Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 16
Hann á afmæli í dag. Það er ótrúlegt hve margir eiga afmæli þessa dagana. Og það ekki aðeins einstaklingar, heldur líka fyrirtæki og stofnanir, og jafn- vel heil sveitarfélög. Þessu fylg- ir auðvitað talsvert húllumhæ, eins og vera ber, enda er liérna um að ræða aðila, sem geta tæp- lega með góðu móti verið að heiman á afmælisdaginn, eins og nú er mjög í tízku. Það væri t.d. ákaflega erfitt fyrir Borgar- nes, sem verður aldargamall verzl unarstaður í næstu viku, að skreppa til útlanda eða upp á Vatnajökul til þess að komast hjá öllu afmælisumstangi. Og sama gildir um kollega okkar Tímann; hann getur illa lagzt undir feld eða skriðið í felur, meðan afmælið stendur. Annars er þetta kapítuli út af fyrir sig, hve mjög menn eru farnir að hyllast til þess að vera að heiman á afmælisdaginn sinn. Skæðar tungur segja að þetta sé oft gert til þess að losna við að þurfa að gefa heilum lierskara af gestum í staupinu, en slíkt er bæði kostnaðarsamt og krefur auk þess talsverðs húsrýmis. Hitt kemur aúðvitað engum til hugar, Jóhann Hatstein Hvað boðar Jóhanns blessuð sál? Hún boðar kísilgúr og ál. Hún Ijómar eins og glói gull, af gleðiboðskap sneisafull. í gæzkuríkri hendi hans er heilög kristni þessa lands, hver kapella og kirlcjuskrín og kaleikur og messuvín. S S S s s s s s s s s s s s s s s s í s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s $ s s s s s s s s s s að hægt væri að losna við þetta með því að servera einfaldlega ekkert nema kaffi í afmælunum. Það mundi vera ódýrara; að minnsta kosti virðist Hafnar- fjarðarbær vera þeirra skoðunar, en hann hefur nýlega samþykkt að veita ekki áfengi í veizlum sínum, og er sú .samþykkt sjálf- sagt gerð með tilliti til þess, að kaupstaðurinn verður sextugur á næsta ári. Forráðamenn bæjar- ins hafa reiknað út að það verði hægt að sleppa ódýrar frá afmæl- inu með kaffiboðum, en eins og allir vita þá ráða þar í bæ ríkj- um sparnaðarmenn góðir og fjár- vitringar, sem t.d. eiga sér núna þá ósk heitasta að losa bæinn við þann bagga að þurfa greiða ióðverjum stórfé í tolla af met- sölum þess eina togara, sem enn er í eigu bæjarfélagsins. En þetta átti að fjalla um af- mæli, en ekki útgerðarmál eða hafnarfjarðarpólitíkina, sem þó væri hvort tveggja verðugt út- leggingar hér á þessari síðu. Einn .kollega okkar í blaðamanna stétt á afmæli um þessar mund- ir, og um leið og Baksíðan óskar honum til hamingju, vill hún ekki láta hjá líðast að minnast á þykkt aukablað sem út kom af því til- efni. Þar kemur fram, hvílíkir afburðamenn hafa ævinlega unn- ið við það blað; — og er auðvitað ekki nema rétt að menn hæli sér sjálfir, sérstaklega þegar aðrir verða ekki til þess. það fylgir heilmikið af aukaútbúnaði með honum, m.a. stórglæsi- leg krómuð handföng að aftna, svo léttara sé að ýta honum. Bifreiðin fór af staðnum án þess að gera húseigendum að- vart . . . MOGGI Þegar SAS gat ekki komið Lotfleiðum fyrir kattarnef, réðust þeir bara í staðinn á Flugfélag Færeyja . . . Það var gaman að sjá skvís- umar úr Verzló komnar I síðpils í gær. Mér fannst ég bara vera orðinn afi minn . . Það ætti alls ekki að leyfa bíómyndir eins og þessa saensku mynd, sem verið er að sýna núna. Ég er buin að sjá hana þrisvar, og hún er alltaf jafn ósiðsamleg. ...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.