Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 3 i>v Stuttar fréttir reynslusveitarfélag Minnst 20 sveitarfélög vilja verða reynslusveitarfélög og taka að sér aukin verkefni. Valin verða 5 sveitarfélög og verða þau sera sameinast látin sitja fyrir. Umsóknarfrestur rennur út um mánaðamótin. Börnunt líðurilla AHt að 8.500 bornum á íslandi líður mjög iHa í skóla. Tíminn hefur þetta eftir Arthuri Mort- hens, formanni Barnaheilia. Mið- að við hin Norðurlöndin verja íslendingar mun minni íjármun- um til mennta og velferðarmála. Svipað fjármagn fer til skólamála hér á landi og í Suður-Evrópu. Uppsagnir á leikskólum Um 600 börn tapa leikskóla- plássi um áramótin ákveði heil- brigðísráðherra að veita ekki fé til rekstursins. RÚV segir að á annaö hundrað starfsmönnum verði sagt upp um mánaðamótin verði þetta niðurstaðan. Fleiri unglingar lagðir inn MikH aukning hefur orðið á innlögnum unglinga á meðferð- arstofnunina Tinda á þessu ári, eða um 70 prósent. Sjónvarpiö skýrði ffá þessu. Nýraðstoðarmaður Margrét S. Björnsdóttir, endur- menntunarsfjóri HÍ, hefur verið ráðin aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Bændurtapa Bændur í Skagafirði munu tapa miUjónura króna vegna rekstrar- erfiðleika Slátursaralags Skag- firðinga. Slátursamlagiðleltar nú nauðarsamnínga. Tíminn segir erfiðleikana stafa af töpuðum viðskiptakröftun. Fjölmennsendisveit Fiölmenn sendisveit frá íslandi er nú í Washington vegna árs- fundar Alþjóöabankans og Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins. Sam- kvæmt Morgunblaðinu sitja 11 fulltrúar sfjómvalda og banka sjálfan ársfundinn en tengda fundi sitja enn fleiri. Ljóst er að kostnaðurinn skiptir milfjónum króna Misjafnt i askana látið Sfjómmálaflokkarnir á íslandi fá 105 milljónir í framlög úr ríkis- sjóði í ár. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins fá Neytenda- samtökin litlar 3 miHjónir á sama tima og landbúnaðurinn fær rúmlega 6,1 þúsimd milijónir, Vilja veiða á bannsvæði Skipstjórar islensku togaranna í Smugunni vUja færa sig sunnar til veiöa, meðal annars þangað sem sjávarútvegsráðherra hefur bannað veiðar. LÍÚ er þessu and- vígt. RÚV greindi frá þessu. Mótmæltáfyrstadegi Þorsteinn Pálsson sjávarut- vegsráðherra er nú í opinberri heimsókn í Rússlandi. A fyrsta degi heimsóknarinnar mótmæltu Rússar veiðum íslendinga í Smugunni og hóta að rifta sam- starfssamningi um kolaveiðar. MbL skýrði frá þessu. Viljanýjaforystu Sjálfstæðismenn í Kópavogi vilja umtalsverðar breytingar á forystu flokksins fyrir komandi bæjarstjómarkosningar og skipta út 4 af 5 bæjarfuUtrúm flokksins. Þetta er niðm-staða skoðanakönnunar sem fuUtrúa- ráð flokksins stóð fyrir. Stöö tvö greindifráþessu. -kaa Fréttir Fornminjavörður um hringina á Seltjamamesi: Svæðið við Nesstofu sjálf krafa friðlýst „Svæðið við Nesstofu er í raun sjálfkrafa friðlýst samkvæmt þjóð- minjalögum vegna þess að mann- virkin sem þama fundust era eldri en 100 ára,“ segir Guðmundur Ólafs- son fomminjavörður um hringina við Nesstofu á Seltjamarnesi. Guðmundur segir nauðsynlegt að gera minjakort af svæðinu sem svo þurfi að bera saman við skipulag. Samkvæmt núverandi skipulagi er ráðgert að útivistarsvæði veröi þar sem hringirnir eru. í dag verður væntanlega tekið jarð- vegssýni úr rústunum og gerð á því frjógreining. „Það hafa komið upp hugmyndir um hvort þessi mann- virki, sem við teljum vera frá því snemma á miðöldum, geti tengst komrækt. Ef svo væri gæti kornið hafa verið ræktað inni í hringun- um,“ segir Kristinn Magnússon, for- stöðumaður Nesstofu, sem staðið hefur að uppgreftrinum á Seltjarnar- nesi. Hann bendir jafnframt á að ör- nefni á Seltjarnarnesi eins og Bygg- garður tengist akuryrkju. Sáust fyrst á Ijósmynd 1980 Hringirnir í túninu við Nesstofu uppgötvuðst 1980 er tekin var loft- mynd af svæðinu. „Sem betur fer voru ekki til stórvirkar vinnuvélar þegar túnið við Nesstofu var sléttað. Annars hefðu hringirnir Hklega ekki sést," segir Kristinn og bætir við að það hafi ekki veriö fyrr en nú um helgina sem hann frétti af því hve- nær túnið var sléttað. „Þegar ég var hér við rannsóknir kom tU mín maö- ur sem kvaöst hafa tekið þátt í aö slétta túnið 1935. Svæðið hér við hlið- ina var sléttað mikiu seinna. Þar sjást engir hringir. Á mörkum þess- Hringirnir við Nesstofu eru átta til tíu. Túnið við Nesstofu var sléttað um 1935. Svæðið við hliðina var sléttað seinna með stórvirkari vinnuvélum og þar sjást engir hringir. Á mörkum þessara svæða sést hins vegar hálfur hringur þeim megin þar sem fyrr var sléttað. Þar sem hringirnir eru er fyrirhugað útivistarsvæði. Fornminjavörð- ur leggur áherslu á að hringunum megi ekki raska. DV-mynd Garðar Guðmundsson ara svæða sést hálfur hringur á Nes- stofutúninu." Guðmundur Ólafsson fomminja- vörður segir niðurstöðuna, sem þeg- ar er fengin, mjög spennandi. „Áður en rannsókn fór fram viss- um við ekki hvort þama voru mann- virki eða náttúrulegar myndanir. Þarna reyndust vera miklar minjar og þeim má ekki raska,“ segir hann. -IBS Jóhanna flrekar f yrirvara Jóhanna Sigurðardottir felags- málaráðherra ítrekaði ýmsa fyrir- vara sina við fjárlagafrumvarpið á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokks- ins um helgina. Einkum leggst Jó- hanna gegn áformum heUbrigöis- ráðherra að innleiða heilsukort og þá ætlan menntamálarðherra að velta ýmsum kostnaði við skóla- kerfið yfir á sveitarfélögin. Á fundinum gagnrýndi Jóhanna rikisstjómina fyrir hversu harka- lega hún gengi fram i niðurskurði. Efnahagsástandiö gæfi ekki tilefni tíl sHks. Ekki skýrðist á fundinum hvort Jóhanna mundi styöja fiár- lagafrumvarp rikisstjórnarinnar þegar það kæmi til afgreiðslu á Alþingi. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.