Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 25 Veiðivon Leikhús Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 Laxveiðitímabilið hófst í gær: Kuldi setti mark sitt á veiðina „Veðrið er að breytast og það er farið að hlýna aðeins, næstu dagar gætu orðiö góðir, mjög góðir,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í gærkvöldi við Norðurá. „Við fengum fjóra laxa fyrsta dag- inn, þijá á flugu og einn á maðk. Tveir laxanna veiddust. á Brotinu fyrir neðan Laxfoss. Einn á Stokk- hylsbrotinu og svo laxinn á maðk í Konungsstreng. Ég veiddi einn, Kristján Guðjónsson einn, HaUdór Þórðarson einn og Ólafur G. Karls- son veiddi maðkfiskinn. Það er gott að fá fjóra fiska þegar vatnið er rétt 3 gráður. Laxamir voru 8 og 9 punda. Það sáust laxar á Stokkhylsbrotinu í kvöld svo þetta gæti orðið gott í fyrramálið. Magnús Jónasson var á Munaðamessvæðinu en náði ekki neinum fiski. Hann sá 10-12 laxa á Munaðamessbreiðunni en þeir vom famir þegar átti að renna á þá. Við veiðum fram að hádegi á fimmtudag og eigum ömgglega eftir að bæta við löxum,“ sagði Friðrik ennfremur. Halldór Þórðarson á heiðurinn af fyrsta laxinum á þessu sumri, 8 punda fiskur. Halldór veiddi sinn fisk 27 mínútur yfir sjö í gærmorgun á Stokkhylsbrotinu. En rétt á eftir kemur lax Friðrik Þ. Stefánssonar, 8 punda, og þriðji laxinn á land er lax Vilhjálms Vilhjálmsson í Þverá, 14,5 punda fiskur á maðkinn. Friðrik og Ólafur fagna fyrsta laxi sumarsins á eftirminnilegan hátt. DV-myndir G.Bender Friðrik Þ. Stefánsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, og Ólafur H. Ólafsson varaformaður með 8 punda lax Friðriks á flugu. Tveir laxar veiddust í Ásunum Tveir laxar komu á land í Laxá á Ásum fyrsta hálfa daginn sem veitt var og voru fiskarnir 12 og 14 punda. Það er mjög gott í Ásunum svona í byijun veiðitímans. Vilhjálmur veiddi fyrsta laxinn Vilhjálmur Vilhjálmsson veiddi fyrsta fiskinn í Þverá í Borgarfirði á þessu sumri á maðkinn. Fiskinn veiddi Vilhjálmur í Myrhyl og var hann 14,5 pund. Þetta var eini laxinn sem veiddist í Þverá þennan fyrsta veiðidag. „Þetta var eini lax þennan fyrsta veiðidag í Þverá, en það spáir betra og hlýrra veðri næstu daga,“ sagði Óh Hrútfjörð, kokkur í veiðihúsinu, við Þverá í gærkvöldi. „Ég held að þetta komi þegar veð- urfarið batnar,“ sagði Óli ennfremur. -G.Bender ■ Bílar til sölu Torfærubíll - ferðabill. Benz Unimog ’57, 6 cyl., 280 Benz bensínvél, nýleg dekk, nýyfirfarinn, skoðaður ’93, bíll- inn er m/sve£haðstöðu og í góðu lagi. Tilboð. S. 670063 á daginn og 643019. Benz 303, árg. ’80, til sölu, 34 sæta, vel með farin rúta. Upplýsingar í síma 91-684099 og eftir kl. 20 í síma 91-33705. Nissan Primera SLX 2000, árg. 1991, ljósblár, ekinn 30 þús., sjálfskiptur, vökvastýri, samlæsing, rafinagn í rúðum o.fl. Verð 1.250.000, skipti á ódýrari koma til greina. Upplýsingar í síma 91-667711. Pontiac Grand Am 1987. Til sölu er Pontiac Grand Am LE, árg. 1987, 4 cyl. vél, 2,3 1, sjálfskiptur, með öllu, sumar- og vetrardekk, ekinn 100 þús. km, mest erlendis, skoðaður 1993; í góðu standi. Verð 590.000 kr. Uppl. í síma 91-666280 eða 91-813330. Til sölu Ford Econoline E 350, ferðabíll, árg. ’86,6,91 dísil, 4 capt. stólar, svefn- bekkur, sílsabretti, ný dekk o.fl. Uppl. í síma 91-624945 e.kl. 16. Antik. Chevrolet Corvair Corsa, árg. 1966, óskar eftir að komast í hendur á laghentum manni fyrir lítinn pening. Uppl. í síma 91-44263 í kvöld. Benz 190E, árg. ’88, ekinn 83 þús., sjálfsk., topplúga, grámetalik, litað gler. Uppl. í síma 91-610430. ■ Jeppar Terrano ’92. Til sölu Nissan Terrano, 2,4i, ekinn 27 þús. Verð 1950 stgr. Uppl. í síma 91-650672. T ■ Ymislegt Motocross keppni verður haldin sunnud. 6. júní við Sandskeið. Einnig verður keppt á léttum þifhjólum. Skrán. verður í húsnæði L.I.A, Bílds- höfða 14,3. og4. júní kl. 10-15. V.Í.K. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00: KÆRA JELENA eftir Ljúdmílu Razumovskaju. Mið.9/6, fim.10/6. Aðeins þessar 2 sýningar. KJAFTAGANGUR eftirNeil Simon. Á morgun öriá sæti laus, fös 4/6, upp- selt, lau. 12/6, uppselt, sun. 13/6, örfá sæti laus. Síðustu sýningar þessa leikárs. MY FAIR LADY söngleikur eftir Lerner og Loeve. Ath. Aðeins þessar 2 sýningar eftir: Lau. 5/6, næstsiðasta sýning, fös. 11/6, siðasta sýning. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner. Sun. 6/6 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sun. 6/6 kl. 17.00, nokkur sæti laus. ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR ÞESSA LEIKÁRS. Ósóttar pantanir seldar daglega. Aðgöngumiðar greiðist viku fyrir sýningu ellaseldiröðrum. Miðasala þjóöleikhússins er opln alla daga nema mánudaga frá 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir frá kl. 10.00 virka daga i sima 11200. Greiðslukortaþj. - Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðleikhúsiö - góða skemmtun. Tilkyimingar Heiðmörk í kvöld klukkan 20.00 verður farið í Heið- mörk á vegum Ferðafélagsins. Fyrst verður unnið að umhirðu reitsins en kl. 21.15 verður ratleikur fyrir börn, ungl- inga og að sjálfsögðu alla fullorðna líka. Rútuferð verður frá BSÍ, austanmegin, kl. 20 og þátttökugjald er ekkert. Helgarferð FÍ í Þórsmörk Brottför laugardagsmorgun kl. 8.00. Frá- bær gistiaðstaða í Skagfjörðskála. Gönguferðir. Hagstætt verð. Uppl. og farmiðar á skrifstofunni í Mörkinni 6. Vinafélagið verður með country- og spilakvöld í Templarahöllinni v/Eiríksgötu kl. 20.00 fimmtudaginn 3. júni. Leikfélag Akureyrar jjCsðurÍi íztkzm Óperetta Tónlist Johann Strauss Fös. 4. júni kl. 20.30, næstsiðasta sýning. Lau. 5. júní kl. 20.30, allra siðasta sýning. Gestaleikur frá Remould Theatre i Hull. TOGAÐÁ NORÐURSLÓÐUM eftir Rupert Creed og Jim Hawkins. Leikrit með söngvum um lif og störf breskra togarasjómanna á fiskimið- um út af íslandi, Grænlandi og Rússlandi. Miðvikudag 2. júní kl. 20.30. Fimmtudag 3. júní kl. 20.30. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR. SUNNUKÓRINN Á ÍSAFIRÐI ásamt kór Glerárkirkju. Kórstjóri: Beáta Joó Einsöngvarar: Guðrún Jónsdóttir, sópran, og Reynir Ingason, tenór. Laugardaginn 5. júní kl. 16.00. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga nema mánudaga kl. 14 til 18 og sýn- ingardaga frá kl. 14 og tram aö sýningu. Símsvari fyrir miðapantanir allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Sími i miðasölu: (96) 24073. Miðstöð fólks í atvinnuleit Á morgun, fimmtudaginn 3. júní kl. 15.00, heldur Guðmundur Tómasson tölvuráð- gjafi fyrirlestur. Ræðir hann um yfir- standandi tölvuvæðingu á Ráðningar- stofu Reykjavíkur. Húnvetningafélagið Félagsvist verður í kvöld í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Arabískt-íslenskt kvöld Félagið Ísland-Palestina heldur arabískt- íslenskt kvöld fimmtudaginn 3. júní kl. 19.00 að Klapparstíg 28, 2. hæð (Félags- heimih heymarlausra). Arabískir kokk- ar bjóða upp á arabíska rétti, Einar Kristján Einarsson leikur á gitar, Linda Vilhjálmsdóttir les eigin ljóð og Jóhanna Kristjónsdóttir segir frá ferð til Jemen í máh og myndum. Verð 1000 kr. fyrir full- orðna, ókeypis fyrir börn. Tónleikar í Norræna húsinu í kvöld, miðvikudaginn 2. júní, mun Sin- fóníuhljómsveit Skelleftá.sem er sinfón- íuhljómsveit með 45 manns, leika í Norr- æna húsinu. í hljómsveitinni er ungt fólk sem stundar eða hefur stundað nám við tónlistarskólann í Skelleftá í N-Sviþjóð. Efnisskráin er Qölbreytt, þýskir marsar, djass og kammertónhst. Einnig verður frumflutt verk eftir Svíann Thomas Lilje- holm sem hann samdi sérstaklega fyrir sinfóniublásarasveit og klarinett. Ein- leikari á klarinett er íslendingurinn Her- mann Stefánsson. AUir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Uppboð á óskilamunum Að beiðni lögreglunnar í Kópavogi verða ýmsir óskilamunir, aðallega reið- hjól, seldir á uppboði sem haldið verður við lögreglustöðina í Kópavogi, Auðbrekku 10, miðvikudaginn 9. júní 1993 kl. 16.30. Þeim sem gætu átt óskilamuni í vörslu lögreglunnar í Kópavogi er bent á að hafa samband í síma 41200 eða koma á lögreglustöðina fyrir uppboðið. Sýslumaðurinn í Kópavogi Hafnir Nýr umboðsmaður Frá 1. júní ’93 Anna Lind Steinarsdóttir Seljavegi 1 - s. 16962

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.