Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð f lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Leitum nýrra leiða Tillögur Hafrannsóknastofnunar um niöurskurö á þorskkvóta eru reiðarslag fyrir þjóðina. Um þaö þarf ekki að fara mörgum orðum. Menn geta deilt um tonna- fiöldann. Menn geta gagnrýnt vinnubrögð stofnunarinn- ar fram að þessu og haft það á homum sér að ekki skyldi hafa verið tekið fastar á veiðitakmörkunum hing- að til. Menn geta kvartað undan að aðvaranir hafi ekki verið nógu sterkar og afdráttarlausar í fyrra eða hittið- fyrra eða á árunum þar á undan. Menn geta kennt hver öðrum um 1 það endalausa. Staðreyndin blasir samt við í öllum sínum kalda vem- leika. Það er óðs manns æði að virða ekki 150 þúsund tonna markið og það mun aldrei verða fyrirgefið eða aftur tekið ef stjómvöld hyggjast víkjast undan þeirri skyldu sinni að taka mark á vísindunum og axla þá ákvörðun sem nú er óhjákvæmileg. Afleiðingamar em ekki einasta þær að aflinn minnkar um fimmtíu til sjötíu þúsund tonn og þjóðartekjur drag- ast saman sem því nemur ef ekkert annað kemur til. Afleiðingamar koma og fram í samdrætti á öðrum svið- um þjóðlífsins; í þjónustugreinum sjávarútvegsins, í verslun, iðnaði, húsbyggingum, opinberri þjónustu og reyndar hverju sem er. Alira verst er þó að svartsýni nær völdum, hræðsla og múgsefiandi doði og drungi, sem heltekur þjóðina ef ekkert annað er að gert. Á slíkum tímum þarf þjóðin á forystu að halda. Hún þarf á samstöðu að halda. Hér er ekki við ríkisstjóm að sakast og ekki á hennar valdi að breyta sandi í gull. Hér töfrar enginn fram neinar lausnir nema með samstilltu átaki. Undir það skal tekið að Alþingi verði’kvatt saman til að ræða alvarlegustu tíðindi sem þjóðinni hafa borist um árabil. En Alþingi á ekki að koma saman til að sfióm- málamenn geti rifist um það hverjum sé hér um að kenna. Alþingi á ekki að koma saman til að auka á glund- roðann og óvissuna. Hlutverk Alþingis, ríkisstjómar og hagsmunaaðila er að leita nýrra leiða og bretta upp ermamar í samein- ingu. Sýna þjóðinni að stjómmálaflokkamir geta slíðrað sverðin og unnið sameigiinlega að hagsmunamálum þjóð- arinnar án hefðbundins karps um aukaatriði. Slík sam- staða hefur tvíþættan tilgang. í fyrsta lagi að leggja í púkkið um aðgerðir og viðnám og í öðm lagi að telja kjark í þjóðina og sýna henni fram á að ekki er öll nótt úti. Þegar eldgosið í Vestmannaeyjum leiddi til þess að eyjaskeggjar þurftu allir sem einn að flýja sína heima- byggð sýndi bæði þjóðin og Alþingi lofsverða samstöðu með stofnun Viðlagasjóðs. Þegar mikið hefur legið við í líknarmálum, söfnun til bágstaddra eða þegar aðrar þjóð- ir hafa sýnt íslendingum óvild, svo sem í landhelgisstríð- unum, þá stóðu íslendingar saman sem einn maður. Slík stund er runnin upp. Stund samstöðu og þjóðholl- ustu. Stund vamar og viðnáms og stund sóknar til nýrra landvinninga. Enda þótt samdráttur í þorskveiðum verði erfiður næstu árin er langt þvi frá að íslendingar þurfi að deyja ráðalausir. Þjóðin er menntuð og hún er dugmikil og hún er ráðdeildarsöm að upplagi. Hún hefur verið nýrik í örfá ár, í hálfa öld í mesta lagi og þar að auki lifað um efni fram. Kannske er þorskurinn að minna okkur á að lífsbaráttan er ekki fyrirhafnarlaus. íslendingar hafa séð hann svartari og tímabundinn samdráttur má ekki verða til þess að draga mátt úr okkur. En til þess þarf samstöðu, forystu og dug. Þar erum við öll í sama báti og róum á sömu miðin. Ellert B. Schram „Erlendir bankar og lánastofnanir lána oft 80-90% af veðmati fasteigna," segir i texta greinarhöfundar. Veðmöt og töp- uð útlán Á pappímum hafa íslenskir bankar og lánastofnanir lág veð- mörk. Hámark lána miðist almennt við 50-60% af veðmati. Sem veðmat hafa menn hins vegar notað bmna- bótamatið sem er hærra en mark- aðsverð. Veðmörk hafa þess vegna oft farið yfir 100% af markaðs- veröi. Það hefur valdið hundruð milljóna útlánatöpum. Lág veðmörk á pappírnum Erlendir bankar og lánastofnanir lána oft 80-90% af veðmati fast- eigna. Það er hærra en við eigum að venjast. Reynslan sýnir að þegar fasteignaverð breytist hægt em það sæmilega traust mörk. Fasteigna- verð getur hins vegar lækkað fyrir- varahtið. Þá er hætt við að lána- stofnanimar tapi. í grannlöndum okkar hefur verð á vissum tegund- um fasteigna lækkað um 20% til 40% á skömmum tíma. Mikið veð- settar fasteignir standa þá ekki lengur undir veðlánum. Erlendur banki hefði árið 1990 til dæmis lán- að 90 milljón krónur gegn veði í fasteign sem metin var á 100 millj- ónir. Tveimur ámm síöar hefði verðmæti eignarinnar lækkað nið- ur í 60 milljónir. 30 milljónir hefði þá vantað og bankinn hefði tapað þriðja hluta lánsins við vanskil. Þaö sem áður er lýst hefur valdið gjaldþroti banka í ýmsum grann- löndum okkar. Bankar og lána- stofnanir hér á landi hafa verið varfæmari - á pappímum og mið- að viö 50-60% veðmörk. Útlánaör- yggið ætti þess vegna aö vera mun meira en í grannlöndunum. Þó markaðsverð atvinnuhúsnæðis hafi lækkað meira undanfarin ár en dæmi em um í áratugi hefðu lánastofnanir engu aö síður átt að hafa tryggingar sínar á hreinu. Á höfuðborgarsvæðinu hefur fast- eignaverð á hálfum áratug lækkað að raungildi um 15-35% eftir teg- undum eigna. íslenskur banki hefði árið 1987 lánað 65 milljón KjáOariim Stefán Ingólfsson verkfræðingur krónur gegn veði í fasteign sem þá var metin á 100 milljón krónur. Fimm árum síöar hefði verðmæti eignarinnar verið 65-85 milljónir reiknað á sama verðlagi. Bankinn hefði átt að hafa lán sín á hreinu ef veðmatið væri raunhæft. Það orkar hins vegar tvímæhs. Yfirveðsetning Veðmat erlendis tekur mið af markaðsverði fasteigna. Vönduð veðmöt taka tihit til tekjumögu- leika eigna og líklegrar verðþróun- ar en oft er markaðsverð á mats- degi látið duga. Hér á landi hafa lánastofnanir notað bmnabótamat sem veðmat. Brunabótamat er frá- bmgðiö markaösverði fasteigna. Fasteignaverð er hæst á höfuð- borgarsvæðinu. í kaupstöðum á landsbyggðinni er verð almennt 30-50% lægra en í höfuðborginni. Á síðasta ári, 1992, var ekki óalgengt að markaðsverö skrifstofuhús- næðis í Reykjavík væri nálægt 60% af brunabótamati. Á öðmm stöðum var það enn lægra, víða undir 50% af brunabótamati. Brunabótamat á að vera hhðstætt í öllum sveitarfé- lögum svo banki á höfuðborgar- svæðinu sem miðar veðmörk við 50-60% af því lánar 85-100% af markaðsverði. Oft er lánað enn hærra. Greinarhöfundur hefur viö mat fasteigna séð mörg dæmi um að lánastofnanir veiti lán sem eru hærri en markaðsverð atvinnu- húsnæðis. Th dæmis má nefna hús- næði í Múlahverfi í Reykjavík sem metið var fyrir fáum ámm. Bruna- bótamat þess var 96 mihjónir en á eigninni hvhdu lán að íjárhæð 64 mihjónir. Handhafaskuldabréfsem voru skráð á síöasta veðrétt vom í eigu bankastofnunar á höfuðborg- arsvæðinu sem haföi keypt þau af fyrrverandi eiganda. Greinarhöf- undur mat markaðsverð hús- næðisins ásamt hlutdeild í bygg- ingarrétti á 49 mihjónir. í um- ræddu dæmi voru lánin einungis 68% af veðmati bankastofnunar- innar. Engu að síður var eignin yfirveðsett um 15 milljónir eða 31%. Unnt er að finna mörg hhð- stæð dæmi. Stefán Ingólfsson „A höfuðborgarsvæðinu hefur fast- eignaverð á hálfum áratug lækkað að raungildi um 15-35% eftir tegundum eigna.“ Skoðanir armarra Hávaðamengun á handboltaleikjum „Það er eins og ætlast sé th þes að menn ærist. Þaö er ekki óhugsandi að af þessu geti hlotist varan- legur skaði því hávaðinn kemur í toppum og getur verið hættulegur. Sérstaklega á þetta við um sneril- trommur því frá þeim kemur hátíðnihljóð. Við skul- um hafa í huga að það er ekki hægt að fá sigg gegn hávaða." Gylfi Baldursson í Mbl. 30. maí Kjaftfor við útlendinga „í fljótu bragði verður ekki annað sagt en aö Bandaríkjamenn eiga hörð viðbrögð skihð fyrir bréf sitt. Það má sjálfsagt lengi um það deha hvort hvort Þorsteinn átti að beina skutlinum beint að forsetan- um, en áreiðanlega hefur hann haft víðtækan stuön- ing í því. Þjóðin hefur alltaf metið þá stjórnmála- menn mikhs sem eru kjaftforir við útlendinga. Hitt er svo annað mál að það er ekki skynsamlegt að halda þessu máh á stigi þrætubóka og orösendinga." Leiðari í Tímanum 26. maí Lausung á f lokkaf ylgi „Þð er ekki nýtt fyrirbæri að lausung sé á fylgi flokkanna. Rannsóknir bæði austan hafs og vestan hafa sýnt að flokkshollusta kjósenda fer minnkandi. Þeir menn, sem flokkamir velja til forystu, og þau stefnumál, sem þeir leggja áherslu á, virðast í aukn- um mæh hafa áhrif á val kjósenda. Flokkakerfi, sem virtust sæmilega stöðug, th dæmis í Svíþjóð, hafa riðlast og valdahluíioll flokkanna breytzt á síðustu árum. Kosningaúrslit og niðurstöður skoðanakann- ana breyttust lengi vel htið í Svíþjóð, en þegar betur var að gáð voru Kjósendahópar flokkanna sífeht aö breytast." Ólafur Þ. Stephensen i Mbl. 30. maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.