Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 3 Forstjóri Reykjalundar segir aöeins standa á rekstrarfé: Húsið hentar vel fyrir gjörfatlaða - hverfermetrikostarl42þúsundkrónur Húsið umdeilda á Reykjalundi. Hver fermetri kostar 142 þúsund krónur. DV-mynd GVA DV Landsbankinn: Til stendur aö Rekka um 138 stöðugildi í Landsbankanum á þessu ári. Raett hefur veriö um að haflst verði handa viö fækkun- ina á næstunni, jafnvel nú um mánaðamótin, að sögn Helgu Jónsdóttur, formanns Starfs* mannafélags Landsbankans. Aö- geröimar eru liður í spamaöará- ætlun sem hefur verið í mótun í bankanum frá því á síðasta ári. Helga var boðuð ó fund með bankastjórunura vun þessi mál nú í morgun. Hagræðing í rekstri var sett sem skilyrði þegar ríkisstjómin veitti bankanum Qárhagsaðstoð til að standast kröfur um eigin- fjárhlutfall. Það sem þykir koma til greina samkvæmt heimildum DV til að ná fram spamaði er að loka nokkrum útibúum á lands- byggðinni, stytta afgreiðslutíma, fækka vinnustundum, bjóða hlutastörf í stað í'ullrar vinnu og fá íólk til að hætta fyrr vegna aldurs. Þrátt fyrir þessar aðgerð- ir mun verða nauðsynlegí að segja upp nokkrum tugum starfs- fólks. Ari Guðmundsson, yflrmaður starfsmannasviðs Landsbank- ans, vildi ekki tiá sig um máiið í gær og heldur ekki Kjartan Gunnarsson, formaöur banka- ráös Landsbankans. Ekki náðist í bankastjóra Landsbankans. „Yfirlýsing um að húsnæðið henti ekki gjörfótluðum einstaklingum er ekki frá okkur komin, hún er vænt- anlega ættuð frá sérfræðingum á vegum heilbrigðisráðherra. Vanda- máhð er að það vantar peninga til rekstursins á fjárlögum þessa árs. Það er hið hörmulegasta mál. En eft- ir því sem ég best veit stendur til að taka húsið í notkun á næsta ári og þá verður það fyrir gjörfatlaða ein- staklinga. Þeir sérfræðingar, sem við höfum hér á Reykjalundi, meta þetta hús mjög gott fyrir þá,“ sagði Björn Ástmundsson, forstjóri Reykjalund- ar, við DV. Bjöm segir þá á Reykjalundi ekki hafa sóst eftir því að taka að sér bygg- ingu þessa húss. „Við gerðum það fyrir þrábeiðni þáverandi heilbrigð- isráðherra og tókum við söfnunar- fénu að beiðni Lionshreyfingarinnar. Okkur fmnst við aö ósekju dregnir til ábyrgðar í máhnu.“ - Ættu ekki 34 milljónir að duga í hús fyrir 7-8 einstaklinga? „í húsinu eru 7 sérhannaðar íbúðir með mjög fullkomnum innrétting- um. Sameign er hka nokkuð stór. Síðan er bílskúr sem ætlaður er fyrir rafmagnsbíl sem flutt getur hjóla- stóla. Við höfum þegar lýst okkur reiðubúna til að hefja rekstur í hús- inu en peningana vantar." Húsið er 550 fermetrar að stærð og kostaði 79,9 milijónir króna. Hver fermetri kostar þannig 141.636 krón- ur. Sem viðmiðun má taka stóra ný- byggingu undir skrifstofur og sér- hæfða starfsemi þar sem fermetrinn kostar rúmar 90 þúsund krónur. Bjöm sagöi skiptar skoðanir uppi um hverjir ættu að vistast í húsinu. Upprunalega hefðu menn séð fyrir sér fólk sem lakast var sett varðandi fótlun og aðstöðuleysi. „Það er spurning hvort þetta fólk gerir sér grein fyrir því, vegna heilaskemmda, við hvaö það býr og hvort það sé jafn- vel betur komið inni á venjulegum sjúkrastofum. Við emm með marga fjölfatlaða kandídata í þetta hús á Reykjalundi. Það er matsatriði hvort ekld eigi aö vista þar þá einstaklinga sem gera sér grein fyrir aðstöðunni og geta nýtt sér hana. En vistun ein- staklinga fer fyrst og síðast eftir þeim fjármunum sem fást til rekstursins." -hlh Fréttir Guðmundur Bjamasom Eftirlitvar ekkiá hendi ráðu- neytisins „Hönnun eða eftirlit með bygg- ingarframkv’æmdinni var ekki á hendi ráöuneytisins og ábyrgð þess því engin nema ef vera skyldi að það lét draga sig of iangt varöandi kostnaðinn. Það gerð- um við aöeins þar sem þörfin fyr- ir þetta búsnæði var mjög brýn. Lionshreyfingin sá um bygging- arframkvæmdirnar og undirbjó í samráði við Reykjalund þar sem staösetning á húsinu var fyrir- fram ákveðin. Það voru þó gefin fyrirheit af hálfu heilbrigöisráðu- neytisins að það yrði greitt sem á vantaði til að húsiö yrði reist,“ sagði Guðmundur Bjamason sem var heilbrigöisráðherra þegar bygging hússins fyrir fjölfátlaöa hófst á Reykjalundi. Guðmundur segir að ráðuneyt- ið hafi verið með byggingarnefnd i gangi þegar söfnun Lionsmanna fór af stað. Var hún að undirbúa svipaða byggingu við Grensás- deild Borgarspítala enda þörf fyr- ir húsnæði af þessu tagi. „Það mál lenti aftur fyrir þar sem söfn- unarféö var skilyrt með þeim hætti að húsið risi við Reykja- lund. Við heíðum gjarnan viljað fá söfnunarféð til að setja í það verkefni sem þegar var í gangi af hálfu ráöuneytisins." -hlh miðað við efnahagshorfur! LADA • LADA • LADA • LADA Frá 418.000,- kr. 104.500,- kr. út og 10.051,- kr. í 36 mánuði Frá 498.000,- kr. 124.500,- kr. út og 11.974,- kr. í 36 mánuði Frá 523.000,- kr. 131.000,- kr. út og 12.568,- kr. í 36 mánuði Frá 798.000,- 200.000,- kr. út og 19.172,- kr. í 36 mánuði Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. AFAR KAl .VII.I I I K HOSTIIR: BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.