Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Er íslenska þjóðin heiðin? Útvarpsmessa á skírdag hefur heldur betur vakiö viö- brögð. Enda kannske til þess ætlast. Snorri Óskarsson, forstööumaöur hvítasunnusafnaðarins í Vestmannaeyj- um, fór höröum orðum um útgáfustarfsemi, sem hann taldi þjóna illum öflum, og talaði í því sambandi um kukl, klám og djöfladýrkun. Þessi messa var flutt í nafni þjóðkirkjunnar og ýmissa sértrúarsafnaða og var nokk- urs konar inngangsorð kirkjunnar þegar páskahátíðin gekk í garð. Eldmessa Snorra verður því ekki afgreidd eins og hver annar ofstækisboðskapur. Snorri hefur ekki flutt þessa ræða að vanhugsuðu máh. í viðtali við DV á laugardaginn endurtekur hann flestallt það sem hann haföi á orði á skírdag. Aðalinntak í málflutningi Snorra Óskarssonar er að þjóðin sé heiðin og þjóðkirkjan hafi látið undir höfuð leggjast að ráðast gegn þeim öflum og upplausn í þjóðfélaginu sem af- kristni íslendinga. Snorri nefiiir ekki aðeins útgáfustarfsemi sem dýrki djöfulinn. Hann segir þjóðina siðlausa og trúlausa í mörgu tiUiti. Hann nefnir fóstureyðingar, kynvillu, sora- skap í kynlífi hvers konar, afbrot, hórdóm, eiturlyQanotk- un og aðra spillingu. Snorri vill að þjóðkirkjan rísi upp og boði til vakning- ar og baráttu gegn spilltum öflum og spilltu hugarfari. Ef íslendingar séu kristnir eigi þeir að haga sér sam- kvæmt því og kirkjunnar menn eigi að hafa forystu um að kenna fólki hvað sé rétt og rangt og hvað samrýmist kristilegu hugarfari og hvað ekki. Sjálfsagt finnst mörgum að forstöðumaðurinn hafi tek- ið mikið upp í sig og auðvitað er varasamt að nafngreina tiltekna einstaklinga eða fyrirtæki þegar almennt er far- ið orðum um siðspilltan heim. Enda stendur til að höfða mál gegn honum af þeim sökum. Það er annar handlegg- ur. En eftír stendur sú áleitna spuming hvort þjóðin sé í raun heiðin? Það, eitt og sér, er áhyggjuefni, ekki síst þegar því er haldið fram af manni sem hefur það fyrir atvinnu að breiða út kristna trú. Þjóðkirkjan heldur því að vísu fram að kirkjusókn fari vaxandi en er eitthvert samasemmerki á mflli kirkjusóknar og trúarhollustu? Er nútímaþjóðfélag orðið siðlaust og trúlaust í reynd? Það er margt tfl í því hjá Snorra Óskarssyni að virðing- in fyrir lífinu og dyggðunum fari þverrandi. Ábendingar hans um fiölgun fóstureyðinga af htlu sem engu tflefni vekja vissulega athygh. Afstaða og siðferðfleg viðhorf gagnvart blygðunarfullri hegðun hefur orðið að opin- skárri bersögh. Það flokkast undir frelsi í kynlífi og breyttan lífsstíl. Þá er það rétt að leit manna að öðru haldreipi en kristnum boðskap er æ meira áberandi. Hér á árum áður leitaði fólk andlegs styrks í Guði þegar að þrengdi og erfiðleikar sóttu heimihn heim. Trú- arstyrkurinn og guðhræðslan hélt lífinu í þjóðinni þegar fátækt og örbirgð voru ahsráðandi. Nú leitar fólk annað. Þróunin virðist sú að eftír því sem kreppan eykst því lengra gengur fólk í spillingu, siðlausum athöfnum og storkun gegn gömlu og góðu velsæmi. Það er of langt gengið að halda því fram að þjóðin sé heiðin. En hinu er eflaust nokkuð tfl í, að íslendingar hafa fjarlægst þær siðferðflegu hugmyndir sem kristnin hefur að leiðarljósi. Að því leyti er hugvekja Snorra hvíta- sunnumanns þörf áminning í víðtækum skflningi. Þjóð- kirkjan og þjónandi prestar hafa hér verk að vinna og þá ekki síður foreldrar og kennarar og aðrir málsvarar hins kristflega siðferðis. Ehert B. Schram Samdráttur í þjóðarbúskap: Ólíku saman að jaf na Víðast hvar á Vesturlöndum hef- ir hagvöxtur verið lítill undanfarin ár eða um hreinan samdrátt þjóð- arframleiðslu að ræða ásamt miklu atvinnuleysi. Ástandinu er líkt við kreppuárin. Ástæöur þess sam- dráttar, sem nú á sér stað í þjóðar- búskap, eru í raun allt annars eðlis en á kreppuárunum fyrir um 60 árum. Vandi Færeyinga verður t.d. ekki rakinn til verðfalls sjávaraf- urða heldur fyrst og fremst til brostins auðlindagrundvallar þar sem veiðar hafa brugðist. Óþarfi ætti að vera að tíunda ástandið í Finnlandi. Þegar tilskip- anahagkerfi Sovétríkjanna leið undir lok brást útflutningsmarkað- ur Finna að miklu leyti. Efnahags- ástandið í Þýskalandi dregur dám af þeim feikilega kostnaði sem sam- eining þýsku ríkjanna hefir haft í för með sér. Lélegt ástand fisk- stofna við ísland hefur sett svip sinn á efnahagslíf íslendinga. Þama er því um margvíslega þætti að ræða sem hver um sig hefir áhrif á ákveðnu sviði eða land- svæði. Væntingar í jafnvægi Heimskreppan, sem skall á í lok októbermánaðar 1929, var af öðrum toga spunnin. Ónóg eftirspum leiddi til birgðasöfnunar, samdrátt- ar í framleiöslu, uppsagnar starfs- fólks, minnkandi tekna og minnk- andi eförspumar. Hún hófst með verðhruni í kauphöllinni í Wall Street. Allar væntingar höföu hnig- ið í sömu átt. Það er að verð hluta- bréfa myndi fara hækkandi eins og þaö haföi lengi gert. Væntingar kaupenda og seljenda em yfirleitt í jafnvægi þannig að þrátt fyrir skammtímasveiflur er verð nokkuð stöðugt þegar til lengri tíma er litið. Hrunið, sem hófst í kauphöllinni í Wall Street seint í október árið 1929, stafaði af því aö væntingar breyttu skyndi- lega um stefnu. Verðbréfasalar gerðu sér ljóst að hagur fyrirtækja almennt réttlætti ekki hið háa verð hlutabréfa. Eðlilegt var aö skelfmg gripi um sig í kauphöllum og nú kepptust allir við að selja þegar menn sáu ffam á að tapa ekki aðeins eigin fiármagni heldur einnig annarra. Fjöldi fólks missti aleigu sína á þessum fiárglæfrum, tók með sér verðbréfasala í fallinu og í kjölfarið fylgdu bankar í stómm stíl þar eð þá skorti bakhjarl þegar að þrengdi. Sporin ættu aö hræöa Fyrir fimm og hálfu ári féllu hlutabréf verulega í veröi í kaup- Kjállarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræöingur höllum víða um heim. Tímabundin skelfing greip um sig en á skömm- um tíma jafnaði markaðurinn sig án frekari eftirmála. í byrjun fiórða áratugarins dróg- ust þjóöartekjur almennt ört sam- an og atvinnuleysi fór vaxandi. Talið er að um 15 milljónir manna hafi verið atvinnulausar í Banda- ríkjunum á árinu 1932 þegar at- vinnuleysi var hvað mest. Aðgerðir sfiómvalda gerðu ástandið jafnvel enn verra. Stefnt var að hallalaus- um fiárlögum og leitaö að nýjum tekjustofnum í stað þeirra sem höföu þornað upp í samdrættinum. Hinir svokölluðu Smoot-Hawley tollar leiddu til keðjuverkandi hamla í viðskiptum. Heimsverslun beiö afhroð og kreppan breiddist um heiminn. Það sem áður var vöxtur þjóðarframleiöslu varð að 47% samdrætti á verðlagi hvers árs á einungis fiórum árum. - Sporin ættu að hræða. Þegar Roosevelt tók við af Hoover reyndi hann að blása í glæður efna- hagslífsins. Aðferðirnar voru tald- ar jaðra við stjómarskrárbrot. At- vinnulausum fækkaði um 6 millj- ónir en meira þurfti til að vinna bug á kreppunni á fiórða áratugn- um; heimsstyrjöld. í raun lauk henni ekki fyrr en eftir árás Japana á Perluhöfn þegar Bandaríkja- menn fóm að vígbúast. Kristjón Kolbeins „Lélegt ástand fiskstofna við island hefur sett svip sinn á efnahagslíf íslendinga," segir m.a. i greininni. „Ástæður þess samdráttar sem nú á sér stað í þjóðarbúskap eru í raun allt ann- ars eðlis en á kreppuánmum fyrir um 60 árum. Vandi Færeyinga verður t.d. ekki rakinn til verðfalls sjávaraf- urða.. Skoðanir annarra Bruðl með almenningsfé „Umræðumar um Evrópubankann nú, rétt eins og ákvarðanir stjómvalda í Frakklandi, Bandaríkj- unum og víöar um stórfelldan niðurskurð risnu- reikninga, sýna okkur að almenningur þohr hvergi að þannig sé farið með fé hans. Þetta á reyndar jafnt við um opinberar stofnanir og stór almenningshluta- félög. Á hvomm vettvanginum sem er, hafa stjórn-' endumir fé annarra milli handanna." Úr forystugrein Mbl. 16. apríl H af ðir að meiri f íf lum „Löggjafarvaldið hefur í gegnum tíðina látið nota sig til að búa til margs konar sjóði til eflingar greiðsl- um til handhafa menningarinnar. ÁUtamál er hverj- ir em haföir að meiri flflum, fiárveitingavaldið eða skattborgarar, þegar menningarsköpunarsjóöirnir em stofnsettir og mokað í þá fé allt með sjálfvirkum hætti...Svo eru ekki tU peningar til að kenna krökk- um aö lesa eða tíl að borga þvottakonum fyrir aö skúra skólastofnanir." OÓ í Tímanum 16. apríl Hversu djúpt rista sinnaskiptin? „Alþýðuflokkurinn hlýtur að fagna því að for- maður Álþýöubandalagsins hefur skipt um afstöðu til herstöövarinnar og Nató, þótt enn sé óvíst hversu djúpt sinnaskiptin rista í röðum hans eigin flokks- manna, en sem kunnugt er hafa margir í forystu flokksins lagst gegn þeim...Breyttar aðstæður á vett- vangi alþjóöamála hafa þannig skapað jaröveg fyrir nýja samræðu milU jafnaðarmanna og sósíaUsta á íslandi, sem um síðir gæti leitt til breytinga á flokka- skipan á íslandi." Úr forystugrein Alþ.bl. 20. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.