Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 15 Gömlu kommúnistarnir, sem ráða ríkjum meðal hinna herskáu Serba, telja skilaboðin frá forystumönnum vestrænna lýðræðisríkja skýr: Gjörið svo vel, herrar mínir, haldið áfram aö leggja undir ykkur landið og drepa eða hrekja í burtu þá íbúa sem eru af annarri trú eða kynþætti en þið! Simamynd Reuter Mennimir frá Munchen Fljótt breytist veröldin. Þegar George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, tókst aö bexja saman víötæka þjóöasam- stöðu um aðgerðir gegn innrásinni í Kúveit var því gjarnan spáð að nú væri ný heimsmynd að sjá dags- ins ljós. Þjóðir heims, undir forystu Bandaríkjamanna, myndu sjá til þess að herskáir einræðisherrar kæmust ekki upp með aö leggja undir sig aðrar þjóðir eða þjóðar- brot. Slíkum mönnum yrði haldið í skefjum af samfélagi þjóðanna. Við þessa atburði vaknaði sú von hjá mörgum að framundan væru bjartari tímar í alþjóðamálum. Að lýðræðisþjóðirnar ætluðu að standa vörð um sjálfstæði, frelsi og mannréttindi sem aldrei fyrr. Of- beldissinnaðir einræðisseggir mættu loks fara að vara sig. Þeim yrði ekki lengur haldið gangandi vegna samkeppni andstæðra hern- aðarblokka og risavelda. Villuljós Hvíhkt villuljós! Þessi framtíðarsýn varð auðvitað strax fyrir miklu áfalii þegar George Bush hætti við hálfnað verk og fórnaði langþjáðum þjóðarbrot- um í írak fyrir meira og minna ímyndaða póhtíska hentisemi. Síðan hafa vonir manna um öfluga fylkingu Sameinuðu þjóð- anna, undir forystu vestrænna og austrænna lýðræðisríkja, brostið smátt og smátt. Endanleg útfór þessa skammlífa draums fór svo fram á fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk- lands og Rússlands fyrir nokkrum dögum en þar var í reynd ákveöið að stórveldin segðu frá sér aha ábyrgö á að tryggja rétt smáþjóða á Balkanskaga. Ofbeldisöflin fógnuðu þessari niðurstöðu ákaft. Þó það nú væri. Ákvörðun þessara svoköhuðu stórvelda, sem virðast ekki þora lengur að ybba sig við aðra en smáþjóðir eins og Islendinga, var svo sannarlega sigur ofbeldis- manna, sigur herskárra einræðis- herra, sigur valdagráðugra harð- stjóra og landvinningamanna sem, höfðu hundsað vilja þjóða heims í þeirri trú að þeir kæmust upp með það - eins og nú er komið á daginn. Ósigur lýðræðis Að sama skapi var þetta ósigur allra þeirra sem telja að lýðræði, frelsi, sjálfsákvörðunarréttur og mannréttindi séu þess virði að berj- ast fyrir þeim. Þessi uppgjöf vestrænna ríkja er greypilegur ósigur Sameinuðu þjóðanna og þeirra ríkja sem þar fara með forystu. Já, þetta er ósköp einfaldlega ósigur vestræns lýðræðis. Sá mesti síðan á milhstríðsárunum svoköll- uðu þegar þeir stjórnmálamenn sem sagan kennir við Mtinchen réðu ferðinni en með undanláts- semi sinni hjálpuðu þeir sem kunn- ugt er Adolf Hitler og glæpalýð hans við að hrinda ahri heims- byggðinni út í blóðugasta hhdar- leik sögunnar, síðari heimsstyij- öldina. Enda er það sagna sannast að þeir stjórnmálamenn sem nú fara með forystu vestrænna lýðræðis- ríkja minna á enga frekar en þessa þreyttu, hugmyndasnauðu, hug- sjónalausu og fordómafullu menn sem kenndir eru viö Munchen. Glötuð tækifæri Á milh heimsstriðanna höfðu ráðandi stjórnmálamenn í Bret- landi, Frakklandi og öðrum lýð- ræðisríkjum í Evrópu mörg ár th að koma í veg fyrir nýtt stríð. En öll tækifærin sem þeir fengu th að hugsa lengur en til næsta dags eða næstu kosninga voru látin hjá líða án athafna. Þjóðabandalag- ið var lamað. Og þeir menn sem vöruðu ákaft við þeirri miklu hættu sem í því fæhst að gera ekki Laugardags- pistiU Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri neitt, menn eins og Winston Churchhl, voru settir th út í hom, fjarri öllum valdastólum. Harðstjórarnir komust th valda og fengu að eflast að vhd. Þeir brutu alla samninga sem gerðir höfðu verið um afvopnun og kom- ust upp með þaö. Þeir fengu að vígbúast að vhd. Þeir fengu að her- væða svæði sem höfðu verið frið- lýst án þess að forystumenn lýð- ræðisríkjanna gerðu annað og meira en að mótmæla með orðum. Mussohni gat ráðist á sjálfstætt ríki, Abyssíníu, án þess að við væri brugðist af hörku. Fasistar og nas- istar fengu að slást í hð með falang- istum við aö steypa lýðræðislega kjörinni stjóm Spánar. Hitler fékk með skömmu mhlibih að hervæða Rínarlönd, innhma Austurríki og sundurhma Tékkóslóvakíu og gleypa í tveimur munnbitum. Hvað eftir annað var hægt að stöðva Hitler og Mussolini með al- þjóðlegri samstöðu og festu, eins og Churchhl hefur rakið ítarlega í riti sínu um styrjöldina, en th þess þurfti styrka og framsýna forystu. Slíka stjórnvisku var hvergi að finna. Þvert á móti voru sumir mannanna frá Mtinchen, sem sviku Tékka í tryggðum þrátt fyrir samningsbundin loforð, jafnvel reiðubúnir að semja við Hitler eftir að hann hafði ráðist á Póhand. Skýr skilaboð Sagan dæmir þessa menn hart, einfaldlega vegna þess að öhum er ljóst að undanlátssemi þeirra gaf harðstjórunum ekki aðeins tæki- færi til að magna völd sín og hern- aðarmátt heldur styrkti þá einnig í þeirri trú að þeim myndu leyfast enn frekari landvinningar. Það sama hefur nú gerst á Balk- anskaga. Gömlu kommúnistamir, sem ráða ríkjum meðal hinna herskáu Serba, telja skhaboðin frá forystu- mönnum vestrænna lýðræðisríkja skýr: Gjörið svo vel, herrar mínir, haldið áfram að leggja undir ykkur landið og drepa eða hrekja í burtu þá íbúa sem eru af annarri trú eða kynþætti en þið! Við munum áfram sjá til þess að helstu andstæðingar ykkar, múslímamir, fái engin vopn th að veija sig. Það landsvæði sem þið getið lagt undir ykkur með vopnavaldi og fjöldamorðum er ykkar. Lengi vel var við því búist að Bandaríkjastjóm héldi áfram að verða risaveldi og forystuafl í heimsmálunum og sýndi því manndóm á Balkanskaga. Nú er ljóst að sú von var einnig villuljós. Engu er hkara en Clintonstjómin hafi ákveðið að feta í fótspor and- stæðinga Whsons forseta eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þá valdi bandaríska þingið einangr- unarstefnu sem auðveldaði mjög harðstjórunum að leggja undir sig mikinn hluta Evrópu. Uppgjöf Clintons Clinton hefur í raun afsalað sér forystu vestrænna ríkja 1 málefn- um Balkanskaga og vísað allri ábyrgð og frumkvæði til Múnchen-mannanna í Evrópu. Þessi uppgjöf Clintons í alþjóða- málum, sem reyndar virðist í fullu samræmi við afar slaka framgöngu hans innanlands, getur haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar fyrir þróun mála - ekki bara á Balkanskaga heldur í mörgum ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Það þarf nefnilega enginn að bú- ast við því að uppgjöf forystuþjóða vestræns lýðræðis fyrir ofbeldisöfl- unum í fyrrum fylkjum Júgóslavíu haíi ekki víðtæk áhrif í ýmsum nágrannaríkjum. Að sjálfsögðu þýðir þessi uppgjöf að Serbum hafa verið gefnar fijáls- ar hendur víðar en á þeim svæðum sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig. Enn alvarlegra kann að reynast fyrir heimsfriðinn aö tímasprengj- urnar sem tifað hafa um hríð í sum- um þeim ríkjum sem áður th- heyrðu Sovétríkjunum munu springa fyrr en varir og með mun örlagaríkari hætti en verið heföi ef framsýnir og hugrakkir forystu- menn væru við stjórnvölinn í vest- rænum lýðræðisríkjum. Þannig magnast alltaf eldar ófrið- ar þegar mennimir frá Munchen ráða ferðinni meðal lýðræðisríkja í þessum viðsjárverða heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.