Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 15 Gæðavegurinn og ríkisstjórnin Það má segja að helsta nýlundan í atvinnumálum landsmanna um nokkuð langt skeiö sé hvernig má koma á hágæðastjómun í rekstri fyrirtækja. Markmið gæðastjóm- unar er fyrst og fremst í því fólgið að ná hámarksárangri í því sem menn em að fást við hveiju sinni. Slikur árangur næst ekki nema stjórnendur fyrirtækja séu færir á sínu sviði því eftir höfðinu dansa limirnir. Eins og gengur hefur mismun- andi árangur náðst innan fyrir- tækja hvað þetta varðar en víða er mikil hugarfarsbreyting þar sem meiri virðing er borin fyrir þeim verðmætum sem menn eru með í höndunum og stjómendur sjá að án mikils og góðs samstarfs við undirmenn sína verður árangur- inn rýr. Gæðaátak ríkisstjórnarinnar Þessi nýja hugsun gæðastjómun- ar hefur ekki náð til rikisstjómar Davíðs Oddssonar þrátt fyrir að ráöherrar hafi verið allra manna duglegastir að hvetja stjórnendur fyrirtækja til að spjara sig. Það gæðakerfi er leiðtogar þjóðarinnar vinna eftir hefur ekki fært þjóðinni ný tækifæri né heldur nýjan sókn- arhug. Það kerfi sem ríkisstjómin hefur byggt upp er ekki vænlegt til árangurs fyrir þjóðarhag. Ósam- stæðari hóp manna er vart hægt að hugsa sér. Ráðherrar berast á banaspjótum, engin meiri háttar mál em útkljáð, tónn ósáttar og afbrýðisemi berst með öllum fjölmiðlum daglega. Það Kjallariim Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður sem einn ráðherra telur vera lög- legt telur annar ráðherra lögleysu og ráðherrar draga ekki af sér í fjölmiðlum, kroppa augun hver úr öðrum, kalla hver annan poppara, grínista, óbilgjamar frekjur og fýlupoka svo að eitthvað sé nefnt. Hversu lengi gæti forstjóri fyrir- tækis liðið samstarfsmönnum sín- um slíkt háttemi í fjölmiðlum og hvemig kemur slíkt niður á stjóm- un fyrirtækis? AIls staðar í þjóðfé- laginu, nema í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar, yrði gert eitthvað í máhnu. Þeir gera ekki sömu kröfur til sín og þeir gera til allra annarra í þjóðfélaginu. Orð og athafnir Eitt meginmarkmið gæðastjórn- unar er að orð og athafnir fari sam- an. Þeir sem kusu Sjálfstæðisflokk- „Eitt meginmarkmið gæðastjórnunar er að orð og athafnir fari saman. Þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn 1 síðustu kosningum sögðust margir fyrst og fremst kjósa hann vegna þess að hann ætlaði að lækka skatta.“ „En allir einstaklingar i þjóðfélaginu bera meiri skatta í dag en nokkru sinni fyrr,“ segir Ingibjörg m.a. i grein sinni. inn í síðustu kosningum sögðust margir fyrst og fremst kjósa hann vegna þess að hann ætlaði að lækka skatta. Hann ætlaði að snúa frá skattpíningarstefnu vinstri flokk- anna og hann ætlaði að sýna heil- indi og festu. Hefur hann staðið við að lækka skatta? Jú. Hann lækkaði skatta á þeim fyrirtækjum sem skilað hafa verulegum hagnaði. Þar fann hann mesta þörf fyrir skattalækkun. En allir einstaklingar í þjóðfélaginu bera meiri skatta í dag en nokkru sinni fyrr. Það er nýr sjúkraskatt- ur, skólaskattur, orkuskattur, ferðaþjónustuskattur, skattur á prentiðnað svo að eitthvað sé nefnt. Á sama tíma eru byggðar dýrar þjónustubyggingar sem eru dæmd- ar til að vera htið eða ekkert nýttar vegna skorts á rekstrarfé og þrátt fyrir ahar þessar skattahækkanir á að skattleggja einstakhnga enn meira. Nýjustu sóknartækifærin í skattheimtu er nýr sjúkraskattur ofan á þann gamla því sjúklingar hggja einstaklega vel við höggi þar sem sjúkdómar gera ekki boð á undan sér. Ekki þarf að efa að þessi skattur mun imiheimtast vel. Hér á fólk ekkert val. Alvöru gæðastjórnun Alvöru gæðastjómun kallar á hópvinnu þar sem fundnar eru lausnir á smáum og stórum vanda- málum. Ráðherramir em hópur manna sem vinnur í gegnum fjöl- miðla. í þessari ríkisstjóm finnst ekkert sem heitir heihndi. Því verða mikilvæg mál aldrei afgreidd af þessum hópi, smámál verða umsvifalaust að stórmálum. Meginmarkmið gæðastiómunar eiga ekki upp á pahborðiö hjá yfir- boðurum þjóðarinnar, ekki þeim sem setja lög og reglur. Þessi ríkis- stjórn hefur fengið tækifæri en tækifærunum hefur hún glataö. Því em það færri og færri sem hafa trú á því að hún muni nokkurn tíma bera gæfu til þess að ganga með þjóðinni gæðaveginn. Ingibjörg Pálmadóttir Fossvogsdalur - útivistar- svæði almennings Fossvogsdalur hefur nokkuð verið í umræðunni undanfariö vegna andstöðu við fyrirhugaðan golfvöh sem þekja á stórt svæði dalsins. Þykir sumum nóg komið af fyrir- ferðarmiklum íþróttasvæðum í dalnum. Fossvogsdalur hefur í raun verið skilinn útundan í skipulagi borgar- innar síðustu áratugi en sennilega hefur það haft sitt að setja að Kópa- vogur á hluta af dalnum. Dalurinn hefur mátt þola ýmsar umdeilan- legar framkvæmdir, svo sem íþróttasvæði og húsbyggingar, og hefur hið opna svæði verið skert verulega. Deilur um skipulag Þegar baráttimni við talsmenn fjarstæðukenndra og fráleitra hug- mynda um lagningu hraðbrautar um dahnn lauk héldu margir að tóm gæfist th þess að skipuleggja svæðið sem enn er eftir. En að ætla síðan hópi golfáhugamanna svo stórt svæði sem um ræðir samrým- ist ekki vilja almennings. Kjallariim Ólafur Reynir Guðmundsson nemi í HÍ í Fossvogsdalnum er búið að eyða miklum fjárhæðum í íþróttasvæði og því spyija margir hvort ekki væri viturlegra að nýta svæðið sem eftir er í útivistarsvæði fyrir al- menning. Við sjáum hvað hægt var að gera fyrir Laugardalinn og þess vegna ætti að vera hægt að gera eitthvað álíka fyrir Fossvogsdal þótt miklu minna fjármagn yrði notað. Einnig er hægt að nefna frábæra uppbyggingu Elhðaárdalsins sem er orðinn að úrvals útivistarsvæði með fjölbreytilegum gönguleiðum í skógi vöxnu umhverfi. draugagangi hnnti, skaut þá ekki upp kolhnum hugmynd um golf- vöh? Ef sú verður niðurstaðan má alveg eins búast við að Skotfélag Reykjavíkur fái leifar dalsins fyrir æfingasvæði! Þótt golfvöhur geti verið fahegur á að hta þjónar hann aðeins þröng- um hópi. Það hlýtur að vera sann- „Við sjáum hvað hægt var að gera fyr- ir Laugardalinn og þess vegna ætti að vera hægt að gera eitthvað álíka fyrir Fossvogsdal þótt miklu minna fjár- magn yrði notað.“ gjamara markmið og vinsæha að Hraðbrautarvofan reyna að skipuleggja alhhða úti- Árum saman hefur fólk búið í vistarsvæði í Fossvogsdal - útivist- nágrenni Fossvogsdals við órækt arsvæði almennings. dalsins og umræðuna um hrað- Ólafur Reynir Guðmundsson brautardrauginn. Þegar þeim ivioo og Jólasveinaland í Esjuhlíðum Myndi „Mér finnst hugmyndin mjög athygl- isverð. Það er þörf fyrir nýja þætti í afþreyingar- þjónustu fyrír ferðamenn. Þetta gæti orðiö gott í því tilliti. Eg hef efasemdir um það hvort hægt sé að fá aðha th að fjármagna þetta en ef það er hægt áht ég framkvæmdina vera til góös fyrir ferðaþjónustu á Íslandí. Þetta gæti orðið það skemmtilegur hlutur aö hann hreinlega drægi fólk til landsins. Eftir þvi sem valkostirnir fyrir ferðamenn eru fleiri þvi lengri verður dvöl þeirra og þeim mun meiri pening- um eyðir viðkomandi ferðamað- ur í landinu. Það er einmitt það sem hlutimir snúast um - ekki bara að fá fleiri ferðamenn heldur að aukningu í erlendum gjald- eyri. Þetta er ákaflega einstök hugmynd um þjóðtrú sem ég hef ekki heyrt um eða séð annars staðar. En álfar og tröh er eitt- hvað sem tvimælalaust er eitt- hvað nýtt. Elías Einarssn er ákaf- lega hugmyndaríkur. Aht sem honum dettur í hug í sambandi við feröamálin er spennandi. Ef það er hægt aö gera það að veru- leika er það hiö besta mál,‘ rétti stað- „Það má fyrst og fremst hugsa sér Esjuna sem göngu- land þó að hugmyndin sé 1 sjálfu 001* ekkert slæm. Ragnar F. Kristjáns- Þetta er bara *on, verkefnisstjóri ekki rétti hjá Náttúruvemdar- staðurinn. ráði Við fengum þetta mál í hendur og lögðum það fyrir nefnd sem í eru verkfræðingur, jaröfræðing- ur og landslagsarkitekt. Síöan var reynt að meta og gera sér grein fyrir hvaöa áhrif þetta hefði á landsvæðið við Móghsá í landi Esju. í þessu tilfelh vorum við talsvert á varðbergi um þaö hvernig ætti að afgreiða svona mál. Efnahagsleg sjónarmið eru ekki okkar hhö. En þama er mjög laus jarðvegur og mjög erfitt að vinna þetta. Það eru mörg spurn- ingarmerki. Þegar komið er með deiliskipulagstiUögu eins og í þessu thfeUi liggur ekki fyiir hvemig á að vinna verkið. Ég man eftir þessu máh vegna þess að þetta var svo skemmtilegt. Þaö verða að koma svona skemmti- legar hupiyndir upp einstaka sinnum th að halda manni vak- andi. Við höfðum reyndar ekki heyrt af hugmyndinni lengi eða þangaö th hún kom í DV fyrir helgi.“ -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.