Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.03.1967, Blaðsíða 9
himins, og hver einasti hermaður, jafnt óbreyttur sem háttsettur, voru sifellt á varðbergi. Litlu tré skálunum þeirra hafði verið hrófl að upp í snatri og meðfram þeim hafði verið lilaðið striga- pokum fullum af sandi. Skálun- um mátti breyta í góð vígi á skammri stundu, en auk þess voru skotgrafir allt í kringum búðirn ar og þar stóðu hermenn á kafi í moldarfeninu og hver blettur á skyrtum þeirra var blautur af svita. Þeir voru þungir á brún, og þarna var lítið talað. í herstöðinni var ferð okkar að landamærunum, eða herstöð- inni Camp Carroll skipulögð. Þeir ákváðu að senda okkur með tveim ur þyrlum sem tækju á sig nokk urn krók til að fljúga ekki beint yfir þau svæði þar sem barizt var. Það var rökrætt um það hvort þyrlurnar skyldu fliúga í mikilli hæð, eða fara örlágt yf ir skógarsvæðið upp af herstöð inni. Þegar flogið er lágt, er hraðinn á vélunum það mikill að leyniskytturnar eru rétt búnar að snúa sér við, þegar vélin er kom in framhjá. Ef hins vegar er flog ið í mikilli hæð, er vélin ekki í skotfæri fyrr en hún fer að lækka flugið, — og það er einmitt þá að flestar þeirra eru skotnar nið ur. Það var ákveðið að fljúga lágt. — Síðan gengum við út að þyrlunum. Báðar höfðu þær orð ið fyrir nokkru hnjaski. Belgur- inn á annarri var eins og sigti eftir skothríð, og á hinni höfðu allir gluggar vinstra megin verið skotnir burtu. Þessir „jeppar" Víetnam styrjaldarinnar tóku sig á Ioft og hávaðinn frá hrevflunum ætlaði að æra okkur. Gluggarnir voru burtu og vélin var opin að aftan, svo að við gætum stokkið sem fyrst út úr henni, ef hún nauðlenti.. Það tók ekki nema 10 mínútur að komast til Camp Carr- ol. Á meðan fylgdust skytturnar, sem voru sitt hvoru megin í vél inni, með öllum mannaferðum á jörðu niðri. Önnur skyttan, sem var ungur piltur, tæmdi eina skot rúlluna niður í þéttan skóginn, þegar hann taldi sig hafa séð hreyfingu á svæði þar sem eng- inn Bandaríkjamaður átti að vera. En kannski hefur hann aðeins verið að létta á taugaspennunni. Camp Carroll er nefnd eftir bandarískum liðsforingja, spm lét lífið fyrir nokkru á þessum slóð u'm, er hann gerði hetjulega til- raun til að bjarga nokkrum fé- lögum sínum, sem höfðu verið umkringdjr. Honum tókst það, en lét lífið fyrir. — Þegar við kom um til Camp Carroll var stór- skotaliðið þar að aðstoða fót- gönguliða, sem áttu í höggi við hermenn frá Norður-Víetnam sem höfðu reynt að komast inn í Suð ur-Víetnam eftir Ho Shi-Minh- slóðinni. Viðnámsgrindurnar á hin um störu fallbyssum grófust nið ur í moldina og loftið nótraði af þungum drunum og hvini frá kúlunum. Fallbyssunum var stjórnað frá framvarðarstöð á hæð skammt frá Camp Carroll. Allt frá því að styrjöldin hófst í Víetnam hefur þessi hæð verið mjög mikilsverð. Nefnist hún Rock Pile og stend ur á lítilli sléttu þar sem koma saman fimm dalir, er ganga til norðurs yfir hlutlausa svæðið og inn í Norður-Víetnam. Þessir dal ir hafa einu nafni verið kallaðir Ho Shi-Minh-slóð, en um þá fóru nær allir birgðaflutningar norð- anmanna við upphaf stríðsins. Nú hafa Bandaríkjamenn náð þarna sterkari aðstöðu og er tugum fall byssna beint að dölunum og varð mennirnir á Rock Pile gefa fyrir skipanir um hvert skuli skjóta, er þeir verða varir við manna- ferðir í dölunum. Á þessum slóð- um er lítil sem engin byggð, enda landið mjög erfitt yfirferð- ar. Það eru ekki margir menn, sem hafa aösetur á Rock Pile. Þeir búa þar í tjöldum, og eini möguleikinn til að koma varningi til þeirra, er að nota þyrlur. Þær lenda á litlum trépalli efst á hæð inni, og færa hermönnunum mat og skotfæri. Rock Pile er mjög erfiður uppgöngu, og eru her- mennirnir þar nokkuð öruggir með að ekki verði á þá ráðizt. Frá þessari litlu hæð hefur ver- ið stjórnað öllum meiriháttar ár- ásum á norðanmenn og flutninga lestir þeirra. Það voru einnig fallbysurnar í Camp Carrol, sem skotið var úr inn á hlutlausa- beltið fyrir nokkrum dögum. Stundum halda norðanmenn uppi látlausri skothríð dag eftir dag á Rock Pile, og það hefur komið fyrir, að hermennirnir þar hafa soltið ef þyrlurnar, eina samband þeirra við umheiminn fyrir utan loftskeytasamband, hafa ekki get að lent hjá þeim. Þeir eru ger- samlega einangraðir á þessari litlu hæð, en gegna afar mikil- vægu hlutverki frá hernaðarlegu sjónarmiði. HÚSBYGGJENDUR Kaupið miðstöðvarofna þar sem úrvalíð er- mest og bezt. Hjá okkur getið þér valið um 4 tegundir: V HELLUOFNINN 30 ára reynsla hérlendis. EIRALOFNINN úr áli og eir, sérstaklega hentugur ’ fyrir hitaveitur. PANELOFNINN Nýjasta gerð, mjög hagstæð hitagjöf. JA-OFNINN Norsk framleiðsla — fáanlegur með fyrirfram innstilltum krana. Stuftur afgreiðslufresfur — Leifið tifboða. h/fOFNASMíÐJÁN EINHOLTI 10 — SÍMI 21220 IANNLÆKNASTOFA MÍN ER FLUTT AÐ LAUFÁSVEGI 12 Viðtalstími frá kl. 9—12 og 2—5 nema laug ardaga. Sími 10452. EYJÓLFUR BUSK, tannlæknir FÆÐINGARHEIMILIÐ í KÓPAVOGI Fæðingarheimilið í Kópavogi vantar ljósmóð ur nú þegar, þarf að vera vön að vinna á deild, upplýsrngar gefur forstöðukonan í síma 41618 kl. 13—14. Jóhanna Hrafnfjörð Borgarholtsbraut 42 Kópavogi. STARF ÆSKULÝÐS- OG ÍÞRÓTTAFULLTRÚA AKRANESS er Iaust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi kennara- menntun/ eða hliðstæða menntun og nokkra reynslu í félagsstörfum. Umsóknarfrestur er til 10. apríl 1967. Umsóknir sendist til Jóhannesar Ingibjarts sonar Heiðarbraut 3. Akranesi. Æskulýðsráð Akraness. 18. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ «$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.