Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ1993 Útlönd Hákarl drepur mann Hákarl réðst á og drap mann nýlega á strönd við Hong Kong. Að sögn lögreglunnar haföí maö- urinn farið ásamt tveimur félög- ura sínum út til veiða og ákvað þá að fá sér sundsprett. Hákarl- inn réðst á manninn sem missti annan fótinn í árásinni. Mannin- um var bjargað en hann lést á leiðinni á sjúkrahús. Um átta hákarlategundir eiga heimkynni sín undan ströndum Hong Kong en aíar sjaldgæft er að þeir haldi sig svo nálægt ströndinni. 13ára drengurskýtur frændasinn Þrettán ára tælenskur drengur skaut til bana frænda sinn þegar hann var að herma eftir skotárás í teiknimynd. Drengurinn haföi verið að horfa á japanska teiknimynd þeg- ar hann hljóp og náöi í skamm- byssu fóður síns. Hann miöaði byssunni að frænda sínum og bróöur, sem báöir eru átta ára, og tók í gikkinn en ekkert gerð- ist Hann tók aftur í gikkinn og i þetta skipti hljóp skotið í frænda hans. Foreldrar drengjanna höföu skiJið þá eina eftir heima á meöan þeir fóru að vinna úti á hrís- grjónaökrunum. Gamallkærasti myrðir brúðina Nítján ára brúður var myrt af gömlum afbrýðisömum kærasta i Maywood í Kaliforníu um helg- ina fyrir framan brúðkaupsgest- ina. Að sögn lögreglunnar í May- wood haföi unga konan, Iliana Valenda, fengið bráðabirgðalög- bann á Salvador Mejia þar sem hann hafði í sífellu í hótunum við hana og unnusta hennar. Þrátt fyrir það réöst Mejia inn i brúö- kaupsveisluna og skaut Valencia einu sinni i höfuðið og tvisvar í efri hluta Jíkamans. Haim svipti sig svo im. Brúðkaupá St.Kildu Dr. Alasdair Barden og Donna Campbell ætluðu að ganga í hjónaband á St. Kildu í gær. Ekki var samt víst að af brúðkaupinu gæti oröið en vonast var til að það yrði einhvern næstu tíu daga. Gestimir verða að koma til brúð- kaupsins í fiskibátum og getur veðriö því sett strik í reikninginn. St. Kilda er eyja vestast á Bret- landseyjum, 110 mílur vestur af Skotlandi. Ibúar eyjarinnar yfir- gáfu hana fyrir rumlega sextiu árum og nú er þar aðeins herstöð. Furstinn af Mónakó sjötugur Rainier, fursti af Mónakó, hélt upp á sjötugsafmæliö sitt á mánu- daginn í faömi fjölskyldunnar. Talsmaöur hallarinnar neitaði samt að gefa upp hvort Stefanía prinsessa var viðstödd. Talið er að Albert prins og Karólína prinsessa ásamt þrem- ur börnurn hennar hafi eytt deg- inum með Rainier. í viðtah við franska blaðiö Le Figaro nýlega minntist Rainier aðeins á það hversu erfitt það gæti verið að vera faöir. Reuter Þúsundir manna söfnuðust saman í miðborg Belgrad, höfuðborgar Serbíu, í gær til að lýsa yfir andstöðu sinni við gerðir þingsins. Símamynd Reuter Þúsundir mót- mæla í Belgrad Mótmælendum lenti harkarlega saman við lögregluna á götum Belgrad eftir að júgóslavneska þingið haföi bolað burtu forseta Júgóslavíu, Dobrica Cosic, með því aö lýsa yfir vantrausti á hann. Þingmaður stjómarandstöðunnar var sleginn í götuna. Leiðtogi stjómarandstöðuílokks, Vuk Draskovic, sem var í fylkingar- brjósti í mótmælunum í gærkvöldi, var handtekinn eftir að lögreglan haföi farið inn í höfuðstöðvar flokks hans. Að sögn eins. þingmanns flokksins mun lögreglan hafa í haldi fleiri þingmenn og allt að 30 blaða- menn. Innanríkisráðherrann sagði að þrír lögreglumenn heföu særst af skot- sámm í götubardögum fyrr um kvöldið. Mótmælin í Belgrad eru þau verstu í rúmlega ár. Lögreglan var á bryn- vörðum bílum og henti táragas- sprengjum að mannfjöldanum sem reyndi að komast inn í þinghúsið. Að sögn þátttakenda í mótmælunum mun lögreglan einnig hafa notast við gúmmíkúlur. Mannfjöldinn mótmælti árás þing- manns róttæka þjóðernisflokksins og fyrrum boxara á þingmann endur- reisnarhreyfingar Serba á göngum þinghússins. Einnig var mikil reiöi í fólki vegna vantrauststillögunnar á Cosic forseta. í gærdag lentu tvær sprengjur á fótboltavelh í Sarajevo með þeim af- leiðingum að a.m.k. 11 manns létu lífið og um 100 slösuðust. Fótbolta- leikur var á vellinum þegar atburð- urinn gerðist en í gær var heilagur dagur múshma. Tveir danskir bílstjórar og túlkur þeirra létu lífið og fjórir aðrir Danir slösuðust í norðurhluta Bosníu er skotið var á bílalest þeirra í norður- hluta Bosníu, nærri bænum Maglaj. Starfsmenn ítalskrar hjálparstofn- unar hafa borið kennsl á lík ítalanna tveggja sem voru skotnir um helgina. Þriðja ítalans er enn saknað en tveir ítalir náðu aö komast undan. Reuter Her Guatemala rekur forsetann frá völdum Herforingjar í Guatemala neyddu forseta landsins, Jorge Serrano, til að segja af sér í gær til að binda enda á þá kreppu sem verið hafði í landinu í heila viku eftir að Serrano gerði sjálfan sig að einræöisherra. íbúar Guatemalaborgar hópuðust samt saman á götum úti til að mót- mæla því sem þeir telja í raun vera ekkert annað en stjórnarbyltingu hersins og afturhvarf til þess tíma er herinn réð lögum og ríkjum. Vamarmálaráðherrann, Jose Garcia Samayoa, sagði að herinn heföi snúist gegn hinum hægrisinn- aða forseta að ósk stjómarskrárdóm- stólsins. Serrano neitaði í viðtali við mexíkóska sjónvarpsstöð í gær- kvöldi að hann eða varaforsetinn, Gustavo Espina, heföu sagt af sér en hann virtist viðurkenna að hann væri orðinn valdalaus. Serrano sagði aö hann heföi verið að funda með þinginu aöfaranótt þriðjudags til að finna lausn á þeirri stjómmálakreppu sem ríkti og heföi veriö að þokast í samkomulagsátt er herinn, að skipun stjómarskrárdóm- stólsins, kom til aö setja hann af. Garcia Samayoa sagði að þing Gu- atemala gæti komið saman fljótlega Oeirðalögreglan i Guatemala stendur vörð um lorsetabústaðinn i Guate- malaborg eftir að tilkynnt var að herinn heföi steypt forsetanum af stóli. Símamynd Reuter til að kjósa eftirmann Serranos og aö æðsta valdið verði í höndum dóm- nýjan varaforseta. Forseti stjómar- stólsins þangaö til nýr forseti verður skrárdómstólsins hefur lýst því yfir kjörinn. Reuter herra Spánar, þykir haía staðið sig vel í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi gegn höfuðandstæð- ingi sínum, José Maria Asnar, fyrir kosningamar 6. júní. í fyrri sjónvarpskappræöum milli þeirra þótti Gonzales illa undir- búinn. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun blaösins E1 Pais, sem er hhðhollt stjónúnni, töldu 48 pró- sent áhorfenda Gonzales hafa borið sigur úr býtum í kappræð- unum en 18 prósent sögðu Aznar hafa sigraö. Samkvæmt skoðana- könnun blaðsins E1 Mundo, sem gagnrýnir stjómvöld oft á tíðum, voru það 46 prósent sem sögðu Gonzales hafa sigrað en 26 pró- sent héldu með Aznar. Leiðtogi hindúa myrtur Leiðtogi helsta stjómarand- stöðuflokksins í Bombay var skotinn til bana í gærkvöldi af hjólreiöamanni er múslímar héldu hátíð. Leiðtoginn, Premk- umar Sharma, er annar hindúa- leiðtoginn sem fellur fyrir hendi moröingja í Bombay á fjórum dögum. Mikil spenna ríkti í borginni í nótt og var öryggisgæsla hert. Bjargaðafhundi Þegar Russel Warren var úti að ganga með hundinn sinn í Bo- urnemouth í Englandi í gær var ekið á hann. Ökumaðurinn stakk af og skildi Warren eftir slasaðan. Hundurinn Missie, sem er af bolahundakyni, slasaðist einnig en hljóp eftir hjálp handa hús- bónda sínum. Dularfullur sjúkdómur Undanfamar vikur hafa ellefu manns, sem allir tengjast Navajo- indíánum á vemdarsvæðunum á mörkum Nýju-Mexíkó og Ariz- ona, látið lifið úr dularfullum sjúkdómi. Flestir hinna látnu voru á aldrinum 20 til 30 ára og sterkbyggöir. Læknum hefur ekki tekist aö finna út hverjar smitleiöirnar em. Sjúkdómurinn byrjar eins og inílúensa með hita og vöðva- verk. Því næst sýkjast lungun og sjúklingurinn kafnar. Altarisstúlkur opnaekki leið fyrirkven- Yfirvöld i páfagaröi hafa lýst því yfir aö þó þau séu að íhuga möguleikann á að leyfa stúlkum að þjóna til altaris þýði það ekki að kvenprestar fái að starfa. í mörgum lönduro hafa róm- versk-kaþólskar kirkjur árum saman leyft telpum að þjóna til altaris þrátt fyrir að páfagarður hafi ekki leyft það formlega. Sænskumkarli nauðgaðíKaup- mannahöfn Tuttugu og níu ára gömlum sænskum ferðamanni var nauðg- að aðfaranótt sunnudags af þremur karlmönnum í göngum undir Ráðhústorginu í Kaup- mannahöfn, Svíinn kveðst hafa farið niöur í göngin til að fara á salemi. Þrir menn réðust þá á hann og nauðg- uðu honum til skiptis. Að sögn Svíans voru nauðgaramir suð- ur-evrópskir útlits en töluðu dönsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.