Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Síða 28
48
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL1993
Afmæli
Haraldur Hermannsson
Haraldur Hermannsson verslnnar-
maður, Barmahlíð 9, Sauðárkróki,
verður sjötugur á morgun, sumar-
daginnfyrsta.
Starfsferill
Haraldur er fæddur að Ysta-Mói í
Fljótum og alinn þar upp á mann-
mörgu heimili. Hann stundaði bama-
og unglingaskóla í Fljótum og síðar
nám við Héraðsskólann í Reykholti.
Árið 1947 hóf Haraldur búskap að
Ysta-Mói og bjó þar á móti foreldrum
sínum þar til þau létu af búskap.
Sjálfur hætti hann búskap árið 1973
og flutti þá til Haganesvíkur.
Þar tók hann við starfi kaupfélags-
stjóra Samvinnufélags Fljótamanna
ásamt því að sjá um póstafgreiðsluna.
Kaupfélagsstjórastarfmu gegndi Har-
aldur tíl ársins 1977 þegar Samvinnu-
félagið var sameinað Kaupfélagi
Skagfirðinga en hann hefur starfað
hjá Kaupfélaginu síðan.
Haraldur hefur einnig gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína
og sýslu um lengri eða skemmri tíma.
Hann var hreppstjóri Haganeshrepps
1970-82, hreppsnefndarmaður, sýslu-
nefndarmaður, í stjórn Búnaðarsam-
bands Skagafjarðar og formaður
jarðanefndar Skagafjarðarsýslu
ásamt öðrum trúnaðarstörfum.
Hann starfaði jafnframt að félags-
og íþróttamálum í sveitinni og var
m.a. formaður Skíðafélags Fljóta-
manna um árabil. Haraldur flutti til
Sauðárkróks árið 1979.
Fjölskylda
Haraldurkvæntist 29.12.1946
Guðmundu Pálínu Hermannsdótt-
ur, f. 27.11.1927, starfsstúlku á
Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Hún er
dóttir Hermanns Steins Jónssonar,
b. og smiðs, og Petru Stefánsdóttur
húsmóður. Þau bjuggu að Hamri í
Holtshreppi og síðar í Vík í Haga-
neshreppi.
Böm Haralds og Guðmundu eru:
Hermann Bjöm, f. 20.3.1947, stýri-
maður á Akureyri, kvæntur Sigur-
hönnu Ólafsdóttur, f. 3.11.1947, og
eiga þau tvo syni og eitt bamabarn;
Jóhanna Petra, f. 22.6.1949, sjúkra-
liði á Sauðárkróki, gift Jónasi Sva-
varssyni, f. 17.2.1948, og eiga þau
þijár dætur og tvö bamabörn; Linda
Nína, f. 7.6.1954, skrifstofumaður á
Sauðárkróki, gift Jóni Eðvald Frið-
rikssyni, f. 23.10.1954, og eiga þau
þrjú böm. Fyrir átti Linda eina dótt-
ur; Lára Gréta, f. 15.10.1957, banka-
starfsmaður í Reykjavík, gift Magn-
úsi Sigfússyni, f. 23.3.1956, og eiga
þau þijú börn; Þröstur Georg, f. 11.5.
1959, stýrimaður á Dalvík, kvæntur
Ingu Bimu Magnadóttur, f. 6.3.1959,
og eiga þau þrjú böm; Ellen Hrönn,
f. 19.5.1961, starfsstúlka Sjúkrahúss
Sauðárkróks, gift Gunnari Bimi
Ásgeirssyni, f. 12.8.1960, og eiga þau
eina dóttur; Stefán Logi, f. 16.11.
1962, skrifstofustjóri á Sauðárkróki,
kvæntur Ingu Sesselju Baldursdótt-
ur, f. 28.6.1960, og eiga þau þrjú
böm; Róbert Steinn, f. 21.12.1963,
línumaður í Steinullarverksmiðj-
unni á Sauðárkróki, í sambúð með
Erlu Valgarðsdóttur, f. 6.5.1964, og
eiga þau tvær dætur; og Haraldur
Smári, f. 9.9.1966, kjötiðnaðamemi
á Sauöárkróki, í sambúð með Eydísi
Eysteinsdóttur, f. 7.12.1970, ogeiga
þau einn son. Fyrir átti Smári tvær
dætur.
Systkini Haralds em: Halldóra
Margrét, f. 11.10.1912, gift Friðriki
Mámssyni, f. 8.8.1910, og búa þau á
Siglufirði; Lárus, f. 4.3.1914, búsett-
ur í Reykjavík; Niels Jón Valgarð,
f. 27.7.1915, kvæntur Steinunni Jó-
hannsdóttur, f. 27.12.1918, og búa
þau í Reykjavík; Rannveig Elísabet,
f. 12.11.1916, d. 29.7.1981, var gift
Jóni Jónssyni, f. 9.7.1910, d. 26.3.
1963, og bjuggu þau á ísafirði;
Hrefna, f. 25.6.1918, gift Jónasi
Bjömssyni, f. 25.10.1916, og búa þau
á Siglufirði; Sæmundur Ámi, f. 11.5.
1921, kvæntur Ásu Helgadóttur, f.
18.3.1930, og búa þau á Sauðár-
króki; Georg, f. 24.3.1925, búsettur
á Ysta-Mói í Fljótum; og Björn Val-
týr, f. 16.6.1928, kvæntur Rögnu
Þorleifsdóttur, f. 3.4.1929, og búa
þauíReykjavík.
Foreldrar Haralds voru Hermann
Haraldur Hermannsson.
Jónsson, f. 12.12.1891, d. 30.9.1974,
hreppstjóri og b. á Ysta-Mói, og Elín
Lárusdóttir, f. 27.2.1890, d. 26.3.1980,
húsmóðir. Þau bjuggu lengst af á
Ysta-MóiíFljótum.
Foreldrar Hermanns voru Níels
Jón Sigurðsson, verslunarmaður á
Bíldudal og síðar í V-Barðastrand-
arsýslu, og Halldóra Bjamey Magn-
úsdóttir húsmóðir. Foreldrar Elínar
voru Láms Ólafsson, útvegsbóndi í
Hofsósi, og Margrét Jónsdóttir hús-
móðir.
Haraldur tekur á móti gestum á
heimili sínu á afmælisdaginn.
90 ára
Helga Jónsdóttir,
Goðheimum 23, Reykjavik.
Helga er að heiman.
Stekkjarflöt 20, Garðabæ.
Maria Sólrún Jóhannedóttir,
Staöarvör 3, Gríndavík.
Eígíiunaður hennar er Ingimar Óskar
Magnússon sjómaöur. Hún er aö heim-
Magnús Sigurdsson,
Rauðúsi 19, Reykjavík.
80 ára
;; Sigriður J. Claessen, .
Nökkvavogi 36, Reykjavik.
Guðrún Bjurnudóttir,
Víöiltindi 10 1, Akureyri.
50 ára
Edda Stelngrknsdóttir, :
Hvannalundi 3, Garðabæ.
Guðjon SamúeIs8on,
Sigurbjörg Ásta Magnúsdóttir,
Grenigrund 7, Kópavogi.
Þórunn G. Þórarinsdóttir,
Hjaltabakka 26, Reykjavík.
Skúii Hartmannsson,
Hrísmóum 1, Garðabæ.
Kristjana Petra Þorláksdóttir,
Garðavegi 13, Haihariiröi.
Eirikur Snæbjörnsson,
Staö I, Reykhólahreppi.
Auður Valgeírsdóttir,
Kambaseli 66, Reykjavik.
Sófus Ólason,
Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarflrði.
90 ára
Sigríður Eriingsdóttir,
Miklubraut 7, Reykjavík.
Guðrún Jónasdóttír,
Hóiavallagötu 13, Reykjavík.
Elín Dóra ingibt'rgsdóttir,
Dalbrún II, Biskupstungnahreppi.
Kristín J.H. Green,
Lækjarfit 3, Garðahæ.
Anna Jóna Ágústsdóttir,
Ásbraut 7, Kópavogí.
Ari Stefánsson,
Engjaseii 65, Reykjavík.
Stefanía Hóvarðsdóttír,
Teigaseli 5, Reykjavík.
Bergvin Oddsson,
IUugagötu 36, Vestmannaeyjum.
Sigurður Hannesson,
Hliðarstræti 13, Bolungarvik.
Magnúsína Guðmundsdóttir,
Faxabraut 49, Keflavík.
40 ára
Valdimar Guðjónsson,
Samtúni 40, Reykjavik.
70 ára
Hallur Kristvinsson,
Efstasundi 94, Reykjavík.
Sigþóra Gústnfsdóttir,
Hávegi 6, Sigluflrði.
Stefán Hannesson,
Hagamel 24, Reykjavík.
60 ára
Jón Þór Karlsson,
Reyðarkvisl 5,; Reykjavík.
Herjólfsgötu 15; Vestmannaeyjum.
Marteinn Eliaseon,
Mánagötu 10, Reyðarfirði.
Sigurður Sigurðsson,
Dúfnahólum 6, Reykjavík.
50 ára
Siguriaug Björg
Lárusdóttir,
Hólabergi 34,
Reykjavík.
Sigurlaug Björg
veröur heima á af-
mælisdaginn og
með heitt á könn-
unnt.
Guðný Kristín Kristjánsdóttír,
Heiðarlundi 3 C, Akureyri.
Bjarni Júiius Einarsson,
Meistaravöllum 27, Reykjavík.
Hermuttdur Jörgensson,
Fomasandi 2, Hellu.
Gunnor Sigurður Vaitýsson,
Nesi, Hálshreppi.
Hilmar Bernburg,
Melgeröi 23, Reykjavík.
Guðmundur Oddsson
Guðmundur Oddsson, skólastjóri og
bæjarfulltrúi í Kópavogi, Fögru-
brekku 39, Kópavogi, verður fimm-
tugurámorgun.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Neskaup-
staö og ólst þar upp. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MA1964, lauk BA-
prófi í sögu og landafræði við HÍ
1967 og prófi í uppeldisfræði viö HÍ
samaár.
Guðmundur var stimdakennari
við Víghólaskóla í Kópavogi 1964-65,
kennari þar 1965-74, yfirkennari
1974-84 og skólastjóri Þinghólsskóla
í Kópavogi frá 1984. Þá stundaði
Guðmundur sjómennsku flest sum-
ur 1959-78.
Guðmundur sat í stjóm FUJ í
Kópavogi 1965-80, í stjórn Bridgefé-
lagsins Ásamir 1972-74, var formað-
ur blakdeildar Breiðabliks frá stofn-
un 1973-79, varaformaður Blaksam-
bands íslands 1975-77, bæjarfulltrúi
fyrir Alþýðuflokkinn í Kópavogi frá
1978, bæjarráðsmaður frá 1978 og
forseti bæjarstjómar 1989-90. Hann
er varaþingmaður í Reykjaneskjör-
dæmi fyrir Alþýðuflokkinn frá 1987,
situr í stjóm Álmenningsvagna á
höfuðborgarsvæðinu, var formaður
framkvæmdastjómar Alþýðu-
flokksins 1984-86 og frá 1990, í stjóm
Brunabótafélags íslands frá 1982 og
Vátryggingafélags ísland hf. frá
1989.
Fjölskylda
Eiginkona Guðmundar er Sóley
Stefánsdóttir, f. 14.1.1945, kaupmað-
ur. Hún er dóttir Stefáns B. Ólafs-
sonar, múrara á Ólafsflrði, og Stef-
aníu Haraldsdóttur húsmóður.
Böm Guðmundar og Sóleyjar eru
Stefanla, f. 13.1.1964, húsmóðir í
Kópavogi, gift Þorsteini Geirssyni
og em böm þeirra íris Hrand og
Sóley; Sigrún, f. 15.12.1969, nemi við
KHÍ, en sambýlismaður hennar er
Jóhann Jóhannsson; Sunna, f. 7.2.
1977, grunnskólanemi í foreldrahús-
um.
Systkini Guðmundar: Rósa Ingi-
björg, f. 10.2.1940, póstmeistari í
Kópavogi, í sambýli meö Sigurði
Sigvaldasyni og á Rósa þrju böm
af fyrra hjónabandi; Jóhann Berg-
vin, f. 22.4.1943, skipstjóri í Vest-
mannaeyjum, kvæntur Maríu Frið-
riksdóttur og eiga þau þrjú börn;
Hrafn Óskar, f. 2.11.1945, skipstjóri
í Vestmannaeyjum, í sambýli með
Friðriku Svavarsdóttur og eiga þau
eina dóttur; Svanbjörg, f. 5.10.1951,
kennari í Vestmannaeyjum, gift
Guðmundur Oddsson.
Sævaldi Elíassyni og eiga þau þrjú
böm; Lea, f. 27.9.1955, ljósmóðir og
hjúkrunarfræöingur í Njarðvík og á
húneina dóttur.
Foreldrar Guömundar: Oddur A.
Sigurjónsson, f. 23.7.1911, d. 26.3.
1983, skólastjóri á Neskaupstað,
blaðamaður í Reykjavík og loks
bókavörður í Vestmannaeyjum, og
Magnea Bergvinsdóttir, f. 26.2.1917,
húsmóðir og fyrrv. matráðskona.
Guðmundur tekur á móti gestum
í félagsheimih Kópavogs milli kl
18.00 og 20.00 á afmælisdaginn.
Þorgerður Einarsdottir
Þorgeröur Einarsdóttir húsmóðir,
Furugerði 1, Reykjavík, er áttræð í
dag.
Starfsferili
Þorgerður fæddist að Hesti í Hest-
firði en fluttist tveggja ára gömul
með foreldrum sínum til Bolungar-
víkur og ólst þar upp.
Þorgerður bjó í Bolungarvík allt
til ársins 1950 og starfaði þar mikið
að félagsmálum, var m.a. formaður
kvenfélagsins Brautar í mörg ár.
Árið 1950 fluttist Þorgerður svo til
Reykjavíkur þar sem hún býr í dag.
Fjölskylda
Þorgerður giftist 10.10.1931 Jóni
Guðfinnssyni, f. 11.9.1911 á Litlabæ
í Skötufirði d. 15.12.1979, skipstjóra.
Hann var sonur Guðfmns Einars-
sonar formanns og Halldóru Jó-
hannsdóttur húsmóður á Litlabæ í
Skötufirði.
Sonur Þorgerðar og Jóns er Einar,
f. 6.5.1933 í Bolungarvík, skipaeftir-
litsmaður, kvæntur Vem Einars-
dóttur, f. 21.4.1938 á ísafirði, versl-
unarmanni og eiga þaufjögur börn
ogáttabamaböm.
Systkin Þorgerðar eru: Álíheiður,
f. 18.4.1914, húsmóðir, var gift Jóni
Þórarinssyni sjómanni og smið sem
nú er látinn og eignuðust þau fjögur
börn; Hálfdán, f. 25.2.1917, skip-
stjóri, kvæntur Petrínu Jónsdóttur
húsmóður og eignuðust þau sex
böm en eitt þeirra er nú látið; Dað-
ey, f. 26.7.1919, húsmóðir, var gift
Guðmundi Einarssyni sjómanni
sem nú er látinn og eignuðust þau
sex böm og em þrír synir á lífi; og
Guðrún, f. 9.5.1921, húsmóðir, gift
Hákoni Péturssyni fyrmm verk-
stjóra og eiga þau tvo syni.
Foreldrar Þorgerðar vom Einar
Hálfdánarson, f. 16.7.1889 d. 2.8.
1921, formaður í Bolungarvík og
Jóhanna Einarsdóttir, f. 9.6.1888 d.
14.10.1951, húsmóðir.
Ætt
Einar var sonur Hálfdáns á Hesti,
Einarssonar, b. og hreppstjóra á
Hvítanesi, Hálfdánssonar, prests á
Kvennabrekku í Dölum og síöar próf-
asts á Eyri í Skutulsfirði. Móðir Hálf-
dáns á Hesti var Kristín Ólafsdóttir.
Móðir Einars var Daðey Steinunn
Daðadóttir, dóttir Daða Eiríkssonar
Þorgerður Einarsdóttir.
b. á Eiríksstöðum í Ögursókn og
Elísabetar Elíasdóttur.
Jóhanna var dóttir Einars, frá
Kleifum, Jónssonar, á Folafæti og
síðar á Kleifum, Jóhannessonar.
Móðir Einars, kona Jóns, var Gróa
Benediktsdóttir.
Móðir Jóhönnu var Jónína Jóns-
dóttir, Jónatanssonar skálds og
Ingibjargar Jónsdóttur, systur Guð-
rúnar, móður Stefáns frá Hvítadal.
Þorgerður tekur á móti gestum á
heimili sonar síns og tengdadóttur,
Háaleitisbraut 55, Reykjavík, á milli
kl. 16 og 19 á sumardaginn fyrsta.