Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993
Utlönd
Stuttarfréttir
Georgíuforseti berst fyrir pólitísku lífi sínu og embætti á vígvellinum:
Þrisvar verið gestur
íslendinga á 8 árum
- Shevardnadze slapp heill á húíi frá átakasvæðinu í Abkhasíu í morgun
„Forsetinn fer ekki af átakasvæðinu
fyrr en hann hefur fengið staðfest-
ingu þess að fólkið í Sukhumi sé
óhult og þar verði ekki framið þjóð-
armorð," sagði þingforseti á georg-
íska þinginu eftir að Eduard She-
vardnadze forseti hafnaði í gær öll-
um tilboðum um að fara heim eftir
að borgin féll í hendur uppreisnar-
mönnum.
Shevardnadze tekur sjálfur ábyrgð
á hvernig farið hefur fyrir stjórnar-
hernum í baráttunni við uppreisnar-
menn í Abkhasíuhéraði. Herinn laut
þar yfirstjórn forsetans en fór hall-
oka fyrir aðskilnaðarsinnum og varð
að játa sig sigraðan í gær eftir óvenju
iilvíga bardaga í borginni.
í morgun kom Shevardnadze til
höfuðborgarinnar Tbhsi eftir að
óvissa ríkti um örlög hans í gær. Um
tíma hélt hann þó til skammt utan
Sukhumi. Hann segir að um 20 þús-
und manns séu í lífshættu í Sukhumi
þótt flöldi fólks hafi náð aö flýja stað-
inn síðustu daga með hjálp Rússa.
Aðskilnaðarsinnar bjóða vopnahlé
á fostudag en forsetinn hefur ekki
tekið afstöðu tii boðsins enn.
Þrívegis.
komið til íslands
Shevardnadze hefur aðeins setið
rúmt ár á forsetastóli í Georgíu. Á
þeim tíma hefur ríkið verið að líðast
í sundur. Nú síðla sumars hefur at-
burðarásin verið hröð og forsetinn
misst þau htlu tök sem hann hafði á
andstæðingum sínum.
Hann var kallaður til valda eftir
að landsmenn höfðu risið upp gegn
Zviad Gamsakhurdia sem sækir nú
Tværásjónur
Eduard Shevardnadze var i mikl-
um ham þegar hann sagði af sér
embætti utanrikisréðherra Sov-
étríkjanna og sagði harðlínuöfl-
unum í landinu til syndanna um
leið.
Það er sjaldgæft að sjá hann svo
léttan á brún. Hann fór helm tli
Georgíu eftir þjónustu víð Sovét-
rikin og var kjörinn forseti.
Simamyndir Regter
Eduard Shevardnadze Georgíuforseti kom til íslands fyrir réttu ári og hitti þá Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra í Leifsstöð. Forsetinn var á leið til Bandarikjanna. Á þessum tíma
þótti hann traustur í sessi þrátt fyrir mörg erfið vandamál heima í Georgíu.
að Shevardnadze og vill í forsetastól-
inn á ný. Framtíð Shevardnadzes er
því ótrygg þótt hann hafi komist lif-
andi af vígvellinum.
Aðeins eru átta ár liðin frá því
Shevardnadze kom óvænt fram á
svið heimsmálanna. Mikhaíl Gorb-
atsjov gerði hann að utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, óreyndan með
öllu í alþjóðastjórnmálum.
Á ferh sínu hefur Shevardnadze
þrívegis verið gestur á íslandi, fyrst
árið 1985, skpmmu eftir að hann tók
við embætti. Mest bar þó á honum
hér þegar Roriald Reagan og Gorb-
atsjov héldu fund sinn í Reykjavík.
Þá veittu menn þessum hvíthærða
alvörugefna manni fyrst verulega
athygli. Enn kom Shevardnadze hér
við í fyrra á leið vestur um haf. Hann
var þá tahnn traustur í sessi í Georg-
íu. Vopnin hafa heldur betur snúist
í höndum hans á þessu eina ári.
Gamall flokks-
leiötogi I Georgíu
Shevardnadze var ekki með öllu
ókunnugur málum Georgíu þegar
hann tók viö forsetaembættinu.
Hann hafði á árunum 1972 itl 1985
verið flokksleiðtogi kommúnista í
lýðveldinu sem þá var hluti af Sovét-
ríkjunum. Á þessu fyrra valdaskeiði
sínu þótti hann óvæginn og lét hik-
laust taka menn af lífi fyrir andstöðu
við stjórnvöld.
Enn eimir eftir af orðfæri og hugs-
unarhætti kommúnismans hjá She-
vardiiadze. í gær lýsti hann því yfir
að „heimsvaldasinnuð öfl stæðu að
baki ófriðnum í Abkhasíuhéraði."
Orðalagið er kunnuglegt en nú skeh-
ir hann skuldinni á Rússa og segir
að þeir hefðu getað forðað Sukhumi
frá fahi ef þeir hefðu kært sig um.
Shevardnadze segist hafa treyst á
hðsstyrk Rússa þegar hann lagði upp
í fórina tíl Sukhumi. Rússar segjast
hafa gert aht sem í þeirra valdi stóð
til að stöðva sókn aðskilnaðarsinna
enekkihafterindisemerfiði. Reuter
Shevardnadse á blaðamannafundi i Háskólabíói með Mikhail Gorbatsjov,
síðasta forseta Sovétríkjanna, eftir leiðtogafundinn í Reykjavik haustið 1986.
Shevardnadse hafði á ferli sínum sem utanríkisráðherra Sovétrikjanna
veruleg áhrif á sambúð stórveldanna.
i Reykjavík árið 1985 með Geir Hallgrímssyni, þá utanrikisráðherra. She-
vardnadze var á þessum tíma óreyndur á sviði utanrikismála. Hann hafði
ríkt sem héraðshöfðingi í Georgiu i 13 ár. Gorbatsjov Sovétforseti gerði
hann að bandamanni sinum og treysti honum fyrir mikilvægum málaflokki.
Hersveitir
rússneska inn-
anríkisráðu-
irieýligirisiliúriri;:;
kringdu þing-
húsiðí Moskvu
í morgun til að
halda uppi lögum og reglu. Mönn-
um er heimilt að yfirgefa húsiö
en almenningur er varaður við
að koma þar nálægt.
Jeltsínfasturfyrár
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
er staðráöinn í að láta ekki undan
kröfum um að halda forseta- og
þingkosningar á sama tima.
Hópur þekktra rússneskra
stjórnmálaroanna hefur boðisf til
aö miðla tnálum milli Jeltsíns
forseta og íhaldssatnra andstæð-
inga hans á þingi.
Herskáir
nnislímar
gerðu uppreisn
gegn Izet-
begovic Bos-
níuforseta
gær með því að
lýsa yfir sjálfsjórn i Bihac-héraði
í norðvesturhluta landsins þar
sem íbúar er flestir islamstrúar.
Uppreisn fordæmd
ítalskir stjórnmálamenn og
Páfagarður fordæmdu ákall
Bandalags norðanmanna um
skattauppreisn og sögðu það til-
ræði við þjóðareiningu,
Heitmannversig
Steffen Heítmann, frambjóð-
andi Koltls Þýskalandskanslara í
forsetaembættið, sagði að hann
ætlaði ekki að draga sig í hlé þrátt
fyrir árásir á hann vegna íhalds-
samra skoðana hans.
Stríöogfriður
írski lýðveld-
isherinn, IRA,
sprengdi tvær
sprengjur í
Belfast eftir að
hafa áður rétt
fram sátta-
hönd. Norður-írlandsmálaráö-
herra Bretlands kallaði IRA-
menn hræsnara.
Einn róttækasti þingmaður
breska Verkamannaflokksins,
Tony Benn, náði ekki endurkjöri
i framkvæmdanefnd flokksíns
þar sem hann haföi setiö í 34 ár.
SAS>sfjórinn rekinn
Jan Carlzon, forstjóri SAS, hef-
ur hætt störfum. Við starfi hans
tekur Norðmaðurinn Jan Reinás.
Sögur herma að Carlzon haft ver-
iö rekinn.
Hvalurinn fjarri Clinton
Gro Harlem
Brundtland,
forsætisráð-
herra Noregs,
nefndi hvala-
máhö ekki á
fundi sínum
með Bih Clinton Battdaríkafor-
seta i gær.
Grænlendingar ráðgera að
reisa vírkjun fyrir 8 mihjarða
króna til að sjá höfuðstaðnum
Nuuk fyrir rafmagni.
Eitur í Eystrasalti
Finnar segja að 210 þúsund
tonnum af efnavopnum hafið ver-
iö kastaö í Eystrasalt eftir síðari
heimsstytjöldina.
Reuter, NTB, Ritseau og ENB