Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Qupperneq 28
44 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Þokuloft og súld Össur Skarphéðinsson. Líkaði vel í slorinu „En það er karlinn í brúnni sem ræður, við erum hásetamir. Ég er orðinn vanur að vinna í slor- inu og heíði vel getað hugsað mér að gera það lengur," sagði Össur Skarphéðinsson, þingflokks- formaður Alþýðuflokksins og til- vonandi umhverfisráðherra, eftir sögulegan flokksstjómarfund Al- þýðuflokksins sl. miðvikudags- kvöld. Einskis metin! „Mig hefði frekar dreymt um það að störf mín undanfarin 15 ár á ýmsum vígstöðvum hefðu i» verið þess eðlis að nú þætti mönnum að það væri fengur að mér á nýjum stað. Það var öðra- vísi mat uppi á teningnum og það verður svoleiðis," sagði Rannveig Guðmundsdóttir eftir að hafa tap- að fyrir Össuri í atkvæðagreiðslu um ráðherrastólinn. „Það hefur verið sagt að formennska í þing- flokki sé ekki lítið embætti en menn skoða þau mál mismun- andi augum,“ sagði Rannveig ennfremur. Ummæli dagsins Enginn óróaseggur! „Ossur var gerður að formanni þingflokksins og talsmanni hans sem tiltölulega nýr maður í flokknum. Hann hefur að sjálf- sögðu verið að fullu ábyrgur fyrir stefnu þeirri sem þingflokkurinn mótar. Því er ekki hægt að nefha hann óróasegg," segir Jón Bald- vin Hannibalsson. Gæði skóla- starfsins Fundur > Landssamtakanna Heimili og skóli verður haldinn í Komhlöðunni (bakhús Lækjar- brekku) í kvöld kl. 20.30. Fundir í kvöld Dr. Stefán Baldursson flytur erindi um gæði í skólastarfi én að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum verða umræður. Smáauglýsingar A höfuðborgarsvæðinu verður norð- austan gola eða kaldi. Skýjað með Veðrið í dag köflum og hiti 9-15 stig. Á landinu verður austan og norð- austan kaldi en þó allhvasst á Vest- fjörðum og annesjum norðvestan- lands. Þokuloft og súld við norður- og austurströndina en skúrir suð- austanlands. Hiti 4-16 stig. Stormviðvörun: Búist er við stormi á Vestfjarðamiðum og norðvestur- miðum. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 6 Egilsstaðir súld 4 Galtarviti súld 5 Keílavíkurílugvöllur skýjað 9 Kirkjubæjarklaustur rigning 8 Raufarhöfn rigning 4 Reykjavik hálfskýjað 9 Vestmannaeyjar þoka 8 Bergen skýjað 14 Helsinki léttskýjað 11 Kaupmannahöfn léttskýjað 18 Ósló skýjað 13 Stokkhólmur heiðskírt 15 Þórshöfn alskýjað 9 Amsterdam léttskýjað 18 Barcelona þokumóða 20 Berlín hálfskýjað 16 Chicago leiftur 9 Feneyjar þokumóða 21 Frankfurt léttskýjað 19 Glasgow mistur 13 Hamborg hálfskýjað 16 London mistur 19 Lúxemborg heiðskirt 18 Malaga mistur 19 Mallorca þokumóða 19 Montreal alskýjað 18 New York alskýjað 20 Nuuk alskýjað 7 Orlando heiðskirt 25 París hálfskýjað 21 Róm hálfskýjað 22 Valencia þokumóða 16 Vín léttskýjað 18 Winnipeg skúr 15 íslands- mótið '»TTT| * Og IM dA- boltinn í kvöld heldur baráttan áfram á íslandsmótinu í knattspyrnu. Víkingur og Þór frá Akureyri íþróttir í kvöld mætast á Valbjamarvelli. Heima- liðið er enn án sigurs en gestirnir unnu Framara í 2. umferð. Þá hefst í nótt slagur Chicago Bulls og Phoenix Suns í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta en Stöð 2 sýnir beint frá öllum úr- slitaleikjunum. Valbjarnarvöllur: Víkingur-Þór Ak. kl. 20 Skák Friðrik Ólafsson situr nú að tafli í Vín- arborg, þar sem fram fer keppni „gömlu meistaranna“ gegn úrvalsliði kvenna. Með Friðrik tefla Smyslov, Larsen, Gell- er, Ivkov og Dúckstein gegn Zsuzsu og Sofíu Polgar, Arakhamíu, Xie og Gallj- amóvu-Ivantsjúk og Tsibúrdanidze. í fyrstu umferð gerði Friðrik jafntefli við Tsíbúrdanidze, fyrrverandi heims- meistara. Hún haföi hvítt og ætlaði að koma höggi á Friðrik í þessari stööu: 14. Rb5!? axb5 15. Bxb6 Db8! Þessi leikur heldur svörtu stöðunni saman og nú eru öll vandamál að baki. Eftir 16. Hxa8 Dxa8 17. De2 Db7 18. Be3 Re5 19. Hal Bd8 20. Ra5 Da6 stefnir í þráleik með 21. Rb3 Db7 22. Ra5 o.s.frv. og Tsíbúrdanidze þáði jafnteflisboð Friðriks. Jón L. Árnason Bridge Bandaríkjamaðurinn Larry Cohen er ís- lendingum að góðu kunnur en hann sat í austursætinu í þessu spili í sveita- keppnileik fyrir skömmu. Cohen var gestur hér á síðustu bridgehátíð og spila- félagi Pakistanans Zia Mahmoods. Spihð byggðist fyrst og fremst á ákvörðun aust- urs (Marty Bergen) sem ákvað að passa niður úttektardobl félaga. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og NS á hættu: ♦ 73 V 10872 ♦ D1062 + G104 ♦ DG652 V KG4 ♦ 8 + K972 ♦ ÁK1098 V D3 ♦ K53 + 853 Suður Vestur Norður Austur 1* Dobl p/h Austur taldi að hann ætti nægjanlega mikil spil til þess að hendi norðurs væri sagnhafa að mestu ónýt í einum spaða. NS voru á hættu svo að tveir niður í þess- rnn samningi væri betra en geimsamn- ingur fyrir AV. Cohen spilaði út einspili sínu í spaða í upphafi eins og algengt er að gert sé í samningum sem þessum. Sagnhafi drap gosa austurs á ás, spilaði tígli á drottningu og svínaði síðan spaða. Hann spilaði sig síðan út á laufi. Cohen og Bergen gerðu engin mistök, Cohen drap á laufdrottningu, spilaði tígulás og gaf Bergen stungu í tígli. Síðan voru lauf- kóngur, hjartakóngur, hjartaás og laufás tekinn. Þá var suður með 3 tromp eftir og var neyddur til að trompa næsta slag. Bergen fékk því einn slag til viðbótar á tromp og spilið fór 500 niður. Samningur- inn var 2 grönd á hinu borðinu og Bergen og Cohen græddu 9 impa á spilinu. ísak Örn Sigurðsson Þorvaldur Baldvinsson „hvalkjötssali'': • r r 1 • r „Þaö kom mér mjög á óvart að lenda inni í þessari hringiðu og mér finnst að þessí samtök, sem stóðu að þessu uppþoti, ættu frekar að snúa sér að náttúruvernd en að vera að eltast við menn sem sefla kjöt af hvölum, auðvitað dauöum hvölum," segir Þorvaldur Bald- vinsson, kaupmaður í versluninni Sælandi á Akureyri. Þorvaldur var á dögunum kærður af Hvalavernd- unarfélagi íslands fyrir að selja hvalkjöt í verslun sinni. „Þorvaldur, sem er fæddur og uppalinn á Árskógsströnd í Eyjafiröi, hefur stundað sjóinn alla tið frá 11 ára aidri og man tímana tvenna. „Það sem slær mig mest i dag er hvað sjór- inn er orðinn líflaus, þaö sést best á því að fylgjast með fuglinum sem tek- ur miklu minna æti úr sjónum en áður. En það er meira en nóg af hvöl- Þorvaldur Baldvinsson. um í sjónum, sérstaklega hrefnu og hnúfubak." Þorvaldur segir það engan vanda aö veiða hrefnur, nóg sé af þeim í sjónum og hún sé í samkeppni við manninn um fiskinn í sjónum. , Jlrefnur og aðrir smáhvaiir koma alltaf í net sjómanna og ekkert við . því að gera. Þetta gerist alltí kríng- um landið og hvað eiga menn að gera? Á að henda þessum dýram dauðum í sjóinn aftur, eöa hvað vilja menn? Er ekkí möguleiki á að sjómenn fengju á sig kæra fyrir brot á mengunarlöggjöf ef þeir gerðu það? Ég hætti ekki að selja hrefnukjöt vegna þessara manna, ég læt elcki tækifærissinna segja mér fyrir verkum. En ef yfirvöld skipa mér það þá gegni ég. Þessi svokölluðu umhverflsverndarsamtök, sem eru bara dýravemdunarsamtök, hafa aldrei verið og era ekki hátt skrifuð hjá mér,“ segir Þorvaldur. Gylfí Kristjánsson, DV, Akureyri Myndgátan Fótagafl Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. ¥ Á965 ♦ ÁG974 -ft. Ánc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.