Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Afmæli Jón Gunnar Zoéga Jón Gunnar Zoöga, hæstaréttarlög- maöur og formaður knattspymufé- lagsins Vals, Reynimel 29, Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ1965, lögfræðiprófi frá HÍ1971, varð hdl. 1974 og hrl. 1985. Jón var stundakennari við Hagaskólann 1966-73, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins 1971-74 og hefur rekið lögmannsstofu með Jón Emi Ingólfssyni frá 1974. Jón var ritsjóri Úlfljóts, blaðs laganema, 1969-70, varaformaður Orators, félags laganema, 1969-70, varaformaður Heimdallar 1973-75, sat í byggingarnefnd Lögbergs 1969-73, formaður knattspyrnu- deildar Vals 1970-72 og formaður knattspyrnufélagsins Vals frá 1988. Jón samdi kennslubók í bókfærslu sem gefin var út árlega frá 1969-91. Hann hefur verið sæmdur gull- merki Vals, KSÍ, ÍSÍ og KRR. Fjölskylda Jón kvæntist 15.1.1966 Guðrúnu Björnsdóttur, f. 6.7.1945. Hún er dótt- ir Bjöms Guðmundssonar, húsa- smíðameistara í Reykjavik, og konu hans, Sigrúnar Kristjónsdóttur. Synir Jóns og Guðrúnar em Björn, f. 16.4.1964, læknir í Reykja- vík, kvæntur Hörpu Ámadóttur, sagnfræðingi og myndhstarmanni, og er sonur þeirra Árni Bergur, f. 30.9.1990; Sveinn, f. 23.10.1971, nemi; Gunnar, f. 12.2.1975, nemi. Systur Jóns eru Hanna, f. 25.9. 1939, skrifstofumaður í Garðabæ, gift Guðmundi Á. Jónssyni sím- smíðameistara; Anna Sigríður, f. 3.2.1946, hjúkrunarfræðingurí Reykjavík; Nanna Guðrún, f. 24.9. 1951, háskólanemi, gift Lárusi John- sen Atlasyni, flugvélstjóra og full- trúa hjá Flugmálastjóm. Foreldrar Jóns: Sveinn Zoéga, f. 8.10.1913, d. 4.12.1989, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, og kona hans, Guðrún Sigríður Zoöga, f. 8.1. 1918, húsmóðir. Ætt Sveinn var sonur Jóns Zoéga, tré- smíðameistara í Reykjavík, bróður Bjargar, ömmu Garðars Cortes. Jón var sonur Jóhannesar, trésmiðs í Reykjavík, bróður Geirs Zoega, kaupmanns og útgerðarmanns í Reykjavík. Jóhannes var sonur Jó- hannesar Zoéga, útgerðarmanns í Nýjabæ, bróður Tómasar á Akra- nesi, langafa Geirs HaUgrímssonar forsætisráðherra, föður Hallgríms, stjórnarformanns Árvakurs, og langafa Jóhannesar, fyrrv. hita- veitustjóra, föður Guðrúnar Zoéga borgarfulltrúa. Jóhannes var sonur Jóhanns Zoéga glerskera, Jóhann- essonar. Móðir Jóns Zoéga var Guð- rún Jónsdóttir, smiðs í Starkaðs- húsum í Flóa, Ingimundarsonar, b. á Amarstöðum í Flóa, Jónssonar. Móðir Ingimundar var Guðrún Snorradóttir, b. í Kakkarhjáleigu, Knútssonar, og Þóru Bergsdóttur, ættföður Bergsættarinnar, Stur- laugssonar. Móðir Guðrúnar Jóns- dóttur var Sigríöur Sigurðardóttir, skipasmiðs á Hjallalandi, Sigurðs- sonar, og Guðrúnar Jónsdóttur, ætt- föður Bíldsfellsættarinnar, Sigurðs- sonar. Móðir Sveins var Hanna Sveins- dóttir, trésmiðs í Reykjavík, bróður Hallgríms, biskups og alþingis- manns, og Elísabetar, móöur Sveins Björnssonar forseta og Ólafs rit- stjóra, afa Ólafs B. Thors, forstjóra Sjóvá-Almennar. Hálfsystir Sveins var Sigríður, langamma Hallgríms tónskálds og Sigurðar, fyrrv. stjóm- arformanns Flugleiða, Helgasonar, og Sturlu Friðrikssonar erfðafræð- ings en Sigriður var einnig móðir Haralds Níelssonar prófessors, föð- ur Jónasar Haralz. Sveinn var son- ur Sveins, prófasts á Staðastað, Ní- elssonar. Móðir Hönnu var Kristj- ana Hoffmann, dóttir Hans Hoff- mann, á Bakkafit við Búðir, sonar Péturs, faktors að Búðum, ættföður Hoffmannsættarinnar á íslandi. Guðrún Sigríður er dóttir Jóns, skósmiðs og kaupmanns í Reykja- vík, Brynjólfssonar, b. á Hreða- Jón GunnarZoéga. vatni, Einarssonar, hreppstjóra á Hreðavatni, Bjarnasonar, b. á Arn- bjargarlæk, Einarssonar, b. í Örn- ólfsdal, Bjarnasonar. Móðir Brynj- ólfs var Valgerður Brynjólfsdóttir. Móðir Jóns var Guðrún Hannes- dóttir, b. í Skrapatungu, Jónssonar, hreppstjóra í Balaskarði, Einars- sonar, b. á Efri-Mýrum, Marteins- sonar. Móðir Guðrúnar Sigríðar var Guðrún Jósefsdóttir, verkamanns í Reykjavík, Magnússonar. Jón tekur á móti gestum í Akoges- salnum, Sigtúni 3, milh kl. 17.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Jon Ingi Ragnarsson Jón Ingi Ragnarsson málarameist- ari, Holtagerði 54, Kópavogi, er fimmtugurídag. Starfsferill Jón Ingi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til tíu ára aldurs en hefur síðan búið í Kópavogi. Hann lauk námi í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1963, öðlaðist meistara- réttindi og hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur 1966 en tók við rekstri fé- lagssvæðis Breiðabliks 1991. Jón Ingi lék með meistaraflokki Breiðabliks um tíu ára skeið, var þjálfari félagsins í nokkur ár, hefur starfað í stjórnum félagsins í 35 ár og verið formaður knattspyrnu- deildar og varaformaður aðalstjórn- ar sl. sjö ár. Hann hefur starfað fyr- ir UMSK og unniö að undirbúningi landsmóta ungmennafélaganna. Þá sat hann mörg ár í stjórn MMFR, m.a. sem varaformaður og gegndi formennsku í ár. Hann átti einnig sæti í stjórn Meistarasambands byggingamanna. Jón Ingi er félagi í Rotaryklúbbi Kópavogs og Bridgefélagi Kópavogs. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga fyrir félagsstörf, s.s. gullmerki ÍSI, KSÍ og Breiðabliks, silfurmerki UMFÍ og starfsmerki UMSK. Fjölskylda Jón Ingi kvæntist 1.6.1963 Öldu Sveinsdóttur, f. 12.3.1945, deildar- stjóra í dagdvöl aldraðra í Sunnu- hlíð. Hún er dóttir Sveins A. Sæ- mundssonar blikksmíðameistara og Ingibjargar G. Kristjánsdóttur. Böm Jóns Inga og Öldu eru: Ragn- ar, f. 26.21963, málari, í sambúð með Eybjörgu B. Hansdóttur lækni og eiga þau eina dóttur; Ingibjörg Hrönn, f. 6.3.1966, líffræðingur, í doktorsnámi í lífeðlisfræði í Gauta- borg; Linda Dröfn, f. 23.3.1974, nemi. Bræður Jóns Inga em: Steinar, f. 15.8.1946, prentari hjá DV, kvæntur Katrínu Kristínu Söebech og á hann þrjú böm og þrjú stjúpbörn; Jó- hannes, f. 30.12.1949, bifvélavirki, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdótt- ur og eiga þau fjögur börn. Hálf- bróðir Jóns Inga, sammæðra, er RagnarÞór Bogason, f. 13.8.1958, sjómaður, og á hann eina dóttur. Jón Ingi er sonur Kristins Ragnars Jóhannessonar, f. 28.12.1913, d. 19.8. 1954, og Ragnheiðar Magnúsdóttur, f. 14.3.1916, d. 29.4.1969. Ætt Hálfsystir Ragnars var Sigríður, amma Elíasar Snæland, aöstoðar- ritstjóra DV. Ragnar var sonur Jó- hannesar, b. í Skarfanesi, bróður Jóns á Sámsstöðum, langafa Guð- mundar Ingólfssonar píanóleikara. Jóhannes var sonur Magnúsar, b. í Skarfanesi, Jónssonar, og Sigríðar, sem er talin dóttir Bjama Thorar- ensens, skálds og amtmanns. Móðir Ragnars var Ingveldur Jónsdóttir, b. í Eystra-Geldinga- holti, Ólafssonar, b. á Baugsstöðum, bróður Sigríðar, langömmu Ingi- gerðar, móður Guðrúnar Helgadótt- ur, fyrrv. ráöherra. Móðir Ólafs í Eystra-Geldingaholti var Ingunn, Eiríksdóttir, hálfsystir Vigdísar í Miðdal, langömmu Vigdísar forseta og ömmu Guðmundar frá Miðdal, föður Errós. Móðir Ingunnar var Ingveldur, systir Ófeigs á Fjalli, föð- ur Trygga útgerðarmanns, föður Páls Ásgeirs sendiherra, föður Tryggvabankastjóra. Ingveldur var dóttir Ófeigs, ríka og ættföður Jón Ingi Ragnarsson. Fjallsættarinnar Vigfússonar og Ingunnar Eiríksdóttur, ættföður Reykjaættarinnar Vigfússonar. Ragnheiður er dóttir Magnúsar, bílstjóra í Reykjavík, Ólafssonar, b. í Þormóðsdal í Mosfellssveit, Þor- steinssonar. Móðir Ólafs var Anna Ólafsdóttir frá Hvammi í Ölfusi. Móðir Önnu var Inghildur, systir Jóns, langafa Halldórs Laxness. Ing- hildur var dóttir Þórðar, b. á Vötn- um í Ölfusi, Jónssonar og Ingveldar Guðnadóttur, b. í Reykjakoti, Jóns- sonar, ættföður Reykjakotsættar- innar. Móðir Magnúsar bílstjóra var Ingibjörg Magnúsdóttir, b. í Ártún- um, Hermannssonar. Móðir Magn- úsar var Margrét Grímsdóttir, syst- ir Helgu, langömmu Þorgríms Magnússonar, forstjóra BSRB, föð- ur Sigurgeirs, ættfræðings DV. Móðir Ingibjargar var Sigríður Þórðardóttir. Móðir Sigríðar var Ingibjörg Jónsdóttir, systir Gróu, ömmu Guðmundar, langafa Hauks Helgasonar aðstoðarritstjóra DV. Jón Ingi og Alda taka á móti gest- um í Félagsheimili Kópavogs milli kl. 18.00 og 21.00 ídag. Til hamingju með afmælið 9. júní 90 ára Jóhannes Jónsson, Hvammi, Húsavík. Steingrimur Vithjálmsson, Hvassahrauní 1, Grindavík. 75 ára Jenný Sigmundsdóttir, Skerseyrarvegi 7, Hafnarfiröi. 70 ára Karl Halldór Karlsson, Reynihvammi 9, Kópavogi. 60 ára Sigurður Ólafs Jónsson, Suöurbyggö 17, Akureyri. Guðrún Arnórs, Ásgaröi 4, Reykjavík. 50 ára Sigraar Jóhannesson, Egilsbraut 2, horlákshöfn. Herdís Þorsteinsdóttir, Urðarvegi 17, ísafirði. Erla Kjartansdóttir, Háholti 30, AkranesL Finnbogi H. Aiexandersson, Seljabraut 62, Reykjavík. Rafhhildur Jóhannesdóttir, Móaflöt 35, Garðabæ. 40 ára__________________________ Áslaug ívarsdóttir, Grundargerði 5 A, Akureyri. Ólafur Aðalsteinsson, Melstað, Borgaröarðarhreppi. Ragnar Aðalstelnn Tryggvason, Dverghömrum 32, Reykjavlk. Magnús Kristinsson, Austurhlíð I, Biskupstungnahreppi. Jakob Jónsson, Hjöllum 21, Patrekshreppi. Pétur Þórsson, Hverfisgötu 10, Hafnarfirði. Gunnar Pétur Másson, Klapparstíg 37, Reykjavík. Aitor Eyþór Yraola, Tómasarhaga 49, Reykjavtk. Ragnar B. Johansen, Eyjabakka 13, Reykjavík. Anna Thorstensen: Leiðrétting nm gestamóttöku í afmælisgrein sem birtist um Önnu Thorstensen, sjötíu og fimm ára, í blaöinu í gær, féll niður dag- setning á gestamóttöku. Tilkynn- ingin um gestamóttökuna er rétt svona: Anna verður að heiman á afmælisdaginn en tekur á móti gest- um, laugardaginn 12. júní nk. í sal Múrarafélags Reykjavíkur, Síðu- múla 25, milli kl 16.00 og 18.00. Viökomandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Sigurjón Bjömsson Siguijón Bjömsson, fyrrv. stöðvar- stjóri Pósts og síma í Kópavogi, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður átta- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigurjón fæddist að Hryggjum í Mýrdal og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs. Þá fluttist hann að Með- allandi í V-Skaftafellssýslu. Sigurjón tók próf frá Samvinnu- skólanum árið 1934 eftir tveggja ára nám. Hann fluttist að því loknu til ReyKjavíkur. Næstu fimm ár vann Sigurjón viö ýmis störf. 1940 réðst hann til Pósts og síma, fastráðinn starfsmaður. Var þar vettvangur hans allt til ársins 1972. Siðustu íjórtán ár starfsævi sinnar var Sig- urjón símstöðvarstjóri í Kópavogi. Siguijón gegndi ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum fyrir Póstmanna- félag íslands. Sat hann meöal ann- ars í stjóm þess á tímaþili. Þá starf- aði Siguijón að stofnun félags póst- manna á eftirlaunum. Siguijón áljóðí bókinni V.-skaft- fellsk ljóð. Á síðari árum hefur hann einnig fengist við myndlist. Fjölskylda Siguijón kvæntist 15.2.1934 Þor- björgu Pálsdóttur, f. 1.1.1915, d. 12.9. 1987, póstfulltrúa. Hún var dóttir Páls Pálssonar, b. á Söndum í Meö- allandi í V-Skaftafellssýslu, og Margrétar Þorleifsdóttur. Sigurjón og Þorbjörg eignuðust níu böm. Þau eru: Sigurrós, f. 1.10. 1934, starfsm. Tryggingastofnunar ríkisins og form. Sjálfsbjargar, Rvík, gift Jónasi Gunnari Guðmundssyni og eiga þau tvö böm; Erla, f. 3.4. 1936, póstfulltrúi í Hafnarfirði, gift Kristmundi Þorsteinssyni og eiga þau tvö böm, auk þess sem Erla á fjögur frá fyrra hjónabandi; Sigur- björg, f. 19.6.1937, húsmóðir, gift Haraldi Sumarliðasyni og eiga þau fimm böm; Páll, f. 19.4.1939, múr- ari, kvæntur Huldu Pálsdóttur og á hann eitt bam með fyrri sambýlis- konu; Jóhann, f. jan. 1942, d. sama ár; Guðmundur Ármann, f. 3.1.1944, myndlistarmaður á Akureyri, kvæntur Hildi Pedersen og eiga þau fimm böm; Bima, f. 17.9.1946, að- stoðarskólastjóri, gift Jóni Ólafsyni og á hún þijú böm með fyrri manni sínum; Jón Páll, 28.12.1947, skrif- stofustjóri, kvæntur Steinunni Þor- steinsdóttur og eiga þau þijú böm; Sigurður Sigurjónsson, f. 9.9.1950, prentari. Alsystur Siguijóns vom Anna Guðlaug og Sigurbjörg sem báðar era látnar. Siguijón er sonur Bjöms Bjöms- Sigurjón Björnsson. sonar b., Hryggjum í Mýrdal, og Sig- þrúðar Dagbjartsdóttur húsmóður. Siguijón tekur á móti gestum á Hrafnistu í Hafnarfirði, 5. hæð, milli kl. 16.00 og 19.00 í dag, afmælisdag- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.