Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1993 9 Lögreglan segir að eldur hafi verið kveiktur á þrem stöðum. Olíulykt var af einum þeirra sem sluppu lifandi. Varðturn Inngangur — Þyrlur komu og fluttu slasaða á brott. Dagurinn hófst á því að hringt var á búgarðinn, fólkið vakið og því skipað að koma út. Laust eftir hádegi að staðartíma var búgarðurinn brunninn til grunna eftir íkveikju garðverja að þvi er lögreglan segir. 86 létu lífíð. Þetta er atburðarásin: Vatnsgeymir Vistarverur Rutur i kvenna neðanjarðar- Kvenna — skýli :: Vistarveruf karla n M728 skriðdrekar notaðir til ** að brjóta göt á útveggi búgarðsins. Táragasi dælt inn um götin. Gasinu var beint að innganginum, íbúð Koresh, rútustæði neðanjarðar og kjallara byggingarinnar. T áragasskriðdrekinn I Eldur breiddist út um ” allan búgarðinn á innan við 45 mínútum. Slökkviliðið kom hálftíma eftir að kveikt var í. Arminum er sveiflað fram og hann notaður sem múrbrjótur. Skriðdrekinn er brynvarinn og vopnaður léttri fallbyssu. Vegartálmi ----* Arminum sveiflað fram eins og múrbrjót Gamli Mexikov Lengd 10 metrar Galtará Heimreið Þyngd: 58 tonn. Breidd: 4 metrar. Hámrkshraði: 45 km. Elgssloði Bugarðurinn FJOL- MIÐLAR VARÐSTOÐ 1000 —I Vegar tálmi metrar Heimild: USATODAY Hörmuleg aðkoma á búgarðinum í Waco í Texas efdr brunann mikla: Fólkið á búgarðinum sviðnaði allt til ösku - BiII Clinton forseti hefur fyrirskipað rannsókn en vísar ábyrgð á Koresh „Þetta er eins og útbrunninn varð- eldur. Við fundum eitt lík í útjaðri búgarðsins en það var svo brunniö að engin leiö var að bera kennsl á það,“ sagði James Collier, héraðs- dómari í Waco, eftir að hann hafði farið á búgarð sértrúarsafnaðar Davids Koresh og kynnt sér aðstæð- ur. Lögreglan hefur veriö að leita að líkum í rústunum allt frá því eldar slokknuðu þar. Aðkoman er hörmu- leg og enn hefur ekkert heillegt lík fundist. Að sögn þeirra sem farið hafa inn á búgaröinn hafa allir þeir sem lentu í eldinum sviðnað til ösku á staðnmn. Sögusagnir eru um að Koresh hafi látið myrða bömin áður en kveikt var í. Sjálfur átti hann 17 hörn og létu þau öll lífið. Þá fórust í það minnst átta börn að auki. Dauði harnanna hefur vakið hvað mestan óhug í Bandaríkjunum og eykur á efasemdir manna um hvort lögregl- an hafi staðið rétt að við áhl^upið á húgarðinn. Bill Clinton forseti hefur fyrirskip- Ekkert stendur uppi a( byggingum á búgaröinum við Waco annað en vatns- geymirinn. Fullvíst er talið að menn á búgarðinum hafi kveikt í sjálfir enda notaði lögreglan engin eldfim efni í áhlaupi sínu. Enn er ósannað hvort Koresh gaf sjálfur skipun um sjálfsmorð og íkveikju. Hann lét þó skjóta á fólk sem reyndi að flýja. Simamynd Reuter að rannsókn á þætti lögreglunnar. Hann hefur jafnframt lýst yfir stuðn- ingi við lögregluna og Janet Reno dómsmálaráðherra sem tók loka- ákvörðun um að leggja til atlögu. Clinton sagði í gær að Koresh bæri að sínu viti einn ábyrgð á því sem gerðist enda augljóslega bijálaður. Gagnrýnendur lögreglunnar segja áð vel hefði mátt bíða enn um stund eftir uppgjöf safnaðarinns. Umsátur hafði þá staðið í 51 dag. Lögreglan segir aftur á móti að hún hafi haft vitneskju um ofbeldi gegn bömum á búgarðinum. Þar á meðal eiga þau að hafa sætt kynferðislegum mis- þyrmingum. Upphaflega var ákveðið að upp- ræta starfsemina á húgarðinum þann 28. febrúar eftir að vitneskja fékkst um ofbeldi þar og brot á lögum um meðferð áfengis og skotvopna. Þeir sem sluppu lifandi segja að Koresh hafi ekki gefið skipun um fjöldasjálfsmorð og íkveikju. AUs komust níu menn lífs af en 86 fórast í eldinum. Reuter Útlönd Maiavíbúa Aðeins 6,49 prósent íhúa Afríkuríkisins Malaví styðja Hastings Banda forseta og eins flokks stjórn hans sem hefur ver- iö viö völd frá þvi landið varð sjálfstætt árið 1964. Þetta kemur fram í nýjasta tölu- blaði óháða mánaðarritsins Mic- hirau Sun. Könnunin náði til rúmlega átta hundruö einstakl- inga og var hún gerð í janúar. Rúmlega áttatíu og fimm pró- sent aöspurðra vora aftur á móti fylgjandi fjöltlokkalýðræöi. Banda hefur fallist á þjóðarat- kvæðagreiðslu um framtíöar stjórnskipan landsins vegna mik- ils þrýstings erlendis frá. Umhverfissinn- aríJapanvilja Hópur japanskra umhverfis- verndarsinna, sem berst gegn byggingu nýs golfvallar, hefur hvatt til þess aö 29. apríl næst- komandi verði golflaus dagur um heim allan. Þessi dagur er almennur frídag- ur í Japan og kallast þar „græn- plöntudagurinn“. Margir Japanir aka klukku- stundum saman í gjfurlegri helgarumferð til að geta spilað golf og eyða í þaö vænum íjár- fúlgum. Félagsgjald í flottum klúbbi getur kostað allt að 5,5 miHjónum íslenskra króna. Breti reynir afiur aðróaaleinn yfir Kyrrahafið Breski ævintýramaðurinn Pet- er Bird lagöi af stað frá Vladivo- stok á Kyrrahafsströnd Rúss- lands áleiðis til Bandaríkjanna á sunnudag í tæplega níu metra löngum árabáti. Bird gerir ráð fyrir að taka land i San Francisco í október, Bird reri yfir Kyrrhafið 1982-83, frá San Francisco til Ástralíu og tók térðalagið hann 294 daga. Honum var bjargað undan Ástr- alíustrond skömmu áður en bát- ur hans brotnaði í spað. Kappinn ætlar að róa átta klukkustundir á dag, tuttugu ára- tog á mínútu. Hann mun safna upplýsingum fyrir bandaríska hai'rannsóknarstofnun á leiöinni yfir hafið. Neitaraðhafa kysstogfaðmað mafíubófa Giuiio Andreotti, fyrrum forsæt- isráðherra ítal- íu, sagði í gær aö staðhæfing- ar um að hann hefði faðmað og kysst mafíu- guðfóðurinn Salvatore „Toto“ Ri- ina á fundi á Sikiley væri „mjög alvarlegur rógburður". Öldungadeild ítalska þingsins, sem ræðir þessa dagana hvort svipta eigi Andreotti þinghelgL ; birti fyrr í gær vitnisburð Bald- assares di Maggio, fyrrum bíl- stjóra Riina. Di Maggio fullyrti aö þeir Andreotti og Riina heföu hLst fyr- ir sex árum á heimili fyrrum skattheimtumanns sem dæmdur var í fangelsi árið 1987. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.