Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Qupperneq 26
46
Leikhús
ÞJÓÐLEIKHÚSID
Sími 11200
Stóra svlöið kl. 20.00.
KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon.
Þýðlng og staófærsla: Þórarlnn Eldjárn.
Lelkmynd og búnlngar Hlin Gunnars-
dóttir.
Leikstjórn: Asko Sarkola.
Lelkendur: Lilja Guórun Þorvaldsdóttir,
örn Árnason, Tinna Gunnlaugsdótir,
Pilmi Gestsson, Ólatía Hrönn Jónsdóttlr,
Siguróur Sigurjónsson, Ingvar E. Slg-
urðsson, Halldóra Björnsdóttlr, Randver
Þorláksson og Þórey Slgþórsdóttlr.
Frumsýnlng fös. 30. april kl. 20.00.
2. sýn. sun. 2/5,3. sýn. fös. 7/5,4. sýn.
flm.13/5.
DANSAÐ Á HAUSTVÖKU
eftir Brian Friei
Lau. 24/4, allra sióasta sýning.
MYFAIR LADYsöngieikur
eftir Lerner og Loeve.
Á morgun, örfá sæti laus, fös. 23/4, örfá
sæti laus, lau. 1/5, lau. 8/5.
Ath. Sýnlngum lýkur I vor.
MENNIN G ARVERÐLAUN DV1993
HAFIÐ eftir Ólaf Hauk
Simonarson.
Sun. 25/4, uppselL
Vegna mikillar aðsóknar verða aukasýn-
ingar sun. 9/5 og mlð. 12/5.
DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir
Thorbjöm Egner.
Á morgun kl. 13.00, uppselt (ath. breyttan
sýningartima), lau. 24/4 kl. 14.00, upp-
selt, sun. 25/4 kl. 14.00, uppselL sun. 9/5,
sun.16/5.
Litlasvlðiðkl. 20.30.
STUND GAUPUNNAR eftir
Per Olov Enquist.
Lau. 24/4, sun. 25/4, lau. 1/5, lau. 8/5, sun.
9/5.
Siðustu sýningar.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftiraðsýninghefsL
Smiðaverkstæðlð ki. 20.00.
STRÆTI eftir Jlm Cartwright.
í kvöld, uppselL flm. 22/4, uppselL fös.
23/4, uppseH, lau. 24/4 kl. 15.00 (ath.
breyttan sýningartima), sun. 25/4 kl. 15.00
(ath. breyttan sýnlngartima), lau. 1/5,
sun. 2/5, þri. 4/5, mið. 5/5, flm. 6/5.
Allra sfðustu sýnlngar.
Ath. að sýningin er ekkl við hæfi barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum i sallnn
eftir að sýnlng hefsL
Ósóttar pantanir seldar daglega.
Aðgöngumiðar grelðist vlku fyrlr sýningu
ella sekflr öðrum.
Miðasala Þjóðlelkhússlns er opln alla
daga nema mánudaga frá 13-18 og fram
að sýnlngu sýnlngardaga.
Mlðapantanir frá kl. 10 vlrka daga i síma
11200.
Greiðslukortaþj. -Græna linan 996160.
LEIKHÚSLÍNAN 991015.
Þjóðleikhúslð - góða skemmtun.
Tilkyimingar
Órafmagnaöir tónleikar með
Loðinni rottu
í kvöld verða haldnir tónleikar á
skemmtistaönum Barrokk, Laugavegi 73.
Þá mun hljómsveitin Loðin rotta með
Richard Scobie í fararbroddi skemmta
r gestumBarrokksórafmagnaðfrákl. 23.30
og til kl. 03.00. Þetta er í fyrsta skipti, svo
um sé vitað, að svo þekkt hljómsveit sem
Loðin rotta tekur þátt i tónleikmn sem
þessum. Eins og flestir vita hefur hijóm-
sveitin verið ein allra vinsælasta hljóm-
sveit landsins um árabil. Þetta veröur
kannski í fyrsta og síðasta skiptið sem
almenningi gefst kostur á að sjá viðburð
sem þennan. Aðgangur er ókeypis.
Hreyfimyndafélagið
sýnir bresku myndina Peeping Tom,
frá 1960, í leikstjóm Michael Powell.
Myndin þykir ein sú albesta sem fram-
leidd var á sjöunda áratugnum og er
uppáhald jafn ólíkra manna og söng-
skáldsins Morrissey og leiksljórans
' Martins Scorsese en Scorsese stóð fyrir
því að myndin var endurútgefin.
Peeping Tom fjallar inn mann sem er
ákaflega skaddaður af uppeldi sínu og
þjáist af óstjómlegri gægiþörf.
Myndin þykir enn í dag einn mesti sál-
ffæðitryliir allra tima.
Þetta em síðustu sýningar Hreyfi-
myndafélagsins í vor en fimmmiðakortin
munu gilda áfram í haust.
Sýnd miðvikudaginn 21. april kl. 21.00
og mánudaginn 26. april kl. 17.00.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra sviðlð:
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
eftir Astrid Lindgren
Tónllst: Sebastian.
Lau. 24/4, fáeln sæti laus, sun. 25/4, lau.
1/5, sun. 2/5, næstsíðasta sýnlng, sun. 9/5,
siðasta sýning.
Miðaverð kr. 1.100, sama verð fyrir böm
og fullorðna.
Skemmtilegar gjafir: Ronju-gjafakort,
Ronju-bolir o.fl.
Stórasvlðkl. 20.00.
BLÓÐBRÆÐUR
Söngleikur eftir Willy Russell.
í kvöld, næstsiðasta sýning, fös. 23/4, sið-
asta sýning.
FÁAR SÝNINGAR EFTIR.
TARTUFFE ensk leikgerö á verki
Moliére.
Lau.24/4, lau1/5, lau.8/5.
Coppelia.
íslenski dansflokkurinn.
Uppsetning:
Eva Evdokimova.
Flmmtud. 22/4 kl. 16.00, sunnud. 25/4,
sunnud. 2/5 kl. 14.00, laugard. 8/5 kl. 14.00.
Litlasviökl. 20.00.
DAUÐINN OG STÚLKAN eftir
Ariel Dorfman
Í kvöld, fim. 22/4, fös. 23/4, lau. 24/4.
GJAFAKORT, GJAFAKORT
ÖÐRUVÍSIOG SKEMMTILEG GJÖFI
Miðasalan er opin alla daga frá kl.
14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17.
Miðapantanir i síma 680680 alla virka
dagafrákl. 10-12.
Greiöslukortaþjónusta -
Faxnúmer 680383.
Leikhúslinan, sími 991015.
Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem
dögum fyrir sýn.
Leikféiag Reykjavikur-
Borgarleikhús.
Sumardagurinn fyrsti
I Norræna húsinu
Bamabókaráðið - íslandsdeild IBBY
heldur að venju sumargleði í Norræna
húsinu.
Dagskráin hefst klukkan 3.
Böm úr Melaskóla flytja frumsamið
tónverk fyrir ásláttarhljóðfæri. Stjóm-
andi Helga Gunnarsdóttir tónmennta-
kennari.
Viðurkenxúngar bamabókaráösins fyr-
ir framlag til bamamenningar.
Söngleikur: Nýju fótin keisarans. Leik-
gerð Magnúsar Péturssonar á ævintýri
H.C. Andersen. Flytjendur em 11 ára
böm úr Hvassaleitisskóla. Stjómandi
Kolbrún Ásgrímsdóttir. Ljóðalestur
bama. Leiklestur nema úr Fósturskólan-
um.
Eden í Hveragerði
Eden í Hveragerði er þrjátiu og fimm
ára á morgun, sumardaginn fyrsta.
Verður mikið um að vera þar, veitingar
ókeypis, „enda þótt komi tiu þúsund
manns," sagði eigandi og forstjóri, Bragi
Einarsson frá ísafiröi, í viðtah við blaðið.
Eden er bæði blómaskáli og veitinga-
staður eins og alþjóð veit og þar em oft
haldnar myndlistarsýningar. Um þessar
mundir sýnir þar þekkt og umtöluö lista-
kona, ungfrú Ríkey Ingimundardóttir,
bæði málverk og relef-myndir.
Leikfélag Akureyrar
%
B$nx rfrlaimtt
Operetta
Tónlist
Johann Strauss
í kvöld kl. 20.30. Örfá sæti laus.
Föstud. 23.4. kl. 20.30. UppselL
Laugard. 24.4. kl. 20.30. Uppselt.
Föstud. 30.4. kl. 20.30.
Laugard. 1.5. kl. 20.30. UppselL
Sunnud. 2.5. kl. 20.30.
Föstud. 7.5. kl. 20.30.
Laugard. 8.5. kl. 20.30.
Miðasala er í Samkomuhúsinu,
Hafnarstræti 57, alla virka daga kl.
14 til 18 og sýningardaga fram að sýn-
ingu.
Símsvari fyrir miðapantanir allan
sólarhringinn.
Greiðslukortaþjónusta.
Siml í mlðasölu:
(96)24073.
ÍSLENSKA ÓPERAN
__Jiin
öardasfurstynjan
eftir Emmerich Kálmán.
Föstudaginn 23. april kl. 20.00.
Laugardaglnn 24. april kl. 20.00.
Föstudaginn 30. april kl. 20.00.
Laugardaginn 1. mai kl. 20.00.
SÍÐUSTU SÝNINGAR.
Miðasalan er opin frá kl.
15.00-19.00 daglega en til kl.
20.00 sýningardaga. SÍM111475.
GREIÐSLUKORTAÞJÖNUSTA.
LEIKHÚSLÍNAN 99-1015.
Gleðikvöld á Hótel Örk
Mikið verður um að vera á Hótel Örk
síðasta vetrardag. Los Paragyas leika á
gítar og syngja mexikönsk, suðuramerísk
og indíánalög fyrir hótelgesti. Ennfremur
mun KK bandiö troöa upp og önnur fjör-
ug hljómsveit.
Hátíðahöldin sumardaginn
fyrsta í Garðabæ
Skátamessa i Garðakirkju, klukkan
11 verður fánaathöfh við Garöakirkju og
strax að henni lokinni veröur skátamessa
í Garðakirkju. Skátar munu standa heið-
ursvörö og vigðir verða nýliðar inn í fé-
lagið. Ræðumaöur dagsins verður
Tryggvi Páll Friöriksson.
Skrúðganga dagsins, klukkan 14 legg-
ur skrúögangan af stað frá mótum Hof-
staöarbrautar og Kariabrautar og mun
lúðrasveitin Svanur sjá um að allir gangi
í takt. Skátar úr Vífli munu ganga fyrir
göngunni með fánaborg.
Vorsýning Myndlistarskóla
Garðabæjar
Myndlistarskóli Garðabæjar er nú að
Ijúka 3. starfsári sínu. Skólinn hóf starf
sitt haustið 1990 og var þá eingöngu með
námskeið fyrir böm og unglinga. Siðast-
Uðið haust hófust einnig námskeið fyrir
fuUorðna í málun, myndvefnaði og bland-
aöri tækni. Stjómendur skólans em þær
Margrét Kolka Haraldsdóttir og Ingibjörg
Styrgerður Haraldsdóttir en auk þeirra
kennir Hafdís Helgadóttir við skólann.
Skólinn opnar sýningu á verkum nem-
enda í félagsheimiU Stjömunnar við Ás-
garð í Garðabæ sumardaginn fyrsta,
þann 22. apríl kl. 16.00. Sýningin verður
opin dagana 22.-24. april fiá kl. 16.00 til
19.00.
Borgardætur
skemmta á Hótel Borg
Á sumardaginn fyrsta verður boðið upp
á söngskemmtun á Hótel Borg. Þar flytur
söngtrióiö Borgardætur, sem skipað er
þeim Andreu Gylfadóttur, Ellenu Krist-
jánsdóttur og BergUndi Björk Jónasdótt-
ur, tónlist í anda Andrewsystra. Undir-
leik annast SetuUðið sem er sextett, skip-
aður þeim Eyþóri Gunnarssyni, píanó,
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993
Þórði Högnasyni, bassa, Matthíasi M.D.
Hemstock, trommur, Sigurði Flosasyni,
saxófón og klarinett, Veigari Margeirs-
syni, trompet, og Össuri Geirssyni, bás-
únu. InnifaUð í miðaverði, sem er 2980
krónur, er tveggja rétta kvöldveröur
ásamt kaffi og konfekti. Húsið verður
opnað kl. 19. Borðhald hefst kl. 20. For-
sala aðgöngumiða er á Hótel Borg milh
kl. 16 og 20. Borðapantanir em 1 sima
11440.
Hverfishátið i Seljahverfi
sumardaginn fyrsta
Sumardagurinn fyrsti hefur jafiian
verið hátíðisdagur á íslandi, liklega sér-
stæður hátíðisdagur okkar sem skiljum
svo vel mun veturs og sumars.
Nú í ár verða hátíðahöld víða. í Selja-
hverfinu í Breiðholti ætla íþrótta- og tóm-
stundaráð Reýkjavikur og félagssamtök
sem starfa í Seijahverfi, það em Félags-
miðstöðin Hólmasel, ÍR, Seljakirkja og
Skátafélagið Seguh, að halda hverfishá-
tíð.
Hátíðahöldin hefiast kl. 13.30. Þá verð-
ur safhast saman við Seljabraut 54, Kjöt
og fisk, og gengið í skrúðgöngu vrndir
lúðrablæstri um hverfið. Þegar skrúð-
gangan kemur að Seljakirkju verður þar
Qölskylduguðsþjónusta. Að henni lokinni
hefst Qölbreytt dagskrá á kirkjuplaninu
og við Hólmasel.
Sumardagurinn fyrsti í
Hafnarfirði
KL 10 verður skrúðganga frá skáta-
heimilinu Hraunbyrgi v/Hraunbrún,
gengið um Flatahraun, Álfaskeið, fram
hjá Sólvangi og Lækjargötu að Hafiiar-
fjarðarkirkju þar sem verður skátamessa
kl. 11.00, prestur séra Gunnþór Ingason,
kl. 13.00 verður árlegt viðavangshlaup
frjálsíþróttadeildar FH á Strandgötu.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum: 5
ára og yngri, 6-7 ára, 8-9 ára, 10-12 ára,
13-14 ára, 15-18 ára, 19-29 ára og 30 ára
og eldri. Allir þátttakendur fá viðurkenn-
ingarskjöl, þrír fyrstu fá verðlaunapen-
inga og fyrsti hlaupari í hveijum flokki
fær farandbikar.
Blettaskoðun
Félag íslenskra húðlækna og Krahba-
meinsfélag fslands sameinast um þjón-
ustu við almenning á sumardaginn
fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl. Fólk sem
hefur áhyggjur af blettum á húð getur
komið á göngudeUd húð- og kynsjúkdóma
að Þverholti 18 þar sem húðsjúkdóma-
læknir skoðar blettina og metur hvort
ástæða er til nánari rannsókna. Skoðun-
in er ókeypis. Nauðsynlegt er að panta
tíma með þvi að hringja í sima 621990
miðvikudaginn 21. apríl.
Þetta er í þriðja sinn sem þessir aðilar
sameinast um blettaskoðun í sumarbyij-
un. Sums staðar erlendis er hhðstæð
þjónusta orðin árviss enda er reynslan
af henni góð og dæmi eru um að varhuga-
verðar breytingar á húð hafi fundist
tímanlega.
Tónleikar á Suðurnesjum og
Snæfellsnesi
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og
Peter Máté píanóleikari munu halda tón-
leika á næstu dögum. Þeir fyrstu verða
í Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 22.
apríl (sumardaginn fyrsta) og hefjast kL
20.30, föstudaginn 23. apríl kl. 20.30 í
Grundarfjarðarkirkju, í Stykkishólms-
kirkju kl. 16.00 en þau veröa jafhffamt
með kynningu fyrir tónlistarskólann í
Stykkishólmi.
Að lokum verða tónleikar á vegum tón-
listarfélagsins i Garði og verða þeir
mánudaginn 26. apríl kl. 20.30. í Sæborgu.
Tónlistarfélag Borgarfjarðar
Á sumardaginn fyrsta, 22. apríl, kl.
21.00 verða tónleikar í Borgameskirlgu
og laugardaginn 24. apríl kl. 16.00 í Bú-
staöakirkju í Reykjavik til heiðurs Þórði
Kristleifssyni í tilefiú hundrað ára af-
mælis hans.
Á tónleikunum veröa meðal annars
flutt lög sem Þórður hefur þýtt eða frum-
ort texta við.
Fram koma: Theódóra Þorsteinsdóttir
sópran, Kveldúlfskórinn í Borgamesi,
stjómandi Ingibjörg Þorsteinsdóttir og
Karlakórinn Söngbræður, stjómandi
Sigurður Guðmundsson.
Hátíðahöld í Kópavogi
Hátíðahöldin vegna sumardagsins
fyrsta í Kópavogi verða að þessu sinni í
umsjá Skátafélagsins Kópa. Skátamessa
verður í Kópavogskirkju og hefst hún kl.
11.00. Hátiðardagskrá verður siðan í
Íþróttahúsinu á Digranesi kl. 14.00 aö lok-
inni skrúðgöngu úr Hamraborg í miðbæ
Kópavogs aö Digranesi.
Lifunartónleikar
í Háskólabíói
Sumardaginn fyrsta, kl. 20, verða haldnir
tónleikar í Háskólabíói til styrktar bygg-
ingu tónlistarhúss. Þar koma fram Sin-
fóníuhljómsveit islands og einvalaUö
popptónlistarmanna og flytja tónverkiö
Liftin eftir meðlimi hljómsveitarinnar
Trúbrots sem gerði garðinn frægan
snemma á áttunda áratugnum. Ein-
söngvarar em Björgvin HaUdórsson, Sig-
ríður Beinteinsdóttir, Stefán Hilmarsson,
Daníel Ágúst Haraldsson og Eyjólfur
Kristinsson.
Önnur verk á efnisskrá tónleikanna
em Sverðdansinn eftir Aram Khatsja-
túijan en í dansinum fær Sinfóníuhljóm-
sveitin Uðsstyrk Viihjáims Guðjónssonar
rafgítarleikara. Þá flytur Sinfóniuhljóm-
sveitin þrjá dansa úr Grimudansleik
Khatsjatúijans. Hijómsveitarstjórar á
tónleikum þessum verða PáU P. Pálsson
og Ed Welch.
Tónleikar Kórs Átthaga-
félags Strandamanna
Sumardaginn fyrsta, 2. apríl, kl. 17,
heldur Kór Átthagafélags Strandamanna
í ReyHjavik vortónleika sina í Breiðholts-
klriúu í Mjódd. Stjómandi kórsins er
Erla Þórólfsdóttir, undirleikari á pianó
er Laufey Kristinsdóttir.
Félagsvist
í Kópavogi
Kvenfélagið Freyja í Kópavogi verður
með félagsvist sumardaginn fyrsta, kl.
15, að Digranesvegi 12 í Kópavogi. Spila-
verðlaun og kafUveitingar.
Júpiters á Tungiinu
Júpiters verður með tónleika í Tungl-
inu í kvöld í tilefni síðasta vetrardags.
BalUð hefst á miðnætti og stendur fram
eftir nóttu.
Húnvetningafélagið
Sumarfagnaður verður fbstudagskvöld
23. aprfl í Húnabúð, Skeifunni 17. Hófið
hefst kl. 22.00.
Félag eldri borgara
Vetur verður kvaddur í Risinu í kvöld
kl. 20. Skemmtiatriði og dans. Lokað á
morgun í Risinu.
Afmæli Júpiters
Sumardaginn fyrsta heldur hljómsveitin
Júpiters upp á fjögurra ára afinæU sitt
með viðeigandi hætti á 22. Boðið veröur
upp á ýmsar uppákomur og gamlir félag-
ar taka í hljóöfæri. Aögangur er ókeypis.
Sumar í Kringlunni
Sumarkomunni er fagnað einn daginn
enn í Kringlunni en undanfama daga
hafa verið alls konar uppákomur og
skemmtanir fyrir viðskiptavini Kringl-
unnar. í dag munu hressir krakkar frá
fimleikafélögunum sýna listir sínar og
glimumenn frá Armanni takast á sam-
kvæmt fomum hefðum. Einnig verður
tískusýning. Veröur sumartiskan ftá
verslimum í Kringlunni kynnt. Fyrirsæt-
ur fiá Wild sýna.
Tapaðfundíð
Bíllinn sem hvarf
frá Hátúni 6 aðfaranótt laugardagsins
3. aprfl sl., Fiat Uno, Y-12861, silfurgrár
fljósgrár/sanseraður).
Fólk er beðið að athuga umhveríi sitt
hvort þar geti staðið einmana Fiat Uno,
Y-12861, sem ratar ekki sjálfur heim, og
láta þá lögregluna vita.