Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 29. MAÍ1993 11 Vísnaþáttur Oft ég sótti á þinn fund Eg lét loks verða af því nú fyrir skömmu að heimsækja gamian kunningja, Ágúst Vigfússon kenn- ara, sem er manna fróðastur um gamla daga, stálminnugur og auk þess prýðilega hagmæltur. Ég hafði lengi ætlað mér að „heilsa upp á hann“ gæfist tækifæri til en látið við það sitja þar til nú. Árangur við- ræðna okkar fer hér á eftir, þó aðeins að hluta til, því ekki rúmast hann aRur í einum þætti. Ágúst segir svo frá: „Fyrir allmörgum árum kynntist ég öldruðum Skagfirðingi, Jóhanni Magnússyni frá Gilhaga. Hann var sambýlismaður minn um nokkurt skeið. Jóhann er bæði greindur og skemmtilegur, sagði manna best frá, snjall hagyrðingur. Þau voru ótalin kvöldin sem við röbbuðum saman um margvísleg málefni og þó einkum um skáldskap. Hann kunni ógrynni af ljóðum og ferskeytlum, enda Skag- flrðingar kunnir fyrir það að þeim er létt um að gera stökur. Þegar Jóhann flutti úr nágrenninu kvaddi ég hann með eftirfarandi stökum: Oft ég sótti á þinn fund, eitt var það sem réði: Mér fannst alltaf styttast stund og stöðugt hlýna í geði. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Alltaf hafa yljað mér óður þinn og ríma, því er skylt að þakka þér þennan liðna tíma. Daginn eftir fékk ég kveðjubréf frá Jóhanni: Nú mun fundum fækka um skeið, fyrr við undum saman, þá gat lundin létt og heið lífgað stundargaman. Vorið 1974 komum við saman skólasystkinin sem luku prófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1934. Þá voru liðin fjörutíu ár síðan við kvöddum þessa merku stofnun. Við þetta táekifæri voru margar ræður fluttar eins og venja er undir slíkum kringumstæðum, rifjuð upp gömul kynni og minnst liðinna samveru- stimda. Þá varð þessi staka til: Senn er lokið langri göngu, lítinn hlaut ég skammt. Þetta skiptir annars öngvu, allir kveðja jafnt. Ég kynntist Hannibal Valdimars- syni, þeim þjóðkunna manni, nokk- uð mn árabil. Mér þótti að mörgu leyti mikið til mannsins koma. Rösk- leiki hans, baráttugleði og vígfimi á mannfundum vakti athygli flestra. Það var aldrei logn í kringum hann. Þó var það svo að við vorum sjaldan sammála. Þegar hann lýsti því yfir að hann væri hættur afskiptum af sljómmálum datt mér þessi staka í hug: Þú hefur aflað ærinn skammt á við flesta hina. Ósköp lítið áttu samt eftir vertíðina. Lífsviðhorf mitt: Gæfa er að hafa létta lund, ljúfur eðlisþáttur. Geta að lokum Guðs á fund gengið alveg sáttur. Afmæliskveðja til kunningja míns, manns sem var mjög fróðleiksfús. Má segja að hann hafi alla ævina verið að læra og lesa: Ennþá ljómar birta á brá bjarmi hlýrra kennda. Vona ég þín vaxtarþrá vari að leiðarenda. Afmæliskveðja til manns sem starfar að umferðarmálum: Það er hljótt um þennan mann, þó er hann flestum stærri. Ættum við marga eins og hann yrðu slysin færri. Kveðið á gamlárskvöld: Þó í sárin svíði um stund sýnist ráð að gleyma, kveðja árið léttri lund líkt og áður heima. Fyrir ailmörgiun árum komu út bækur eftir sr. Jón Guðnason sem nefnast Dalamenn. Merkar upplýs- ingar um ábúendur í Dalasýslu og ná yfir langt tímabil. Ég keypti þess- ar bækur strax og þær komu út og var spenntur að rýna í allan þann fróðleik sem bækur þessar hafa að geyma. Þetta var auðvitað eðlilegt. Dalasýsla er æskuhérað mitt. Hér var ég kunnugastur mönnum og málefnum. Þama var mynd af gömlu konunni sem ég ólst upp hjá. Er ég leit á myndina af henni urðu þessar vísur til: Þegar bjátar eitthvað á æðir kuldahrina, ennþá finn ég ylinn frá ástúð þinni, vina. Enginn kuldi á mér hrín eða frostavetur, svona mikið mildin þín manni hlýjað getur. Afmæliskveðja til kunningjakonu: Þeim sem varstu, vina, kær verður þér lengi háður, hugsi ég til þín hjartað slær hraðara en áður. Lengra verður ekki komist að sinni. Torfi Jónsson Sumarfrí í Danmörku! Danmörk bíður, full af spennandi ferðamöguleikum. Tívolí, Strikið og Dyrehavsbakken eru aðeins brot af öllum þeim Ijúfu lystisemdum sem hægt er að njóta á danskri grundu. Danir eru frægir fyrir að kunna að njóta lífsins bæði í mat og drykk, hvort sem stefnan er sett á sveítakrá eða fínt veitingahús, útkoman kemur jafn mikið á óvart. Fjölmörg söfn og hallir heilla jafnan ferðamenn og fegurð danskrar náttúru er margrómuð. Sumaráætlun SAS til Kaupmannahafnar er sú að flogið er á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða ferðaskrifstofuna þína. Brottfarartími frá íslandi er kl. 16.20. Brottfarartími frá Kaupmannahöfn er kl. 14.30. Verð 28.900 kr. Innlendur flugvallarskattur er 1.310 kr. Danskur flugvallarskattur er 664 kr. Verð gildir til 30. september og miöast við dvöl erlendis 16-30 daga. Barnaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvari 21 dagur. /M/S4S SAS á Islandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.