nam um 370 þús. kr., en aðrir hlutar kaupverðsins eru föst lán til langs tíma. Ætlunin er að safna öllu því fé meðal ungra jafn- aðarmanna og hafa 85 þeirra þeg- ar lagt fram samtals kr. 221.500, eða að meðaltali 2.650 kr. hver. Fyllsta ástæða er til að ætla, að unnt verði að safna allri útborgun húsnæðisins meðal unga fólksins í Alþýðuflokknum og mun það væntanlega verða innan skamms. Þessi mikla þátttaka og fómfýsi un'gra jafnaðarmanna sýnir vel hug þeirra og baráttuvilja og hug- sjónaást. Og víst er mest um vert að svo rækilega skuli sannast að hún er fyrir hendi. Hitt er illt að dylgja um, að framlög til húsa- Frá fundi S.U.J. kaupa þessara hafi ekki komið til sögunnar úr vösum ungra jafnað- armanna, heldur leynisjóðum CIA. En slíkt er engin hæfa, eins og áður hefur verið lýst. Ungir ís- lenzkir jafnaðarmenn hafa með eigin fé keypt skrifstofuhúsnæði þetta o'g hafa ekki notað til þess fé annar staðar frá. Stjórn SUJ hefur ekki fleiri orð um þetta mál — nema tilefni gef- ist til. Hún mun ekki una dylgj- um fjármál samtakanna og mun grípa til sérstakra ráða í því iefni ef annað dugir ekki. F.h. stjórnar SUJ Sigurður Guðmundsson. AÐALFUNDUR Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Báru götu 11 sunnudaginn 19. marz 1967 kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgðarmönnum, eða umboðsmönnum þeirra föstudaginn 17. marz kl. 13.00—16.00 og laugardaginn 8. marz kl. 10.00—12.00 Stjórnin. IÐJA, FÉLAG VERKSMIÐJUFÓLKS í REYKJAVÍK. AÐALFUNDUR Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík verð ur haldinn þriðjudaginn 21. marz 1967, kl. 8,30 e.h. í Átthagasalnum að Hótel Sögu._ DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Reikningar félagsins liggja frammi í skrif- stofu félagsins. Stjórnin. 18: marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ T

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.