Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Fréttir jujjJaJjJJjJU yjHiiún-i — tillögurnar sem kosið er um 20. nóvember 1. Vestur-Húnavatnssýsla veröi eitt sveitarfélag. 2. Austur-Húnavatnssýsla sameinist I tvö sveitarfélög. 3. Skagafjaröarsýsla veröi eitt sveitarfélag. V. :-. Skýringar ... Kjördæmamörk Núverandi mörk hreppa og SUÐURLAND Rangárvallasýsla skiptist í tvö sveitarfélög: 1. austan og 2. vestan Eystri-Rangár. Lagt er til aö Ámessýsla skiptist í tvö sveitar- félög. 3. Skeiöahreppur, Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Biskupstungnahreppur, Laugardalshreppur, Grímsneshreppur, Þingvallahreppur og Grafningshreppur sameinist í eitt sveitarfélag og 4. Flói og Ölfus í annaö. Þrjú sveitarfélög haldist óbreytt. Mórk samkvæmt tillogum sam- einingarnefndarínnar er kosið veröur um 20. nóvember UtttnBMD Vtó I rlntJIK 1. V-Baröastrandarsýsla veröi eitt sveitarfélag en 2. V-ísafjarð- arsýsla, N-ísafjaröarsýsla, ísa- fjöröur og Bolungarvlk renni saman í eitt sveitarfélag. 3. Strandasýsla veröi ein heild. VESTURLAND 1. Akranes haldi óbreyttri stööu. 2. Fjórir hreppar í Borgarflaröarsýslu sunnan Skarðsheiöar og 3. fimm hreppar norðan hennar sameinist tvö sveitarfélög. 4. Átta hreppar Mýrasýslu sameinist I eitt. 5. Fjórir hreppar aust- ast á Snæfellsnesi sameinist. 6. Fjórir hreppar vestast á nesinu sameinist. 7. Helgafellssveit sameinist Stykkis- hólmi. 8. Dalasýsla veröi eitt sveitar- félag. Tvö sveitarfélög haldist óbreytt. SUÐURNES 1. Sveitarfélögin sjö á Suöurnesjum sameinist í eitt sveitarfélag. 1. Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur sameinist I eitt sveitarfélag og 2. Garða- bær og Bessastaðahreppur í annaö. NORÐURLAND EVSTRA 1. Eyjaprður sameinist í eitt sveitarfélag. 2. Suður- Þingeyjarsýsla, austan HSIshrepps, veröi eitt en Norður-Þingeyjarsýsla veröi þrjú sveitarfélög. 3. Kelduneshreppur, Fjallahreppur og hluti Öxar- fjarðarhrepps renni saman. 4. Hinn hluti Öxar- fjarðarhrepps sameinist Raufarhöfn ásamt hluta Svalbarðshrepps. 5. Þórshafnarhreppur, Sauöa- neshreppur og hluti Svalbaröshrepps sameinist í annaö sveitarfélag. 1. Skeggjastaðahreppur og Vopnafjarö- arhreppur sameinist í eitt sveitarfélag. 2. Hlíðarhreppur, Jökuldalshreppur, Fljótsdalshreppur, Fellahreppur, Tungu- hreppur, Hjaltastaöahreppur, Borgar- fjaröarhreppur, Skriödalshreppur, Valla- hreppur, Egilsstaðabær og Eiðahreppur sameinist í annað. 3. Neskaupstaöur og Noröfjaröarhreppur sameinist Mjóafjaröarhreppi. 4. Reyðarfjöröur og Eskifjöröur sameinist. 5. Fáskrúðsfjarö- ar-, Búða-, Stöövar- og Breiðdalshreppur sameinist í eitt sveitarfélag og 6. Bæj- arhreppur, Nesjahreppur, Höfn, Mýra- hreppur, Borgarhafnarhreppur og Hofs hreppur myndi eina heild. Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga 20. nóvember: Undirbúningur að hefjast en framkvæmdin enn óljós Umdæmanefndir um allt land vinna nú ákaft að undirbúningi atkvæða- greiðslunnar um sameiningu sveitar- félaga 20. nóvember enda skammur tími til stefnu. Umdæmanefndimar skiluðu af sér tillögum um samein- ingu sveitarfélaga fyrir 15. september og hafa nefndarmenn nú tímann fram til 20. nóvember til að kynna tillög- umar og undirbúa atkvæðagreiðsl- una. Það starf er misjafnlega langt á veg komið en á höfuðborgarsvæðinu til að mynda hefur umdæmanefndin óskað eftir viðræðum við embættis- merm borgarinnar um það hvemig staðiö verði að atkvæðagreiðslvmni. Það er í verkahring umdæma- nefndanna að sjá um atkvæða- greiðsluna en Jón G. Tómasson borg- arritari segist búast við að sveitarfé- lögin og hugsanlega embættismenn- irnir komi til með að sjá um hana. Engin ákvörðun liggi fyiir um það hvemig staðið verði að henni, hvort það verði á svipaðan eða sama hátt og í borgar- og sveitarsljómarkosn- ingum eða alþingiskosningum. Hann segir að menn verði að gera sér grein fyrir hugsanlegri kosningaþátttöku og miða undirbúninginn við það. Ekkert vit sé í þvi að kalla út á þriðja hundraö manna lið til að vinna í 90 kjördeildum heilan dag ef búist sé við að þátttaka verði lítil. - er 40 milliónum kastað út um gluggann? Þórður Skúlason segir óljóst hver kostnaðurinn við sameiningarmálið verði Kostnaðurinn óljós Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir óljóst hver kostnaðurinn við sameiningarmálið verði þegar upp verður staöið næsta vor. Það fari alveg eftir undirbúningnum og því hvemig staðiö verði að atkvæða- greiðslunni. Almennt er talað um að kostnaðurinn geti ekki orðið undir 35-40 milljónum króna, sérstaklega með tilliti til þess að um 25 milljónir em þegar famar í starf umdæma- nefnda og samráðsnefndar um sam- einingu sveitarfélaga. Kostnaður borgarinnar verður varla undir 5-6 miiljónum fyrir utan öO hin sveitarfé- lögin í landinu. Þá segir Jón G. Tóm- asson borgarritari að löggæsla aukist alltaf kringum kosningar og því verð- ur kostnaður ríkisins einhver. Stjórnarskrárbreyting „Ef tillagan á höfuðborgarsvæðinu verður samþykkt sé ég ekki annað en að þaö kalli á stjórnarskrárbreyt- ingu. Stjórnarskrárbreyting kallar á samþykki Alþingis, þingrof og nýjar kosningar og þá erum við virkilega farin að tala um kostnað,“ segir hann og bendir á að þetta ferli taki sinn tíma. Ef tillagan verði samþykkt geti varla orðið af sameiiúngu fyrr en eftir alþingiskosningamar 1995 og þá geti þurft að kjósa aftur í borgar- stjóm. Þannig sé þetta ákaflega flók- ið og viðamikið mál. Breyting á stjómarskránni á ein- ungis við um tillögu umdæmda- nefndarinnar á höfuöborgarsvæðinu því að hægt er aö breyta sýslumörk- um með einfaldri lagabreytingu. Kjósarsýsla, Kópavogur og Seltjam- ames tilheyra Reykjaneskjördæmi Jón G. Tómasson segir að ef tillagan á höfuðborgarsvæðinu verður samþykkt kalli það á stjórnarskrárbreytingu og verða því ekki flutt undir Reykja- víkurkjördæmi nema með breytingu á stjómarskránni. Þá segir Jón G. Tómasson að breytt íbúatala og um- dæmamörk hljóti að kalla á breyt- ingu á þingsætafjölda kjördæmanna. Þagga máiið niður Sveitarstjómarmenn hafa verið gagnrýndir fyrir það undanfarið að vilja þagga sameiningarmálin niður, síðast nú í vikunni þegar Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, hvatti sveitarstjórnarmenn til að hætta að hugsa um eigin hag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, vísar þessu á bug og segir fjar- stæðukennt að halda því fram að sveitarstjómarmenn dragi lappimar í þessu máh. Þeir sem haldi því fram hafi greinilega ekki kynnt sér málið nægilega vel. Umræða um samein- ingu sveitarfélaga hafi staöið meðal sveitarstjórnarmanna í mörg ár. Það sé engin tilviljun að einmitt sveitar- stjórnarmenn hafi forystu um þessa tilraun nú. Vilhjálmur segir að þetta sé í fyrsta sinn sem tekið sé skipulega á samein- ingu sveitarfélaga. Reynt sé að vanda vel til málsins og því fylgi auðvitaö kostnaður. Hann segist ómögulega geta fallist á að verið sé að kasta pen- ingunum út um gluggann jafhvel þótt árangurinn verði ekki mikill í nóv- ember. Víða sé gert ráð fyrir öðrum kosningum eftir áramót auk þess sem málinu ljúki ekki næsta vor. Samein- ing sveitarfélaga sé gifurlegt hags- munamál þjóðarinnar og aö því verði unnið ötullega næstu árin. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.