Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 6
Aðalfundur Félags fram- reiðslumanna AÐALFUNDUR Félags fram- reiðslumanna var haldinn 20. feb. sl. Á fundinum var kjörinn for- maður til eins árs og tv'eir nýir stjórnarmeðlimir til tveggja ára og er stjórnin þannig skipuð: Jón Maríasson formaður, Garðar Sig- urðsson varaformaður, Leifur Jónsson ritari, Valur Jónsson gjaldkeri, Viðar Ottesen aðstoðar- gjaldkeri. Til vara: Janus Hall- dórsson, Wilheim Wessmann, Guð mundur H. Jónsson. Form. félagsins flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. Starfsemi félagsins var mjög iþróttmikil og til marks um það má geta þess, að haldnir voru 32 bókaðir stjórnarfundir og 9 félags fundir á árinu. Finnska stúikan Satu Östring, sem er fegurðardrottning Norðurlanda, sýnir hér búninginn, sem stúlkurnar í sýningarskála Norður- landa á beimssýningunni í Montreal munu bera. Hann er blár á lit, teiknaður af Pi Sarpaneva, Undir eru tvær blússur, önnur í fánalit vi komandi lands, og einnig fylgir skyrtukjóll í sama lit fyrir sumarið. Fjórar íslenzkar stúlkur munu starfa í ísl. deild- inni og k æðast þessum búningi. ÞAÐ teljast víst varla fréttir lengur, þegar nýtt fiskiskip bæt- ist í flotann. Nýr, stór bátur, Helga II. bættist í flota Reyk- víkinga í vikunni. En frétt hlýt- ur það þó að vera að hann er að búa sig út á netaveiðar, því aðr- ir líta varla við öðru en nóta- veiðum. Eigandi skipsins er binn kunni afiamaður sem lengst af hefur gen'gið undir nafninu „Ármann á Helgunni". Aflinn er misjafn hjá bátun- um, en mest ber þó á góðum túr- um sem Ásgeir gerir. Eins og nú horfir má búast við að hann verði Þorvaldi á Ásþór erfiður. Skipstjóri á Ásgeiri er Garðar Magnússon. Geta má 'þess að þegar þetta er skrifað (hádegi á fimmtudag) er Ásgeir að landa um 50 tonn- um. Loðnubátarnir landa hér allt- af við og við en heldur hefur tregazt hjá þeim og í dag, fimmtudag, eru þeir allir á inn- leið með slatta. Hæstur loðnu- bátanna er Öm RE með úm 5100 tonn, sem er að aflaverð- mæti rúmlega 2 milljónir. Þessir bátar lönduðu loðnu í Reykjavík í vikunnh Vigri 366' tonnum, Börkur 5S4 tonnum, Arnar 398 tonnum, Ögri 403 tönnum, Grótta 177 tonnum, Þórður Jónasson 614 tonnum, Barði 58 tonnum, Örfirisey 411 tonnum, Þorsteinn 204 tonnum, Gísli Árni 366 tonn um en auk þess landaði hann 14 tonnum af þorski, Bára 100 tonn um, Árni Magnússon 253 tonn- um, Brettingur 103 tonnum. Alls ,er þetta um 4250 tonn og er þá Klettur búinn að taka við alls um 20.250 tonnum af loðnu. Nú er bræla á miðunum, en þróar- rými hjá Kletti er fyrir um 500 tonn. Togararnir Togararnir selja hver öðrum betur um þessar mundir. í vik- unni seldi Surprize í Bremer- haven 196 tonn fyrir 151.500 mörk og Ingólfur Amarson í Cuxhaven 228 tonn fyrir 171.700 mörk. Maí selur á föstudag (þ. e. í gær) og síðast er ég frétti var búizt við svipaðri sölu og síð ast og vil ég þá meina að þetta fari nú að hætta að vera „norm- alt“ með það skip. Fiskkaupend- ur í Þýzkalandi voru búnir að kaupa 150 tonn áður en skipið kom til hafnar, sem þýðir að verðið er mun hagstæðara en venjulega á markaðnum. Alls var Maí með um 300 tonn. Heyrt hef ég að Halldór sé all býræf- inn í ísnum við Grænland og hafi ekki átt auðvelt með að komast út úr 'honum núna síðast. Alla- vega, eitthvað hlýtur hann að hafa sem aðra vantar. í næstu viku eru síðustu sölur fyrir páska ag má úr því fara að búast við að togararnir fari að landa meira heima. í Þýzkalandi eiga Karls- efni, sem er með um 160 til 170 tonn (60 tonn ýsa) og Þormóður Goði að selja í Bremerhaven. Þormóður er með ca. 260 tonn, aðallega karfa. Ekki er hægt að kalla það frekju að ætlast til að þeir selji vel, t.d. mun vera mjög hátt verð á ýsu þar núna. Einn- ig á Úranus að selja í Þýzkalandi í næstu viku en ekki er mér kunn ugt um afia hans. Einn togari landaði í Reykjavík í sl. viku, Neptúnus 14. 3. 78,5 tonn. Á mánudag landar Jón Þorláksson hér heima um 130 tonnum. Ekki er vitað um neinn togara við A- Grænland eins og er, en sjálf- sagt fara þeir þangað ef sunnan- áttin vill vera svo væn að halda sér þar um slóðir, því þá flýr is- inn undan henni. En það verður kannski bið eftir henni þangað til Maí fer þangað næst. Sem kunngt er gekk á ýmsu í samningaumleitunum FF við SVG sl. sumar. Kom til verkfalls fram- reiðslumanna hinn 8. júlí, en það var bannað með bráðabirgðalög- um 79/1966 hinn 15. júlí. í janúar sl. var svo aftur sezt að samningaborðum með veitinga mönnum og fór nú allt friðsam- lega fram, ekki kom til verkfalls og voru samningar undirritaðir 31. janúar. Merkasti áfanginn, sem náðist í samningum þessum var stofnun Lífeyrissjóðs Félags fram reiðslumanna, einnig liækkaði or- lof nokkuð. Sl. haust gekkst Félag fram- reiðslumanna fyrir námskeiði fyr- ir aðstoðarstúlkur framreiðslu- manna, var það vel sótt og þótti takast hið bezta í alla staði. Fjárhagur félagsins er með á- igætum og innan félagsins er starf andi öflugur sjúkrasjóður. Ár- gjald félagsmanna er kr. 300,00 óbreytt frá síðasta ári. Félags- menn eru nú um 90. Aðalfundur Múrarafélags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Múrarafélags Reykjavíkur var haldinn að Freyju götu 27, þriðjudaginn 28. febrúar. Formaður félagsins, Hilmar Guðlaugsson flutti skýrslu stjórn- ar og skýrði frá starfsemi félags- ins á liðnu ári. í upphafi minnt- ist formaður fjögurra félaga er létust á liðnu starfsári og vottuðu fundarmenn hinum látnu virðingu með því að rísa úr sætum. Gjaldkerar gerðu igrein fyrir reikningum félagsins og voru nettóeigmr-hinna ýmsu sjóða um síðustu áramót kr. 3.309.347,36. Eignaaukning á síðasta ári varð ■kr. 633.934,45. Úr sjúkra- og elli- styrktarsjóði félagsins voru veitt- ir stýrkir að upphæð kr. 267.140,00 ■ Veruleg breyting var gerð á reglugerð sjúkra- ag eliistyrktar- sjóðsins, styrkir voru hækkaðir Framhald á 14. síðu. Pétur Axel Jónsson. Bátar alls 9/3 fÓ/3 11/3 12/3 13/3 14/3 15/3 alls iBlakkur 106.640 2.770 6.170 9.760 5.970 1.820 14.660 147.790 Kári Sölm 43.920 7.290 • 8.130 59.340 Fróði 45.880 2.000 4.060 6.760 8.220 67.000 ísl. II 30.100 25.170 3.180 7.440 6.170 0.920 3.560 76.540 Valur 30.640 7.140 7.920 3.340 9.290 58.330 Geir 30.480 3.180 6.350 40.010 Sædís 43.870 7.780 11.370 63.020 Andvari 4.880 4.880 Víkingur 69.400 - - ' ' - 4.270 73.670 Kristbj. 3.320 3.320 Þór Ól. 11.240 7.250 18.490 Smári 2.640 2.970 2.870 7.800 16.280 Ásgeir 149.850 40.060 53.330 243.240 Ásbjörn 112.850 22.720 .21.080 16.650 173.300 Ásþór 219.530 25.060 31.490 18.900 294.980 Hafþór 71.310 10.280 8.350 99.830 Helga 113.850 16.050 22.170 20.670 172.740 Húni II 59.250 10.620 17.440 87,310 - JÖjóIx 18.776 4.990 10.880 11.520 46.160 Hrönn II 6.156, 4.930 4.570 15.650 Aðalbjörg .... 6.550; 4.690 5.050 8,740 0.830 25.860 •'•■• Ásbjörg ...... 9.420 4.260 4.860 3.700 6.280 28.520 $ 18. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.