Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ1993
31
Hús og garðar
Segðu það
með blómum
Við heyrum oft auglýsingar frá
blómaframleiðendum sem hvetja
okkur til að „segja það með blóm-
um“ eða „láta blómin tala“. En hvers
vegna? Blóm eru nefnilega ekki að-
eins falleg og mikið augnayndi í
umhverfi okkar, heldur hafa þau
verið notuð sem tákn í mörg hundruð
ár. Blómatákn er að fmna bæði í
austrænni og vestrænni menningu.
Til dæmis er ólífuviðargrein tákn um
frið og á ólympíuvellinum er lárvið-
arsveigurinn tákn um sigur og vís-
dóm. Blómatákn finnast einnig í bók-
menntum. Notar Shakespeare til
dæmis blóm í leikritum sínum, oft
sem tákn um iðrun og yndisþokka.
Eitt af því rómantískasta sem fólk
getur hugsað sér er að tjá tilfinningar
með vel völdum blómvendi. Það get-
ur oft verið erfitt að tjá tilflnningar
með orðum, hvort sem mn er að
ræða ást eða sorg. Þess vegna getur
vel valinn blómvöndur eða potta-
blóm hjálpað til við að segja það sem
annars kæmi ekki fram í samskipt-
um við aðra.
Hér á eftir eru talin upp þýðingar
á algengustu gjafablómunum:
Alparós: Stilling
Amaryllis: Mikilfengleg fegurð
Ananas: Þú ert fullkomin(n)
Anemona: Einmana
Aster: Ég deili sömu tilfinningu
Blandaður blómvöndur: Hlýhugur
Bleikar nellikur: Móðurást
Bleikar rósir: Þokkafull og elskuleg
Blómakarfa: Gnótt
Brúðarslör: Hreint hjarta
Burkni: Einlægni - unaður
Chrysanthemum: Uppörvun i mótlæti
Epli: Freisting
Ertublóm: Brottför
Fresía: Sakleysi
Gerbera: Hryggð - þörf fyrir vernd
Gladíólur: Persónustyrkur - göfuglyndi
Gular rósir: Gleði - vinátta - stundum
afbrýðisemi
Gulir túlípanar: Vonlaus ást
Hvítar nellikur: Hrein og áköf ást
Hvítar rósir: Ást - virðing - eining
Hvitar sýrenur: Barnslegt sakleysi
Hýasintur: Iþróttir - spil - leikir
Hvitasunnuliljur: Velvild - velmegun
Iris: Mælska - skilaboð - loforð
Jasmin: Ljúfmennska
Kamilliljur: Fullkomin ást -yfirburðir
Kaktus: Ylur - þolgæði - hugrækt
Kóngaliljur: Hátign
Levkoy: Haldgóð fegurð
Liljur: Hreinleiki
Ljónsmuni: Neitun - ofdirfska
Mimósa: Dulin ást
Mislitir túlípanar: Falleg augu
Morgunfrú: Sorg'
Myrta: Kærleikur
Páskaliljur: Vorsöngur - kveðja -
augnatillit
Purpuralitar sýrenur: Fyrsti vottur um
ást
Rauðar nellikur: Aðdáun - stolt - feg-
urð
Rauðar rósir: Ást - ósk - „ég elska þig“
Rauðir túlipanar: Ástarjátning
Riddaraspori: Ótryggð - fals
Smáblómavöndur: Hugprýði - dáðir
Stúdentanellika: Vaskleiki - fræknleikur
Vorkrókusar: Gleði - bros - æskuyndi.
Sýnir að viðtakandi er eitthvað alveg
sérstakt i huga sendanda.
ÁBURÐUR
OG GRASFRÆ
MR búðin*Laugavegi 164
sími11125 • 24355
Hvítar rósir tákna ást og virðingu.
Það þarf ekki að vera
erfitt að lyfta pottloki
* Öruggt
* Þægilegt
* Einfalt
Sæco
Smiðjuvegi 1, Kópavogi, s. 91-642171
NÁM VIÐ
GARÐYRKJUSKÓLA RÍKISINS
Hlutverk skólans
Garðyrkjuskólinn veitir menntun í garðyrkjufræðum, umhverfísfræðum og blóma-
skreytingum á fimm námsbrautum. Ennfremur vinnur skólinn að tilraunum, endur-
menntun, námskeiðahaldi, útgáfu Garðyrkjufrétta og annarri þekkingarmiðlun.
Námsbrautir eru:
Garðplöntubraut
Skrúðgarðyrkjubraut
Umhverfisbraut
Landgræðsla, náttúruvernd og skógrækt
Ylræktar- og útimatjurtabraut
Nám og inntökuskilyrði
Nám í garðyrkju- og umhverfísfræðum tekur þrjú ár.
Verknám er samtals 17 mánuðir án leyfa. Þrír mánuðir eru reynslutími en sautján
mánuðir eru á kjörsviði, þ.e. í samræmi við námsbraut (dagbókarskyldir).
Bóknám er 4 annir auk verkefna. Áður en nemandi getur hafið nám í 1. bekk
þarf hann að hafa lokið tólf mánaða verknámi, þar af níu með dagbók. Auk verk-
náms þarf nemandi að hafa lokið bóknámi sem svarar til tveggja til fjögurra anna
í framhaldsskóla.
Blómaskreytinga- og markaðsbraut
Nám og inntökuskilyrði
Nám á blómaskreytingabraut tekur tvö ár.
Verknám er samtals 14 mánuðir án leyfa. Þrír mánuðir eru reynslutími en ellefu
mánuðir eru á kjörsviði (dagbókarskyldir).
Bóknám er 2 annir auk verkefna. Áður en nemandi getur hafið nám á fyrri önn
þarf hann að hafa lokið sjö mánaða verknámi, þar af Qórum með dagbók. Auk
verknáms þarf nemandi að hafa lokið bóknámi sem svarar til tveggja til fjögurra anna
í framhaldsskóla.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans frá kl. 8-16 í síma 98-34340.
GARÐYRKJUSKÓLI RÍKISINS
REYKJUM — ÖI.FUSI