Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 Veiðivon Laxveiðitíminn að hefjast: Byrjar í Norð- urá og Þverá í Borgarfirði - veiði hefst nokkrum tímum seinna í Laxá á Ásum Það styttist í að veiðimennimir kasti fyrir laxa í straumum veiði- ánna á þessu sumri. Fyrstu veið- iárnar verða opnaðar á þriðjudag- inn og það eru Norðurá og Þverá í Borgarfirði. Eftir mat á þriðjudag- inn verður svo Laxá á Ásum opnuð fyrir veiðimönnum. Spennan er mikil við opnun veiðiánna því það er spáð mjög góðri veiði í sumar og það skiptir miklu máli hvemig byijunin verð- ur. Veiðileyfi fyrir 100-200 milijónir em ennþá til en salan hefrn- samt tekið góðan kipp síðustu vikumar. Það em stjórnarmenn í Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur sem opna Norðurá eins og venjulega. Þeirra á meðal eru Friðrik Þ. Stefánsson, Stefán Á. Magnússon, Guðlaugur Bergmann, Kristján Guðjónsson, Jón Gunnar Borgþórsson og Ólafur Haukur Ólafsson svo einhverjir séu nefiidir. Félagar í Sporði opna Þverá og þar á meðal em Jón Ólafsson, Sig- urður Helgason, Gísh Ólafsson og Jón Ingvarsson. Veiðin má hefjast klukkan sjö á þriöjudagsmorguninn í Norðurá og Guölaugur Bergmann opnar Norð- urá en hér heldur hann á laxi með þeim Ingva Hrafni Jónssyni og Walter Lenz. DV-mynd G Þverá í Borgarfirði en klukkan fjögur í Laxá á Ásum. „Það sáust laxar að stökkva neð- arlega í Miðfjarðaránni, líklega hafa það verið laxar á leið í ána,“ sagði Böðvar Sigvaldason, formað- ur veiðifélags Miðfjarðarár, fyrir skömmu. -G.Bender Asgeir Heiðar, staðarleiðsogu- maður í Laxá í Kjós, var einn af þeim mörgu sem tóku þátt í kast- keppinni. Bás Veiðihússins var valinn sá athyglisverðasti af sýnendum. DV-myndir G.Bender Veiðimessan 1 Perlunni: 25 þúsund manns mættuá „Við erum meiriháttar hressir með þessa sýningu. Það mættu kringum 25 þúsund manns á stað- inn þá daga sem opið var,“ sagði Stefán Á. Magnússon en hann skipulagði sýningima Veiðimess- una 1993 en henni lauk um helgina. „Viö ætlum að halda þessa sýn- ingu á hveiju ári hér eftir og það staðinn eru flestir búnir að panta bása aö ári. Sýnendur kusu athyglisverð- asta básinn og það var bás Veiði- hússins. Á sunnudaginn var svo haldin kastkeppni og það var Einar Páll Garðarsson sem vann þá keppni,“ sagði Stefán ennfremur. -G.Bender Rjúpnatalning á Þingvöllum Að frumkvæði Skotveiðifélags íslands var í fyrsta skipti gerð rjúpnataln- ing á Þingvöllum fyrir fáum dögum. í fylgd þjóðgarðsvarðar og undir faglegri stjórn Arnþórs Sigfússonar líffræðings tókst förin hið besta enda var veður gott. DV-mynd Sverrir Sch. Matgæðingur vikimnar Kræklingasalat - með ristuðu brauði „Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að elda, fyrir utan að hlusta á góðan djass. Eg uni mér hvergi eins vel og í eldhúsinu, viö að elda góðan mat og prófa nýjar upp- skriftir," sagði Soffía Kristbjöms- dóttir, húsmóðir og starfsstúlka á deild 19 á Kópavogshæli. Hún hefur kosið að gefa uppskrift að krækl- ingasalati semhún segir aö sé mjög vinsælt á heimili sínu. Salatið er upplagt sem aðalréttur á sólheitum sumardegi. Ekki spillir að mats- eldin er sáraeinfóld og fyrirhafnar- lítil. Sem sagt, upplagt heima eða í sumarbústaðnum. Og hér kemur svo uppskriftin. Það sem þarf 1 dós Musselsalad 500 g rækjur 2-3 tómatar 1 græn paprika 1-2 ferskar perur Vi melóna blá vínber Ávextir og grænmeti skorið í bita og öllu blandað saman í skál. Sósa Tveir hlutar sýrður ijómi einn hluti mayonnes HP-fruity-sósa (lítið) tómatsósa karrí Öllu blandað saman. Með þessum rétti er gott að hafa ristað brauð. Enn betra er að hafa glóðheitt, heimabakað brauð. Hér kemur uppskrift að einu slíku. Heimabakað brauð 3 dl mjólk eða 1 'A mjólk og 1 'A vatn 40 g pressuger (4 tesk.) 400 g hveiti eða 200 g hveiti og 200 g gróft nyöl 2 matsk. sykur 70 g smjörlíki Öllu blandað saman, hnoðað og Soffía Kristbjörnsdóttir. látið lyfta sér þar til það hefur nær tvöfaldast. Móta má úr deiginu smábrauð sem eru pensluð með eggi og stráð yfir sesamfræi. Látin standa í smástund. Síðan bökuð í 12-15 mín. við 200 gráða hita á C. Auðveldur eftirréttur Soffía sagðist ekki standast mátið að gefa uppskrift að mjög auðveld- um eftirrétti sem væri jafnframt afar gómsætur. Hún er svona: 1 peli þeyttur ijómi DV-mynd BG 2 stk. Snickers (skorið smátt) 2-3 marengskökur Snickers er blandað saman við ijómann og kökumar muldar sam- an við. Skreytt með kiwi. Soffía Kristbjömsdóttir skorar á systur sína, Hrafnhildi Krist- bjömsdóttur, að vera næsti mat- gæðingur. „Hún er voða flink að búa til mat og á örugglega eftir að gefa lesend- um helgarblaðsins uppskrift að góöum rétti.“ Hinhliðin Fæ ekkert sumarfrí - segir Andrea Gylfadóttir tónlistarmaður „Ég fæ ekkert sumarfrí því ég verð að spila í allt sumar. En ég tók mér frí í febrúar og skrapp þá til New York í nokkra daga.“ Þetta segir Andrea Gylfadóttir tónlistarmaður sem er í hinni hlið- inni að þessu sinni. Fullt nafn: Andrea Gylfadóttir. Fæðingardagur og ár: 13. septemb- er 1962. Maki: Enginn. Börn: Bjartur Guðjónsson, 11 ára. Bifreið: Engin. Starf: Tónlistarmaður. Laun: Mjög misjöfn. Áhugamál: Tónlist, útivera ýmiss konar, leikir og þrautir, auk þess sem ég er krossgátufrík. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? í mesta lagi eina. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með skemmtilegu fólki sem er hamingjusamt. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Rífast. Uppáhaldsmatur: Ýmiss konar austurlenskur matur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn, eða malt og appelsín blandað saman. Hvaða íþróttamaður fínnst þér standa fremstur í dag? Þeir eru margir framarlega. Uppáhaldstímarit: Ekkert sérstakt. Andrea Gylfadóttir. - Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Ég hef sennilega ekki séð hann ennþá. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Hlutlaus eins og staðan er í dag. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég hefði viljað hitta Billie Holliday meðan hún var og hét. Uppáhaldsleikari: Anthony Hopk- ins. Uppáhaldsleikkona: Vanessa Redgrave. Uppáhaldssöngvari: Placido Dom- ingo. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Simpson-fjölskyldan. Uppáhaldssjónvarpsefni: Gamlar, góðar bíómyndir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Þau mál eru svo óljós í dag aö ég vil ekki tjá mig um þau. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? Ég hlusta htið á útvarp en mér finnst gufan ágæt. Uppáhaldsútvarpsmaður: Páll Ósk- ar Hjálmtýsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Nokkuð jafnt. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjöggi Halldórs þegar hann kynnir dag- skrána á Stöð 2. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn númer 1, þetta fer eftir því fólki sem er inni á þeim hveiju sinni. Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍA. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtiðinni? Ég hlýt að gera það. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég fæ ekkert sumarfrí því ég verð að spila í allt sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.