Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 Afmæli Hundrað ára: Stefanía Einarsdóttir Stefanía Einarsdóttir, Suöurgötu 85, Hafnarfirði, er hundrað ára í dag. Fjölskylda Stefanía er fædd að Skammbeins- stöðum í Holtahreppi. Hún giftist 22 ára Hinriki Einarssyni frá Ölvers- holti í Holtum. Þau hófu búskap að Ölversholti og bjuggu þar í 19 ár. Stefanía og Hinrik fluttust til Hafn- arfjarðar 1934 þar sem Hinrik gerð- ist verkamaður en hann lést 1968. Stefanía hefur haldið heimili fyrir sjálfa sig og son sinn, Einar, síðan. Stefanía og Hinrik eignuðust átta börn en tvö dóu ung. Þrjú eru enn á lífi, þau Einar, Sigríður og Jó- hanna. Sigríður er gift Guðlaugi Ketilssyni trésmíðameistara, þau eru búsett í Reykjavík. Jóhanna er gifl Sigurði Gíslasyni, fyrrv. slökkviliðsstjóra, þau eru búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Stefaníu voru Einar Einarsson og Jóhanna Örnólfsdóttir en fósturforeldrar hennar voru Páll Finnsson, bóndi og smiður í Saurbæ í Holtahreppi, og kona hans, Hall- dóra Halldórsdóttir ljósmóðir. Stefanía, sem er sérstaklega ern og grípur í prjóna, les blöð og bækur og fylgist vel með öllu sem í kring- um hana gerist, ekki síst þjóðmála- umræðunni, fagnar hundrað ára afmæli sínu með börnum, barna- börnum, barnabarnabörnum, vin- um og öðrum vandamönnum á af- mælisdaginn í Gaflinum í Hafnar- firðifrákl. 15-18. Stefanía Einarsdóttir. Páll Baldvin Baldvinsson Páll Baldvin Baldvinsson, listrænn ráðunautur hjá Leikfélagi Reykja- víkur, Bergstaðastræti 9, Reykjavík, erfertugurídag. Starfsferill Páll fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentspróíi frá MR1973, BA-prófi í íslenskum bók- menntum og almennri bókmennta- sögu frá HÍ1980, stundaði cand. mag.-nám í íslenskum bókmenntum við HÍ1981 og stundaði nám í leik- húsfræðum við Goldsmith College í London 1982-83. Páll var starfsmaður Bóksölu stúdenta 1974-75, ristjóri Stúdenta- blaðsins 1975-77, leikgagnrýnandi hjá Helgarpóstinum, RUV og DV 1983-84, leikhússtjóri og leikstjóri hjá Hinu leikhúsinu 1985-86, inn- kaupastjóri erlends efnis hjá Stöð 2 1987-90, leikgagnrýnandi hjá Þjóð- viljanum 1987-89, dagskrárstjóri hjá Sýn 1990 og hefur verið listrænn ráðunautur hjá LR frá 1991. Páll stundaði þýðingarstörf fyrir Iðunni, RÚV, Þjóðleikhúsið, Stöð 2, og fleiri aðila á árunum 1981-91. Hann var varaformaður Stúdenta- ráðs HÍ1976-77 og stofnandi Hins leikhússins 1984. Fjölskylda Kona Páls er Ragna Ólafsdóttir, f. 27.2.1954, námsráðgjafi. Hún er dótt- ir Ólafs Þolákssonar lögfræðings og Erlu Magnúsdóttur húsmóður. Börn Páls og Rögnu eru Vigdís Hrefna, f. 5.10.1977; Solveig, f. 15.1. 1985, og PáU Zophanías, f. 26.7.1986. Systur Páls eru Inga Lára, f. 16.2. 1956, deUdarstjóri hjá Þjóðminja- safni íslands, og Guðrún Jarþrúður, f. 25.11.1960, hljóðmaður hjá RÚV. Foreldrar Páls eru Baldvin HaU- dórsson, f. 23.3.1923, leikari í Reykjavík, og kona hans, Vigdís Pálsdóttir, f. 13.1.1924, handmennta- kennari. Ætt Meðal systkina Baldvins er Erl- ingur Ebenezer rithöfundur. Bald- vin er sonur HaUdórs, b. á Amgerð- areyri á Langadalsströnd, Jónsson- ar, tómthúsmanns í Grasi á Þing- eyri, Helgasonar, verkamanns á Bíldudal, Jónssonar, b. í Hrísdal, Jónassonar Brandssonar. Móðir Baldvins var Steinunn Guðrún Jónsdóttir. Meðal systkina Vigdísar má nefna Zóphónías, skipulagsstjóra ríkisins, föður Páls, tæknifræðings í Vest- mannaeyjum; Pál Agnar yfirdýra- lækni; Hjalta, fyrrv. framkvæmda- stjóra hjá SÍS, og Hannes banka- stjóra. Vigdís er dóttir Páls, alþing- ismanns og búnaðarmálastjóra, Zóphóníassonar, prófasts í Viðvík, Halldórssonar, b. á Brekku í Svarf- aðardal, Rögnvaldssonar. Móðir Halldórs var Sophía Þorsteinsdóttir, systir Hallgríms, fóður Jónasar skálds. Móðir Zóphóníasar var Guð- rún Björnsdóttir, systir Guðnýjar, langömmu Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, fóður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Móðir Páls var Jóhanna Sofia, systir Jarþrúð- ar, konu dr. Hannesar Þorsteinsson- ar, ritstjóra ogþjóðskjalayarðar, en hálfsystur hennar voru Þóra, kona Jóns Magnússonar forsætisráð- herra, og Elínborg, kona Geirs vígslubiskups Sæmundssonar. Jó- hanna var dóttir Jóns, háyfirdóm- ara og alþingismanns, bróður Pét- urs biskups og Brynjólfs Fjölnis- manns. Jón var sonur Péturs, próf- asts á Víðivöllum, Péturssonar og konu hans, Þóru Brynjólfsdóttur guUsmiðs, HaUdórssonar, biskups á Hólum, Brynjólfssonar. Móðir Jó- hönnu var Jóhanna Soffía Bogadótt- ur, b. og fræðimanns á StaðarfeUi, Benediktssonar, ættföður Staðar- fellsættarinnar og konu hans, Jar- þrúðar Jónsdóttur, prests í Holti í Ónundarfirði, Sigurðssonar. Móðir Jarþrúöar var Solveig Ólafsdóttir, lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði, Jónssonar, ættfóður Eyrarættar- innar, langafa Jóns forseta.' Móðir Vigdísar var Guðrún, dóttir Hannesar, hreppstjóra í Defldar- Páll Baldvin Baldvinsson. tungu, Magnússonar, hreppstjóra á VUmundarstöðum, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Vigdís, systir Þuríðar, ömmu Jóns Helgasonar, prófessors og skálds í Kaupmanna- höfn. Vigdís var dóttir Jóns, b. í DeUdartungu, Jónssonar, dbrm. í DeUdartungu, Þorvaldssonar, ætt- föður DeUdartunguættarinnar, bróðurMargrétar. PáU dvelur í London þessa dagana. Ingveldur Gísladóttir Ingveldur Gísladóttir húsmóðir, Tjamarbraut 29, Hafnarflrði, er átt- ræð í dag. Starfsferill Ingveldur fæddist í Þormóðsdal í MosfeUssveit en ólst upp hjá ein- stæðri móður sinni í Reykjavík til tíu ára aldurs og síðan í Hafnar- firði. Hún naut bamaskólakennslu en aðstæður leyföu ekki frekari menntun þó hugurinn stæði til náms. Síðar á ævinni lærði Ingveld- ur bókband tvo vetur hjá Helga Tryggvasyni í MHÍ auk þess sem hún lærði málun hjá Sigríði Björns- dóttur í MyndUstaskólanum. Myndir Ingveldar hafa verið sýnd- ar á Kjarvalsstöðum og í HoUandi. Þá hafa komið út eftir hana þrjár bækur, Lækningin, útg. 1951, Mynd- ir og minningarbrot, útg. 1973 og Refskákir og réttvísi, útg. 1973, auk þess sem hún er nú aö leggja síð- ustu hönd á handrit fjórðu bókar- innar: í flötmm fátæktar. Fjölskylda Ingveldur giftist 16.12.1933 Guð- mundi Gissurarsyni, f. 12.5.1902, d. 6.6.1958, forstjóra Sólvangs og bæj- arfúUtrúa í Hafnarflrði um árabU. Hann var sonur Gissurar Guð- mundssonar, b. í Gljúfurárholti í Ölfusi, og Margrétar Jónínu Hin- riksdóttur húsfreyju. Dætur Ingveldar og Guðmundar em Guðrún Ágústa, f. 10.10.1934, gift Emi Forberg, en þau eru bæði íslenskukennarar í Lundi og Malmö í Svíþjóð; Margrét Jónína, f. 2.9. 1936, innanhússarkitekt og grafík- Ustamaður, en maki hennar er GísU Engilbertsson, j árnsmí ðameistari og meöhjálpari í Hafnarfjarðar- kirkju. Barnaböm Ingveldar em sjö, ell- efu langömmubörn og eitt langa- langömmubarn. Ingveldur átti þrjá albræður sem nú eru alUr látnir. Auk þess á hún fimm hálfsystkin, samfeðra, á Ufi en þrír hálfbræöur, samfeðra, em látn- ir. Foreldrar Ingveldar vom GísU Jónsson, f. 4.9.1874, d. 9.11.1944, Ust- málari, og Guðrún Þorleifsdóttir, f. 10.10.1873, d. 26.1.1961, en húnlærði karlmannafatasaum hjá Reinhold. Ætt Meðal systkina Gísla vom Guðjón, kaupmaður á Hverfisgötunni, faðir Péturs stórkaupmanns, og Bjarni, afi Skúla Jóhannessonar í Tékk- kristal. GísU var sonur Jóns, b. í BúrfeUskoti í Grímsnesi, Bjama- sonar, b. í Borgarkoti í Ölfusi, Þor- lákssonar. Móðir Jóns í BúrfeUskoti var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Net- hömmm, Loftssonar og Helgu, syst- ur Vigdísar, langömmu Kristins í Geysi, afa Kristins Bjömssonar, for- stjóra Skeljungs. Helga var dóttir Steindórs, b. í Auðsholti og ættföður Auðsholtsættarinnar, Sæmunds- sonar og Amfríðar, systur Guðnýj- ar, langömmu Guðmundar á Gamla-Hrauni, afa dr. Guðna Jóns- sonar, fóður Bjarna prófessors. Móðir Gísla var Ingveldur Gísla- dóttir, hreppstjóra á Kröggólfsstöð- um, Eyjólfssonar, ættfóður Krögg- ólfsstaðaættarinnar, Jónssonar. Móðir Ingveldar var Sólveig, systir Ólafar, ömmu Péturs, b. í Engey, afa Bjama Benediktssonar forsætisráð- herra, föður Bjöms alþingismanns. Sólveig var dóttir Snorra, ríka í Engey, Sigurðssonar og Guðrúnar Oddsdóttur. Guðrún var dóttir Þorleifs, b. í Vatnsholti í Flóa, Jónssonar, b. í Hrútastaðahjáleigu, Bjamasonar, b. á Syðra-Velli í Flóa, Þorgrímssonar, b. í Ranakoti, Bergssonar, ættföður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Jóns var Ragnheiður Orms- dóttir, b. á Hamri í Flóa, Amþórs- sonar. Móðir Þorleifs var Guðrún yngri Felixdóttir, b. á Haugi í Flóa, Hafliðasonar, b. á Langholti, Niku- Ingveldur Gisladóttir. lássonar, b. í Hróarsholti, Hafliða- sonar. Móðir Guðrúnar var Ólöf Jónsdóttir, b. á Litlu-Reykjum í Flóa, Þorsteinssonar, b. í Hjálms- holtskoti, Jónssonar. Móðir Guðrúnar Þorleifsdóttur var Margrét Eyjólfsdóttir, formanns í Garðhúsum í Flóa, Jónssonar, b. á Borg hjá Villingaholti, Guðmunds- sonar, ættföður Kópsvatnsættar- innar, Þorsteinssonar. Móðir Margrétar var Guðrún eldri, systir Guðrúnaryngri. Ingveldur verður að heiman í dag. tímarit fyrir alla á næsta sölustað c<] nn eða í áskrift í síma DJ~Z/~UU Til hamingju meö afinæl- ember 90 ára Guöbjörg Jónsdóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. 80 ára Ragna Jónsdóttir, Bólstaöarhlíð 41, Reykjavík. Eiginmaður Rögnu var Ágúst Sæ- mundssonar framkvæmdastjóri semlést 1992. Ragna tekur á móti gestum í þjón- ustumiðstöðinni Bólstaðarhlíö 43 kl. 16.00-19.00. 60 ára GuðmundurS. Ottesen, bóndi að Syðri-Brú, Grímsnes- hreppi. 50 ára örn Johnson, Selbraut 2, Seltjamamesi. Ólafur Jóhannsson, Leifsgötu26, Reykjavík. Auður Brynja Sigurðardóttir, Breiðvangi 6, Hafnarfirði. Valgerður Eiriksdóttir, Dalseli 29, Reykjavik. Ágústa Olsen, Heiðarseli 15, Reykjavik. Guðfinna Sigurðardóttir, Fífuseli 6, Reykjavík. Guðfinna er að heiman. Edda M. Hjaltested, Hraunbrún 51, Hafhar firði. Hrefna Jónsdóttir, Garðarsbraut 67, Húsavík. Hrefna tekur á móti gestum að Garðarsbraut 44, laugardagskvöld- ið2.10. 40 ára Agnar Þórarinsson, Bergstaðastræti 74 A, Reykjavík. HilmarEIíasson, Barmahlíð 21, Reykjavík. Guðrún Bjðrk Tómasdóttir, Laugateigi 37, Reykjavík. Helga Erlendsdóttir, Skipasundi 28, Reykjavík. Friðrik Ingvar Oddsson, Hólabraut 3, Hafharfirði. Edda Sigurrós Sverrisdóttir, Laugarvegi 126, Reykjavík. Hanna Sigurjónsdóttir, Bakkavegi 27, Hnífsdal, Bridget McEvoy, Heiðmörk 60, Hverageröi. Sigríður Ágústa Ingólfsdóttir, Fjarðarseli 16, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.