Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993
11
Guðrún Björnsdóttir og Jón Zoéga á tali við Sigurbjörn Einarsson.
DV-myndir GS
Vígsla Frið-
rikskapellu
Kapella Valsmanna að Hlíðarenda
var vígð sl. þriðjudag að viðstöddu
fjölmenni. Kapellan, sem rúmar 150
manns í sæti, var reist til minningar
um séra Friðrik Friðriksson.
Sérstök samtök voru stofnuð árið
1989 vegna byggingar kapellunar en
formaður þeirra er Gylfi Þ. Gíslason
en formaður framkvæmdanefndar
er Pétur Sveinþjamarson.
Þorgrímur Þráinsson og Ragnhildur Eiriksdóttir voru við vigsluna.
________________________Sviðsljós
Hvítasiinnukapp -
reiðar Fáks
HvítasunnukappreiðarFáksfóru slit fóru fram á mánudeginum og
fram í blíðviðri þó að áhorfendum mætti töluverður fiöldi áhorfenda.
Þeir voru kampakátir þeir Jón A. Sigurbjörnsson, Agnar Olafsson og
Guðmundur Sigurjónsson. Jón er faðlr Daníels, sem stýrði Dalvari I
efsta sæti t A-fiokki, og Agnar er eígandi Prata, sem stóð efstur i B-flokki.
DV-myndir E.J.
Hafliöi Halldórsson, Skúli Jóhannesson, Einar Þ. Vilhjálmsson og Jó-
hanna Björnsdóttir fylgdust með af áhuga.
DEMPARAR
BíhvörubúÓin
FJÖÐRIN
Skeifan 2 • Sími 812944
Tajaðu við okkur um
bi,laréttingar
Auðbrekku 14, sími 64 21 41
SIYRISEMHI
SKEIFUNN111 • SÍMI 67 97 97
Meiming
Hljómsveit Péturs Grétarssonar
Það var vandað vel til verka á tónleikum
Hljómsveitar Péturs Grétarssonar trommara á
Litla sviði Borgarleikhússins á fimmtudags-
kvöld. Tónleikar þessir báru yfirskriftina Stilli-
mynd og fylgdi með smekklega hönnuð efnis-
skrá. Sviðsljós leikhússins voru notuð tónlist-
inni til framdráttar á smekklegan hátt og
skuggamyndir af hljóðfæraleikurum lentu sín
hvorum megin við sviðið, þannig að Pétur, sem
sat í miðju, var í stórri skuggamynd á báðum
veggjum. Því miöur verður pistlahöfundur að
játa það á sig að hafa mætt aðeins of seint á
þessa athyglisverðu uppákomu, þannig að hann
missti af fyrstu fjórum verkunum. Öll verkin
eru samin af Pétri og þau níu sem ég náði að
heyra sýna að Pétur er í fremstu röð djasstón-
skálda hér á landi.
Vel var til fundiö aö nota tvo gítarleikara, sér-
staklega þegar um er að ræða jafn ólíka spilara
og Bjöm Thoroddsen og Hilmar Jensson; Björn
jarðbundnari í nálægð við blús og rokk en getur
leikið á svakalegum hraða þegar svo ber undir;
Hilmar hins vegar með sinn „fljótandi" hljóm í
hljóðfærinu og leikur eins og dálítiö fyrir ofan
og utan grunninn. Sá síðamefndi var mest áber-
andi í verkunum Eftirþankar og þolinmæði,
draumkenndum og fallegum verkum með
ECM-legum hljómasamböndum. Síðasta verkið
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
sem flutt var fyrir hlé heitir „Shaman" og er
samið undir áhrifum frá Grænlenskum
trommudansi. í þessu ágæta verki háðu Bjöm
og Óskar Guðjónsson eins konar einvigi sem
endaði með jafntefli eins og það átti að gera. í
því kom berlega í ljós hversu góður saxófónleik-
ari Óskar er orðinn. Hann er mættur í fremstu
röð.
Þetta var talsvert fiölbreytilegt efni sem Pétur
lét þama frá sér fara. Fönklagið Stútur er t.d.
með skemmtilegri íslenskum djasslögum. Það
byggir á einfóldu, grípandi stefi sem endurtekið
er í mismunandi tóntegundum og endar á syn-
kópískum „upprennandi" hljómslætti. Á eftir
því var flutt verk af segulbandi fyrir píanó og
vatnsdropahljóð. Hrynjandin í vatnsdropunum
var nógu óregluleg til að hljóma næstum því
tilviljanakennd. Ef tónleikamir vom stillimynd
þá var þetta kyrralífsmynd. Svo var rokið beint
úr henni í bluegrass. Síðasta verkið var svo
„Serial Killer", allmagnað verk sem endaði með
því að Þórður Högnason bassaleikari dró menn
niður í mikinn móral. Mjög bíólegt. Til þess að
áheyrendur gengju svo ekki út með heiminn á
herðunum, var endað á lagi í hýrlegum afrísk-
um takti, „Skreið til Nígeríu". - Svo var farið
yfir á Kringlukrá og hlustað dálítið á djamm-
sessjon undir sfiórn Áma Scheving. Þar komu
fram, fyrir utan Tómas og Guðmund R., Kjartan
Valdimarsson, Viðar Alfreðsson, Hans Jensson,
Sigurður Flosason, Friðrik Theodórsson, Ólafur
Stephensen og Egill Hreinsson að ógleymdum
Þorleifi Gíslasyni sem blés „Misty“ alveg meist-
aralega.
ÆUMENIAX
Þvær og þurrkar á mettfma
Árangur I hæsta gæðaflokki
ÆUMENIAX
- engri lík
Rafbraut
Bolholti 4 - sími 681440
Framhryggjar-
sneiðar með a.m.k.
15% grillafslætti
í næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið.